Þjóðviljinn - 11.09.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.09.1956, Blaðsíða 3
- Þriðjudagur 10. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Starl frú Guðrúnar Brunborg er algert elnsdæmi segir Eristian Öttesen, lormaBii norskra stúdentaskipia Hún hefur safnaB háft i milljón ish kr. fyrir islenzka og norska stúdenta Starf frú GuSrúnar Brunborg er algert .einsdæmi. Hún hefur fórnað starfskröftum sínum og fé til að koma upp sjóðum fyrir stúdenta og bústöðum fyrir islenzka stúd- enta í Oslo, og safnað þannig V4 millj. norskra kr. sagöi Kristian Ottesen, formaður norskra stúdentaskipta í við- tali við blaðamenn í gær. Ottesen sagði frá norsku stúd- entasamtökunum, er annast margháttaða starfsemi fyrir þá. Við byrjuðum strax eftir stríðið, sagði hann og þá af skornum skammti. Þá urðu 700—800 stúdentar að búa í bröggum frá stríðsárunum og öðru bráða- birgðahúsnæði. En svo hófum við b.vggingar fyrir 1200 stúd- enta, sagði hann. Fyrsta heimil- ið tók til starfa 1952 og rúm- aði það 350. í öðrum áfanga bættust við herbergi fyrir 250 og þriðja áfanga á að ljúka í marz n. ár með byggingu 150 íbúðarherbergja, og höfum við þá alls byggt 750 stúdentaíbúð- ir, sagði Ottesen. Með svipuðu sniði og hér. Það kostar 18 þús. norskar kr. að byggja eitt herbergi fyrir stúdent í norsku stúdentagörð- unum, og er þar innifalinn einn- ig byggingarkostnaður sameigin- legrar setustofu, eldhúss o. s. frv. sem hver ákveðinn stúdenta- hópur hefur sameiginlega til af- nota. Tíu þús. kr. fáum við sem lán frá ríkinu, en það sem til vantar fáum við með þeim hætti að byggðarlög kaupa forgangs- rétt til herbergja fyrir stúd- enta frá sér, og einnig öflum við fjár með hótelrekstri. Stærsti hótelhaldari Noregs. Það er mikill ferðamanna- straumur til Noregs, eins og þið vitið. Hinn 15. júní flytja stúd- entarnir úr herbergjum sínum. Á næstu þrem dögum breytum við íbúðum þeirra i bótelher- bergi og starfrækjum hótel í 70 daga og 71. daginn flytja stúd- entarnir inn í íbúðir sinar aftur. Hagnaðurinn af hótelrekstrin- um gengur til stúdentabygging- anna. Við rekum þannig stærsta hótel Noregs, því við höfum ráð á 700 rúmum. Islendingar einir útlendinga En þrátt fyrir hagnaðinn fyrir sjóðinn er hún stofnaði til minningar um Olav Brunborg son sinn, en úr honum njóta styrkja bæði islenzkir og norsk- ir stúdentar. Ottesen kvað starf frú Guð- rúnar Brunborg fyrir stúdentana vera aigert einsdæmi og fóm- fýsi hennar sérstaka. í því sam- bandi minntist hann á síðustu myndina er hún sýnir hér nú, til ágóða fyrir íslenzku stúdenta- herbergin í Osló. Kvaðst hann álíta að þar kæmi ekki fram fyrst og fremst afstaða Norð- manna til Þjóðverja, heldur væri aðalatriði myndarinnar hvernig fólkið stæði saman í erfiðleikun- um, slík samstaða væri aðal- Norskt stúcLentaheimili. þessa ve'gar, — sem enn i dag gengur undir nafninu „Blóðveg- urinn“. \ I Flytja saman í Nýjan „garð“ Norsku stúdentagarðarnir eru í einu úthverfi Osló og kallast bústaðirnar „i Sogni“. Þegar næsti áfangi verður fullgerður flytja íslenzku stúdentarnir á efstu hæð í annan enda nýju Kommunistaagent í forustu Sjálf- stæðisflokksins? Vísir birtir ritstjómargrein í gær og ber sig upp undan því að íslenzk sendinefnd skuli vera farin til Kína. Segir blaðið að tilgangur fararinnar sé sá „að koma íslendingum undir á- hrifavald Rússa og hins alþjóð- lega kommúnisma. Þegar svo hinir þakkiátu og lirifnu boðs- gestir koma aftur frá sælu- rikinu, eru þeir látnir halda langar lofrollur í útvarpinu um sældina í kommúnistaríkjunum, eða þeir skrifa langar blaða- greinar til að þakka fyrir ferð- ina.“ „En mesta furðu vekur hversu margir fást til að fara í nefndir þessar" heldur Vísir áfram, „hversu margir eru flatir fyrir þessari lævíslegu aðferð kommúmsta til þess að koma ár sinni fyrir borð og brjóta niður mótstöðu Islend- inga gegn einræðinu austræna". — Meðal nefndarmanna í Kínaförinni er sem kunnugt er einn af kunnustu fomstumönn- um Sjálfstæðisflokksins, Magn- ús Jónsson, bankaráðsmaður, Ötvarpsráðsmaður o.fl. o.fl. aí í Osló, 5 í Þrándheimi, 4 í ÁsJ og 1 í Björgvin eða samtals 31, Kvikmyndin Og svo að síðustu: kvikmynda- sýningar frú Guðrúnar Brun- borg, til greiðslu á stúdenta- görðum, eru í Stjörnubíói og hefjast í kvöld. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára aldurs. Hún verður sýnd þrisv- ar á dag, kl. 5, 7 og 9. Segulmælingastöð byggð í Leirvogs- tungu Frá norsku stúdentagörðunum í Osló. hótelrekstrinum vantar 100 kr. norskar til þess að það sem stúdentarnir eru látnir greiða í húsaleigu dugi. En hver sem flytur inn í nýju stúdentabú- staðina fær 400 kr. húsaleigu- styrk frá ríkinu, og þá íslenzku stúdentarnir einnig. Eru íslenzku stúdentamir einir útlendinga um að njóta slíkra kjara, og það eiga þeir frú Guðrúnu Brunborg að þakka, er hefur lagt þeim til heimili i Noregi, sem er bezta og ódýrasta húsnæði sem þeir geta fengið. Verndarvættur íslenzkra stúdenta Stúdentar frá ýmsum löndum stunda nám í Noregi, en engir þeirra eru eins vel settir og ís- lenzku stúdentamir, því þeir eiga sinn verndarvætt, þar sem frú Guðrún Brunborg er. Eg man þegar hún kom til mín 1952 og vildi fá að kaupa íbúðarrétt fyrir 10 islenzka stúdenta. Hún kvaðst ekki hafa fé handbært, en fullyrti að sér myndi takast að borga íbúðim- ar, og hún hefur staðið við all- ar skuldbindingar sínar. Að sjálfsögðu vissi ég hver hún var, þegar hún kom til mín, því hún er þekkt i Noregi boðskapur og innhald myndar- in'nar. Sannsöguleg Fyrir innrás Þjóðverja í N°r- eg voru Norðmenn byrjaðir að leggja veg nyrzt í Noregi. Og Þjóðverjar vildu láta fullgera veginn og til þess starfs sendu þeir júgóslavneska fanga. Mynd- in lýsir vel sannsögulegum at- burðum er gejðust við lagningu byggingarinnar. Þar fá þeir sín 10 herbergi, sameiginlega 43 fer- metra setustofu, með 19 ferm. svölum, eldhús^ bað o. s. frv., og mun ætlunin að búa þessa deild sem islenzkast. Ottesen kvað íslenzku stúdent- ana hafa getið sér gott orð Osló og „það er fátt sem við vildum ekki gera fyrir þá“, sagði hann. í vetur voru 21 ísl. stúdent Segulmælingastöð er nú i byggingu Í Leirvogstungu, og er liún þáttur í framlagi ís- lendinga í þágu vísinda á jarð- eðlisfræðiárinu. Ætlunin er að stöðin taki til starfa á næsta ári, verður hún sjálfvirk. Þeir Þorbjöm Sigurgeirsson, formaður Rannsóknari’áðs og dr. Trausti Einarsson hafa unnið að segulmælingum í sum- ar, á Austurlandi og í Hval- firði. I haust sækja þeir alþjóða- ráðstefnu segulfræðinga, sem haldin verður í London. Nordalskvól.d Framhald af 12. síðu. Að leiksýningunni lokinnl verður Leikhúskjallarinn opinni til kl. 1 eftir miðnætti fyrir þá, er þangað óska að koma. Dr. Sigurður Nordal og friS munu sitja samkomuna í boðj Almenna bókafélagsins. Aðgöngumiðar að hátíðasýrt- ingunni verða seldir á skrifstoftl Almenna bókafélagsins að Tjam- argötu 16, sími 82707 frá kl. 3 í dag, þriðjudag. Verð þeirra er 25—50 krónur. Metflutningar hjá Flugfélagf Islands Flugvélar Flugfélags íslands fluttu fleiri farþega í ágústmánuði en 7 fyrstu árin, sem félagið starfaði. Flutt- ir voru í mánuðinum samtals 12.649 manns, 10.299 á innanlandsleiðum og 2.350 milli landa. Til samanburðar má geta þess, að á fyrstu 7 starfsárum félags- ins voru fluttir alls 10.873 far- þegar. Hafa heildarfiutningar F.í. aldrei fyrr orðið jafn miklir í einum mánuði. Nemur aukning- in 35% sé gerður samanburður á ágúst í fyrra. Vöru- og póstflutningar hafa sömuleiðis aukizt til muna. Voru í s.l. mánuði flutt 134545 kg. af vörum með flugvélum félagsins, þar af 116926 kg. hér innan- lands. Þá voru fluttar rösklega 11 smálestir af pósti í mánuðin- um. Farþegaflutningar eru enn mjög miklir, bæði innanlands og milli landa, og eru flugvélarn- ar oftast þétt setnar. Leiguflutn- ingar eru nú með meira móti hjá Flugfélagi íslands. S.l. fimmtu- dag flaug Sólfaxi norður til Thule á Grænlandi og sótti þangað 55 danska verkamenn, sem þar hafa unnið að bygginga- framkvæmdum í sumar. f gær flutti svo Gullfaxj 55 sjómenni frá Gautaborg til New York með viðkomu í Reykjavík. Var ferð þessi farin á vegum Sænsk-ame- rísku Hnunnar. Þá átti Douglas- flugvél að fara til Meistaravíkur i dag og sækja þangað hóp Dana, sem þar hafa dvalið í sumar við námuvinnslu. Loks mun önnur millilandavél F. í. flytja Ham- borgaróperuna frá Edinborg yf- ir til Hamborgar í tveimur ferð- um nú um helgina, en sem kunn- ugt er flutti félagið þennartl sama óperuflokk til Edinborgar I byrjun september.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.