Þjóðviljinn - 15.09.1956, Blaðsíða 10
2
Ný skoðanakönnun:
Ilvaða lesgFeiei er
skeinnitilegust?
Skip og siglingar
Það er margt í bókunum
Við höfum haft skoð-
önakannanir af og til í
blaðinu okkar. Þetta hef-
ur átt vinsældum að
fagna og þátttaka verið
mikil. Við höfum látið
lesendur telja fram kær-
ustu ættjarðarljóðin, vin-
sælustu dægurlögin og
Skólavarðan
Framhald af 1. síðu.
lands til minningar um
fund Vínlands hins góða,
en íslendingurinn Leifur
Eiríksson heppni fann
Vinland hið góða eða
Norður-Ameríku, svo sem
frásagnir herma. Nú mun
í ráði að flytja styttu
Leifs heppna af Skólæ
vörðuholtinu, sennilega í
nálægð Sjómannaskól-
ans. Verði styttan flutt
er tímabært áð hefja um-
ræður um endurbyggingu
skólavörðu á hinum fyrri
stað. Sú varða þyrfti að
vera hin myndarlegasta.
Hún ætti að rísa þarna
sem útsýnisturn yfir
landnám Ingólfs og Hall-
veigar, höfuðstaðurinn
þarf að eignast einhvem
slíkan stað til þess að
auka víðsýni íaugans, —
og ef til vill víðsýni and-
ans um leið.
Hvað segið þið, skóla-
nemendur og aðrir áhuga-
menn, um að ræða þetta í
haust og vetur. Orðið er
frjálst.
seinast var skoðanakönn-
un um söngvarana. Nú
befjum við nýja skoðana-
könnun, sem á að standa
til 15. október. Um þetta
leyti taka um 10 þúsuhd
skólabörn saman bækur
sínar og leggja af stað
rneð töskuna sína í skól-
ana, auk þess nokkur þús.
unglingar í framhaldsskól-
ana. Nú vitum við það
og þekkjum af reynsl-
unni, að hugðarefni nem-
endanna eru misjöfn, og
því miður gleyma kenn-
ararnir og skólarnir því
of oft. Sumir kennarar
og sumir skólar líta svo
á, að rétt sé að láta alla
nemendur læra nákvæm-
lega það sama og ná-
kvæmlega á sama hátt,
og miða svo allt við
próf, sem hripuð eru upp
af handahófi á örskömm-
um tíma. Þeir vilja gera
alla að tölusettum ein-
tökum, sem send eru á
markaðinn -að skólanámi
loknu. En til þess að
öllu réttlæti sé fullnægt,
viljum við geta þess að
þetta á ekki við alla
lærifeður, en við segjum
hiklaust of marga.
Nú viljum við spyrja
þig, kæri lesandi: Hvaða
lesgrein finnst þér
skemmtilegust af skóla-
fögunum? — Með les-
greinum teljum við: Sögu
(íslendingasögu og mann-
kynssögu), landafræði,
náttúrufræði (grasafræði
og dýrafræðj) og kristin-
ÍEræði (biblíusögur). Ef
þið svarið þessu getur
það orðið til ýmiskonar
hugleiðinga, sem þið gæt-
uð haft gagn og gaman
af,
í fyrra höfðum við
svolítinin- fræðsluþátt í
sögu, sem vel var tekið.
Eftir úrslit þessarar skoð-
anakönnunar munum við
reyna að hefja fræðslu-
þætti ykkur til gagns. All-
ir skólanemendur mega
taka þátt í þessu. Skrif-
ið nafn og aldur og skóla
ykkar. Svar ykkar er:
Skemmtilegasta lesgrein-
in mín, — Skrifið sem
fyrst, í seinasta lagi 15.
október.
Rökrétt spurning?
Faðirinn við 5 ára son
sinn; Aldrei skrökvaði ég,
Villi minn, þegar ég var
lítill.
Villi: En hvenær byrj-
aðirðu þá á því?
Auðveldara að
klippa
Rakari nokkur hafði
þann sið að segja ýmis-
konar rosasögur meðan
hann var að starfi.
Einhverju sinni sagði
emn viðskiptavinurinn
við hann: Hvers vegna
segirðu alltaf þessar
\oðalegu ræningjasögur,
þegar þú ert að klippa?
Rakarinn svaraði: Það
er miklu auðveldara að
klippa menn, þegar hár-
in fara að rísa á höfð-
inu á þeim.
í næst síðasta blaði
birtum við bréf og mynd
frá Páli Einarssyni, 9
ára. Bréfið var aðallega
um skip og ýmislegt er
að sjómennsku lýtur. Við
ræddum svolítið efni
bréfsins og birtum mynd
af skipi með miklum
seglabúnaði. Nú höfum
við fengið tvö bréf við-
víkjandi skipum. Annað
er frá „áhugamanni", hitt
er frá Páli. Þar sem
þetta er hið mesta fróð-
leiksefni, birtum við nú
meginkafla úr bréfunum.
Áhugamaður segir:
„Síðastliðinn miðviku-
dag var beiðni frá . 9
—10 ára dreng um mynd-
ir og sögur af skipum
ýmsra tíma. Datt mér þá
í hug að koma þessari
mynd til hans. (Það er
fremur ógreinileg mynd,
sem við höldum að komi
Staíaleikur
Reynið að ráða eftir-
farandi þraut. Tölustaf-
irnir gilda bókstafi og ef
þið komizt á sporið og
fmnið einhver orðin,
mun hitt leysast smám
saman:
Inni í þessum 12345 sá
ég 345 og 234 í 1234, sem
var lík 512 í lögun, og
var breitt 452 yfir. —
143 var fyrir hurðinni og
431 við og mátti 25445
vel um gengið og engin
232 smíði.
ekki vel út í blaði). Skip
þetta er aðeins 15 smá-
lestir og varð frægt er
það sigldi suður fyrir
Afríku (Góðarvonar-
höfða), en það var fyr-
ir þann tíma er Súes-
skurðurinn var búinn til.
Það var þá minnsta skip,
er hafði farið þá leið.
Nafn skipsins var og er
Gullna höndin, brezkt“.
Það getur vel verið, að
við birtum þessa mynd
síðar. Við þökkum „á-
hugamanni" sendinguna.
En nú skulum við heyra
hvað .Páll segir:
„Kæra Óskastund.
Ég þakka þér fyrir
myndina af stóra segl-
skipinu, sem þú birtir
um daginn. En nú skal
ég segja þér nokkuð. Ég
fékk lánaða bók í Bæjt-
arbókasafninu. Hún heit-
ir Verkleg sjóvinna, og
þar er margt um segl-
skip og seglabúnað
þeirra. Það er skemmti-
leg bók, og þar gat ég
séð að stóra seglskipið
er kallað fullrikkari, af
því að öll möstrin eru
gerð úr þremur hlutum,
sem heita: undirmastur,
mersstöng og bramstöng.
— Nú er skólinn byrjað-
ur og við í 9 ára J erum
farin að skrifa með bleki.
Blessuð og sæl
Páll Einarsson
Ægissíðu 44.“
Það var gaman að fá
þessaV fregnir. Vinnu-
3
brögð Páls litla gefa til-
efni til þess að behda
ykkur á, að þegar ykkur
vantar svör við spurst
ingum, sem sífellt leita
á hugann, um efni sem
til fróðleiks má verða,
þá er ein leið ágæt. Hún
er sú að leita til bók-
anna. Að vísu fást ekki
svör við öllu í bókum,
en það skaðar naumast
að leita í bókum og oft
gefur sú leit ág'ætan
áiangur og arð. Páll fór
í Bæjarbókasafnið og
fékk svar við sínum á-
hugamálum. Þið hafið
sennilega flest eða öll
aðgang að bókasöfnum
eða lestrarfélögum. Not-
ið þau vel og eftir föng-
um. Þar er margt að
finna, — en þó aldrei
allt.
Nýtízkudama, XVI
j
Nú tökum við eina
tízkudömu fram. Það er
alltaf öðru hverju feg-
urðarsamkeppni hér í
höfuðstaðnum, svo að við
sendum ykkur nú mynd
aí einni úr Reykjavík,
sem Kristín Halla hefur
teiknað.
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 15. september 1956
Volvoverksmiðjurnar
Framhald af 3. síðu
Bmiðjur, sem seldu því hluti til
ibifreiðanna.
1932 var keypt verksmiðja-
an Penta í Schövda og fram-
leiðir þessi verksmiðja í dag
allar vélar fyrir Volvo bifreið-
arnar. Aðrir meðlimir í Volvo-
„fjölskyldunni" er Mekaniska
Verkstad í Köping, sem fram-
leiðir aðallega drif og gírkassa
í bifreiðarnar. Þessi verksmiðja
framleiðir einnig ýms verkfæri
eins og fræsara, slípivélar og
ýmislegt fíeira. Stærsta dóttur-
firmað er A.B. Bolinder Munkt-
el í Eskilstuna, en þarna eru
framleidd ýms tæki, svo sem
dráttarvélar sem kepptu áður
við Volvo. Þessi verksmiðja
framleiðir einnig bátavélar og
ýms verkfæri, en nú hefur
framleiðsla Volvo dráttarvéla
verið flutt til Bolinder Munktel,
svo að aðra vikuna eru fram-
Munið Kaffisöluna
í Hafnarstræti 18.
leiddar Volvo dráttarvélar og
hina vikuna Bolinder Munktel
dráftarvélar, og eru þær seld-
ar með báðum þessum merkjum
í samkeppni.
Flugvélamótorar fyrir herinn.
Seinasta dótturfyrirtækið er
A.B. Svenska Flygmotor. A.B. í
Trollháttan. Þessi verksmiðja
framleiðir nú sem stendur ekki
neitt fyrir Volvo. Meðal annars,
sem framleitt er í þessari verk-
smiðju eru hreyflar í flugvélar
fyrir sænska herinn og aðal-
lega þrýstiloftshreyflar, sem
framleiddir eru á leyfi annars-
staðar frá. Framleiðslan hjá
Volvo á hverri viku er um 750
fólksbifreiðir, 200 vörubifreiðir,
50 langferðabifreiðir, 200 drátt-
arvélar og 180 Station bifreið-
ir.
Nær 10 þús. starfsmenn.
Starfsmenn í verksmiðjunni í
Gautaborg eru sem stendur
9500 manns, en þar af eru 1500
á skrifstofunum. Að svona
margir vinna á skrifstofunum
er vegna þess að afgreiðsla fer
fram frá Gautaborg, innkaup,
teikningar og annað skrifstofu-
starf, en ekki hjá liinum ein-
stöku dótturfyrirtækjum.
Eitt af mörgum framfara-
sporum hjá Volvo er að yfir-
byggingar, aurbretti, vélarhús
eru ryðvarin með „Rotodip" en
ryð er mesti óvinur bifreiðaeig-
andans, sérstaklega í löndum
sem liggja að sjó.
Yfir.400 Volvobílar hér á landi.
Volvo bifreiðir voru fyrst
fluttar hingað til lands árið
1930 af þáverandi umboðs-
manni verksmiðjanna Halldóri
Eiríkssyni og tvær fyrstu bif-
reiðarnar, sem komu, voru
fólksbifreiðar yfirbyggðar og
eru þær enn í gangi hér í Rvík.
Seinna voru síðan fluttar inn
vörubifreiðir, sem lengi var
aðalframleiðsla Volvo verk-
smiðjanna og í dag munu vera
hér yfir 400 Volvo bifreiðir, en
þar af um 150 með Diesel-
hre^Tli, sem eingöngu er í
vörubifreiðum, langferðavögn-
um og strætisvögnum.
3ja til 5 herbergja íbúð óskast
til leigu. Helzt ásamt bílskúr. Má vera í útjaðri
bæjarins.
Upplýsingar í síma 7602 eftir kl. 7 e.h.
XX X
NfiNKIN
Tilkynning
FKÁ OLÍUFÉLÖGUNUM
Til að auðvelda afgreiðslu á olíu til húskynd-
inga hafa Olíufélögin ákveðið eftirfarandi:
(1) Olíufélögin skuldbinda sig ekki til að afgreiða
pantanir samdægurs og þurfa því viöskipta-
menn að gera pantanir, sínar til félaganna
daginn áður en afgreiðsla þarf að fara fram.
Tekið er á móti pöntunum á olíu til mið-
nættis á olíustöðvum félganna.
(2) Afgreiðsla fer eingöngu fram í venjulegum
vinnutíma.
(3) Réglur þessar ganga í gildi frá og meö mánu-
deginum 17. þ.m.
0LÍUFELÖGIN
LIGGUR LEIÐIN
h.'k'k
KHfiKI