Þjóðviljinn - 22.09.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.09.1956, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Þeð hefur lengi verið ósk íslenzkra leikgesta að hingað kæmi fullskipaður ballettflokk- ur erlendur og sýndi einhvern hinna frægu sígildu leikdansa, birti okkur hina tignu og ynd- isfögru listgrein í allri sinni dýrð. Sá draumur hefur enn eigi rætzt, og er of miklum kostnaði um kennt, en spá mín er sú að sigrazt verði á þeim erfiðleikum áður en varir. í annan stað hafa margir ágætir listamenn frá ýmsum þjóðum gist landið á síðustu árum og sýnt okkur stutta dansa eða brot úr stærri verkum, öllum sem séð hafa til mikillar gleði, á meðal þeirra Irína Tikhóm- írnóva, ein snjallasta og ást- sælasta dansmær sjálfra Sovét- ríkjanna. Sýningar hinna kær- komnu gesta hafa mjög glætt og eflt áhuga íslendinga á Eindansandinn María Ma- zún frá Malíleikhúsinu í Leníngrad leikdansi, opnað okkur nýja töfraheima, en eru þó sjaldan annað en brotasilfur eða snögg- ir glampar hinnar voldugu list- ar. Engir dansendur fá notið sín til fullrar hlítar á auðu sviði og án hljómsveitarleiks og áðstoðar dansliðs — atriðin eru rifin úr samhengi, dansend- urnir sviptir réttu umhverfi og reynist lítt gerlegt að birta á- horfendum eðli eða skapgerð persóna sinna og því síður að fúlka nokkra sögu, list þeirra er einangruð eins og eyja úti í ha|i. Um þessar mundir eru tíu sovézkir listamenn gestir Þjóð- leikhússins, og er koma þeirra vissulega fagnaðarefni öllum sem leikdönsum unna. Þeim var ágætlega tekið á frumsýn- ingunni á þriðjudaginn var og allir miðar seldir á svipstundu; listdansinn hefur þegar eignazt niarga vini á landi hér. Hér •er um valinn og glæsilegan hóp ^að ræða, ósamstæðan að vísu, en búinn þeirri frábæru tækni, sérstæðu þjálfun og öryggi, sem einkennir dansfólk Sovét- rikjanna, en Kússum er dans- inn í blóð borinn að allra dómi og eru enn sem fyrr forustuþjóð leikdansins, bera höfuð og herðar yfir aðra. List þeirra hvílir á traustum grunni sígildrar erfðavenju og er þó síung; lífsfjöri og skaphita hinna sovézku listamanna er Við brugðið, glæsilegri leikni ög klassískri fágun. Þess ber að geta að þau leikhús rúss- nesk sem hæst bera merki ballettsins og hafa snjöllustum ggjg- ^ Þjóðlelkhúsið | $ové%U\ r LEIKDANSAR Stjómandi: Peter Abolimov listamönnum á að skipa, Bols- ojleikhúsið í Moskvu og Kirov- leikhúsið í Leningrad, eiga enga fulltrúa í þessum hópi, og sýnir það eitt háan þroska og mikla útbreiðslu leikdansins austur þar, ©n listamenn þessir eru frá fjórum stórborgum: Leningrad, Moskvu, Kiev og Tbilísi. Þeir sýn.a aðeins tví- dansa og eindansa að hætti fyrirrennara sinna, en efnis- skráin er ærið fjölbreytt og í sextán liðum alls — pas de deux úr frægum sígildum verk- um, þjóðdansar, örstuttar frá- sagnir í hreyfingum og tónum, skringimyndir og skopdansar. Og margbreytilegur er líka stíll dansendanna, útlit og framgangur, en öll bjóða af sér góðan þokka. Sýningin hófst á adagio úr „Svanavatninu", hinu undur- fagra klassíska verki sem er allra leikdansa ástsælast í Sov- étríkjunum og raunar víðar; það kom í hlut þeirra Elenu Potapovu og Roberts Kljavin frá Kiev að klæðast gervi hinna frægu elskenda, Odette og Sigfrieds. Bæði eru þrótt- miklir og glæsilegir listamenn og ráða yfir mikilli tækni, en hæfileikar þeirra nutu sín enn betur í hinum íburðarmikla pas de deux meistarans Mari- usar Petipa úr „Don Quixote“ eftir Mincus, en tvídans þessi er eftirlæti dansmeyja um heim allan. Túlkun hinna mikilhæfu Listdansararnir Alla Dváli og Vakhtang Gunashvili frá Grúsíu. listamanna var stílhrein og stór í sniðum, en þó er ekki unnt 'að gleyma þeim Tikhómímovu og Lédjak sem dönsuðu þessi sömu atriði í Þjóðleikhúsinu fyrir tveim árum. Galína ísaéva og V. Zímín frá Malíóperunni í Leningrad sýndu klassískan tvídans, úr „Víkingnum" eftir Adan, til- komumiklum og litríkum leik- dansi sem er að nokkru reist- ur á „The Corsair", hinu mikla kvæði Byrons lávarðar; dans- inn hefur ísaéva sjálf samið. Verk þetta sá ég í Malíóper- unni í vor, og dansaði Zímín þá einmitt hlutverk Konráðs, hetjunnar í leiknum, og var í öllu sannur víkingur, glæsileg- ur og karlmannlegur; en um ágæta leikgáfu hans og kosti verksins verður ekkert dæmt af þessu örlitla broti. Hinn fjörugi og skoplegi brúðudans þeirra ísaévu og Zímíns vakti sýnilega ánægju leikgesta, og svo ákaft var klappað fyrir fsa- évu er hún dansaði „Káta drenginn“ úr óperettu Strauss að hún varð að endurtaka dansinn. Dansmærin er lág og þéttvaxin, en prýdd ótrúlegri mýkt og hárfínni nákvæmni, leikandi glettni og ríkri kímni- káfu. Við sama leikhús starfa ein- dansendurnir Maríja Mazún og Adol Hamzin, frábært listafólk, gætt heillandi framkomu og þokka. Dansmærin vann þegar hylli áhorfenda með eindansi sínum „Gavotte" eftir Lulli, en ljóðrænn jnnileiki, fullkomið látleysi og sérstæð fágun ein- kenndi jafnan dans hennar. Adol Hamzin er fríður maður og íturyaxinn, mikið karl- menni; „Perlan", stuttur, hug- næmur dans saminn við ljúfa tóna Rimskí-Korsakovs, bar nafn sitt með réttu í meðferð hinna ágætu listamanna. Tamara Sokólova frá Óperu- leikhúsinu í Moskvu er fagur- sköpuð og mjög fríð sýnum en list hennar í sumu af öðrum toga. „Veiðimaðuriilh og fugl- inn“ og „Þjófurinn frá Alman“, örstuttir sögudansar, er hún túlkaði ásamt Peter Pomazkov, minna stundum fremur á fim- leika en sígildam dans, en undraverð er fimi og öryggi beggja, hinar háskalegustu sveiflur og loftstökk virtust þeim leikur einn. — Síðast en ekki sízt ber að geta gestanna frá Tbílisi, hinnar tígulegu dansmeyjar Alla Dvali og dans- mannsins Vakhtangs Gúnas- hvíli, er fluttu okkur fagra og sérkennilega þjóðdansa ætt- jarðar sinnar, hins frjósama sólheita lands, klædd marglit- um litofnum þjóðbúningum, prýdd miklum yndisþokka, hljóðlausri mýkt og fullkom- inni tækni. Alla Dvali er í leik- skránni nefnd „bezta dansmær Georgíuríkis“, og þeirri stað- hæfingu virðist óhætt að trúa. Undirleik á flygil annaðist þekkt listakona frá Leningrad, Olga Krílova, og Þorvaldur Steingrímsson lék á fiðlu undir sumum dönsunum. Leikskráin var í fátæklegasta lagi, og smávægileg mistök urðu í beitingu ljósa og for- tjalds, og mun ónógri mála- kunnáttu um að kenna. Sam- skipti íslands og Sovétríkjanna eru mikil og margvísleg orðin, en rússneskukunnátta á landi hér litil sem engin, og má vart lengur við svo búið standa. — Listamönnum öllum og Þjóð- leikhúsinu færi ég þakkir fyr- ir góða skemmtun og háa list. Á. Hj. Listdansararnir Tamara Sokolova og Peter Pomaskoff frá öperettuleikhúsinu i Moskvu. LANGARYÐUR til að læra erlend tungumál? Ef svo er, ættuð þer að kynna yður kennsluna í Málaskólanum MÍMI. Kennsl- an er jafnt fyrir unga sem gamla og alltaf að kvöldinu eftir vinnutíma. Þér lærið að TALA tungumálin um leið þér lesið þau af bókinni og venjist því um leið að blusta á þau í sinni réttu mynd. Jafnvel þótt þér hafið tiltölulega lítinn tíma aflögu til náms, fer aldrei hjá því, að þér hafið gagn af kennslu sem fer að mestu leyti fram á því tungumáli, sem þér óskið að læra. Ef yður langar t.d. að skreppa til Kaupmannahafnar að vori, getið þér æft yður í dönsku með því að tala við danskan úrvalskennara tvisvar í viku. Ef ferðinni er heitir eitt- hvað annað gegnir sama máli um önnur tungumál, þér getið talað við Spánverja á spönsku, Þjóðverja á þýzku o.s.frv. Hringið milli 5 og 8 ef þéi óskið eftir nánari upplýsingum Málaskélinn MÍMIR í ....................... ....'^fnarstræti 15 (Ellingsen). Sími 7149.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.