Þjóðviljinn - 22.09.1956, Síða 9

Þjóðviljinn - 22.09.1956, Síða 9
4 Máltæki ? Segðu mér hverja þú umgengst, þá skal ég segja þér hver þú ert. Hver er höfund- urinn? Svör frá síðasta blaði. Vísan er eftir Jónas Hallgrímsson, kvæðið heitir Borðsálmur. Látum af hárri heið- arhrún er í leikritinu Skugga-Sveinn eftir Matthías Jochumsson. Skemmtilegasta les- greinin mín Þátttakan í þessari skoðanakönnun er hafin. Fyrsta bréfið um þetta var frá vinkonu okkar hér í Reykjavík, sem nefnir sig Uglu. Og þar var valin lesgrein, sem v.ið hérna höfum hugboð um að flestum þyki skemmtilegust. En skyldi það reynast rétt. Hvaða lesgrein velur þú? Ráðning á stafa- leiknum í síðasta blaði Þegar fundin hefur verið merking tölustaf- anna verður setningin svona: Inni í þessum skála sá ég ála og kál í skál, sem var lík ask í iögun, og var breitt lak yfir. — Slá var fyrir hurðinni og lás við, og mátti kallá vel um geng- ið og ekkert káksmíði. DansSJéð mömma og pabba Foreldrar ykkar, sem nú eruð á aldrinum 10—14 ára, eða þar um bil, voru margir á unglingsaldri kringum 1940. Þið eruð að biðja um ný lög og ný ljóð, danslög og dægurljóð, og svona var það eins með mömmu og pabba. Þá var því jafnvel komið í kring að valið var danslag kvöldsins í útvarpinu, og venju- lega reynt að vanda til þess. En söngvararn- ir, sem þá sungu dægurljóðin, eru nú flestir hættir að syngja opinberlega; þó gerum við ráð fyrir að þeir rauli eitthvað ennþá, a. m. k. sumir. Nú ætlum við til tilbreytingar að birta eitt af danslögum kvöldsins frá árinu 1940. Það var sungið þá fyrst á annan páska- dag. Söngvararnir voru Ivar Þórarinsson og Guðmundur Karlsson. En Ijóðið er eftir Jó- hannes úr Kötlum og varð mjög vinsælt. Ef til vill náið þið í einhvern, sem kann lagið, það heyrist sjaldan nú orðið. En ljóðið nefnist: Næturljéð Ó nótt! Þinn vængur nalgast mig — hánn nálgast mig hljótt, og nótt! ó kysstu barnið þitt og svæfðu það rótt. Nú finn ég hvernig ljóðið líður frá þér, — það Ijóð, sem á að vaka hjá mér sem móðuraugu mild og skær. Ó dimmbláa nótt! hversu dulur þinn faðmur og vær, þegar deginum lýkur og vanga minn strýkur þinn elskandi blær. Hve allt er þá liljótt, og hve angurvært hjarta mitt slær og hve auga mitt kvikar, og stiarnan þín blikar og færist mér nær. Ó, nótt! nú bærast varir þínar viðkvæmt og hljótt, - þú vaggar mér í draumi, blessaða nótt, og sorgir mínar líða, líða og líða fjær. Ó, dimmbláa nótt! o. s. frv. *_______________________________________:____/ Laugardag 22. september 1956 — 2. árgangur — 34. tölublað Ritstjóri: Gunnar M. Magnúss — Útgefandi: Þjógviljinn Eins og þú heilsar öðrum ávarpa aðrir þig Það er gamalt orðtak, eem segir: Eins og þú heilsar öðrum, ávarpa aðrir þág. Það gildir ekki einu, hvernig menn lieilsast eða kveðjast. Kveðjur skapa ákveðið hugarþel eða eru sprottnar af ákveðnu hugarþeli. Ávarpsorðin geymast í huga þess, sem talað er við og þau hafa mikilvæga þýðingu í lífi manna. Sumar þjóðir vanda mjög til ávarpsorða og telja það með skýrustu menningu að tala af háttvísi í ávarpsorðum. Nú breyt- ast ávarpsorð nokkuð með kynslóðunum. Við eigum ýmis góð ávarpsorð, sem notuð eru í daglegu tali og einnig í bréfum: Sittu beil á húfi, Hallgerður í Bláfelli, segir í þjóð- sögunni. Og tröllkonan svaraði: Fáir kvöddu mig svo forðum, farðu vel ljúfurinn ljúfi. Al- geng ávarpsorð eru: komdu sæll og blessað- ii r, sæl og blessuð. Þetta er svo oft stytt og sagt: blessaður, blessuð, og enn meira stytt: bless og þá er stutt yfir í erlent ávarp: bless you. Þá er notað komdu sæll og sælinú eða einungis sæl. Fáir segja heill og sæll, nema þá í ávarps- orðum bréfa. Góðan daginn er algengt ávarpsorð að morgni dags. Sumar stúlkur hjá fyrirtækjum segja, þeg- ar þær svara í símann: Góðan daginn, þetta er .... eða Sambandið, góðan daginn. Þessi kurteisi verkar vel. — En svo er að minnast á ýmis erlend áhrif á kveðjur, sem ekki sam- i'ýmast tungu okkar og málvenju. Halló! Þetta er orðið mjög algengt ávarpsorð milli ungs fólks, sem hittist t. d. á götu. Þegar að er gáð felst fátt persónulegt í þessu ávarpi. Það er upphrópun, frekar en kveðja og því ekki við- l.unnanlegt sem ávarps- orð. Þessar línur eru rit- eðar til þess að vekja athygli ykkar, sem ung eruð, á að vanda til kveðju- og ávarpsorða. Sá, sem ávarpar með háttvísi, vekur traust. Og er það ekki eðlilegt að reyna að vekja traust þeirra, sem við eigum samskipti við. Einu sinni heilsaðist fólk og kvadd- ist með kossi, og hefur sá siður tíðkazt til skamms tíma í sumum héruðum. Almennt tak- ast menn í hendur, þeg- ar þeir heilsast, og ein- hver fjarvist hefur skil- ið. Sumir telja, að við Framh. á 2. síðu Kjæra eða kæra Við fáum venjulega í ávarpi í bréfum til okk- ar: Kær.a Óskastund, og þykir okkur vitanlega vænt um það. En sumir skrifa orðið kjæra. Þetta viljum við leiðrétta. Það á að skrifa kæra. Sam- kvæmt reglum má ekki setja j á milli k og æ eða g og æ o.s.frv., ent förum ekki lengra út í þá sálma. RITSTJÚRI: FRlMANN HELGASON Um enska knaftspyrnu Það virðist vera orðin tízka að hafa framherja ensku lið- anna sem yngsta. Það var Man- chester Utd. sem innleiddi þessa „tízku“. Félögin reyna að komast niður fyrir hvert ann- að í meðalaldri. I augnablikinu ©r talið líklegt að Chelsea hafi Danir sigrnðu á öliuin vígstöðvum Um síðustu helgi kepptu Danir og Finnar í þrem flokk- um. Keppnin í A-flokki fór fram í Helsingfors og unnu Danir þar með fjórum mörk- um gegn engu; í hálfleik stóðu leikar 3:0 fyrir Dani. Leikur- inn var háður á olympíuleik- vanginum í viðurvist 15 þús. áliorfenda. B-leikinn unnu Danir líka 8:0; fyrri hálfleikurinn var markalaus. í unglingaleiknum sluppu Danir vel því að talið er sann- gjarnt að Finnar hefðu a.m.k. fengið jafntefli. Urslitin urðu Bamt þau að Danir settu þrjú inörk en Finnar tvö. 1 síðari Jiálfleik gerðu báðir tvö mörk. m®tið. Þegar Chelsea gerði jafntefli við Leeds, 0:0 var samanlagður aldur framlínunn- ar 94 ár: Les Allen 18 ára, Bradbrook 18, Tindall 20, Nich- olas 18, og Frank Blunstone 20. Það er Teddy Drake sem er að- ahnaður Chelsea, en hann var á sínum tíma miðframherji hjá Arsenal. Fulham er með tvo tvítuga leikmenn, Huddersfield með einn 16 ára og annan 21. Þessi stefna hefur verið mik- ið rædd í Englandi og menn telja sig eygja nýtt blómaskeið enskrar knattspyrnu. Preston gekk ekki vel til að byrja með, tapaði fyrstu leikjunum fjórum. En þá kom nýr framkvæmdastjóri til fé- lagsins, Cliff Nritton að nafni, og hann fann út að það sem Preston vantaði var miðfram- herji. „Og því ekki að reyna Tom Finney“, sagði Cliff. Finn- ey hefur alltaf leikið sem út- herji bæði í liði félags síns og eins í landsliðinu, og því aldrei komið í stöðu miðherja, og er hann þó orðinn 34 ára gamall. Einhverntíma verður þó allt fyrst, og það sýndi sig að þetta var góð ráðstöfun. 1 fimmta leiknum sigraði Prest- on Cardiff 6:0, en það félag hafði staðið sig vel þangað til. Preston vann líka Arsenal 2:1 í London og síðast W. Brom- wich 3:2. Leikmenn eru yfirleitt ekki hrifnir af að láta flytja sig til í liðinu. En þetta snerti ekki hinn fræga útherja Tom Finn- ey. „Ef Preston óskar eftir að ég leiki í stöðu miðherja það sem eftir er af keppnistímabil- inu, þá skal ég ekki hafa neitt á móti því“, segir Finney. Þó getur þessi flutningur hans þýtt það að hann missi af nokkur hundruð pundum í aukatekjur fyrir landsleiki. Hann hefur mesta möguleika til að verða valinn sem hægri útherji í landsliðið ef Stanley Matthews verður Iátinn á vinstri kant, en sem miðherji hefur hann litla möguleika í landsliðið. Staðan um síðustu helgi: Manch. Utd. Leeds Birmingham Tottenham Bolton Luton Burnley Blackpool deild: 8 6 2 6 5 5 5 5 4 5 0 21-10 14 2 19-11 13 22-12 11 23- 14 11 15-10 11 18-14 11 15-11 11 24- 19 10 Laugardagur 22. september 1956 — ÞJÖÐVTLJINN — (9 Sheffield W. 8 4 1 3 24-18 9 Huddersfield 9 5 1 3 16-14 11 Aston Vi-lla 8 3 3 2 13-10 9 Swansea 8 5 0 3 23-19 16 Newcastle 8 4 1 3 10-18 9 Doncaster 9 3 4 2 14-12 10 Preston 9 4 0 5 18-17 8 Stoke 9 4 2 3 15-15 10 Sunderland 8 3. 1 4 23-18 7 West Ham 8 3 3 2 12-8 9 Wolves 8 3 1 4 18-18 7 Middlesbr 9 3 3 3 17-15 9 Arsenal 9 3 1 5 13-16 7 Lincoln 8 3 3 2 14-13 9 Cardiff 9 2 3 4 14-21 7 Liverpool 8 2 4 2 13-13 8 W. Bromwich 8 2 2 4 13-17 6 Fulham 9 4 0 5 18-19 S Chelsea 7 2 2 3 4-9 6 Barnsley 8 3 2 3 17-21 8 ManchesterC. 8 2 2 5 12-18 6 Grimsby 9 3 1 5 12-13 7 Portsmouth 8 1 1 6 12-19 3 Port Vale 7 2 3 2 10-12 7 Everton 9 1 1 7 10-25 3 Orient 8 2 3 3 12-16 7 Charlton 8 1 1 6 9-25 3 Leyton Orient 8 2 3 3 12-16 7 2. deild: Blackburn 8 2 1 5 15-21 5 Sheffield Utd 8 5 2 1 24-12 12 Notts County8 1 3 4 11-20 5 Nottingh. F. 8 5 2 1 23-11 12 Bristol City 9 1 3 5 10-19 5 Bristol Rov. 9 5 1 3 21-12 11 Rotherham 7 1 2 4 6-13 4 Leicester 8 4 3 1 15-10 11 Bury 8 1 2 5 11-21 4 Síðari dagur Búkarestmótsins Rut Pólland 62,55 Nikulin Sov. 61,74 Niklas Pólland 60,67. fl 110 m grindalil. Stolaroff Sov. 14,3 Jöhnemark Svíþj. 14,4 Kamotbok Holland 14,8. T j 1500 m hlaup Czegledi Ungv. 3.48,8 Pipine Sov. 3.50,0 Michel Frakkland 3.50.4. 10000 m lilaup Gregescu Rúm. 31.21,4. 4x100 m Sovétríkin (Tokaréff, Sukar- éff, Konovaloff, Bartenéff) 40,7. i Á lokadegi rúmenska meist- aramótsins í Búkarest, þar sem Hilmar Þorbjörnsson sigraði í 200 metra hlaupinu, urðu helztu úrslit þessi: 200 m hlaup Hilmar Þorbjörnsson 21,4 Konovaloff Sov. 21,4 Tokaréff Sov. 21,5. Langstökk H. Visser Holland 7,98 (nýtt Evrópumet) Krabowski Póll. 7,78 (pólskt met) O. Tedoséff Sov. 7,68 Kropidloffki Póll. 7,42. Sleggjukast Samotsvetoff Sov. 65,03

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.