Þjóðviljinn - 22.09.1956, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 22.09.1956, Qupperneq 11
3 , 'SS-Í i istísb bsssdl: *■# Laugardagur 22. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11 James M. Cain Mildred Pieree 108. dagur . yrði að spyrna við fæti, segja aö henni hefði ekM dott- ið í hug fyrr, fara fram á frest til að átta sig á laga- legum hliðum þessa máls. Hún tautaði eiíthvað um þetta og hafði augun opin og sá aö herra Rossi .leit á herra Eckstein. Þá vissi hún hvað á spýtunni hékk. Wally var að leika dálítinn leik. Lánardrottnamír áttu aö fá peninga sína, það átti aö koma rekstrinum á traustari grundvöll og Veda átti að leggja fram fé. Henn kom ekki til hugar aö þetta væri réttiætanleg tilhögun: að lánardrottnarnir hefðu afhent henni vör- ur og ættu rétt á greiðslu fyrir þær; að Veda ynni fyrir háum fjárfúlgum og væri dýr í rekstri. Hún skildi þaö eitt að hýenur voru-í -þann veginn að. ráðast á eftir- lætið hennar, og henni brást kænskan og hæfrleikinn til aö látast. Hún varð æst, sagði aö hún léti þaö aldrei viögangast að barnið þennar yrði rúið ;inn aö skinni. Síðan leit hún í augu Walíys og héit áfram: „Og það sem meira er, þá trúi ég því ekkí að þú eða neinir aðrir hafi lagalegan rétt né annari fétt' til að taka eigur mínar eða eigur barns míns til að greiða meö skuldir fyrirtækjanna. Þú ert ef til vill búinn að gleyma því, Wally Burgan, að þú hvattir mig til aö stofna hlutafélag. Þaö varst þú sem iézt gera skjölin og útskýrðir lögin fyrir mér. Og aðalrök þín voru þau að ef ég stofnaði hlutafélag væru persönulegar eignir mínar öruggar fyrir kröfum lánardrottna félagsins. Þú ert ef til vill búinn að gleyma því, en ég man þaö.“ ,,Nei, ég er ekki búinn að gleyma því/ Stóll Wallys urgaði við gólfið um leið og hann stóö upp og sneri sér að henni, þar sem hún stóð nokkur fótmál frá stóra kringlótta borðinu. „Eg er ekki búinn að gleyrna því, og þetta er alveg rétt hjá þér. Enginn getur tekið eyri af peningum þínum eöa eignum né eignum Vedu til að greiða með skuldakröfur sínar, hversu réttmætar sem kröfurnar eru. Þeir gejta ekki hreyft viö neinu og þú getur setið ein að því. Þeir geta aðeins farið fyrir dómstólana, látið úrskurða þig gjald- þrota og tekið við rekstrinum. Þú verður dæmd úr leik.“ „Gott og vel, þá hætti ég.“ „Þú hættir og Ida tekur við.‘ „.... Hver?“ „Þú vissii’ þaö ekki, var þaö?“ „Þaö er lygi. Hún tæki þaö ekki í mál —“ „Jú, reyndar. Ida, hún grét og sagði í fyrstu aö hún vildi ekki heyra þaö nefnt, hún væri góö vinkona þín. En alla vikuna sem leið gat hún ekki náö tali af þér. Þú varst svo önnum kafin í sambandi við hijómleika. Ef til vill sámaði henni þaö. Að minnsta kosti getur hún nú hlustaö á rök og að okkar áliti getur hún annazt þenna rekstur eins vel og hver annar. Ef til vill ekki eins vel og þú, þegar þú ert með hugann við það. En hún ér mörgum sinnum betri en kvenmaö- ur með leiksviðsdellu, sem kýs heldur að fara á hljóm- leika en vinna, og vill heldur sóa peningum í dóttur sína en greiða lánardrottnum sínum.“ Við þessar upplýsingar um Idu komu tárin fram í augu Mildredar og hún sneri sér undan meöan Wally hélt áfrarn ksddri, hljómlausri röddu: „Mildred, þú verö- ur aö fá það inn í höfuðiö að þú verður aö gera þrennt. Þú verður að draga úr útgjöldum þínum, svo að þú getir lifað á því sem þú aflar. Þú verður að útvega peninga, frá Vedu, frá húsinu við Pierce götu, einhvers staðar að, svo aö þú getir greitt þessa reikninga og byrjaö að nýju. Og þú verður að láta af þessum fjar- vistum og byrja aftur að vinna. Og eins og ég sagði áðan, þá er engum í nöp viö þig. Viö viljum þér allir vel. En samt sem áöur viljum við fá peningana okkar. Og ef þú sýhir einhverja viðleitni næstu viku, þá geturðu gleymt því sem nú hefur verið sagt. Ef þú gerir það ekki, þá muntu sjá að við tökum til okkar ráða.“ Klukkan var um ellefu, þegar hún ók upp að húsinu, en hún danglað; í öxlina á Tommy og lét hann stööva bílinn þegar hún sá að öll fyrsta hæöin var uppljóm- "'ð og fimm eða sex bílar stóðu fyrir utan. Hún var á barmi móðursýkinnar og hún treysti sér ekki til aö hitta Monty og átta eöa tíu pólóleikara og konur þeirra. Hún bað Tommv að kalla herra Beragon afsíöis og segja honum að hún hefði tafizt í vinnunni og kæmi ekki heim fyrr en seint. Síðan flutti hún sig til, tók við stýrinu og ók aftur út í Appelsínulundarstræti. Næstum ósjálfrátt beygði hún til vinstri við umferðar- hringinn, hélt éfram yfir brúna ög stefndi til Berts í Glendale. Ekkert ljós var hjá ömiriu, en hún vissi áö Bert var heima, því að billinn var í skúrnum og hann var sá eini sem ók honum núna. Þegar hún barði var- lega að dyrum, opnaði hann glugga og sagðist koma strax. Þegar hann sá framan í hana stóö hann andar- tak hikandi í gamalkunnuga, slitna rauða sloppnum sínum, strauk hönd hennar og sagði að þetta væri eng- inn staöur til að tala saman. Amma fengi tilfelli, heimt- aði aö fá að vita hvað væri á seyði, og afi myndi reyna að segja henni það. Það væri ómögulegt. Hann bað Mildred að bíða meðan hann klæddi sig og stund- arkorn sat hún í bílnum og beið og henni leið vitund betur. Þegar hann kom út, spurði hann hvort hún vildi að hann æki bílnum og hún færði sig til með glööu geði og hann ók af stað meö glæsimennsku sem eng- um var lagin nema honum. Hann sagöi að þetta væri afbragðs bíll og færi vel á götu. Hún tók undir hand- legg hans. „Veda verður að leggja fram sinn skerf.“ Þau höfðu ekið til San Fernando, til Van Nuys, til Beverly, riiður aö sjónum og nú voru þau stödd í litl- um næturbar í Santa Monica. Mildred hafði fariö aö gráta og sagt upp alla söguna, ajð minnsta kosti alla söguna frá því að Veda kom héim. Hlutdeild Montys í málinu og hinar óvenjulegu kringumstæður í sam- bandi við hjónaband þeirra minntist hún ekki á, og ef til vill var hún búin að gleyma þeim. En hún sagði afdráttarlaust frá því sem gerzt hafði upp á síðkastið, sagði honum meira að segja frá 2500 dala ávísunun- um tveim, sem ungfrú Jaeckel vissi ekki um ennþá. Bert blístraði og spurði hana síðan spjörunum úr og hún svaraði hvíslandi og hræöslulega, en samtímis létti henni, rétt eins og hún sæti 1 skriftastól. Og síðan var löng notaleg þögn, eftir aö Bert hafði sagt að fram aö þessu hefði hún ekki aðhafzt neitt ólöglegt, að því er hann gæti bezt séð. Svo bætti hann vað alvarlegur í bragði: „Samt sem áður var það mjög heimskulegt.“ „Eg veit það var heimskulegt.“ «----------—---------------7—----------------------------- Bæjarpóslurinn Framhald af 4. síðu lag hið bráðasta.“ *•— Þr.ð hofur yerið kvartað undan ó- þefnum frá Klettsverksmioj- unni, og ekki að ástæðulaus.i, og ég er satt að segja his::a á því, að það skuli líðast ’að öðrum eins óþef sé veitt yfir bæjarbúa. Og ég vil beina þeirri fyrirspurn til forráða,- manna verksmiðjunnar, hvort ekki standi vonir til að þetta lagist bráðlega. — Á MIÐVIKUDAGINN skýrðu blöðin frá umferðarslysi á Suðurlandsbrautinni; maður varð fyrir bifreið og stórslas- aðist, en bifreiðarstjórinn stakk af án þess að tilkynna um slysið. Það hefur oft ver- ið rætt um umferðina hér og hin tíðu og alvarlegu slys, sem fólk verður fyrir af völd- um bifreiðanna hér í bænum. Langoftast er bílstjórunum kennt um slysin, en það er alls ekki sanngjarnt, þeir eiga í mörgum tilfellum ekki sök á þeim. Aftur á móti er það algerlega óafsakanlegt, þegar bilstjóri, sem valdið hefur slysi ekur af slysstaðnum án þess að iáta vita um atburð- inn. Slíkt virðingarieysi fyrir siðferðilegum skyldum og lífi og limum samborgaranna er allsendis ófarsvaranlegt. Laagaveg 36 Slmi 82209 FjöJhreyíi esvai >t ítetnbringiun ■— Pöstsendam. Árás á skóframieÉðemdur Skórnir entust prisvar eöa fjórum sinnum lengur ef þeir fylgdu laginu á fótunum. Nýtizku skór eru ekki sniðnir eftir lögun fótanna, Það sést strax ef litið er í sýningarglugga skóverzlananna og lagið á skón- um borið saman við fæturna. j Þótt tærnar á okkur hafi aflag- azt gegnum árin hafa þær þó ekki fengið sömu lögun og skórn- ir. I danska sjónvarpinu var fyrir nokkru gerð hvöss árás á skó- framleiðeodur og þeim gefin sökin á því að lögun skónna er svo fáránleg. Þvi var haldið fram að skór sem fylgdu eðli- legri lögun fótanna entust þrisv-1 ar eða fjórum sinnum lengur en skór sem ekki eru mátuleg- ir. Þegar fætinum er troðið nið- ur í illa lagaðan skó, lætur skór- inn undan, hann aflagast eins og sagt er, og fljótlega verður fóik að fá sér nýtt par, og framleið- endurnir hagnast á því. Minnzt var á barnaskóna og þess getið að flest börn séu dá- lítið flatfætt og þessvegna eigi ekkert að gera annað en láta börnin ganga sem mest berfætt og í mjúkum sokkum inni á vet- urna. Börn hafa gott af því að hreyfa tærnar, já beinlínis gera æfingar með þeim, svo að' þær verði liðugar og hreyfanlegar. Támjóu hælaháu kvenskórnir voru taldir fyrsta flokks píning- artæki,' og vissulegá er það ekki alltaf tekið út með sældinni að koma tánum fyrir á támjóum skóm og ganga á háum, mjó- um hælum. í áðurnefndum fyr- irlestri var minnzt á fyrirlitn- ingu menningarþjóða á skarti frumstæðra þjóða, svo sem nef- hringum og öðru slíku, en minnt var á að við hefðum ekki af miklu að státa meðan skófatnað- ur okkar væri ekki hentugri en raun ber vitni. Eyrnahringir frumstæðra þjóða eyðilegðu ekki heyrnina og nefhringirnir ekki ilmanina, en illa sniðnir skór or- sökuðu margskonar þjáningar og kvalir, Ef til vill væri rétt að hafa þetta í huga í næsta skipti sem við veljum okkur skó. Sæstsfciir Isefciali* varar við itierfcililefci Sænskur læknir, dr. Bertil Lindquist, hefur gert rannsókn á þeim slysum á sænskum börn- um sem orsakast af eitrun, og hann varar sérstaklega við merkibleki og getur þess að ein teskeið sé nóg til að koma barni í lífshættu. Barnið verður með- vitundarlaust, blóðið fær annar- legan lit og eina björgunin er að gef,a barninu nýtt blóð. Þetta lætur óhugnanlega í eyr- um, en hversu mikil hætta er á því að börn drekki merkiblek? Á glösunum er aðvörun um að láta börn ekki ná til þeirra. Og hættulaust er að merkja föt með merkibleki að undanskildumc ungbarnafatnaði, en i Danmörku t. d. hefur heilbrigðisstjórnin bannað þvottahúsum að nota merkiblek á ungbarnaföt. Merkiblek er venjulega selij í mjög litlum glösum og það erj ekki auðvelt að ná blekinu úrj glasinu, en samt sem áður þarf að geyrna glösin þar sem börnj ná ekki til þeirra. ‘ Útgefandl: SameininEarflokkur alþýðu - Sósiaiistanokkurimi. — Ritstjðrar: Magnús Kiartansson (áb.i, Siguröur Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigur- AiiKlv^nro^HArÞ wSS°íi Bjarni ^e^ktsson, Guömundur Vigfússon, ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. - Jónsteinn Haraldsson. — Hitstjórn. aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 ÞJó3viljanASh?ítarVerB kr' 25 & mánuS1 1 Reyk3avík OK nágrennU *r. 22 annar««taSar. — LausasöluverS kr. 1. — PrentsmiSJfc'

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.