Þjóðviljinn - 22.09.1956, Síða 12
Bmðccbirgðalög um breytingar
á skipun húsnæðismálastjórnar
mdomnNM
Laugardagur 22. ueptember 1956 — 21. árg. — 216. tölublaS
Fyrri nefndctrmenn fengu skipunarhréf
til sex ára og 32.800 kr. árslaun!
Allsherjarverkfall á Kýpur
Fyrrverandi ríkisstjórn skipaði sem kunnugt er fimm
manna húsnæðismálastjórn. Var í henni einn fulltrúi
frá Landsbankanum og.tveir frá hvorum stjórnarflokki,
samkvæmt helmingaskiptareglunni. Voru nefndarmenn
skipaðir til sex ára (!) og hverjum þeirra ætlaðar 32.800
kr. ársgreiðslur úr ríkissjóði!
Þegar f élagsmálaráðherra
hóf að endurskipuleggja fyrir-
komulag húsnæðismálastjórnar
kom í ljós að erfitt myndr að
losna við núverandi fulltrúa úr
nefnd'nni; samkvæmt 6 ára
ekipunarbréfinu hefðu þeir átt
skaðabótakröfu á ríkissjóð sem
numið hefði verulegum upp-
hæðum! Því hefur sá kostur
ver:ð valinn að fjölga um tvo
me-.n í nefndinni, en síðan
skipar ráðherra þrjá menn úr
hcpl nefndarmanna til þess að
hafa á hendi allar framkvæmd-
ir á vegum húsnæðismála-
sti.’rnar, og má því segja að
þvYi þriggja manna ne!fnd
vcrði hin raunverulega hús-
næðismálastjórn.
Jafnframt hefur félagsmála-
ráðherra afturkallað ákvæði
þeu sem hingað til hafa verið í
gildi um laun nefndarmanna,
en það er á valdi ráðherra að
ákveða launagreiðslur til hús-
næðismálastjórnar.
Þessar breytingar hafa verið
gerðar með bráðabirgðalögum
og reglugerð, og segir svo um
lafeararerkfalli
í París lokið
Bakarameistarar í París r
kváðu í gær að hætta við ver’
fall það sem þeir höfðu boð:
til í mótmæiaskyni við bar
ríkisstjórnarinnar við ver
hækkunum á brauði. Lang-
biðraðir stcðu í gær við þr
brauðgerðir í borginni, sem rí
is-.tjórnin hafði lagt hald á c
látið hermenn baka brauð í.
FélagsmáJaráð-
. herra á Vest-
jorðum
Hannibal V aldimarsson fé-
lagsmálaráðherra er farinn til
Vestfjarða og mun þar hafa
samband við sveitastjórnir og
jafnframt fylgjast með fram-
kvæmd laganna um bann við
verðhækkunum. Verður ráð-
herrann í ferðalaginu til mán-
aðamóta.
þetta efni í fréttatilkynningu
sem Þjóðviljanum barst í gær
frá félagsmálaráðuneytinu:
„Með bráðabirgðalögum,
dags. í dag, hefur verið gerð
sú breyting á skipun húsnæðis-
málastjórnar sem hér greinir:
1. Bætt verður tveim mönn-
um í húsnæðismálastjómina
svo þar skulu eiga sæti sjö
menn í stað fimm eins og ver-
ið hefur.
2. Ráðherra tilnefnir þrjá
menn úr húsnæðismálastjórn-
inni til þess að hafa á hendi
stjórn allra framkvæmda á
vegum hennar eftir nánari fyr-
irmælum í reglugerð.
Ráðuneytið hefur í dag sett
reglugerð þessa. Samkvæmt
reglugerðinni skulu þessir þrír
menn hafa á .hendi:
a) Ákvarðanir um A-lán til
íbúðabygginga úr veðdeild
Landsbanka Islands, sam-
kvæmt lögum nr. 55/1955. Þó
skulu sparisjóðir og lífeyris-
sjóðir, er kaupa vaxtabréf
veðdeildarinnar, hafa ákvörð-
unarrétt um það, hverjir fái
tilsvarandi lán, svo og spari-
sjóðir, bankar og aðrir, er
veita lán beint til lántakenda
samkvæmt b-lið 5. gr. laga nr.
55/1955.
Slg. 2§kag£ield
láiinn
Sigurður Skagfield óperu-
söngvari lézt í fyrrinótt í
Landspitalanum, sextugur að
aldri.
IIp ræðir Alþýðosamkands-
garnar á morgun
Iðja, félag verksmiðjufólks, heldur félagsfund í
Iðnó kl. 2 á morgun, og verður þar xætt um kosn-
ingu fulltrúa á næsta Alþýðusambandsþing og
viðhorfin í lerklýðshreyfingunni.
Fulltrúar Iðju verða kosnir með allsherjar-
atkvæðagreiðslu; kom fram beiðni um það og
verður orðið við henni.
b) Ráðstafafnir á fé því,
sem varið er til útrýmingar
heilsuspillandi íbúðum, sbr. II.
kafla laga nr. 55/1955 og
reglugerð nr. 5/1956.
c) Stjórn tæknideildar, sbr.
2. gr. laga nr. 55 1955.
d) Eftirlit það, sem um
ræðir í 2. gr. laga nr. 62 21.
ágúst 1956, um afnot ibúðar-
húsa í kaupstöðum.
e) Stjórn daglegrar starf-
semi á vegum húsnæðismála-
stjómar.“
Ekki mun enn vera búið að
skipa nýja menn í húsnæðis-
málastjórn eða ganga frá
þriggja manna nefndinni. Fyr-
ir eru í húsnæðismálastjórn
Hannes Pálsson, Jóhannes Elí-
asson, Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson, Ragnar Lárusson og
Jóhannes Nordal.
50 Alsírmeitin
lóta lífið
að mót mæla aftökunum í gær
Bretar setja ritara ráðs grísku rétttrúnað-
arkirkjunnar á Kýpur í fangabúðir
Allsherjarverkfall var á Kýpur 1 gær, annan daginn i
röð, og var þaö í rnótmælaskyni við aftökur þriggja ungra
Kýpurbúa, sem Bretar hengdu 1 gærmorgun.
Samtök skæruliða á Kýpur,
EOKA, boðuðu verkfall í gær
og á það að standa í þrjá
daga. Fréttaritarar á eynni
segja verkfallið hafa verið al-
gert, a.m.k. í borgunum. Bret-
ar höfðu sett öflugan hervörð
um fangelsið í Nicosia þar sem
aftökumar fóra fram snemma
í gærmorgun og öllum vegum
til borgarinnar var lokað.
Vopnaðar hersveitir voru á
verði á götum borgarinnar í
gær og voru allmargir menn
handteknir.
Grískir Kýpurbúar gengu
með svört bindi um handleggi
„til að minnast hinna líflátnu
og víða um borgina voru
hengdir upp borðar með and-
brezkum áletrunum.
I Aþenu er öflugur her-
vörður um sendiráðsbyggingar
og ræðismannsskrifstofur
Breta, Bandaríkjamanna og
Tyrkja.
Biskupsritari í fangabúðir.
Bretar fluttu í gær ritara
ráðs grísku rétttrúnaðarkirkj-
unnar á Kýpur í fangabúðir og
er hann sakaður um „hryðju-
verk“. Hann var fyrir nokkru
settur í stofufangelsi.
Parísarútvarpið skýrði frá
því í gær, að í fyrradag hefðu
50 Alsírmenn fallið fyrir vopn-
um franskra hermanna. 39 þeirra
féllu að sögn Frakka í orustu
sem háð var við bæinn Mener-
ville, skammt fyrir sunnan Al-
geirsborg. Sjálfir segjast Frakk-
ar hafa misst 5 menn.
André Berger, hinn opinberi
böðull í Alsír, lézt í vikunni af
meiðslum, sem hann hlaut, þeg- j
ar honum skrikaði fótur heima
hjá sér.
Vísindamönnum
bjargað ír hættu
Sovézk þyrilvængja bjargaði
í gær fimm vísindamönnum,
tveim sovézkum, tveim sænsk-
um og einum norskum, sem
hafa verið staddir í lífshættu
á Svalbarða, síðan þeir fóru I
rannsóknarleiðangur á skrið-
jökul nokkurn fyrir u.þ.b. viku.
Leiðangur þeirra var þáttur i
hinu alþjóðlega jarðeðlisfræði-
ári.
Bols j oj -dansarar
Framhald af 1. síðu
aðkasti og sovézka íþróttakon-
an, Nína Ponomarjova, sem
fyrir rúmum þrem vikum vár
sökuð um að hafa hnuplað
höttum í London og sótt til
saka fyrir það. Nína dvelst enn
í sovézka sendiráðinu í London
og á á hættu að vérða hand-
tekin ef hún hreyfir sig þaðan.
Forstjóri Covent Garden
óperunnar sagði í gær, að hann
hefði enga opinbera tilkynn-
ingu fengið um að hætt væri
við heimsóknina.
Islenzka skipaf lotanum bæfist
langstærsta skipið kl. 3 í dag
Fulltrúar SÍS og Ollufélagsins taka Wð
hlnu nýja oHuflufnlngaskipi I SviþjóS
Klukkan 3 síðdegis í dag munu fulltrúar Sambands
íslenzkra samvinnufélaga og Olíufélagsins taka viö
16.700 lesta olíuskipi, sem þessir aöilar hafa keypt, og
fer afhendingin fram í bænum Nynáshamn, skammt frá
Stokkhólmi í SvíþjóÖ. Mun íslenzki fáninn verða dreg-
inn að hún á skipinu og því gefið íslenzkt nafn, og bætist
hinum íslenzka kaupskipaflota þar meö langstærsta skip,
sem þjóðin hefur eignazt.
Erlendur Einarsson, for-
stjóri SÍS, mun taka við skip-
inu fyrir hönd hinna nýju eig-
enda, en kona hans, frú Mar-
grét Helgadóttir, mun gefa því
nafn. Auk þeirra verða við-
staddir Helgi Þorsteinsson, for-
maður Olíufélagsins, Hjörtur
Hjartar, framkvæmdastjóri
skipadeildar SlS og Haukur
Hvannberg, framkvæmdastjóri
HlS. Ýmsum gestum hefur
verið boðið að vera viðstaddir,
þar á meðal sendiherra Islands
í Svíþjóð, forráðamönnum
sænsku samvinnuhreyfingarinn-
ar og fleirum.
4 ára gamalt skip.
Hið nýja skip Sambandsins
og Olíufélagsins var smíðað i
Þýzkalandi 1952 og er seljandi
þess Compania de Navegacion
Lajas. Skipstjóri á því verður
Sverrir Þór, en hann hefur
verið með skipinu undanfarnar
vikur. Fyrsti stýrimaður verð-
ur Ríkharður Jónsson, annar
Kristján Óskarsson og þriðji
Gunnar H. Sigurðsson. Fyrsti
vélstjóri verður Ásgeir Árna-
son, annar Guðmundur Jóns-
son, þriðji Eyjólfur Eyfeld og
fjórði Rúdolf Ásgeirsson. Loft-
skeytamaður verður Guðmund-
ur B. Guðmundsson og bryti
Guðbjörn Guðjónsson. Alls
verður á skipinu 40 manna á-
höfn, allt Islendingar, en auk
þeirra fyrst í stað fjórir norsk-
ir sérfræðingar.
Siglir erlendis i nokkrar vikur.
Skipið hefur undanfarið ver-
ið í siglingum með óhreinsaða
olíu, og verður það að taka 3-
4 farma af hálfhreinsaðri olíu,
áður en unnt er að byrja flutn-
inga á benzíni og gasolíu, sem
íslendingar nota mest. Af þess-
um sökum verður skipið að
sigla erlendis í nokkrar vikur
og mun það flytja hálfhreins-
aða olíu frá Aruba í Suður-
Ameríku ' til Gautaborgar.
Skipið mun væntanlega koma ,
til heimahafnar sinnar, Hafn- ’
arfjarðar, í desembermánuði.
Sjöunda skipið.
Hið nýja „fell“ er sjöundá
skip Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga, en Olíufélagið er
helmings eigandi tveggja
þeirra, olíuskipanna Litlafells ,
og hins nýja skips. Skipadeild I
SlS á um þessar mundir tíu
ára afmæli, því fyrsta skip
deildarinnar, Hvassafell, kom
til landsins 27. september 1946.
Síðan hafa bætzt við Arnarfell,
Jökulfell, Dísarfell, Litlafell og
fyrir réttum tveim árum Helga-
fell. Samtals er smálestatala
samvinnuskipanna nú 27.000
DWT.