Þjóðviljinn - 02.10.1956, Blaðsíða 1
1
þ ■■
.
m
1
Þriðjudagur 2. október 1956 — 21. árgangur — 224. tölublað
iólkfið hmtt glæsfilega órós íhaldsfins
A-listinn fékk 384 atkv. en Ihaldslistinn a&eins 242
Iðjufólkið hraft glæsilega hinu tryllta áhlaupi
Ihalds og atvinnurekenda á félag þeirra. í allsherj-
aratkvæðagreiðslunni um fulltrúa á Alþýðusam-
bandsþing fékk A-listinn 384 atkvæði, en listi at-
vinnurekendanna aðeins 242.
íhaldið hamaðist ekki aðeins
í Morgunhlaðinu heldur var
flokksvél Ihaldsins sett í gang,
ekkert til sparað og einskis
svifizt til þess að atvinnurek-
endur „næðu völdum“ í Iðju.
En allt kom fyrir ekki. Sam-
i
Alþiitgi sett
10. þ. m.
Forseti íslands hefur kvatt
Alþingi til fundar miðvikudag-
inn 10. október n.k.
Fer þingsetning fram að lok-
inni guðþjónustu í dómkirkjunni,
er hefst kl. 13.30.
Hannibal Valdimarsson.
vinna Iðjufólksins var með á-
gætum, áhlaup Ihaldsins brotn-
aði á samheldni þess.
Fulltrúar Iðju á Alþýðusam-
bandsþing eru þessir:
Björn Bjarnason, Bjöm Jóna-
tansson, Guðlaug Vilhjálms-
dóttir, Halldór Pétursson,
Hrefna Dagbjartsdóttir, Hrefna
Þorsteinsdóttir, Ingimundur
Erlendsson, Ingólfur Sig-
urðsson, Jóhann Einarsson,
Rannveig Guðmundsdóttir, Sig-
urbjörn Knudsen, Sigurður
Valdimarsson, Unnur Magnús-
dóttir, Vilborg Tómasdóttir.
Fulltriíi pípulagn-
ingamanna
Sveinafélag pipulagningar-
manns kaus sl. sunnudag Rafn
Kristjánsson fulltrúa sinn á Al-
þýðusambandsþing og til vara
Magnús Einarsson.
ðjalrkjono 1
Bjarma á Stokks-
eyri
Verkalýðs- og sjómannafé-
agið Bjarmi á Stokkseyri kaus
'ulltrúa sína á Alþýðusam-
Björn Bjarnason
bandsþing s.l. sunnudag. Aðal-
fulltrúar voru kjörnir Björgvin
Sigurðsson og Helgi Sigurðs-
son, en varafulltrúar Frímann
Sigurðsson og Gísli Gíslason.
Urðu þeir allir sjálfkjörnir.
Fulltníi garð-
yrkjumanna
Félag garðyrkjumanna kaus sl.
dag Sigurð A. Jónsson fulltrúa
sinn á Alþýðusambandsþing og
varamann hans Björn Vilhjálms-
son.
• *■ >
-4>
Snorri Jónsson.
Fulltrúar járniðnaðarmanna
Alþýðusambandsþing
eru
Hanníbal Valdimarsson kom-
inn heim úr Vestfjarðaför
Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra er nýkominn heim
úr för sem hann gerði til Vestfjarða.
Vinstri menn unnu góðan sigur
í Félagi járniðnaðarmanna
Fulltrúakjöri í Félagi j árniönaðarmanna lauk á sunnu-
dag. A-listinn, listi vinstri manna, sigraði með 175 atkv.
gegn 117.
Snorri Jónsson, formaður fé-
lagsins, Kristinn Eiríksson,
Kristján Huseby og Guðjón
Jónsson. Varamenn eru Haf-
steinn Guðmundsson, Ingimar
Björnsson, Ingimar Sigurðsson
og Hannibal Helgason.
Lýsir samþykkl
við aðgerðir A-
isstjórnarinnar
Isafirði.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Á aðalfundi Vélstjórafélags
Isafjarðar s.l. sunnudag var
svohljóðandi ályktun gerð í
einu hljóði:
„Aðalfundur Vélstjórafé-
lags Isafjarðar, haldinn 30.
september 1956, lýsir stuðn-
ingi sínum við aðgerðir nú-
verandi ríkisstjórnar í kaup-
gjalds- og verðlagsmálum og
væntir þess fastlega að
fundin verði sú lausn á
þessum málum, sem allri
þjóðinni megi verða til far-
sældar.“
Fulltrúar Verka-
lýðsfélags
Hveragerðis
Verkalýðsfélag Hveragerðis
kaus í fyrradag fulltrúa sinn á
Alþýðusambandsþing: Aðalfull-
trúi var kjörinn Sigurður Árna-
son, formaður félagsins og
varafulltrúi Magnús Hannes-
son. Voru þeir báðir sjálfkjörn-
Sjálfkjörið í Þór
á Selfossi
Verkamannafélagið Þór á Sel-
fossi kaus fulltrúa sinn á AI-
þýðusambandsþing sl. sunnudag
og varð formaður félagsins sjálf-
kjörinn.
Fyrir fundinn var íhaldið með
töluverðan viðbúnað, en þegar
til átti að taka rann allt það
þrölt út í sandinn. Formaður fé-
lágsins, Skúli Guðnason, varð
sjálfkjörinn og sem varamaður
hans Ármann Einarsson ritari
Þórs.
í för sinni ræddi hann við
sveitastjórnir flestra kauptúna
á Vestfjörðum, um þau mál sem
heyra undir félagsmálaráðuneyt-
ið. Einnig sat hann fulltrúafund
bæjarstjórna á Vestfjörðum,
Norðurlandi og Austfjörðum, er
haldinn var á ísafirði í sl. viku;
og ræddi ráðherrann þar atvinnu-
HHPPDRETTI PJflflVI!
Nú er aðeins mánuður þangað
til dregið verður í afmælishapp-
drættinu. Menn eru því livattir
til að nota tímann vel þessa
dagana og láta söluna ganga af
fullum krafti.
Tekið er á móti uppgjörum í
afgreiðslu Plaðsins, Skólavörðu-
stíg 19 og Tjarnargötu 20 lijá
Sósíalistafélagi Reykjavíkur.
mál og ýms áhugamál fulltrú-
anna.
Þá sat Hannibal Valdimars-
son einnig fundi með stjórnum
margra verkalýðsfélaga þar
vestra, og ræddi við þær um fé- j
lagsmái og önnur áhugaefni
þeirra. Eitthvert blað var að
gera því skóna um daginn, að
Hannibal væri nú að undirbúa
kosningar til Alþýðusambands- j
þings á Vestfjörðum; en það var
úr lausu lofti gripið; þær kosn-
ingar voru ekki til umræðu.
Þá var Hannibal Valdimars-
syni boðið að sitja 25 ára afmæl-
isfagnað Gagnfræðaskólans á
ísafirði, en hann var skólastjóri j
hans í 15 ár; og jafinframt var
minnzt 50 ára afmælis unglinga-
skólahalds á ísafirði.
Hannibal sagði í stuttu viðtali
við Þjóðviljann í gær að gott
árferði væri á Vestfjörðum og
gott hljóð í mönnum.
Margrét Auðunsdóttir.
Sjálfkjörið í Sókn
(Fulltrúar starfsstúlknafélags-
ins Sóknar urðu sjálfkjörnir á
fundi félagsins í gær. Eru þeir
þessir:
Margrét Auðunsdóttir, for-
maður félagsins, Bjarnfríður
Pálsdóttir, Þórunn Guðmunds-
dóttir og Helga Þorgilsdóttir.
Varafulltrúar: Kristjana Sig-
urðardóttir, Guðrún Ólafsdótt-
ir, Sólveig Sigurgeirsdóttir og
Steinunn Þorgeirsdóttir.
I
Folltrúar Fram
Verkamannafélagið Fram á
Seyðisfirði kaus á fundi sl.
sunnudag þá Árna Bogason og
Þorstem Guðjónsson fulltrúa fé-
lagsins á Alþýðusambandsþing.
Varamenn voru kjörnir Baldur
Sveinbjömsson og Friðþjófur
Þórarinsson.
Fulltrúar Landssambands vöru-
bifreiðastjóra á 25. þing A. S. í.
Eins og skýrt var frá í blaöinu á sunnudaginn urðu
fulltrúar Landssambands vörubifreiöastjóra á 25. þing
Alþýðusambands íslands sjálfkjömir þar eð aðeins kom
fram einn listi, borinn fram af stjórn og trúnaöar-
mannaráði sambandsins.
Fulltrúar Landssambands
vörubifreiðastjóra eru þessir:
Aðalfulltrúar:
1. Sigurður Ingvarsson, Bíl-
stjórafél. Mjölni, Árnessýslu.
2. Einar Ögmundsson, Vöru-
bifreiðastjórafél. Þrótti, Rvík.
3. Sigurður Bjarnarson, Félagi
vörubifreiðaeigenda, Hafnarf.
4. Ásgrímur Gíslason, Vörubif-
reiðastjórafél. Þrótti, Rvík.
5. Ársæll Valdimarsson, Þjóti,
Akranesi.
6. Pétur Guðfinnsson, Vörubif-
reiðastjórafél. Þrótti, Rvík.
7. Haraldur Bogason, Val Ak-
ureyri.
8. Bjarni Guðmundsson, Vöru-
bílstjórafél. ísfirðinga.
9. Einar Sigurbjörnsson, Vöru-
bílstjórafélagi Fljótsdalshéraðs.
10. Magnús Þ. Helgason, Vöru-
bílstjórafél. Keflavíkur.
Varafulltrúar:
1. Sigurður Skúlason, Bílstjóra-
fél. Mjölni, Árnessýslu.
2. Sveinbjörn Guðlaugsson,
Vörubifreiðastjórafél Þrótti,
Rvík.
3. Lúðvík Jónsson, Vörubilstj.-
fél. Keflavíkur.
4. Guðmundur Jósefsson, Vöru-
bifreiðastj.fél. Þrótti. Rvík.
5. Magnús Jónsson, Vörubílstj.-*
fél. Öxli, Snæfellsnes-ýslu.
6. Stefán Hannesson. Vörubif-
reiðastjórafél. Þrótti, Rvík.
7. Guðmundur Snorrason, Val,
Akureyri.
8. Jónas Hálfdánarson, Vöru-
bílstjórafél. Skagafjar lar.
9. Jón Árnason, Bílstjórafélagi
S.-Þingeyjarsýslu.
10 Hermann Sveinsson, Bílstj.~<
fél. Rangæinga.