Þjóðviljinn - 02.10.1956, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN -r- (5
Ensknr blaðamaðnr ræðir við Nikita Krnsti
Fyrir nokkru birti blað brezkra samvinnumanna, Reynolds News, viðtal, sem þeir
áttu Nikita S. Krústjoff, aðalritari Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna og hinn
kunni brezki blaöamaður og stjómmálamaður, Tom Driberg, sem alllengi átti sæti
á brezka þinginu og hefur átt sæti í miðstjórn Verkamannaflokksins. Hér á eftir
kemur þýöing á viðtalinu, eins og Driberg birtir þaö.
í inngangsorðum sínum að
viðtalinu segist Tom Driberg
hafa komið í hús miðstjórnar
Kommúnistaflokks Ráðstjórnar-
rikjanna kl. 10.25, en þar átti
viðtalið að hef jast klukkan hálf
ellefu. Þessar fáu mínútur beið
hann í herbergi einkaritara
Krustjoffs, sem hefur 7 síma á
borðinu hjá sér. Eftir að hafa
beðið tvær þrjár mínútur, var
honum vísað inn í herbergi
Krústjoffs, sem var einfald-
lega, en haganlega útbúið. Á
borði hans stendur stytta af
Lenin. Krústjoff stóð upp frá
borðinu og gengur á móti okk-
ur. Við tökumst í hendur og
heilsumst. Krústjoff vísar okk-
ur til sætis við langt fundar-
borð með grænu áklæði. Við
Krústjoff setjumst sitt hvoru
megin við annan endann á
borðinu, en túlkurinn sezt fyr-
ir endann. Ég sit andspænis
glugganum og mynd af Karli
Marx. Þar sem að undanförnu
hafa verið miklar umræður um
afstöðu Kommúnistaflokks Ráð-
stjórnarríkjanna til sósíaldemó-
krataflokka Vestur-Evrópu, hef
ég samtalið með því að spyrja
Krústjoff, hvað honum finnist
um árangur nýafstaðinnar
heimsóknar sendinefndar frá
franska sósialdemókrataflokkn-
um til Moskva.
Um Frakkland.
Krústjoff svaraði á þá leið,
að heimsóknin hafi borið nokk-
urn árangur, en ekki mikinn.
Aðstaða flokks franskra sósíal-
■ demókrata um þessar mundir
væri erfið: Hann hefði myndað
ríkisstjórn, sem væri að heyja
nýlendustríð í Alsír, og leið-
togar hans yrðu að taka tillit
til skoðanna hægri manna til
þess að geta haldið völdunum.
Síðán sendinefndin kom aft-
ur til Frakklands, hafa frá-
sagnir sumra þeirra, sem í
sendinefndinni voru, verið frá-
brugðnar ummælum þeirra,
meðan þeir voru í Ráðstjórn-
arríkjunum.
Ftefnur og stefnumið.
Ég beindi talinu að Bret-
landi með því að draga upp
andstæðurnar, sem væru milli
ástandsins í Bretlandi og
Frakklandi að einu leyti: 1
Frakklandi er kommúnista-
flokkurinn fjöldaflokkur verka-
lýðsins, en flokkur sósíaldemó-
krata tiltölulega lítill. I Bret-
landi aftur á móti er komm-
únistaflokkurinn lítill, en
Verkamannáflokkurinn — eink-
um vegna skipulagstengsla
sinna við verkalýðsfélögin —
að meðlimatölu fjöldaflokkur
verkalýðsins
Krúst joff: „Um franska sós
íaldemókrataflokkinn er ég
þessu sammála. Og það er rétt,
að kommúnistaflokkurinn er
fjöldaflokkur í Frakklandi. Þau
vandkvæði eru á því að koma
á nánari tengslum milli okkar
og flokks franskra sósíaldemó-
krata, að leiðtogar sósíaldemó
krata óttast að með því að
segja sannleikann um Ráð
stjórnaiTÍkin sanni þeir
þeir hlutlægt réttmæti afstöðu
Kommúnistaflokksins til Ráð-
stjórnarríkjanna“.
Það, sem guð einn veit.
Krústjoff vék máli sínu sið-
an að brezka Verkamanna-
fiokknum. Hann féllst á, að
hann væri fjölda- og forystu-
flokkur brezka verkalýðsins.
„En hvað stefnu hans áhrær-
ir“, bætti hann snögglega við,
„þá veit guð einn, hvað í henni
felst: stefnumið hans eru ekki
sósíalistísk”.
Ég gerði grein fyrir því, að
enn væri ekki hægt að ræða
stefnuskrá okkar í næstu kosn-
ingum, því að hún hefði ekki
verið samin; að við værum um
þessar mundir að birta stefnu-
yfirlýsingar um marga þætti
flokksstefnunnar, sem yrðu
ræddar á árlegum þingum
flokksins; og að grundvallar-
stefnumið Verkamannaflokks-
ins væri það að framleiðslu-
tækin ættu að vera almennings-
eign.
„Ekki verður erni klakið
út úr hænueggi"-
Krústjoff: „Rússneskur máls-
háttur segir: „Ekki verður
erni klakið út úr hænueggi".
Lítum á núverandi forystu-
menn flokks ykkar ■— þeir eru
Tom Driberg
jafnvel enn hræddari við sósíal-
ismann en íhaldsniennimir eru.
Þeir eru með sósíalismann á
vörunum vegna þess að orðið
er núna vinsælt bæði meðal
menntamanna og alþýðunnar.
Það er alls staðar sama sagan:
jafnvel Nehru, sem er hvorki
kommúnisti né sósíaldemókrati,
talar um sósíalistiska áætlun
fyrir Indland. Sama máli gegn-
ir um Burma og Indónesíu. ...“
Driberg: „Eitt er það, sem
torveldar umræður um stjórn-
mál milli manna, sem aðhyllast
ólíkar skoðanir, að þeir leggja
ekki sömu merkingu í orð sem
„frelsi“ og „lýðræði“ og „sósí-
alisma". Ég vildi gjaman í
fullri virðingu minna Krústjoff
á með tilliti til þtessá, að ráð-
stjómarleiðtogarnir hafa hvað
eftir annað lýst yfir, að þeir
viðurkenni, að um fleiri en eina
leið geti verið að ræða til sós-
íalismans". ‘
„Innan Verkamannaflokksins
leggja menn misjafnlega mikla
áherzlu á ýmis atriði, eins og
ég þykist vita, að Krústjoff
geri sér ljóst. Sumir vilja fara
hraðar en aðrir. En lokatak-i
markið er eitt og hið sama og
til að ná því með sigri í kosn-
ingum er nauðsynlegt, að sam-
heldni flokksins haldist“.
„. . ekki eríitt að vera til
vinstri við Gaitskell" ..
Krústjoff: „Það skil ég, en
vinstri'menn eru í minnihluta
og hægri menn em í meiri-
hluta og þykjast fullvissir, að
þeir haldi honum. Og hvað um
það, þá em vinstri mennimir
ekki svo mjög langt til vinstri.
Það er ekki erfitt að vera til
vinstri við Gaitskell. Ég held,
að sumir íhaldsmannanna séu
til vinstri við Gaitslcell.... “
Driberg: „Þótt Krústjoff hafi
hitt að máli fáeina íhaldsmenn.
sem hafi látið í það skína, að
þeir aðhylltust framfarasinnað-
ar skoðanir, vona ég að honum
hafi ekki sézt yfir hið sanna
eðli íhaldsflokksins. Tilgangur
flokksins er að vinna að hags-
munamálum kapitalista stór-
rekstrarins. Það er Ihalds-
flokkurinn, og enginn annar,
sem er óvinur verkalýðsstétt-
arinnar".
Gamansemi Krústjoífs.
Krústjoff féllst á þessa lýs-
ingu á íhaldsflokknum. Þótt
hann tæki sterkt til orða, tal-
aði hann ekki reiðilega; rómur
hans var vingjarnlegur, jafn-
vel hæversklegur, og hann
stillti orðum sínum miklu meir
í hóf en hann gerði stundum
við opinber tækifæri.
Ég áræddi þess vegna að
hafa orð á þvi, að mér hafi
fallið miður, að hann hefði einu
sinni eða tvisvar eftir heim-
komu sína frá Bretlandi kaliað
sig íhaldsmann, tóría. „Það var
aðeins smávegis gamansemi af
minni hálfu“, svaraði hann.
Hann hélt áfram og sagði,
að Verkamannaflokkurinn væri
aðeins umbótaflokkur, og
brygðist því meginhlutverki
sínu að ala verkalýðinn upp í
byltingaanda.
Ég sagði, að Bretlandi hefði
að vísu ekki verið breytt í
sósíalistiskt land, en stjórn
Verkamannaflokksins hefði tek-
ið veruleg skref í átt til sósíal-
isma, — hún hefði þjóðnýtt
grundvallariðngreinar landsins,
komið á víðfeðmum trygging-
um og þar fram eftir götunum.
Hvers vegna tapaði
V erkamannaí lokkurinn
völdum?
Krústjoff: „Verkamanna-
flokkurinn tapaði samt sem áð-
ur næstu kosningum. Hvers
vegna? Vegna þess að hann
notaði ekki völd sín í þágu
verkalýðsins og verkamenn
tóku að láta sér standa á sama
um Verkamannaflokkinn. Að-
staða verkamann í þeim iðn-
greinum, sem þér sögðuð, að
hefðu verið þjóðnýttar, breytt-
ist ekki verulega. Þess vegna
áttu verkamenn erfitt með að
gera upp á milli Verkamanna-
flokksins og Ihaldsflokksins.
(Ég reyndi árangurslaust að
skjóta hér inn athugasemd.)
Stjórn Verkamannaflokksins
haggaði ekki við þeim máttar-
viðum ríkisins, sem fyrri ríkis-
stjórnir höfðu reist, né skapaði
aðstæður til breytinga þjóðfé-
lagsskipuninnar. Verkalýðs-
stéttin var þess vegna áhuga-
lítil“.
Nikita Krústjoff
Driberg: „Ég fellst á það, að
áhugaleysis gætti við síðustu
kosningar, en ég held, að skil-
greining Krústjoffs á orsök
hennar sé of afdráttarlaus og
einföld. Mér er nær að halda,
að tvær meginorsakir sinnu-
leysisins hafi verið þessar:
I. Næg atvinna, sem stjórn
Verkamannaflokksins stuðlaði
að, að héldist eftir stríðið, hafði
í för með sér allgóð kjör og
laun fyrir verkamenn, og þess
vegna voru verkamenn ekki í
skapi til stórræða.
II. Uppgjöf stjórnar Verka-
mannaflokksins gagnvart kröf-
um Bandaríkjanna um endur-
vígbúnað olli mörgum ötulustu
liðsmönnum flokksins vonbrigð-
um.
Um þau ummæli Krústjoffs,
að verkamenn í þjóðnýttu iðn-
greinunum hafi ekki búið við
betri kjör eftir þjóðnýtinguna
en fyrir hana, er þetta að
segja: Þau gilda til dæmis ekki
um kolanámugröft, svo að ár-
inni sé ekki tekið of djúpt í.
Nýlega hafa tvær sendinefnd-
bótum til leiðar og líkar ríkis-
stjórnir í cðrum löndum.
„Stjórn Verkamannaflokksins
rak ekki stéttarlega stefnu: Ef
hún hefði notað völd sín í þágu
verkamanna, hefðu verkamenn
sagt: „Þetta er mín stjórn" og
lagt henni til nægilegt kjör-
fylgi, til að hún héldi völdum“.
Leiðtogum Verkamanna-
ílokksins rétt lýst.
Driberg: „Nokkurrar deyfðar
gætti, eins og ég hef áður sagt,
en hún skyldi ekki orðum auk-
j in. Kosningaþátttakan var mik-
il. Staðreyndin er sú, að-Ihalds-
flokkurinn þjóðnýtti elcki kola-
námurnai’, heldur Verkamanna-
flokurinn og Ilialdsflokkur-
inn nam úr gildi lögin
um þjóðnýtingu járn- og stíl-
iðnaðarins og flutninga á þjóð-
vegum til þess að hjálpa stór-
atvinnurekendum, vinum sin-
um“.
Krústjoff: „Ég er ekki að
halda uppi hlutlægri vörn fyr-
ir íhaldsflokkinn; en við þ er
áþreifanlegu aðstæður, sem til
staðar eru, get ég nær engan
greinarmun gert á félagsmá a-
stefnu flokkanna tvegg ia.
Verkamannaflokkurinn er el ki
kyltingarsinnaður flokliur — ég
á ekki endilega við byltingu í
skjóli valdbeitingar. Hann er
einungis umbótasinnaður. Hr m
minnir mig á Söng hauks'ns
eftir Maxim Gorki: „Þeir, e m
eru fæddir til að skríða, g' ta
ekki flogið hátt“. Þannig er
leiðtogum Verkamannaflok s«
ins ré'tt lýst“.
Framtíð sósíalismans í
Bretlandi.
Ég var í þann veginn að
spyrja hann, hvort hann ör-
vænti um framtíð sósíalism: ns
í Bretlandi, þegar hann svai iði
spurningu minni, án þess að ég
bæri hana fram.
Krustjoff: , ,Kommúnistaflo k-
urinn er ekki fjöldaflokkur í
Bi-etlandi, eins og sakir star la,
af völdum sögulegra aðstæc ía.
En breyting er að verða á þvír
byltingarástand mun myndr ;t:
og Kommúnistaflokkurinn i un
færa sér þær aðstæður í nyi til
að uppfræða þorra verkama ia
ir brezkra kolanámamanna ver-j og leiða þá fram til sigurs c ós»
ið í Ráðstjórnarríkjunum. Ef íalismans“.
Krústjoff hefði haldið þessu
fram við þá, geri ég ekki ráð
fyrir, að þeir hefðu orðið hon-
um sammála".
Um stéttarlega stefnu
Þegar hér var komið tóku
framlög Krústjoffs til við-
talsins að lengjast og hann tal-
að ákafar en áður, og orðum
sínum til áherzlu barði hann
lítið eitt i borðið með stækk-
unargleri, sem hann hand-
fjatlaði mest allan tímann, sem
við ræddumst við.
Hann sagði, að ég hefði kom-
izt í mótsögn, og hélt því ein-
dregið fram, að verkamönnum
hefði farið að standa á sama
um stjórn Verkamannaflokks-
ins, vegna þess að hún hefði
ekki gætt hagsmuna þeirra
nægilega vel. Hann viður-
| kenndi, að „nokkrar umbætur'
hefðu átt sér stað, en hann
hélt því fram, að íhaldsstjórn'
] ir hefðu komið syipuoum um-
Driberg: „Mér leikur forv'tnf.
á að sjá, hvort svo fer. Um.
þessar mundir sjást þess er.giii
merki, að fjöldaaðstreymi té í
Kommúnistaflokkinn.“
Þegar Krústjoff lætur c,vo>
ummælt, að Verkamannaflc. :k-
urinn sé ekki byltingarflokl ur,
vil ég segja við hann, að en-.kut
skaplyndi og enslcum háttumt
sé svo farið, að breytingar, c eixx
eru í reynd bylingarkenn ' ar,
geta sýnzt þar „umbótaker. íd-
ai'“.
Þannig hafði stofnun hiina
almennu sjúkratrygginga bylt-
ingarkennda breytingu í för
með sér: hún nam úrgildibein-
ar greiðslur milli sjúklinga og
lækna; hún lét öllum í té
ókeypis læknishjálp á alger im.
jafnréttisgrundvelli; lúnt
tryggði Bretlandi betri skiuanx
læknisþjónustu en í noklrxs
landi nema ■ Ráðstjórnarríkjun-
um; ;
Framh. á 9. síðxa