Þjóðviljinn - 14.10.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.10.1956, Blaðsíða 1
Sunnudagur 14. október 1956 — 21. árgangur — 235. tölublað Fulltrúi Gerpis ] í Neskaupstað Vélstjórafélagið Gerpir í Nes- kaupstað kaus Stefán Péturs- son fulltrúa sinn á Alþýðusam- andsþing og Sigurð Arnfinns- son varamann hans. Sameiginlegur listi ihaldsandstæiinga vi8 Stúdentaráðskosningar 20. þm. eaa®s&; Fyrsta allsherjar einingin gegn ihalds- sfúdentum i Háskólanum siSan 1939 Stúdentaráöskosningarnar fara fram á laugardaginn kemur 20. október og bjóða öll vinstri félögin í Háskólan- um nú fram sameiginlegan lista. Hefur slík eining íhalds- andstæðinga meðal háskólastúdenta ekki átt sér stað síð- an.á árinu 1939. Við kosningarnar á laugar- daginn verða því aðeins tveir lista-r í kjöri: listi íhaldsand- stæðinga og listi Vöku, félags í- haldsstúdenta. í fyrra voru framboðslistarnir þrír. Sameig- inlegur listi Félags róttækra stúdenta, Stúdentafélags lýð- ræðissinnaðra sósíalista og fé- lags Þjóðvarnarmanna hlaut þá 4 fulltrúa kjörna, listi Félags frjálslyndra stúdenta (Fram- sóknar) hlaut einn fulltrúa kjörinn og Vaka fjóra. Formað- ur Stúdentaráðs var kjörinn þá með hlutkesti Björgvin Guð- mundsson stud. oecon. fulltrúi Alþýðuflokksstúdenta. Listi íhaldsandstæðinga við stúdentaráðskosningarnar 20. þ.m. er þannig skipaður: 1. Hjörtur Gunnarsson stud. mag. (R) 2. Kristmann Eiðsson stud. med. (Þ) 3. Unnar Stefánsson stud. oecon. (A) 4. Hörður Bergmann stud. philol. (R) 5. Bjarni Einarsson stud. oecon. (F) 6. Guðjón Styrkársson stud. jur. (F) 7. Gaukur Jörundsson stud. jur. (F) 8. Jón M. Samsonarson stud. mag. (Þ) 9. Haukur Helgason stud. oecon. (A) 10. Inga Guðmundsdóttir stud. philol. (R) 11. Sveinbjörn Björnsson stud. polyt. (Þ) 12. Ólafur Pálmason stud. mag. (Þ) 13. Björn Jóhannesson stud. med. (A) Samkomulag um grundvöll samninga í Súezdeilunni Vesturveldin og Egyptaland koma sér saman um meginatriði slíks grundvallar Líkur á friösamlegri lausn Súezdeilunnar hafa aukizt við samkomulag milli utanríkisráðherra Bretlands, Frakk- lands og Egyptalands um sex meginatriöi, sem frekari samningar um lausn deilunnar skuli byggjast á. Skýrt var frá þessu sam-1 komulagi í gær og búizt var við, að ályktunartillaga um að leggja það til grundvallar frek- ari samningum í Súezdeilunni yrði lögð fyrir Öryggisráðið, annaðhvort á fundi þess sem hófst kl. 21 í gærkvöld eftir íslenzkum tíma eða á fundi þess í dag. Utanríkisráðherrarnir þrír hafa orðið sammála um að frekari samningar um lausn Súezdeilunnar skuli byggjast á eftirfarandi sex meginatriðum: Framhald á 11. síðu 14. Guðmundur Georgsson stud. med. (R) 15. Loftur Magnússon stud. med. (R) 16. Jón G. Sigurðsson stud. jur. (F) 17. Guðmundur Pétursson stud. med. (R) 18. Björgvin Guðmundsson stud. oecon. (A). Flngvirkjar styðja vinstri samvinnn Flugvirkjafélag Islands hélt fund 1 gær og samþykkti eftir- farandi: „Fundur haldinn í Flug- virkjafélagi Islands 13. okt. 1956, lýsir ánægju sinni yfir framkominni samvinnu milli núverandi stjórnarflokka og kýs fuíitrúa sinn á næsta Al- þýðusamandsþing sem stuðn- ingsmann þeirrar samvinnu". Flugvirkjafélagið kaus Stef- án Vilhelmsson aðalfulltrúa sinn á Alþýðusamandsþing og Kristin Magnússson varamann hans. Norsku bókasýningumii lýkur kl. 10 1 kvöld Bækumat verða seldar á Idstamaimaskál- anum á motgun cg áidegis á þsiðfucai Norsku bókasýningunni, sem aö undanförnu hefur staöið í Listamannaskálanum, lýkur kl. 10 í kvöld. Bæk- urnar verða síöan seldar í skálanum á morgun og árdeg- is á þriöjudag, dýrustu verkin með afborgunarkjörum; og getur margur fengiö þar góða bók. Á föstudaginn höfðu um 5000 manns séð sýninguna, og hlýtur það að teljast góð aðsókn. Talsvert hefur selzt af þeim bókum, sem voru á sýningunni í mörgum eintökum, og gátu menn þá tekið þær heim með sér; en einnig hafa verið gerð- ar miklar pantanir í þær bæk- ur sem aðeins voru í einu ein- taki. Menn geta sótt pantanir sinar í Listamannaskálann á morgun, en þá verða allar bæk- urnar til sölu. Það, sem ekki selst, verður búið um og sent utan; þannig að hafi menn augastað á einhverjum bókum, er vissara að láta þær ekki ganga sér úr greipum. Á sýn- ingunni hefur selzt mest af ferðabókum, einnig hafa marg- víslegar tæknibækur selzt mjög mikið. Minni eftirspurn hefur verið eftir skáldritum, enda hefur Bókabúð Æskunnar lengi haft margt af helztu ritum norskra höfunda til sölu; og hefur jafn- an verið nokkur sala í þeim. Hér er þó mikið af skáldverkum yngri höfunda, sem lítt eru J kunnir hér á landi, en margir þeirra eru ágæt skáld. Á morgun verða einnig seld- ar í Listamannaskálanum nokkrar bækur sem ekki hafa verið á sýningunni: frumútgáf- ur á verkum nokkurra höfunda, svo sem Ibsens og Björnsson, einnig kvæðabók Hamsuns. Fjérða hefti Ný- yrða komið út Fjórða hefti Nýyrða er kom- ið út. Þetta hefti flytur ný- yrði úr flugmáli, samtals um 5000 orð; og er bókin 123 blað- síður á lengd. Menntamálaráðu- neytið gefur hana út, sem fvrri nýyrðasöfn; en Halldór Hall- dórsson dósent hefur tekið verk ið saman. Yfirumsjón með út- gáfu Nýyrða hefur orðabókar- nefnd Háskólans — þeir prófessorarnir Alexander Jó- hannesson, Einar Ól. Sveinsson og Þorkell Jóhannesson; en margir sérfræðingar veita nefndinni jafnan aðstoð sína. Orðabókarnefnd og dr. Hall- dór ræddu við fréttamenn í gær um hið nýja hefti Nýyrða, en vegna þrengsla í blaðinu bíður nánari frásögn til þriðjudags. > ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Sésíalistar í Heykjavík Deildaf undir veröa annaö kvöld, mánudagskvöld á venjulegum stööum. Deildaformenn eru beönir aö hafa sam- band viÖ skrifstofu Sósíalistafélagsins. Félagsstjórnin. \ ^ ATHUGIÐ: Afgreiðsla blaðsins er opin í dag frá klukkan 2 til 6 til að taka á móti uppgjöri fyrir selda happdrættismiða. f i i* r \lr Myndin sýnir sex íslendinganna sem dválizt hafa í Kíndl&' isienaingar 1 Ivina. aS undanförnu á vegum stofnunar peirr.ar þarlendrarr sem annast i lenningartengsl viö aðrar pjóðir. Frá vinstri sjást á myndinni Kristjáil Bender, Ótafur Jóhannesson, Jakob Benediktsson, Bragi Sigurjónsson, Jörundur. Brynjólfsson og Jón Helgason. Á myndina vantar Magnús Jónsson, Björn Þorsteins— son og Brynjólf Bjarnason. Nefndarmenn komu heim í fyrrakvöld, nema Brynjólfur sem er vœntanlegur í dag ásamt premenningunum sem sátu ping kínverska komm- únistaflokksins. _______________________I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.