Þjóðviljinn - 14.10.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.10.1956, Blaðsíða 11
Sunnudagur 14. október 1956 ~ ÞJÓÐVILJINN — <11 14. dagur Þeir fóru hver á sirn stað eins og þegar hljómsveit- armenn ganga til sæta sinna áð’ur en hljómleikar hefj- ast. Sullivan settist í stólinn til vinstu og festi öryggis- beltið. Hann lét á sig hlustunartækin og hóf nákvæma athugun á stjórntækjnnum, sem mynduðu næstum því hring utan um hann. Dan settist í stólinn hægra megin og tók af sér bindið. Rétt fyrir aftan hann dró Leonard siglingakort upp úr tósku sinni og límdi það vandlega á borðið fyrir framan sig. Hann lagði hin blöðin einnig skipulega á borðiö: stormspá veöurútlit, leiðarlínu og ratsjárkort. Hann raðaði blýöntunum, hringfaranum og reiknistokknum í bema línu, lagði síðan töskuna frá sér undir borðið og settist í stólinn. Hobie hallaði sér rólegur upp að málmsúlunni, sem náði frá gólfi til lofts rétt fyrir aftan sæti Dans. Fyrst um sinn hafði hann ekkert við að vera. Seinna, þegar þeir væru komnir vel á loft og Sullivan teldi allt vera í lagi, átti hann að sitja við stjórntækin stund og stund 1 einu til að hvíla hina. „Við skulum fara yúr öryggislistann*', sagði Sullivan. Dan laut áfram og tók að blaða í lítilli, myndskreyttri skýringaskrá. Um leið og hann las hvert atriði aðgætti Sullivan, hvort viökomandi hlutur væri 1 Jagi. „Ljósmerki: Öryggisbelti, reykingar bannaðar"? „Já“. • „Vökvahanddæla?“ „Lokuð“. „Kælilokur?“ „Opnar“. „Sjálfstýritæki í lagi?“ „Já“. „Handhemlar á? Vökvaþrýstingur?“ „Þúsund pund“. „Blöndungur heitur?“ <e> „Kaldur“. „Aðalbenzíngeymar í sambandi? Ég athugaöi benzín- magnið. Jafnvægisstýri rétt?“ ,,Já“. „Frostlögur?“ „Þrjátíu og fimm gallón“. „Reyndu brunabjölluna“. Sullivan studdi á hnapp neðan við höggdeyfarann. Viðvörunarbj alla tók að hringja fyrir ofan höfuð hans og fjögur rauð ljós kviknuöu á mælaborðinu. Eftir ör- stutta stund þagnaöi hringingin og ljósm slokknuðu. „Þetta er nóg, held ég“, sagði Sullivan. „Athugaðir þú loftskeytatækin, Dan?“ „Já“. „Hobie. Fáðu mér Uiðarbókina sem snöggvast“. Hobie flýtti sér að rétta honum stóva bók meö málm- speldum. Sullivan opnaði hana í keitu sér, færöi inn í hana ýmsar athugasemdir og skrifaði síöan nafn sitt sem flugstjóri. Hann rétti Hobie bókina yfir öxl sér án þess aö líta viö. Og nú var eins og undarlegur spenningur kæmi í þá alla; eins og áhöfnin sjálf væri ákafir farþegar, sem hlökkuðu til aö fara í langþráöa flugferð. Sullivan leit á dökrdeitu klukkuna í mælaborðinu. Hún var nákvæmlega 22:00 eftir Greenwich meðal- tíma. „Er nokkur þarna fyrir utan Dan?“ Dan leit út um gluggann. Þarna stóö vélfræðingur og gaf merki með því að rétta upp þrjá fingur. „Hreyfill nr. þrjú í gang!“ Sullivan lokaði fyrir seg- ulkveikjarann meðan Dan teygði sig eftir kveikjusnerl- inum í loftinu til að ræsa hreyfilinn. Hann beið í tutt- ugu sekúndur og steig síðan á kúplinguna. Sullivan þrýsti dálítið á benzíngjöfina og aðgætti benzínþrýsti- mælinn. „Nú!“ Þeir voru alveg samtaka, og á augabragði færöist líf í vélina. Hreyfill m þrjú hóstaði dálítið, en fór svo að ganga með jöfnum hraða. Það þaut í vökvakerfinu og þægilegur fiöringur fór um fætur þeirra. Þeim virtist vaxa ásmegin við þessa undarlegu tilfinningu, svo þeim gekk miklu fljótar með þá þrjá hreyfla, er eftir voru. Þegar ganghljóð allra hreyflanna var orðið jafnt, birtist Spalding allt í einu á flugþiljunum. „Sextán farþegar komnir um borö, flugstjóri“. Sullivan sneri sér við og brosti til hennar. „Aðeins sextán. Nú, þú átt bara frí!“ „Þetta er líka ágætis fólk —“ Hún var þotin, áður en varði, svo Hobie var ekki viss um hvort hún hafði heyrt hann segja, að þar sem væru svona fáir far- þegar hlyti hún að hafa mikinn tíma aflögu handa áhöfninni. „Þar á ég við sjálfan mig“, hvíslaöi hann, en þó svo hátt að hann ætlaðist til að hún ein heyrði það. Dan Roman hélt taltækinu upp að þunnum vörunum. „Honolulu flugturn frá Fjórir-tveir-núll. Tilbúnir til flugtaks“. Hlustunartækin, sem lágu þétt viö gagnaugu hans, báru honum svariö. , Roger, Fjórir-tveir-núll. Flug- braut fjögur. Vindur austlægur, tólf mílur. Hæðarmælir .... þrjátíu-núll-einn“ Titringur fór um flagvélina. þegar Sullivan sleppti hemlunum og jók benzíngjöfina Við tarþegahliðið veif- aði Alsop í kveðjuskyni, þó enginn liti um öxl til að veita honum athygli. Þyturinn frá hveyflunum neyddi hann til að líta undan. Konur í Sovétríkjunum elía ekki tízkuna eins og þrælar Láras BJaraason fyrrverandi skólastjóri Flensborgarskólans, er andaðist 9. þ.m., yerður jarðsettur frá Fossvogskirkju mánudag- inn 15. október n.k. kl. 1.30 e.h. Atliöfninni verður útvarpað. Fyrir liönd aðstandenda Geir Pálsson Þökkum öllum vinum og vandamönnum nær og fjær fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför .. Sigsssións lénssonar trésmiðs, j Klapparstíg 12 i ■ Sigríður Guðmundsdóttír, ..... dætur og tengdasynir. ........... StEZDEILAN Framhald af 1. síðu 1) Siglingar um skurðina verði frjálsar skipum allra þjóða, 2) fullveldi Egyptalands yfir skurðinum verði viðurkennt, 3) rekstur skurðarins verði með öllu óháður stjórnmálum, 4) siglingagjöld verði ákveð- in af Egyptum og ríkjum þeim sem nota skurðinn í samein- ingu, 5) sanngjarn hluti gjaldanna verði notaður til að fullkomna skurðinn, og 6) allar deilur sem rísa í sambandi við skurðinn, rekstur hans og notkun, verði lagðar fyrir gerðardóm. Lausn deilunnar enn ófundin Enda þótt lausn deilunnar hafi færzt nær með þessu sam- komulagi, má búast við að langur tími líði enn áður en hún verður leidd farsællega til lykta. Enn er eftir að semja um með hvaða hætti þessi meg- inatriði verði bezt tryggð í framkvæmd og er hætt við að mikill ágreiningur sé enn um það milli deiluaðilja. Reykjavíkuræviii- týri Bakkabræðra Segja má, að lítið hafi borið á kvikmyndum við hæfi barna undanfarið í bíóunum. Óskar Gíslason, kvikmyndari, hefur gert tvær kvikmyndir fyrir börn, sem þau hafa haft mikla skemmtun af, Síðasta bæinn í dalnum og Bakkabræður. Hefur hann tekið upp sýningar á þeim annað veifið og ávallt við beztu undirtektir yngstu bíó- gestanna. — Kl. 3 í dag sýnir hann Bakkabræður í Stjörnu- bíói og munu þeir ekki svíkjast um að vekja ósvikinn hlátur krakka á öllum aldri. Það er auðséð að konurnar í Sovét telja sig ekki þurfa að þjóta upp til handa og fóta þó að einhver ný bóla komi fram í tízkunni, en af vaxandi vel- m'egun leiðir þó það, að konur verða vandfýsnari u’m klæðnað. Það ber meira og meira á því, að konur kjósi sér kvenlegan klæðnað. En vinsælust eru slétt, einföld og þægjleg föt enda hæfa þau bezt vinnandi fóiki. Öfgar tízkunnar eiga hinsvegar litlum vinsældum að fagna, klæðaburður. vesturlandakvenna hvetur ekki til eftirbreytni eigi hann of mikið skylt við ó- hóf og prjál._ I stéttiausu, sósí- ölsku þjóðfélagi á kiæðaburður ekki að tákna stétt, og það þyk- ir sjálfsagt, að sveitafólkið sé ekki miður klætt en borgar- fóikið. Það eru sextán tízkufyrir- tælci, sem gera uppköst að ný- ungum, og eru þau í höfuð- borgunum, og í hinum miklu iðnaðarborgum Leningrad, Sverdiovsk og Lwow. Stjóraarkreppan leyst Framhald af 12. síðu 50 milljón sænskra króna sem veita á lán úr til bænda, svo að þeir njóti jafngóðrar aðstöðu og iðnCyrirtæki til lánsfjár- öflunar. Þá fá bændur skattaívilnan- ir, en Bændaflokkurinn fellst með vissum skilmálum á fyrir- ætlanir sósíaldemókrata um lagasetningu sem tryggja á öllum launþegum föst eftirlaun. tam§ie€&s simmmasaammi yfinninearkorur er« tíl söl» J ekrifstofn Sósiafistaftokks ins, Tjarnargöto 20; afgreiðslo Þjóðviljans; Bókabúð Kron: Bökabúft Máls os menningaf. Skólavörftnstíjr 31: og i Bóka- verzlun Þorvaldar Bjarnasoa- wr í HafnarftrSt PJOÐwiUlNN ÚUefandi: Sameiningartlokkur albíSu - Sósíalistaflokkurinn. - Ritstjórar: Magnús Eiartanss, (úb.), Sieurður Quðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón Bjamason. — BlaSamenn: Ásmunrtur Sigo » ,. ' jonssojn. BjarniBenediktsson,, ÍJuðnruindnr, .VJgfússon.- ívar Jóneson. Mflgnút Tnrfi óif»f«cnrt JÓftS^tnn w’ T" Ritstjórny afBrtíiðsla- augíýsingar, prentsmiöja: Skólavörðustíg 19 — Símí 7500 ÞjóðviUans hlf 0 2 & mánuðl 1 Reykjavik oe n**r.enol: kr. 22 aœaarsstaSar. - Lausasöluverö kr. 1. - PrentsrJs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.