Þjóðviljinn - 19.10.1956, Side 3
Föstudagur 19. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Hljómplötur með söng Guðrún-
ar Á, Símonar á alheimsmarkaði
Hún mun koma fram í brezka útvarpinu
Fyrir jól eru væntanlegar á markaö um allan heim
nokkrar hljómplötur með söng Guörúnar Á. Símonar.
Söng Guðrún inn á plötur þessar í London á sl. vori, en
þar mun hún syngja í brezka útvarpið, B.B.C.
Eins og fyrr er sagt fór
Guðrún Á. Símonar héðan til
Lundúna sl. vor til þess m. a.
að syngja inn á hljómplötur
fyrir Fálkann h.f. og var ætl-
unin að selja þær á íslenzkum
markaði. Upptökuna annaðist
hljómplötufyrirtækið His Mast-
er’s Voice. Haraldur Ólafsson
forstjóri Fálkans vildi fyrir
sitt leyti vanda hið bezta til
þessarar upptöku og var því
t. d. hljómsveit skipuð 25
mönnum undir stjórn Johnny
Gregöry fengin til að aðstoða
söngkonuna.
Hljómploturnar sendar
á alheimsmarkað.
Að lokinni upptökU voru
plöturnar svo sem venja er
leiknar fyrir tónlistarráð His
Master’s Voice, en í því eiga
sæti hámenntaðir tónlistar-
menn og gangrýnendur. Lagði
ráðið einróma til við fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins að
plöturnar yrðu gefnar - út og
seldar á alheimsmarkaði. Var
síðan ákyeðið að gefa plöturn-
ar út í stóru upplagi og er
gert ráð fyrir að sala geti
hafizt hér á landi og erlendis
fyrir næstu jól. Fyrirtækið
mun efna til allmikillar kynn-
ingar á þessum hljómplötum í
blöðum, útvarpi o. s. frv. T. d.
verður sérstök kynning á þeim
í sendingu brezka útvarpsins
til Norðurlanda og vegna fyrir-
hugaðrar' útvarpskynningar til
Mið-Austurlanda hefur þegar
farið fram upptaka á segul-
band á samtali við Guðrúnu Á.
Símonar í þættinum Stars on
Dánargjafir til
Blindravinafélags
fslands
Guðmundur Jónsson, smiður
Hallveigarstíg 8 hér í bæ, er
lézt 10. júlí s.l. nær áttræður
að aldri, arfleiddi Blindravina-
félag íslands að mestum hluta
eigna sinna til minningar um
konu sína Jóhönnu Margréti
Þorláksdóttur, er lézt 12. apríl
1944. Þau hjón bjuggu mestan
sinn aldur hér i bæ og voru
þekkt að öllu góðu. Er hér um
mikla fjárhæð að ræða.
Þá hefur félaginu borizt
dánargjöf frá Filipíu Árnadótt-
ur að upphæð kr. 7047.77 og
önnpr dánargjöf frá ónefndum
að upphæð kr. 7393.47. Báðum
þessum upphæðum hefur verið
varið til hjálpar blindum börn-
um. Slíkar gjafir eru mjög til
eftirbreytni og bera vott um
gott hugarfar.
wings sem útvarpa á um líkt
leyti og plöturnar koma út,
enda er ætlunin að leika þær I
honum.
í BBC og sjónvarpi.
Hinn 9. ágúst sl. söng Guð-
rún Á. Símonar íslenzk, þýzk
og ítölsk lög í áheyrn forráða-
manna brezka útvarpsins (B.B
C.). Að þeirri prófraun lok-
inni var henni boðinn hálfrar
klukkustundar þáttur í útvarp-
inu. lEinnig hefur hún komið
fram í The Third Programme.’
Enn er þess að geta, að 22
sept. sl. söng hún inn á segul-
band fyrir brezka útvarpið all-
mörg lög eftir íslenzk tónskáld
eingöngu. Er ætlunin að út-
varpa þessum dagskrárlið í fe-
brúar n. k. Til þess að brezk-
ir útvarpshlustendur megi sem
bezt njóta íslenzku laganna og
skilja þau, hefur Guðrún feng-
ið Benedikt S. Benedikz til
þess að þýða textann á óbund-
ið mál og verður þýðingin les-
in í útvarpið á undan hverju
lagi fyrir sig. Þá er og ákveð-
ið að Guðrún komi innan
skamms fram í sjónvarpi í
Lundúnum.
f \
Sósíalistar
Akranesi
Sósíalistafélag Altraness
hefur opnað skrifstofu á
Sunnubraut 22. Sími henn-
ar er 174. Skrifstofan er
opin alla sunnudaga frá
kl. 10.30 tíl 12 árdegis og
miðvikudaga kl. 9-10 síð-
degis. — Munið 20 ára
afmæli Þjóðviljans. Kom-
ið og takið liappdrættis-
blokldr og vinnið að sölu
miðanna.
Stjórnin
s________________________J
Styrktarfélagið
C o..£
tær gooa gjot
Sl. miðvikudag kom st-jórn
Starfsmannafélags Olíuverzlun-
ar ísland h.f. í heimsókn í æf-
ingastöð Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra, Sjafnargötu
14. Afhenti stjórn starfsmanna
félagsins Styrktarfélaginu 10
þús. krónur að gjöf í tilefni 10
ára afmælis starfsmannafélags-
ins.
Akurey selur í Vestur-
E»ýzkalaitdi
Togarinn Akurey seldi í gær
145 lestir af fiski i Bremerhav-
en fyrir 85.300 mörk.
Ákveðið að hefja starf
Blindraskólans að nýju
Merkjasöludagur Blindravinafélags Is-
lands er á Sunnudaginn
N.k. sunnudag selur Blindravinafélag íslands merki til
ágóöa fyrir starfsemi sína.
aðkallandi verkefni og mun fé-
Guðrún Á. Símonar
41. ársfundur
Guðspekifélagsins
41. ársfundur Islandsdeildar
Guðspekifélagsins var haldinn
um sl. mánaðamót. Fluttar
voru skýrslur og lagðir fram
reikningar, kosið' í stjórn og
fastar nefndir, fyrri dag fund-
arins, en að kvöldi hins fyrsta
þessa mánaðar flutti Grétar
Fells erindi', er hann nefndi
„Rök Guðspekinnar.“
Innan íslandsdeildarinnar eru
nú starfandi 11 stúkur, þar af
fjórar í Reykjavík. Gretar
Fells, sem gegnt hefur for-
setastörfum í félaginu sl. 21
ár skoraðist undan endurkjöri,
en fundurinn heiðraði hann og
þakkaði störf hans með því að
velja hann sem heiðursforseta
deildarinnar. Forseti deildar-
innar var kjörinn: Sigvaldi
Hjálmarsson en aðrir í stjórn
eru: Frú Guðrún Indriðadóttir,
Sigurjón Danivalsson, Þórir
Ben. Sigurjónsson og Guðjón
B. Baldvinsson.
Stúkurnar hér í Reykjavík
hafa nú hafið vetrarstarfið, og
eru fundir þeirra á hverju
föstudagskvöldi, ennfremur
hefjast nú störf í fræðslu-
flokkum félagsins, og fyrstu
þrjá sunnudagana á vetrinum
verða haldin kynnikvöld félags-
ins, þar sem flutt verða erindi
fyrir almenning, en sú starf-
semi hefur verið höfð uppi um
mörg undanfarin ár.
Forsetakjör á þingi
Framhald af 1. síðu.
11 atkv. Sigurður Bjarnason
hlaut 6 atkvæði. Fyrsti vara-
forseti var kjörinn Friðjón
Skarphéðinsson með 11 atkv.,
en 6 seðlar voru auðir. Annar
varaforseti var kjörinn Alfreð
Gislason með 11 atkv.
Skrifarar efri deildar voru
kosnir Karl Kristjánsson og
Sigurður Óli Ólafsson.
Þingfundir hefjast í dag kl.
13.30 og fara þá fram kosning-
ar í fastanefndir Alþingis.
Blindravinafélag íslands var
stofnað 24. janúar 1932. Til-
gangur félagsins er að hjálpa
og hlynna að blindum mönnum
hér á landi, ungum og gömlum.
Vinnustofur og skóli.
Frá stofnun félagsins hefur
það starfrækt vinnustofur fyr-
ir blinda þar sem þeim er
kennd einhver iðn, við þeirra
hæfi. Á þessum árum hafa um
fimmtíu blindir menn unnið
þar mismunandi langan tíma.
Þá hefur félagið starfrækt
skóla fyrir blind börn þegar
þess hefur verið þörf, þ. e.
þegar blind börn hafa verið á
skólaaldri.
Síðastliðin vetur kostaði fé-
lagið að nýju kennara til náms
erlendis í blindrakennslu og
meðferð blindra barna. Nú hef-
ur verið ákveðið að starfrækja
blindraskólan að nýju. Kennari
skólans verður Einar Halldórs-
son, blindrakennari.
Blindraheimili.
Frá 1939 hefur félagið beitt
sér fyrir söfnun fjár til að
byggja blindraheimili þar sem
starfræktur væri skóli fyrir
blind hörn, fullkomnar vinnu-
stofur þar sem kenndar yrðu
allar þær atvinnugreinar, sem
blindir gætu haft yn.di og at-
vinnu af. Þar yrði og dvalar-
staður fyrir þá blindu, sem
ekki hafa tök á að vera sjálf-
stæðir eða búa hjá sínum.
Verndun sjónarinnar ermjög
ÚfhreiSiS
Þ]öhvil]ann
Umferðamálaum-
ræður í bæjar-
stjórn
Framhald af 12. síðu
miðbæinn eru 700 metrar, og
Guðm. H. Guðm. kvað bíla-
stæði þarna ekki myndu verða
notuð næstu 30-40 ár!
Bílastæði og hús.
Þá hefur umferðanefnd lagt
til að undirbúa byggingu
tveggja bifreiðahúsa. Bæjarráð
hefur falið þann undirbúning
nefnd: formanni umferðanefnd
ar, forstöðumanni skipulags-
deildar, Geir Hallgrímssyni og
Guðmundi Vigfússyni.
100 km ófullgerðir.
Geir upplýsti í ræðu sinni að
ófullgerðar og gangstéttalausar
götur í Beykjavík væru nú
samtals 100 km á lengd. Urðu
því miklar umræður um um-
ferðamál og slysahættu, þar
sem margir tóku til máls.
Einar Ögmundsson beindi
þeim tilmælum til borgarstjóra
að Njarðargata verði betur lýst
lagið af alefli beita sér, ásamt
augnlæknum landsins, fyrir
stofnun til verndar sjón
manna. Sú stofnun ætti bein-
línis að leita eftir augnsjúk-
dómum þeim er valda blindu.
Vitað er að glaukomblinda þjá-
ir okkur allra þjóða mest enda
eru hér hlutfallslega lang-
festir blindir miðað við aðrar
Evrópuþjóðir eða nær 500
manns. Þessa háu blindratölu
hlýtur að vera hægt að lækka
ef allir leggjast á eitt með því
að starfa og styðja að fram-
gangi þessa máls.
Stuðlið að verndun sjónar-
innar og lijálpið þeim sem
blindir eru.
Gert verði heild-
arskipulag R\ ík-
urþæjar
Framhald af 1. síðu
það. Að láta ákvörðun heildar-
skipulags dragast enn væri skað-
legt því bærinn kæmi til með
að gjalöa þess áratugi eða jafn-
vel aldir, ef upp væru látnar
rísa allskonar byggingar áður
en heildarskipulag væri ákveð-
ið.
„Generalplan“ um holræsi!
Ekkert heildarskipulag!
Borgarstjóri þykktist við þessa
tillögu og svaraði „það kemur
ekki til mála“ að samþykkja
slíka tillögu.
Guðmundur spurði hvernig
borgarstjóri hefði hugsað sér
„general“holræsaplan án ákveð-
ins heildarskipulags, eða hvort
íhaldið ætlaðist til þess að bær-
inn byggðist út frá heildar-hol-
ræsaplani. Það virtist koma hik
á borgarstjórann augnablik, en
svo kvað hann þetta tvennt
hljóta iað fara saman. — En
samt kom ekki til mála að sam-
þykkja að gera heildarskipulag!!
„Generalplan“ um holræsi!
Ekkert heildarskipulag! eru kjör-
orð Gunnars Thoroddsen. Og
hinar íhaldshendurnar 7 lögðu
auðmjúkar blessun sína yfir þau
kjörorð. Á fundinum í gær sam-
þykktu íhaldshendurnar 8 að
vísa tillögu Guðmundar frá, til
skipulagsnefndar(l), en minni-
hlutafulltrúarnir allir 7 greiddu
■atkvæði með tillögu Guðmundar.
:jl
og að gafan frá Nýja stúd-
entagarðinum yfir á Njarðar-
götuna, sem nú er Ijóslaus,
verði lýst.
Samþykkt var að hafa 2 um-
ræður um tillögur umferða-
nefndar.