Þjóðviljinn - 19.10.1956, Síða 12

Þjóðviljinn - 19.10.1956, Síða 12
Myndin hér að ofan var tekin á áttunda jlokksþingi Kommúnistaflokks Kína í Pek- ing á dögunum, fyrsta allsherjarþinginu sem flokkurinn heldur eftir valdatöku alþýð- unnar. Þar var minnzt unninna sigra og lagt á ráðin um hið mikla starf, sem nú bíður kínversku þjóðarinnar. nGenerar'iátning Gunnars nr. 2; ný barnðheimíli iMmili, leikskóla, vöggustofur _ SíSusfu áratugina hefur IhaldiS svœft eSa drepiS allar tillögur i þessa átt! ;a þarf möri Borgarstjóri íhaldsins í Reykjavík, Gunnar Thorodd- sen, kemur nú fram sem sakborningur á hverjum fund- inum á fætur öðrum og játar vanrækslur bæjarstjórnar- meirihlutans. Á fundinum í gær játaði hann að byggja þyrfti mörg ný barnaheimili, vöggustofur, leikskóla og dagheimili. í áratugi hefur íhaldiö ætíð þvælst fyrir slíkum til- lögum er sósíalistar hafa flutt, svæft þær eöa drepið. Játningar Gunnars Thorodd- sen á vanrækslu íhaldsins í mál- efmim bæjarins gerast svo tíð- ar að ljóst er að íhaldið hefur þegar gert ,,generalplan“ um játningar synda sinna. Borgarstjórinn er mjög hátíð- legur þegar hann stendur upp til að játa, er það mikil synd að ekki skuli vera áhorfendur á hanabjálkanum, að fráteknum bæjarful’trúum og blaðamönn- um 1 gær taldi hann upp sett- lega og virðulega barnaheimilin á Silungapolli, Kumbravogi, heimavist Laugarnesskólans, Jaðar og vöggustofuna að Hiíð- arenda. Og nú fann hann eitt- hvað athugavert við alla þessa staði. Að þvi ioknu játaði hann þessum játningum borgarstjóra, en kvaðst ekki geta stillt sig um að minna á að þetta vðeru allt mál sem fulltrúar Sósíalista- flokksins, einkum þrír þeirra, Katrín Pálsdóttir, Nanna Ólafs- dóttir og Petrína Jakobsson hefðu barizt fyrir á annan ára- tug, — enn alltaf mætt daufum eyrum og áhugaleysi íhaldsins, sem ýmist hefði svæft tillögur þeirra eða fellt. Þá hafði íhaldið aldrei talið þörf umbóta í þess- um málum. Nu væri hinsvegar auðséð að íhaldið væri farið að hugsa til kosninga, og því þætt- ist það viljia framkvæma verk sem það hefði að réttu lagi átt að ljúka fyrir mörgum árum. 274 „stöðumælar44 settir upp í miðbænum Stæði gerð fyrir 200 bíla suður í mýri Umferöanefnd leggur til að settir verði upp samtals 274 stöðumælar á 13 stöðum í miðbænum. Gjald verði tvennskonar, 1 kr. fyrir 15 mín. stöðu og 2 kr. fyrir 30 mín. á flestum stöðum, en 1 kr. fyrir 30 mín. og 2 kr. fyrir 60 á þrem staðanna. að byggja þyi'fti ný bamaheim- ili’: Og til þess nú að bæjarfull- trúar væru ekki lengur í vafa um að honum væri þetta alvöru- mál S'agði hann skýrt og virðu- lega: ,,Eg hefi í dag skipað 5 menn í nefnd til að gera athuganir um barnaheimilamálið og gera tillögur í þvi“. Borgarstjóri hafði í gær skip- að í nefnd þessa eftirtalda: dr. Símon Jóh. Agústsson, Magnús Sigurðsson skólastjóra, Petrínu Jakobsson og Valborgu Sigurð- ardóttur, — og skal nefndin starfa í nánu samráði við fræðslustjóra íhaldsins. Og nú liggur á -— nefndin á helzt að skila störfum fyrir áramót! Guðmundur Vigfússon kvaðst fagna þeim áhuga fyrir málefn- um barnanna sem fram kæmi í Geir Hallgrímsson flutti' langa ræðu á bæjarstjórnar- fundi í gær um þessar tillögur. umferðanefndar. í ræðu hans komu m.a. fram þær upplýsingar að bíl- um hefði fjölgað um 39,6% í Reykjavík frá því 1949. 1. jan. 1949 töldust þeir 5589, en 1. jan. sl. 7802 og hefur f jölgað um 300 á þessu ári svo nú eru þeir um 8100. Þessi mikla aukning bílaf jöld- ans hefur auðvitað valdið því að umferðarmálin eru að flestra dómi í öngþveiti. Umferðanefnd hefur lagt til að auk þess að komið verði upp stöðumælum, verði gert bifreiðastæði fyrir 200 bíla fyrir suðvestan Hring- brautar, milli Njarðargötu og Gamla garðs. — Þaðan og í Framhald á 3. síðu. Samningar ganga vel í Moskva Samningarnir í Moskva milli fulltrúa stjórna Japans og Sov- étríkjanna um friðarsamninga, stjórnmálasamband og ýms á- greiningsatriði milli landanna ganga að óskum. Ichiro Kono, landbúnaðarráðherra Japans, sem tekur þátt í samningun- um og hefur rætt við Krú- stjoff, aðalritara Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, sagði að fullt samkomulag hefði orðið milli þeirra á hvern hátt geng- ið skyldi frá landadeilum ríkj- anna áður en ákveðið væri að taka upp stjórnmálasamband milli landanna. Búizt er við að samningur milli ríkjanna verði undirritaður í dag. SendiS ÞjóSviljanum nýja áskrifendur í HiðomiiNN Föstudagur 19. október 1956 — 21. árgangur — 239. tölublað Misjafn afli síldvelháta í gærdag Afli síldveiðibátanna hér suðvestanlands var misjafn í gær. Fjórtán bátar komu til Akra- ness. í gær með samtals 1700 tunnur síldar. Bátarnir höfðu yfirleitt góðan afla. Aflahæstir voru Guðmundur Þorlákur og Sigurvon með 200 tunnur hvor bátur. Allir sem komu að í gær fóru aftur á sjó og þrir-fjórir bátar til viðbótar. Keflavíkurbátar öfluðu aftur á móti mjög misjafnlega, frá 10 upp í 180 tunnur. Alls fengu 35 bátar um 2600 tunnur. Aflahæst var Vonin II með 180 tunnur og næstur var Sæhrímnir með 170 tunnur. Yfir 40 bátar leggja nú upp reknetjasíld í Keflavík, þar af margir aðkomubátar, t.d. frá Vestmannaeyjum og verstöðvun- um við Breiðafjörð. Afli var einnig mjög misjafn í Grindavík frá 10 upp í 170 tunnur á bát. Alls fengu 18 bát- ar 1270 tunnur. Þorbjörn var aflahæstur með 172 tunnur, Haf- renningur hafði 163 og Guðjón Ein-arsson 130 tunnur. ■ ■ ■ ! Bærinn taki | leigt bjá sjálfum sér! ■ j Hvað verður þá um vinína í * Hafnarhúsinu?! ■ ■ ■ Reykjavíkurbær leigir húsnæði undir skrifstofur : sínar og starfsemi á nokkr j um stöðum í bænum. Á : sama tíma leigir bærinn : ýmiskonar aðilum mikið ■ húsnæði í Hafnarhúsinu. Á bæjarstjórnarfundi í ■ ■ gær lagði Þórður Björns- ■ : son til að borgarstjóra og bæjarráði yrði falið að at- : huga hvort bænum væri : ekki hagkvæmara að : „leigja hjá sjálfum sér“ í j Hafnarhúsinu, heldur en : víðsvegar úti í bæ. Tillaga Þórðar var sam- • þykkt! 17 Sandgerðisbátar fengu sam- tals 1260 tunnur í dag. Sex þeirra fengu yfir 100 tunnur hver, en minnsti afli á bát var 10 tunnur. Muninn II var afla- hæstur með 180 tunnur, næstur Faxi með 147 tunnur. Sandgerð- isbátar sáu töluvert af háhyrn- ingi í fyrradag. Síðar var gerð hríð að illhvelunum með sprengjukasti og í gær sáust mörg dýr dauð í sjónum. Bolsjojballettinn til Frakklands Það hefur nú verið ákveðið að ballétflokkurinn frá Bolsjoj- leikhúsinu í Moskva sem um þessar mundir sýnir á sviði Covent Garden óperunnar í London, muni halda sýningar í París. Aðeins er eftir að ganga endanlega frá ýmsum skipulagsatriðum og enn er ekki vitað hvenær sýningar flokksins í París hefjast. Fyrir hálfu þriðja ári kom flokkur frá Bolsjojleikhúsinu til Parísar og átti að halda þar sýningar. Styrjöld geisaði þá enn i Indókína og stóðu yfir bardagarnir við Dienbien- phu. Franska stjórnin bannaði sýningarnar og balletflokkur- inn fór heim aftur. Frakkar taka skip hlaðið vopnum við Alsír Frönsk herskip hafa tekið skip í alsírskri landhelgi, sem Frakkar segja að hafi átt að smygla vopnum til uppreisnar- manna. Þeir segjast hafa fund- ið 70 lestir vopna og skotfæra í skipinu, nægilegar vopna- birgðir handa 1500 manna her- sveit. Frakkar segjast hafa sannanir fyrir því að skipið hafi tekið þessi vopn í Alex- andríu og séu þar með fengn- ar óyggjandi sannanir fyrir því, að egypzk stjórnarvöld standi að baki uppreisnar- mönnum í Alsír. Heybruni í Kelduhverfi í fyrrinótt varð mikill liey- bruni að Auðbjargarstööum í Kelduhverfi. Talið er að hey- forði bóndans þar sé eyðilagður, en hann átti 350 hesta af lieyi í hlöðu við fjárhúsin. Undanfarið hafði hitnað í hey- inu og hafði verið rifin geil í öryggisskyni, en í fyrradag var svo komið, að menn hugðu að hitinn væri farinn að minnka. Það fór á annan veg. Klukkan 5 í fyrrinótt vaknaði bóndinn og þóttist kenna elds- bjarma og er hann leit út log- aði upp úr hlöðuþakinu. Bóndinn símaði þegar á næstu bæi og komu menn þaðan til hjálpar. Þess var enginn kostur að ná nokkru heyi úr hlöðunni og var horfið að því ráði að kæfa eld- inn með snjó, en töluverð snjó- koma og hríð var nyrðra í fyrri- nótt. Þakið á hlöðunni eyðilagð- ist og einhverjar skemmdir urðu á fjárhúsinu. Verst var þó hey- tjónið. Það er talin hætta á að heyið sé allt ónýtt, en allur heyforði bóndans var í hlöðunni sem fyrr segir. I ÞJÓÐVILJÁNN 1 vanfar fálk til blaðburðar í: Meðalholf og Kársnes | ÞJÓÐVILJINN | : sími 7500 afmœlisgjöf

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.