Þjóðviljinn - 06.11.1956, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. nóvember 1956
í dag 'er þriðjudagurinn 6.
nóvember. Leonardus-
messa. — 302. dagur árs-
ins. — Tungl í hásuðri kl.
15.29. — Árdegisháfiæði
kl. 7.20. Síðdegisháflæði kl.
19.40.
Þriðjudagur 6. nóvember
1 - yy' Fastir liðir eins
og venjulega. Kl.
18.30 íþróttir
(Sigurður Sig-
urðsson). 18.50
Þjóðlög frá ýmsum löndum. —
19.10 Þingfréttir. 20.30 Erindi:
Rafkraftur og rafmagn (Eðvarð
Árnason verkfræðingur). 21.00
Frá sjónarhóli tónlistarmanns:
Dr. Páll ísólfsson talar um
'Compeniusar-orgelið í Friðriks-
borgarhöll, og leikið verður á
þetta merkilega hljóðfæri. 21.45
Islenzkt mál (Jakob Benedikts-
son magister). 22.10 Þriðjudags-
þátturinn. — Jónas Jónasson og
Haukur Morthens hafa með
höndum umsjón hans. 23.10 Dag-
skrárlok.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Millilandaflug:
Millilandaflugvél-
| in Gullfaxi fer til
London kl. 8.30 í
dag. Væntanleg aft-
ur til Reykjavíkur kl. 23. í kvöld.
Millilandaflugvélin Sólfaxi fer til
Óslóar, Kaupmannahafnar og
Hamborgar kl. 8.00 í fyrramálið.
Innanlandsflug:
í dag er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar (2 ferðir), Biönduoss,
Egilsstaða, Flateyrar, Sauðár-
króks, Vestmannaeyja og Þing-
eyrar.
Á morgun er ásetlað að fljúga
til Akureyrar, ísafjarðar, _Sands
og Vestmannaeyja.
Vinnlngar, er upp komu í happ-
drætti á hlútaveltu kvennadeild-
ar Slysavarnafélags íslands,
inu 4. nóvember 1956.
Flugferð til Kaupmh. nr. 17212
Skipsferð til Akureyrar 2046
Oliutunna (200 1) 17580
Kvenúlpa 4647
Straujárn 26091
Teborð 13603
i/2 tonn kol 88
1/2 tonn kol 3952
6 gafflar silfurplett 24303
Dívanteppi 15609
Hveitisekkur 19
. Kventaska 10825
Garðsett, borð 0g stólar 19315
Strausykur. 50 kg. 4448
Dúnsett í vöggu 17125
Permanent 343
Regnhlíf 13764
’Kjötskrokkur 27146
PeysUf ataf rakki 28032
Bækur 1155
Horðlampi 24059
Kvendragt 1231
/Rafmagnskanna 3745
- -Ljósakróna 16900
Rafmagnsklukka .11515
Kökudiskar (silfurplett) 23347
GENGISSKRÁNING
1 Sterlingspund 45.70
1 Bandaríkj-adollar 16.32
1 Kánadadollar 16.90
100 danskar krónur 236.30
100 norskar krónur 228.50
100 sænskar krónur 315.50
100 finsk mörk 7.09
1000 franskir frankar 46.63
100 belgiskir frankar 32.90
100 svissneskir frankar 376.00
100 gyllini 431.10
100 tékkneskar krónur 226.67
100 vesturþýzk mörk 391.30
1000 lírur 26.02
Gullverð ísl. kr.: 100 gullkrónur
= 738,95 pappírskrónur.
Kvenfélagið Edda
heldur spilakvöld í kvöld kl. 8.30
í félagsheimili H.Í.P. Mætið vel
— 50. fundur félagsins.
Tapað — Fundið
Lyklakippa hefur fundizt við inn-
ganginn að afgreiðslu Þjóðvilj-
ans. Eigandi vitji hennar á af-
greiðsluna, eða til húsvarðar á
Skólavörðustíg 19, efstu hæð.
Sundfélag kvenna
Munið sundtíma ykkar, konur,
í Sundhöllinni mánudaga og mið-
vikudaga kl. 9 siðdegis hvorn
dag.
Kvenstúdentafélag fslands
heldur aðalfund sinn í Tjamar-
kaffi, uppi, annað kvöld kl. 8.30.
Rætt verður um vetrarstarfið,
sölu jólakortanna o.fl.
Lalli er 13 ára, og honum er
strengilega bannað að snerta
við rakhníf föður síns. En
þegar hann dag einn uppgötv-
ar svolítinn dún á efrivörinni,
fær hann ekki staðizt mátið
lengur, en ber hann að vör-
inni. Afleiðingin: hann særir
sig á nefbroddinum. Við mat-
borðið fer svo þetta viðtal
fram:
Pabbi: Hvað hefur komíð fyr-
ir nefið á þér?
Lalli: Beit mig í það.
Pabbi: Bitið? Hvernig gaztu
það?
Laili: Enginn vandi, steig upp
á stól.
HJÓNABAND
í dag verða gefin saman í hjóna-
band af séra Jóni Thorarensen
ungfrú Guðrún Sjöfn Janusdótt-
ir, Samtúni 32, og Kjaftan Kjart-
ansson, vélstjóri, Bragagötu 25.
Heimili brúðhjónanna verður að
Fálkagötu 22.
DAGSKRÁ
Alþingis
Efrideild
þriðjúdaginn 6. nóv. 1956, ki.
lVz miðdegis.
Neðrideild
Sala Kópavogs og Digraness o.
f 1., frv. — 1. umr.
Verðlag og kaupgjald, frv. —
Framh. 1. umr.
•Trá hóíninni*
Skipadeild S.Í.S.
Hvassafell fór í gær frá Reyðar-
firði áleiðis til Malm, Lúbeck
og Stettin. Arnarfell fór 2. þm.
frá New York áleiðis til Reykja-
víkur. Jökulfell er í London. Dís-
arfell er í Reykjavík. Litlafell
er í Reykjavík. Helgafell er í
Vestmannaeyjum. Hamrafell
kemur til Palermo í dag á leið
til Batum.
Eimskip
Brúarfoss fór frá Reykjavík í
gærkvöld áleiðis til Rostokk.
Dettifoss fór frá Riga í fyrra-
kvöld áleiðis til Ventspils, Gdyn-
ia, Hamborgar og Reykjavíkur.
Fjallfoss fer frá Reykjavík í
kvöld til ísafjarðar, Siglufjarð-
ar, Akureyrar og Húsavíkur.
Goðafoss fer væntanlega frá
Kotka á fimmtudaginn áleiðis
til Reykjavíkur. Gullfoss fer frá
Reykjavík í kvöld áleiðis til
Þórshafnar í Færeyjum, Leith,
Hamborgar og Kaupmannahafn-
ar. Lagarfoss fór frá New York
30. október áleiðis til Reykja-
víkur. Reykjafoss fer frá Ant-
verpen í dag áleiðis til Ham-
borgar og Reykjavíkur. Trölla-
foss fer frá Reykjavík á morg-
un áleiðis til New York. Tungu-
foss fer frá Reykjavík í kvöld
til háfna á Norðurlandi.
Ríkisskip:
Hekla er væntanleg til Reykja-
víkur árdegis í dag að vestan
úr hringferð. Herðubreið er í
Réykjavík. Skjaldbreið er í
Reykjavík. Þyrill fer frá Ham-
borg í dag áleiðis til íslands.
Baldur fer frá Reykjavík í dag
til Gilsfjarðarhafna. Oddur er á
Húnaflóa á leið til Akureyrar.
Félag austfirzkra kvenna
heldur basar í dag í Góðtempl-
arahúsinu, og hefst hann kl. 2.
Félagskonur og aðrir Austfirð-
ingar, minnizt basarsins. Styðj-
ið viðleitni félagsins að styrkja
og gleðja aldraða og sjúka sveit-
unga.
Aí síðum Þjóðviljans í 20 ár
Líf dagsins
" :z 'vr' ”
17. júní 1944 var Þjóðviljinn
24 síður, auk litprentaðrar
„kápu“, samtals 28. síður —
váfalaust stærsta eintak blaðs-
ins um innihald og efni.
Blaðið hófst á grein Einars Ol-
geirssonar: Hlutur vor. Brynj-
ólfur Bjarn-ason skrifaði grein-
ina Þjóðareining um vernd-
un lýðveldisins. Sigfús Sigur-
hjartarson: Setjum vísindin og
mannvitið við stjórnvöl. Krist-
inn E. Andrésson: Líf dagsins.
Áki Jakobsson: ísland ogþjóða-
samfélag Evrópu. Kvæði eftir
Huldu og Jóhannes úr Kötlum.
Gunnar Benediktsson: Þegar
hlekkir hrökkva. Stefán Ög-
mUndsson: Menhing fólksins er
grundvöllur sjálfstæðis. Og svo
framvegis. Sjálfsagt er hin
stutta grein Kristins: Líf dags-
ins minnisstæðust af öllú þessu
efni, fegurri en flest arinað er
sagt var á þessum dögum á ís-
landi — og hér er hún:
„Vér ráðum ekki við það, en
flesta daga lifum vér aðeins
brot af lífi. Vér erum jafnvel
svo fátæk að eiga ekki brosi
að miðla öðrum, ekki orði, ekki
augabragði. Það ómar ekki
strengur í brjósti voru. Lands-
lagið ér dautt fyrir augum vor-
um, engin rödd á sér bergmál.
Þjóðin talar ekki til vor, ekki
framtíðin, ekki umheimurinn.
Og innan úr djúpi þrotiausrar
þagnar kunnum vér að spyrja,
hljómlauSt, oss sjálfum áð ó-
vörum: hvar eru dagar lífs
vors? Hvar er líf þeirra?
Og vér vitum ekki, hve langur
tími hefur liðið. En einn dag er
kveikt á sólinni, og land vort
skín í björtu ljósi. Vér finn-
um að vér erum frjálsir þennan
dag, og víðáttan ótakmörkuð.
Og sem vér vorum áður fá-
tækir, er auður vor ofurgnótt-
ar á þessum degi. Og vér
Afniælissýning'u Félags íslenzkra
myndlistarmanna á verkum
Þorvalds Skúlasonar átti að
Ijúka í fyrrakvöld. En á sunnu-
daginn- komu .400 manns í
Listamannaskálann, og mátti
heita fullt hús allan daginn.
Því var ákveðið að framlengja
sýninguna um tvo daga, og
lýkur henni þannig í kvöld.
Þennan síðasta dag verður hún
opin frá kl. 13—22. — Myndin
er tekin af Þorvaldi í Lista-
mannaskálanum daginn áður
en sýningin hófst, fyrir rösk-
um hálfum mánuði.
Lárétt:
1 hest 3 kyndill 7 von 9 fæða
10 fugl 11 keyr 13 röð 15 sár
17 lík 19 fljót 20 flanar 21 verk-
færi
Lóðrétt:
1 kvenmannsnafn 2 reykja 4
tónn 5 hita 6 timarit 8 sterk 12
amboð 14 stUldur 16 tíða 18 guð.
Kvérifélag
Langholtssóknar
Fundur í kvöld kl. 8.30 í Ung-
mennafélagshúsinu við Holtaveg.
Garðs apótek
er opið daglega frá kl. 9 árdegis
til kl. 20 síðdegis, nema á laug-
ardögum kl. 9—16 og sunnu-
dögum kl. 13—16.
Næturvarzla
er í Lyfjabúðinni Iðunni, Lauga-
vegi 40, sími 7911.
skynjum ljóslega: líf þessa dags
er ekki hans eins, heldur jafn-
framt fylling af lífi hinna allra,
sem á undan voru gengnir, og
vér svo angráðir höfðum spurt,
hvar væru. Og vér skynjum
ennfremur: vér lifum ekki á
þessum degi' aðeins líf vort
heldur lífið allt. Himinn og
jörð eru ein nálægð, og kyn-
slóðir, sem löngu eru horfnar,
eru mitt á meðal vor, og af
lífi þeirra, og himinsins, og
jarðarinnár, er einmitt það ijós,
sem lýsir yfir oss á þessum
degi.
En mestan fögnuð fær oss eitt:
hið dýrðlega fyrirheit þessa
dags, sú heiðskíra vitund, er
h.ann innblæs oss, að vér eigum
eftir að ganga saman á jörð-
inni, allir menn, allar þjóðir,
óslitin fylking, óaðgreind, inn í
ljóshaf eins framtíðardags,
þegar mannkynið allt fagnar
því sameiginlega, að þrældórhs-
bönd hinnar síðustu þjóðar
hafa verið slitin: nú sé hver
þjóð á jörðinni frjáls, ’og með
þjóðunum hver stétt, hver ein-
staklingur. ^
Þá er það, að léttir af manns-
huganum fargi hinna dauðu daga
og hver dagur fær fullt líf, og
allir strengir í brjósti manns
óma, og veröldin öll bergmálar
af lífi og himins eldar „breiða
yl um öll djúp hjartans“: því
að lífið og frelsið eru eitt, og
frelsi allra þarf til að gefa
dögunum samfellt líf og sál
mannsins fullan hljóm“.
Söfnin í bænum:
Bæjárbókasafnið
Lesstofan er opin kl. 10—12 og
1— 10 alla virka daga, nema
laugardaga kl. 10—12 og 1—7;
sunnudaga kl. 2—7. — Útláns-
dcildin er opin alla virka daga
kl. 2—10, nema laugardaga kl.
2— 7; sunnudaga kl. 5—7. —
Útibúið á Hofsvallagötu 16: opið
alla virka daga, nema laugar-
daga, kl. 6—7. Útibúið í Efsta-
sundi 26: opið mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga kl. 5.30
—7.30.
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
er opið þriðjudaga, fimmtudaga
og laugarlaga kl. 1—3 og sunnu-
daga kl. 1—4.
ÞJÓÐSKJALASAFNIÐ
á virkum dögum kl. 10-12 og 14-
19 e.h.
nAttúrugripasafniö
kl. 13.30—15 á sunnudögum, 14—15
á þriðjudögum og fimmtudögura.
LESTRARFÉLAG KVENNA
Grundarstíg 10. Bókaútlán: mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga
kl. 4-6 og 8-9. Nýir' félagar eru
Innritaðir á sama tíma.
LANDSBÓKASAFNIÐ
kl. 10—12, 13—19 og 20—22 alía
virka daga nema laugardaga kl,
10—12 og 13—19.
TÆKNIBÓKASAFNIÐ
í Iðnskólanum nýja er opið mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga
LISTASAFN EINARS
JÓNSSONAR
er opið sunnudaga og miðviku-
daga kl. 13.30 til 15.30,
BÓIÍASAFN KÓPAVOGS
er opið þriðjudaga og fimmtudaga
kl. 8—10 síðdegis og sunnudaga
kl. 5—7.
'' * ÚTBREIÐIÐ pr
'v þjódviljann t*: