Þjóðviljinn - 06.11.1956, Side 5

Þjóðviljinn - 06.11.1956, Side 5
Þriðjudagur 6. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5 janos Kadar myndar ríkis- stjórn í Ungverjaiandi Birtir í 15 liðum yfirlýsingu um stefnu sína Framkvæmdastjóri ungverska kommúnistaflokksins, Janos Kadar, myndaði ríkisstjórn í Ungverjalandi að- faranótt sunnudags, og sendi stjórnin frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu: ,,23. október hófst fjölda- hreyfing í landi okkar með því göfuga markmiði að leiðrétta mistök sem voru andstæð flokknum og alþýðu manna og framin höfðu verið af Rakosi og félögum hans og til þess að krefjast þjóðlegs sjálfstæðis og fullveldis. En veikleiki stjórn- ar Imre Nagy og vaxandi áhrif andbvltingarsinna sem höfðu smeygt sér inn í þessa fjölda- hreyfingu hafa stefnt í voða fé- lagslegum landvinningum okk- ar, alþýðuríkinu, stjórn verka- manna og bænda og sjálfri til- veru iands okkar. Þetta hefur orðið okkur ung- verskum föðurlandsvinum, hvöt til þess að mynda byltingar- sinnaða ungverska stjórn verkamanna og bænda. Stjórn- in er þannig skipuð: Janos Kadar forsætisráð- herra, Ferenc Munnic varaforsætis- ráðherra, hermálaráðherra og öryggismálaráðherra, 'Gt;i : Marosan, ráðherra án stjórnardeildar, Imre Horwath, utanríkismála- ráðherra, Istvan Kotsa, fjármálaráð- herra. Antal Apró, iðnaðarmálaráð- herra, Imre Bekai, landbúnaðar- málaráðherra, Szandor Ronai, viðskipta- móiaráðherra. Önnur ráðherraembætti eru öskipuð fyrst um sinn. Eftir að endurreist hefur verið lögleg stjórn í landinu, verður nauð- synlegt að bjóða þau embætti fulitrúum annarra flokka og flokksleysingjum, sem verið hafa tryggir alþýðuvöldum og vilja ásamt okkur vernda hina félagslegu ávinninga. Hin nýmyndaða stjórn bein- ir þessari áskorun til ungversku 'þjóoarinnar: Ungversku bræður, verka- menn, bændur, hermenn, fé- lagar. Þjóð vor á nú við geigvæn- legar hörmungar að etja. Stjórn verkamanna og bænda, hinum heilaga málstað sósíalismans hefur verið stefnt í voða. Mik- il hætta vofir yfir árangri þeim sem unnizt hefur síðustu 12 ár- in, þeim árangri sem alþýða Ungverjalands og umfram allt íþið, verkamenn Ungverjalands, hafið skapað með eigin hönd- nm, með ósérhlífnu hetjustarfi. Hinir gagnbyltingarsinnuðu samsærismenn koma æ meir upp um sig. Þeir ofsækja misk- unnarlaust stuðningsmenn lýð- ræðisins. Vér vitum að enn eru mörg Vandamál óleyst í landi voru, að enn verður að berjast við marga örðugleika. Líf alþýðu- stéttanna er engan veginn eins og það ætti að vera í landi, sem er að koma á hjá sér sósíal- isma. Jafnhliða þeim framför- um sem.orðið hafa síðustu 12 árin hafa verið gerð mörg stór- felld mistök, og framin hafa verið hin alvarlegustu réttar- brot meðan klíka Rakosís og Gerös fór með forustuna, og þetta olli réttmætri óánægju meðal vinnandi fólks. En afturhaldssinnarnir hugsa aðeins um sérhagsmuni sína, JANOS KADAR varð framkvæmdastjóri Verka- mannaflokksins eftir að Gerö fór frá og hefur nú myndað stjórn í Ungverjalandi. Kadar er fæddur 1912 á sveita- bæ skanunt frá júgóslavnesku ‘landamærunum. Hann lærði ung- ur smíðar og tók þátt í verklýðs- baráttunni; 19 ára gamall varð hann. forustumaður í leynilegum samtökum ungra kommúnista. í heimsstyrjöldinni síðari starf- aði Kadar í leynihreyfingu kommúnista, BEKE PART, og var handtekinn af Gestapó er hann reyndi að ná sambandi við skæruliða Títós. Honum tókst þó að sleppa úr haldi skömmu áður en Ungverjaland var frels- ag undan oki nazista, og varð eftir styrjöldina miðstjórnarmað- ur í Verkamannaflokknum og aðstoðarlögreglustjóri. Árið 1948 varð hann innanríkisráðherra. Er baráttan gegn „títóistum" hófst var Kadar handtekinn og varð að þola mikið harðrétti í fangabúðum, m. a. voru rifnar af lionum allar neglurnar. Hann dvaldist í 22 fangelsum á þessu tímabili, vegna þess að hann var frægur fyrir snilld sína við að sleppa úr haldi. Honum var sleppt lausum fyrir skönunu. þeir eru þess albúnir að ráðast gegn sjálfum alþýðuvöldunum. í því felst að þeir vilja af- henda auðmönnum verksmiðjur og fyrirtæki og gósseigendum landið. Þeir vilja á nýjan leik drottna yfir okkur með her og lögreglu, hefja að nýju stjórn- arfar kúgunar og arðráns. Ef þeir yrðu ofan á myndu þeir ekki færa yður frelsi, hagsæld og lýðræði, heldur þrældóm, ör- birgð og miskunnarlausa yfir- stéttarkúgun. Afturhaldsöflin hafa hagnýtt mistök sem framin voru við uppbyggingu alþýðuríkisins og hafa leitt margt heiðarlegt verkafólk inn á villigötur og einkanlega mikinn hluta æsku- lýðsins, sem hefur gengið í lið með þeim af heiðarlegum hvöt- um og ættjarðarást, Þetta fólk ber fram kröfur um aukið lýðræði í öllu lífi okkar, í félagsmálum, efnahags- málum og stjórnmálum, með því að efld verði undirstaða sósíalismans í landi voru. Það hefur tekið til máls til stuðn- ings Ungverjalandi, sem þróað- ist og blómgaðist sem frjálst og fullvalda ríki í vináttu við önnur sósíalistísk ríki. Því væri það rangt og glæpsamlegt að ásaka þetta fólk fyrir að taka þátt í baráttunni. Gagnbyltingarmenn liafa hagnýtt sér hversu veik stjórn Nagys var og fara hamförum. Þeir myrða og ræna, og það er hæfta á því að þessi öfl nái undirtökunum. Með djúpum harmi og hryggð í hjarta sjáum við hversu skelfilegar raunir hafa verið f | leiddar yfir hjartfólgna ætt- jörð okkar af gagnbyltingar- öflum og einnig af heiðarlegu og réttsýnu fólki sem vitandi eða óafvitandi hefur hagnýtt ranglega kjörorð lýðræðis og frelsis og þannig opnað aftur- haldinu gáttirnar. Ungverjar, bræður, föður- landsvinir, hermenn, samborg- arar. Við verðum að binda endi á ofbeldisverk andbyltingarafl- anna. Það er komið að úrslita- stund. Vér skulum verja stjórn verkamanna og bænda, ávinn- inga alþýðuríkisins, vér skulum koma á reglu, öryggi og friði í landinu. Hagsmunir fólksins, hagsmunir ættjarðarinnar krefjast þess að stofnuð verði sterk, traust stjórn, stjórn sem sé þess megnug að hefja land- ið úr hörmungum þeim sem jrf- ir það hafa dunið. Þess vegna höfum vér myndað byltingar- sinnaða stjórn ungverskra verkamanna og bænda. Stefna stjórnarinnar er sem hér segir: 1. Að tryggja þjóðlegt sjálf- stæði og fullveldi landsins. 2. Að verja kerfi hins sósíal- istíska alþýðuríkis fyrir öllum árásum, verja félagslega á- vinninga vora og halda áfram á þeirri braut að byggja sósíal- isma. 3. Að binda endi á innan- landsátök og koma aftur á reglu og friði landinu. Stjórn- in mun ekki heimila að fólk verði fyrir neinum ofsóknum vegna þátttöku í atburðunum að undanförnu. 4. Að koma á náinni, bróður- legri og vinsamlegri sambúð við önnur sósíalistísk ríki á grundvelli fullkomins jafnrétt- is; ekkert ríki skipti sér af innanríkismálum annars og efnahagstengslin séu byggð á gagnkvæmum hagsmunum og gagnkvæmri aðstoð. 5. Að tryggja friðsamlega sambúð við öll riki, óháð því hvert stjórnarkerfi þau búa við og hvaða ríkisstjórn er við völd. 6. Að tryggja skjóta og veru- lega endurbót á lífskjörum al- mennings, einkum verkamanna, reisa fleiri íbúðir handa al- menningi, tryggja verksmiðjum aðstöðu til þess að byggja í- búðir handa verkamönnum sín- um og öðru starfsliði. 7. Að endurskoða efnahags- áætlanir okkar og efnahags- stjórn og taka þá réttmætt tillit til þjóðlegra einkenna landsins til þess að bæta lífs- kjörin eins ört og kostur er. 8. Að afnema skriffinnsku og tryggja víðtæka lýðræðisþróun á öllum sviðum í þágu alþýðu manna. 9. Að koma á verkamanna- stjórn í öllum verksmiðjum, fyrirtækjum og öðrum stofn- unum á grundvelli almenns lýð- ræðis. 10. Að efla landbúnaðar- framleiðsluna, binda endi á nauðungarafhendingu á afurð- um, styðja vinnandi og óháða bændur; ríkisstjórnin mun af fullri einbeittni binda endi á að þróast innan samvinnu- hreyfingar og samyrkju. 11. Að tryggja lýðræðislegar kosningar héraðastjórna og byltingarráðs. 12. Að styrkja smáiðnað og smáverzlun einstaklinga í bæj- um og sveitum. 13. Að vernda staðfastlega þjóðmenningu Ungverja í sam- ræmi við hina jákvæðu arf- leifð. 14. Byltingarstjórn verka- manna og bænda í Ungverja- landi hefur í samræmi við hags- muni þjóðarinnar, verkalýðs- stéttarinnar og ættjarðarinnar beðið yfirstjórn Sovétherjanna að aðstoða þjóð okkar við að brjóta á bak aftur hin myrku öfl afturhalds og gagnbylting- ar, koma á sósíalistískum al- þýðuvöldum, tryggja aftur lög og reglu í landinu. 15. Þegar komið hefur verið á lögum og reglu í landinu mun ungverska stjórnin hefja samn- inga við stjórn Sovétríkjanna og aðra aðila Varsjársáttmál- ans um brottflutning sovézka hersins af ungversku landi. Verkamenn, vinnandi bænd- ur, menntamenn, ungverskir hermenn og liðsforingjar! Styðjið hina ungversku byltingarstjórn verkamanna og bænda, verndið hina réttlátu baráttu alþýðunnar, verndið al- þýðulýðveldið, afvopnið flokka gagnbyltingarmanna, hvar sena þeir finnast. Skipulagsbundnir verkamenn! Fylkið yður um byltingarstjórn ungverskra verkamanna og bænda. Takið þegar upp störf í öllum fyrirtækjum landsins. Vinnandi bændur! Verjið land yðar, berjizt við hlið bræðra ykkar, verkamannanna, fyrir sameiginlegum málstað, fyrir lýðræðisvöldum alþýðunnar. Ungverskir æskumenn! Látið engan leiða yður á villigötur. Lýðræðisvöld alþýðunnar ein munu megna að tryggja yður betri og frjálsari framtíð. Verj- allar lögleysur sem fengið hafa ið þau“. Fjáreigendafélag Reykjavíkur heldur félagsfund miðvikudaginn 7. nóvember í Breið- firðingabúð, uppi, kl. 8. Áríðandi mál á dagskrá. Inntaka nýrra fjáreigenda í félagið. Stjórnin. Dægiirlagakeppni S.KT. Al-íslenzk skemmtun, sem enginn ætti að missa af í Auturbæjarbíéi í kvöld kl. 11.15 — Atkvæðagreiðsla um úrslitalögin Sigurður Ólafsson syngur: Nóttin og þú. Akranes-skórnir. Sonarkveðja. Þú gafst mér allt. Á gömlu dönsunum. Svava Þorbjarnard, syngur: Heim vil ég. Adda Örnólfsdóttir syngur: Hvítir svanir. 1 maí. Við gluggann. Svavaog Sigurður syngja: „Greikkum spor“. Haukur og Adda syngja: „Þú ertvagga mín haf.“ 6 manna hljómsveit Karls Billich aðstoðar. Haukur Morthens syngur: Bláu augun. Kveðja förusveins. Viltu koma? Gunnar Kristinn Guðmundsson, 20 ára, einhentur, leikur með vinstri hendi og hægri hand- leggsstubb, á harmoniku, á undraverðan hátt. Lárus Ingólfsson og Karl Guðmundsson, leikarar, fara með svo gráthlægilegan gamanþátt, eftir Guðmund Sigurðsson, að hláturmildu fólki er ráðlagt að hafa með sér hláðurstillandi pillur ,til vonar og vara. Sigríður Hannesdóttir og Hjálmar Gíslason syngja nýjar, óbærilegar gainanvísur. Kynnir: SVAVAR GESTS. Aðgöngumiðar í Fálkanum.hjá Sigríði Helgadóttur, í Vestui-veri og Austurbæjarbíói. —

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.