Þjóðviljinn - 06.11.1956, Page 7
Þriðjudagur 6. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (T
Frá bardögum í Búdapest á dögunum.
»Et Rússar hefðu ekki verið]kaU~
aðir til heíði þetta aldrei gerzt<
FréttamaSur danska blaÖsins Land og Folk lýsir
viSborfunum i Búdapest síSastliSinn fimmtudag
Eínum af blaðamönnum
danska blaðsins Land og
Folk, Jöjrgen Christensen,
tókst að komast til Búda-
pest í .sL viku eftir mikla
örðioigleika. Á fimmtudaginn
var sendi hann blaði sínu
þessa frásögn um ástandið
í l'ngverjaiandi, og gefur
hún. nokkra hugmynd um að-
dra.ga.nda þeirra hörmulegu
atbm-ða sem nú hafa á nýj-
an Heik gerzt í Ungverja-
lanallL
=£Kí=
Búdapest, fimmtudag. Mik-
il stjómmálaátök eru nú í
Ungverjalandi öllu. Eftir hina
víðtæku uppreisn almennings,
sem fyrst og fremst’ stafaði
af því óhappaverki að láta
sovézkar hersveitir koma til
stuðnings við- Rakosi-mennina,
er þeír voru að velta úr sessi,
er áilra þjóðvega og helzt-u
staða í borgunum gætt af
vopnuðu liði sem ber rauð-
hvíf-græna einkennisborða og
fylgfet með umferðinni.
^ Ró komin á í Búda-
pest.
Fréttamaður Land og Folk
kom til Búdapest seint í gær-
kvöld eftir viðburðarika bíl-
ferð frá Vín, og á leiðinni
mættum við í sífellu löiigum
vörubílalestum sem vorú að
sækja birgðir til Austurríkis.
Við vorum stöðvaðir að
minnsta kosti fimmtíu sinn-
um af vöpnuðum varðmönn-
um sem könnuðu skilríki okk-
ar.
1 gærkvöld mátti enn heyra
skothríð víða í Búdapest, en
í dag er allt með kyrrum
kjörum. Á götunum sjást víða
merki um bardagana undan-
farna daga: það rýkur úr
glæðum þar sem brenndar
hafa verið bækur úr sovézk-
um bókaverzlunum, það má
sjá sporvagna sem hafa ver-
ið notaðir sem götuvígi, brotn-
ar rúður, skotmerki og á ein-
staka stað hús sem brunnið
hafa til grunna.
Alls staðar er hið gamla
skjaldarmerki Kossuths kom-
ið í staðinn fyrir merki al-
þýðuríkisins, og á húsveggj-
um má sjá áletranir: Rússar,
farið heim. Viða á húsum má
sjá fána með sorgarslæðum,
einnig voru kveikt kerti i
mörgum gluggum í gærkvöld
til minningar um hina föllnu.
^ Blóðugir bardagar
íyrir framan þing-
húsið.
Öruggir sjónarvottar skýra
svo frá að átökin fyrir fram-
an þinghúsið hafi verið mjög
blóðug í upphafi uppreisnar-
innar. Sovézku hermennirnir
sem þar voru höfðu gefið til
kynna að þeir myndu ekki
skjóta. Þeir slógust í hópinn
með Ungverjunum, og á bak
við skriðdrekana þeirra hóp-
uðust ungverskir hermenn og
margir óbreyttir borgarar
saman til þess að leggja, á-
herzlu á kröfur sínar um auk-
ið frelsi fyrir framan þing-
húsið.
lEn þá hófu menn úr ör-
yggislögreglunni skothríð af
þaki utanríkisráðuneytisins,
og margir féllu, bæði úr hópi
sovézkra hermanna og hinna
grunlausu þátttakenda í hóp-
fundinum.
^ Afturhaldsmenn á
kreiki.
Auðvitað eru nú afturhalds-
menn hvarvetna á kreiki. Þeir
hafa sér til hjálpar heilt kerfi
erlendra aðstoðarmanna, sem
komizt hafa til landsins í
gervi hjálparsveita, blaða-
manna o. s. frv., og reyna að
hagnýta uppreisnina til þess
að afnema þær miklu breyt-
ingar sem orðið hafa á sviði
efnahagsmála — fyrst og
fremst skiptingu jarðeigna og
þjóðnýtingu stóriðjunnar —
en á þeim sviðum hafði mikið
áunnizt í Ungverjalandi, þrátt
fyrir óafsakanleg glæpaverk
og hörmuleg mistök.
Næstum því allir sem ég
tala við leggja samt áherzlu
á það að ungverska þjóðin
muni ekki styðja þessar til-
raunir. Menn vilja meira
frelsi, fleiri stjórnmálafloka,
raunverulegar kosningar og
lýðræði, en þeir vilja ekki fá
aftur yfir sig gósseigendur og
innlenda og erlenda auðmenn.
Hitt er annað mál hvort
það tekst að afstýra því —
eins og ástandið er nú í
Ungverjalandi. Hættan er að
minnsta kosti mikil, ekki sízt
vegna þess að það verður
varla kleift áf stjórnmálaá-
stæðum að komast hjá „efna-
hagsaðstoð" Vesturveldanna.
•Jt Hver er ástæðan?
Hvernig getur farið á þenn-
an hátt í landi, þar sem fólk-
ið hafði í raun og veru fengið
völdin og þar sem áttu að
vera raunverulegir möguleikar
á því að móta sósíalistískt
lýðræðisríki ? Eg hef borið
pessa spurningu upp við ung-
verskan kunningja minn, sem
fylgir stefnu Nagys í ung-
verska verkamannaflokknum.
Hann svaraði af mikilli
beisk ju:
— Ástæðan er sú að síðan
1953 hafa forustumenn okkar
í æ ríkara mæli kastað fyrir
borð sósíalistískum hugsjón-
um sínum. Þeir sviku með-
limi flokksins. Þeir þögguðu
niður í hverri andstöðu með
ofbeldisverkum, ' og stefna
þieirra í efnahagsmálum var
•duglaus og þekkingarlaus;
samtímis lifðu þeir og æðri
starfsmenn og embættismenn
lúxuslífi, sem hlaut að vera.
bein ögrun við almenning, en
hann varð að borga 8 fórint-
ur fyrir kílóið af lauki, og 2
fórintur fyrir kílóið af brauði.
þótt mánaðarlaunin væru ein-
att undir 1000 fórintum.
Alvarleg mistök í
efnahagsmálum.
— Það er engin furða, hélt
hann áfram, þótt í flokknum
og á vinnustöðvunum yrði
vart sívaxandi óánægju og
tortryggni í garð stjórnarinn-
ar. Æskulýðurinn og mennta-
menn —- sem einkum voru
skipulagðir í Petöfi-klúbbnum
— beittu sér fyrir þeirri
kröfu, að Rakosi-menn yrðu
að víkja og við yrðu að taka
Imre Nagy og stefna hans,
sem var að því komin að
sigra 1952 en komst því mið-
ur ekki í framkvæmd þá.
Síðasta árið hefur orðið æ
erfiðara að lifa í Ungverja-
landi. Það er afleiðingin af
fráleitri efnahagsstefnu. Sem
eitt dæmi má nefna hvernig
olíulindirnar í Nagylengyel
voru starfræktar. Rakosi
krafðist þess að þessar lindir
yrðu gernýttar langt fram
yfir það sem verið hafði, og
sérfræðingar sem vöruðu við
því voru handteknir og þeim
jafnvel hótað lífláti. Auðvitað
endaði þetta með skelfingu, og
olían varð vatnsmenguð. Eins
hefur verið farið að víða ann-
ars staðar, og það hefur ævin-
lega hefnt sín.
Eftir 20. þingið var eins og
andrúmsloftið batnaði um
skeið. En síðan herti stjórn-
in aftur töffen. Að lokumt
neyddu flokksmennirnir Rak-
osi til að víkja, en Gerö hélt
áfram. Okkur kom það á ó-
vart, en við hugguðum okkur
við það að hann væri þrátt
fyrir allt greindur og reynd-
ur maður.
Framhald á 11. síðu