Þjóðviljinn - 06.11.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.11.1956, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — Er „sápustíllinn" úr sögunni? Verður þó heimsmet í spjótkasti, 90.32 metrar, með þessu kastlagi, viðurkennt? MiMð hefar verið rætt og ritað um hitm svonefnda „sápu- stíl“ í spjófckasti sem fyrir Iiokkru varð opinber. Það voru sem kunnugt er Spánverjar sem komu fram með þennan kast- stíl. Víða á Spáni er iðkað sem nokkurskonar þjóðaríþrótt að kasta 3 kg. jámstöng, og er kastlagið það sama og notað er við spjótkastið með þessari nýju aðferð. fþróttagrein þessi er æfagömul þar í landi og er kölluð „Barra“. Spánskir spjót- kastarar gerðu tilraunir með að nota venjulegt spjót í stað járnstangarinnar. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir mundu geta orðið sigursælir á komandi OL í Melbourne. Þeir höfðu náð köstum sem voru svipuð og heimsmetið, en um þetta átti að vera mikil leynd, það sem þar skeði át’ti að koma á óvart. Sérfræðingarnir áttu ekki að hafa tíma til þess að álykta hvorfc þetta væri lög- legt eða ekki. Þeir höfðu þó raunar gert ráð fyrir að þetta kastlag yrði gagnrýnt. Þeir ályktuðu sem svo að þessi að- ferð væri ekki bönnuð, það væri ekki til tekið á hvern hátt spjótinu skyldi kastað, hvort hlaupið væri með það að kast- merki eða snúningur væri not- aður við kasfcmerkið og því kastað þannig. Leikirnir mundu verða búnir þegar búið væri að ákveða um þefcta og þá væri það of seinfc. En svo vildi til að gamall spánskur meisfcari í spjótkast.i og methafi í „Barra“ sem Felix Erausquin heitir, 50 ára að aldri, kom öllu leyndarmálinu upp með sýningu á hinni nýju kastaðferð þar sem hann not- aði venjulegt spjót. Þá kastaði hann 83,40 m og öll köstin um 80 m. Sýning þessi fór fram í París og varð til mikillar bryggðar fyrir frjálsíþrótta- menn á Spátú, Þet’ta setti frjálsíþróttamenn, og þá sérstaklega spjótkastara, á annan endann. Kiistin hættuleg Það sem fyrsfc og fremst var bent á í sambandi við kastlagið var það að menn geta ekki haft fullkomið vald yfir því hvert spjótið fer og eru ýmsar sög- ur sagðar um það. Spjótið hafði komið niður rétt hjá blaðaljósmyndara sem var langt fjærri því sem gert var ráð fyrir að það kæmi niður. Annar spjótkastari hafði misst það svo að það flaug yfir höfuð áhorfenda og þaut góðan spöl úfc fyrir leikvang- inn. Þetta hefur hent bæði á Spáni og eins þagar menn hafa farið að reyna þetta kastlag annars staðar. Blaðamaður Jfrá franska blaðinu L’Equipe’s féklc spjótið í fótinn. í Búdapest gerði finnski tugþrautarmað- urinn tilraun til að kasta spjót- inu með sápustílnum en það fór nú svo að það kom niður samþykkja tillögur ráðsins. Strangt lagalega hafa Spán- verjar réttinn með sér, að keppa með „sinni kastaðferð“. Reglurn- ■ i m* iiiiinSmam .. -^rasiaöö&.. . ,.Övitiir er sá er drukkinn reikar44 Norska blaðið Folket skýrir svo frá: Það átti að halda mikla skemmtun, fyrir nokkru síðan, á Stallarhólmi, og vel átti til að vanda. Meðal annars var til fengin víðkunn hljóm- sveit frá Stokkhólmi, sem bæði skyldi annast um hljómleika og leika fyrir dansi að skemmti- atriðum loknum. Rúmlega 300 manns höfðu tryggt sér að- göngumiða. En það varð hvorki af skemmtiatriðum né dansi. •Hljómsveitin kom í stórum langferðabíl — klukkustund of seint. Hljómsveitarmennirnir tóku sér sæti. En hljómsveitar- stjórinn gekk völtum fótum aftur fyrir bílinn til þess að ná í „nikku“ sína. Hann tók með sér 10 lítra benzíndúnk inná leiksviðið. 1 þeirri góðu trú að þetta væri harmóníkkan hóf hann reyna að gefa hljómsveit- inni tóninn. Hér sést hvernig liinn spánski spjótkastari Felix Erausquin, met- hafi í „Barra“, kastar spjóti með „sápustílnum“. Hann snýr sér ininnst 6 liringi áður en hann sleppir því. Spjótið er löðrandi í sápu til þess að það renni betur á baki og í liendi þegar hann hann sleppir því. á hlaupabrautina rétt fyrir framan fætur 10 km hlaupar- anna. Reglunum breytt Allar þessar umræður hafa orðið til þess að ráð það sem IAAF hefur til þess að gera tillögur um reglur eða reglu- breytingar hefur látið málið til sín taka og hefur á fundi sín- um í London gert eftirfarandi breytingu á reglunni um spjót- kast, eða réttara sagt viðbót: Keppandi má aldrei frá því að tilraunin er hafin og þar til spjótinu er sleppt, snúa sér þannig að bakið snúi að kast- stefnunni. í skýringum við reglu þessa er sagt: Keppandinn má undir engum kringumstæðum snúa baki að kaststefnunni fyrr en spjótið er komið á loft og ekki snúast í hringi eins og í kringlu- kasti. Gegn þessari reglu hafa Spán- verjar sent mótmæli til ráðsins í London, en almennt er gert ráð fyrir, að þing IAAF sem hald- ið verður í Melbourne nokkrum dögum fyrir sjálfa leikina, muni ar segja alls ekkert um það hvemig spjótinu skuli kastað, og því halda ýmsir því fram að lagalega séu þeir í rétti. Varðandi þá breytingu sem ráðið gerði er bent á að laga- lega sé hún hæpin, því um breytingar á reglum og hvenær þær taka gildi segir: að engar reglur taka gildi fyrr en ári eftir að þær hafa verið sam- þýkktar. í London hafa þeir ágætu menn lokað augunum fyr- ir þeirri lagasetningu, og munu flestir telja það skynsamlegt, og þá fyrst og fremst með tifliti til hættunnar sem felst í þess- ari kastaðferð. Verður 90,32 m. met staðfest? Nokkru áður en reglubreyting- in átti sér stað, kastaði Spán- verjinn Clavero spjóti með „sápustílnum" 90.32 m. sem er betra en met Sidlo. Vafalaust er talið að Spánverjar muni sækja um staðfestingu á því sem heimsmeti. (Egil Danielsen frá Noregi hefur kastað 93,70). Virðist sem íalþjóðasambandið Framh. á 3. síðu Lögreglan varð að koma til skjalanna, en uppþot varð með áheyrendum. Aflýsa varð sam- komunni og endurgreiða öllum aðgangseyrinn. 'En hljómsveit- arstjórinn dauðadrukkinn hafn- aði í vörzlu lögreglunnar. (Áfengisvn. Rvikur) Fjárhagsnefnd SÞ fyrir Evrópu upplýsir að rúmlega 33 þús. manna hafi farizt í um- ferðaslysum en 916 þús. slas- azt í 13 Evrópulöndum árið 1954. Flest slysanna áttu sér stað seinnihluta laugardaga og sunnudaga yfir sumarmánuð- ina. Heildartala tilkynntra slysa þessara 13 landa var árið 1954 samtals 765 þús. Er það 10% hærra en árið áður eða 1953. í Þýzkalandi var tala dauðs- falla hæst eða nær 12 þús. Næst var Frakkland með 7500, þá Bretland og ítalía með 5000 hvort. 1 Noregi voru ,,aðeins“ 177 dauðsföll, Hellas og Belgía voru lægri. Meðal þeirra sem fórust voru 8000 fótgangandi og svip- að af bifhjólafólki. En um 4000 hjólreiðamenn fórust og annað eins af fólki í bifreiðum. Hins- vegar slösuðust um 250 þúsund hjólreiðarmenn, og 164 þús. gangandi menn, 159 þús. bif- hjólamenn og 135 þús. í bif- reiðum. Um þátt Bakkusar í þessarí blóðugu orustu þjóðveganna og stórborgarstrætanna, er ekki getið. En ekki leikur það á’ tveim tungum, að vart hefur hann látið sinn hlut eftir liggja. (Áfengisvarnarnefnd Rvíkur)’ Um 300 þúsund vinnuslys eiga sér stað í Svíþjóð. Þjóð- hagslega er þetta um 700 millj, króna tap yfir árið fyrir, sænsku þjóðina. Leonard Gold- berg prófessor við Stokkhólms- háskóla upplýsti þetta í ræðu, sem hann flutti nýlega á fundi félags bæjarstarfsmanna Stokk- hólmsborgar, jafnframt því, sem hann gerði grein fyrir nýj- um rannsóknum sínum á þættl áfengisneyzlunnar í sambandi við slys við vinnu. Prófessor Guldberg er heims- kunnur fyrir rannsóknir sínar á neyzlu áfengis og afleiðingiun hennar. 1 þessu tilfelli hefur haoa lagt til grundvallar 429 vinnu- slys. Samkvæmt opinberuni skýrslum voru aðeins 4%j þeirra talin eiga rætur sínar í áfengisneyzlunni. En nánari rannsókn leiddi hinsvegar í Ijós áð þar voru 11,1% sem rekja mátti’tn áfengisins og að hinirí slösuðu höfðu neytt sem svar- aði þrem staupum af því. Ein- staklingsathugun sýndi og, a3 meira en helmingur heyrðu til flokki sí-neytenda. Það er því ljóst sagði prófessorinn, aS flestir þeirra, sem fyrir slysurn urðu eru þeir sem misnota á- fengið. Hann benti á hinn skað- lega þátt „afréttarans" á þró- un drykkjuskapar. Einn mi’iil- vægasti þátturinn í viðresit drykkjumannsins er sá, að fá1 hann til að hætta við atSi „hressa sig“ með áfengi, ré:ta sig af, eins og það er nefut. Meðal, sem nota skal g gn ölvímu og annari vanlíðan eftir sumbl, er á leiðinni, sagðí prófessorinn að lokum. (Áfengisvn. RvíkuV '. | s VETRARAÆTLUN Pan American World Airways Inc, Gildir frá 28. olct. til 27. apríl 1957. Frá New York á mánudögum til Keflavíkur (Þriðjudagsmorgna og Oslo, Stokkhólmsog Helsinki. Á miðvikudögum frá Helsinki, Stokkhólmi, Osló og Keflavík til New York. Farseðlar greiðist með ísl. krónum. Aðalumboðsmenn; G. Helgason & Melsteð hi. Hafnarstræii 19 — Sími 80275, 1644.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.