Þjóðviljinn - 09.11.1956, Side 7

Þjóðviljinn - 09.11.1956, Side 7
Föstudagur 9. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — XI 9. umferð 23. október Stáhlberg — Sabo V2-V2 Gligoric — Sliwa 1-0 Botvinnik — Tajmanoff V2-V2. Uhlmann — Unsicker V2.-V2' Keres — Najdorf V2-V2 Golombek —- Padevsky V2-V2 Smysloff — Bronstein V2-V2 Ciocaltea — Pachmann 0-1 Vegna skákanna Botvinnik — Tajmanoff og Smysloff — Bronstein, er óvenjulega þétt- skipað í salnum að þessu sinni.' Tajmanoff beitir kóngs- indverjanum, og Botvinnik teflir eftir nýjustu tízku á móti. Heldur hann d-peðinu bakstæðu og leikur fram c- og e-peðunum. Við þetta veik- ist að vísu reiturinn d4, en það kom ekki að sök í skákinni Tajmanoff — Najdorf. Taj- manoff tekur sér nú fyrir hendur að endurbæta tafl- mennsku Najdorfs í þeirri skák. Leggur hann snarlega í langferðalag með annan ridd- ara sinn> g8-f6—e8-c7-e6-d4 og hefur að þessu loknu ágætt tafl, þar sem riddarinn stend- ur eins og bjarg í hvítu stöð- unni, valdaður af kollega sín- um á e6, peðinu á e5 og bisk- upnum á g7. Botvinnik tekst að vísu að hrinda þessari riddaraliðsá- rás, en við það hefur hann beðið slíkt tjón á stöðu sinni, að uggvænlega horfir um hríð. Tíminn líður. Er heimsmeist- arinn í vanda? Loks kemur leikurinn. Upphaf djarflegrar gagnsóknar á kóngsvæng. Er nú allt tilbúið fyrir harða og tvisýna baráttu. Þá kemur reiðarslagið; eitt af þessum leiðu fyrirbrigðum sem nefn- ast stórmeistarajafntefli, og keppendur eiga til að notfæra sér þegar þeir vilja ekki eiga neitt á: hættu. Líkt fer um örlög skákar þeirra Smysloffs og Bron-, eteins. Gligoric, sem fyrir mótið var talinn einn skæðasti keppinautur Rússanna, hefur ekki brugðizt, þótt hann tap- aði skák á móti Bronstein. Að þessu sinni er það Pólverj- inn, sem er fórnarlamb hans. 1 flækjum miðtaflsins tekst Gligoric að vinna peð, og með sinni víðkunnu skerpu fylgir hann eftir til wnnings. Pachmann teflir Caro-Kann á móti Ciocaltea. Tékkinn, sem ógjarna teflir á tvísýnu, neyðist til að grafa einn af mönnum sínum lifandi í peða- keðju sinni. Maður þessi reyn- ist þó hinn mesti fakír 0g kemur tvíefldur úr prísund- inni. Með hans tilstyrk og annarra tekst síðar að snúa á óvinaherinn, vinna peð, ginna drottninguna út á hálan ís og sigra. 10. ilmferð 24. október Sabo — Pachmann V2-V2 Bronstein — Ciocaltea V2-V2 Padevsky — Smysloff 0-1 Najdorf — Golombek 1-0 Unsicker— Keres 1-0 Tajmanoff — Uhlmann V2-V2 Sliwa — Botvinnik 0-1 Stáhlberg— Gligoric V2-V2 Smysloff er maður hæglát- ur, enginn sér honum bregða. Kvörn hans malar stundum hægt, en oftast örugglega. Þú horfir á hann tefla. Leikirnir eru flestir einfaldir. I raun- inai finnst þér að þú hefðir teflt alveg eins, eða betur. Þetta er Cabablanka-stíllinn. Fjórir tímar líða og þú spyrð sjálfan þig: Eftir hverju er máðurinn að bíða ? Liðið er jafnt, staðan lík'og fátt orðið eftir á borði. Þú áræðir ekki að spyrja Smysloff, en senni- lega væri svar hans eitthvað á þessa leið: Ertu litblindur, félagi? Sérðu ekki að peðin mín standa á hvítum reitum, Þú borfír h Bot- vinnik tcflo Botvinnik er nú efstur í A1 jek h inmótin u Freysteiim Þerbergsson skrifar um Aljekbinmótið í Moskva margur hefur nú tapað skák með drottningu, riddara og tvö peð á inóti drottningu og sex peðum. En Botvinnik tap- ar ekki, hann vinnur. Og hversvegna ? Auðvitað hefur hann alltaf haft betra tafl, allt frá því að ándstæðingur- inn fyrst lét glepjast af auð- fengnum ávöxtum. Riddari Botvinniks var sterkari held- ur en biskup og tvö peð and- stæðingsins. Tveir menn tefla undir styrkleika í móti þessu. Það eru þeir Sabo og Keres. Keres, sem nýlega hefur sigrað Unsiker í einvígi með 6:2, án taps, leikur nokkuð hratt og þar kemur að honum sést yfir millileik hjá Unsiker. Keres bjargar sér þó í þetta sinn, en hvað er þetta? Gef- ur hann Unsiker kost á því að fórna drottningu fyrir hrók, biskup, valdað frípeð og tempo? Margur hefði þegið minna. Unsiker er fljótur að þiggja boðið. Frípeð hans er stórhættulegt. Margsinnis get- ur hann leyft sér að láta menn sína standa i uppnámi, vegna ýmissa hótana. Loks drepur hann mann, og Keres má ekki hefna. Keres leikur enn einum leik og Unsiker leppar drottningu hans. Hvað er að Keres? Þessari skák tapar hann líkt og ég eða þú hefðum tapað á móti hon- um sjálfum. hans á svörtum og biskupam- ir era svartir? Já, auðvitað- Litarhátturinn. Rauður eða ekki rauður, hvítur eða svart- ur. Andstæðingurinn gefst upp. Þú horfir á Botvinnik tefla við einn af lægstu mönnum mótsins. Nú kémur auðvitað stórsókn, hugsar þú. Ó, nei. Allt er rólegt fýrst í stað. Svo vinnur Sliwa peð og kóngur heimsmeistarans lend- ir á flækingi. Þú spyrð: nær hann jafntefli á þetta? Svar- ið: andstæðingurinn vinnur annað peð. Þú hugsar: Jú, það getur verið að hann nái þráskák að lokum. Botvinnik hugsar: Hvað ætlar hann að éta mikið af þessum eitruðu ávöxtum; Sliwa tekur þriðja peðið og hið fjórða, en nú tapar hann manni. O jæja, Staða efstu manna: 1.—2. Botvinnik og Smysloff 7Vz v. 3. Tajmanoff 7 v. 4.—5. Bron- stein og Gligoric 6% v. 11. umferð 26. október Gligoric —. Sabo V2 V2 Botvinnik -—Stáhlberg 1 -0 Uhlmann — Sliwa V2-V2 Keres — Tajmanoff V2-V2 Golombek — Unsiker 0 -1 Imysloff — Najdorf V2-V2 Ciocaltea — Padevsky V2-V2 Pachmann — Bronsfein V2-V2 Botvinnik fær snemma sterkt miðborð í skák sinni við Stáhl- berg, sem virðist tefla þessa skák meira af frumleik en styrk. Botvinnik bætir stöðu manna sinna i rólegheitum, en Stáhlberg gerir hliðar- árásir sem fá litlu áorkað og veikja hans eigin stöðu. Einn- ig hafnar hann uppskjptum sem hefðu getað létt stöðu hans. Loks nær Botvinnik færi á að veikja kóngsstöðu. Stáhlbergs enn meir og er þá ekki að sökum að spyrja. Með þessum sigri tekur Bot- vinnik forustuna í mótinu. Er það ánægjulegt að heims- meistarinn skuli standa í stöðu sinni. Virðist hann nú vera kominn í betri æfingu, heldur en hann var í á olympíumótinu og tefldi hann þó vel þar. Verður gaman að frétta af einvígi hans við Smysloff síðar í vetur, því Smysloff hefur borið af á ýmsum þeirra. móta, sem Botviiinik hefur ekki tekið þátt í á undanförnum árum, eins og kunnugt er. 12. umferð 27. október Sabo — Bronstein 0-1 Padevsky — Pachmann V2-V2 Najdorf — Ciocaltea 1-0 Unsiker — Smysloff V2-V2 Tajmanoff — Golombek 1-0 Sliwa — Keres 0-1 Stáhlberg — Uhlmann 1-0 Gligorie — Botvinnik V2-V2 Staðan eftir 12. umferð: 1. Botvinnik 9 v. 2.—3.Smysl- off og Tajmanoff 8V2 4- Bron- stein 8 5.—6. Najdorf og Gligoric IV2 7. Pachmann 7 8.—9. Keres og Stáhlberg 6V2 10. Unsiker 6 11.—12. Sabo og Uhlmann 5 13. Padevsky 4 14.—15 Sliwa og Ciocaltea IV2 16. Golombek 2 v. Aðvörun Þessi greinarstúfur er skrifað- ur til þess að minna lesendur á það, að innan skamms hefj- ast þýðingarmiklar viðræður ís- lenzkra stjórnarvalda og full- trúa Bandarikjanna um brott- för erlends hers og full umráð íslendinga yfir öllu sínu landi. Á þessari stundu ríður á, að þjóðin standi þétt að baki full- trúum sínum og láti ekki mold- viðri stjórnmálabaráttunnar villa sér sýn eða hindra sig að fylgja fram óskoruðum rétti sínum í þessum samningum. Formælendur hersetu á ís- landi þykjast nú hafa fengið hvalreka nokkum á fjörur sín- ar. Válegir atburðir í útlönd- um gefa þeim tækifæri að reyna að æsa íslendinga til stríðsótta, svo að þeir miSsi sjónar á sinni eigin frelsisbar- áttu, en láti fallast i fahg stór- veldis, á sama tíma og aðrar smáþjóðir sveitast blóðinu til að fá full umráð yfir löndum sínum. Eg vík nú stuttlega að þessum heimsviðburðum. 1 Ungverjalandi hafa þau hörmulegu tiðindi gerzt, að er- lend þjóð, sem hefur lýst sig fylgjandi friðar- og mannúðar- stefnu sósialismans, hefur beitt smáþjóð voprtavaldi til að beygja hana undir vilja sinn. Slíkur atburður er auðvitað sorglegastur fyrir álla þá, sem haft gert sér falslausan sósíal- sinni fyrir friði og bættum kjörum alþýðunnar í öllum löndum. Þessi afstaða íslenzkra sósíalista hefur skýrt komið fram í yfirlýsingum þeim, sem Aiþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn hafa gert um þetta mál, og í hliðstæðri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem báðir þessir flokkar standa að ásamt Framsóknarflokknum. f Egyptalandi gerist um svip- að leyti áþekkur viðburður. Að því er virðist fyrir samantekin ráð þriggja ríkja er hafin vopn- uð árás á iandið í trássi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eru þetta mikil vonbrigði þeim, sem höfðu treyst friðartaii og lýðræðisást þessara ríkja, þó að ekki hafi þeirra vonbrigða gætt mikið í málgögnum Sjálf- stæðisflokksins eða yfirlýsing- um þeim, sem hann hefur haft forgöngu um undanfarið. Hvað koma þessir atburðir okkur við? Um það eru skipt- ar skoðanir. Stuðningsmenn hersetu á íslandi segja: Þetta sýnir, hve ófriðlegt er í heim- inum og hvílík nauðsjm það er að treysta öi-yggi landsins með „varnarliði". En þjóðhollir íslendingar segja: Þessir atburðir sýna okkur, hve alvarleg og brýn nauðsyn það er, að allar smá- þjóðir reki réttar síns gegn í- hlutun stórveldanna, standi saman sem einn maður um friðarstefnu sína, láti einskis sínar erlendis. Það er síður en svo, að þeita sé vonlaus stefna, því að smáþjóðirnar eiga mikil ítök í Sameinuðu þjóðunum. Og þetta er hin eina stefna, sem er íslendingum sæmandi, þjóð, sem vopnlaus hefur háð hetjubaráttu í margar aldir við erlenda áþján og haft sigur. Andstæðingar ríkisstjórnar- innar reyna nú að stofna til múgæsinga og skrílæðis til þess að valda upplausn og geta bet- ur lætt inn í fólkið eitri haturs og ótta, sljóvgað frelsisást þess og heilbrigt þjóðarstolt gagn- vart erlendu herliði. Þetta mun þó ekki takast, ef menn virða fyrir sér alla málavexti með rólegri yfirvegun. Þá mun samninganefnd íslendinga um brottför hersins geta gengið að verki örugg um fulltingi þjóð- ar sinnar til góðra og heiðar- legra málaloka. Látum því ekki sundra okk- ur eða villa með málæði og krókódílstárum þeirra, sem í rauninni eru að vinna að fram- haldi á hernámi íslands. Við skulum sýna innilega samúð með frelsisbaráttu annarra smáþjóða, en jafnframt láta hana verða okkur hvöt til að vinna íslandi gagn og sóma. Geymum í minni hin brennandi eggjunarorð: „Hver mun geyma arfinn okkar, ef við gleymum sjálf?“ Páll Bergþórsson. Grein þessi er send stuðnings- blöðum ríkisstjórnarinnar með beiðni um birtingu. isma að leiðarljósi í baráttu ófreistað að knýja stórþjóðim- ar til að yfirgefa herstöðvar Sósíalistafélag Reykjavíkur Aðalfundur félagsins verður haldinn n.k. mánudagskvöld, 12. nóvember, i Tjarnargötu 20 og hefst kl. 8.30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mal. Þess er vænzt aö félagar mæti vel og stundvíslega. STJÓRNIN.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.