Þjóðviljinn - 09.11.1956, Qupperneq 9
'fr ÍÞRÓTT
RITSTJÓRI:, FRÍMANN HELGASON
Framarar sigurvegarar í 7 af 19 knatf-
spyrnumótum - skoruðu232 mgegn 85
Frá aSalfundi Knatfspyrnufélagsins Fram
Hinn 24. október s.l. var hald-
inn aðalfundur Knattspyrnufé-
lagsins Fram. Formaður félags-
ins, Haraldur Steinþórsson, flutti
skýrslu stjórnarinnar og kom
þar fram, að félagsstarfsemi
hefur verið nokkur á árinu, bœði
skemmtifundir og skákkeppni.
I>á fór fram bridgekeppni milli
knattspyrnufélaganna og lauk
henni með sigri Fram.
Við fráfall Kristins G. Bald-
vinssonar,. sem verið hafði virk-
Ur þátttakandi í yngri flokkum
félagsins, ákvað stjómin að
stofna minningarsjóð, sem bæri
nafn Kristins. Tilgangur sjóðs-
ins er að styrkja efnilega í-
þróttamenn til utanfarar.
Á árinu var ítrekuð umsókn
félagsins um athafnasvæði
Kringlumýri. Ekki hefur þetta
nauðsynjamál Fram ennþá feng-
ið afgreiðslu, þar sem unnið er
að gerð skipulagsuppdráttar af
þessu svæði.
Fram til Þýzkalands
næsta suraar
Á vegum félagsins kom hing-
að í heimsókn úrvalslið knatt-
spyrnumanna frá Vestur-Berlín,
og lék það hér fjóra leiki í júní
s.l. Ákveðið er að meistaraflokk-
Ur Fram fari í heimsókn til
Þýzkalands á næsta sumri. Milli-
göngu í máli þessu hafði Gísli
Sigurbjörnsson.
Þá fór II. flokkur félagsins ,til
Danmerkur í boði Roskilde Bold-
klub af 1906. Háði flokkurinn 5
kappleiki ,og vann fjóra þeirra
' en einum lauk með jafntefli.
Aðalfararstjóri var Jón Þórðar-
.son. Næsta sumar kemur hmgað
flokkur frá RB 1906.
j f handknattleik tóku 5 flokkar
frá Fram þátt í íslandsmeistara-
mótinu innanhúss. Ekki tókst
neinum þeirra að sigra, en þeir
settu 257 mörk á móti 250. f fs-
landsmóti í útihandknattleik
karla varð lið Fram nr. 6 For-
maður handknattleiksnefndar
var Kristinn Jónsson.
Framarar sigruðu í
7 knattspymumótum
Flokkar frá félaginu tóku þátt
í öllum 19 knattspymumótunum,
sem hér fóru fram. Urðu Fram-
arar sigurvegarar í 7 mótum.
Meistaraflokkur sigraði í haust-
mótinu, 1. flokkur sömuleiðis. II.
flokkur vann íslandsmótið
og haustmótið. IV. flokkur A
vann íslandsmótð og IV. flokkur
B sigraði í báðum mótunum í
þeim flokki. Árangur einstakr.a
flokka var sem hér segir:
Alls léku Framarar 85 leiki,
unnu þeir 52 leiki, gerðu 12 jafn-
tefli og töpuðu 21 leik. Settu þeir.
samtals 232 mörk á móti 85.
Þá mun félagið hafa eignazt
flesta bronsdrengi á sumrinu,
en alls luku 37 Framarar þeirri
þraut. Einn Framari, Hallgrím-
ur Sveinsson, lauk einnig silfur-
þrautunum. III. flokkur fór í
ferðalag um Norðurland og lék
þar 4 leiki og IV. flokkur lék
tvo leiki á Akranesi.
Formaður knattspymunefndar
var Sigurður E. Jónsson. Þjálf-
arar voru: Karl Guðmundsson,
Reynir Karlsson, Hallur Jónsson,
Sveinn Ragnarsson.
Á aðalfundinum var II. flpkki
veitt viðurkenning sem bezta
knattspyrnuflokki félagsns.
Stjórn Fram skipa nú: Harald-
ur Steinþórsson, formaður, .Böðv-
ar Péfursson, varaform. Jón Þor-
láksson, foi-m. knattspyrnunefnd-
ar, Kristinn Jónsson form, han-
knattleiksn., Hannes Sigurðsson,
gjaldkeri, Sveinn Ragnarsson,
fjármálaritari. Varastjóm skipa:
Guðni Magnússon, Þorbjörg
Hilbertsdóttir og Jón Friðsteins-
son.
Föstudagnr 9. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILjrNN — (Jf*
Fróðlegir fyrirlestrar á þingi
íþróttablaðamaima í SvíþjóS
Hinn sigursœli 2. flokkur Fram: Fremri röð frá vinstri:
Ragnar Jóhannsson, Birgir Lúðvíksson, Guðjón Jónsson,
Karl Karlsson, Ágúst Oddgeirsson, Eggert Jónsson og
Baldur Scheving. Áftari röð taiið frá vinstri: Sigurður
Jónsson, form. knattspyrnun., Pétur Sigurðsson, Jón
Þorláksson, Grétar Sigurðsson, Rúnar Guðmannsscm,
Björgvin Árnason, Marinó Dalberg, Gunnar Ágústsson,
Skúli Nielsen og Reynir Karlsson, pjálfari. Á myndina
vantar Erling Lúðvíksson. (Ljósm. R. Vignir).
Síðdegis ®g kvöidnámskeið Handíða-
og myndlistarskólans að hefjast
Síödegis- og kvöldnámskeið skólans í bókbandi er x
þann veginn að byrja. Kennari er Helgi Tiyggvason bók-
bindari.
Meistarafl. L. 15 U. 8 J. 2 T. 5 M 35:22
I. flokkur 9 4 2 3 10: 6
II. flokkur 19 15 3 1 81:16
III. fl. A 16 8 1 7 48:20
III. fl. B 7 2 1 4 4:12
IV. fl. A 14 11 2 1 40: 7
IV. fl. B 6 4 2 0 14: 2
Eins og áður njóta stúdentar
og menntaskólanemendur sér-
stakra kjara um skólagjöld við
nám í ýmsum kennslugreinum
skólans, m.a. í bókbandi, teikn-
un, málun og listasögu.
Næstu daga hefst einnig
kennsla í listiðnaðardeild
kvenna í dúkþrykki, útsaumi
ásamt mynzturteiknun og lita-
fræði. Kennari í þessum grein-
um er frú Sigrún Jónsdóttir.
Kennarar í nokkrum öðrum
námsgreinum deildarinnar eru:
Sigurður Sigurðsson listmálari,
sem kennir alm. teiknun;
Sverrir Haraldsson listmálari
kennir myndbyggingu og flat-
arteiknun; Björn Th. Bjöms-
son listfræðingur kennir stíl-
sögu; vefnaðarfræði kennir frú
Margrét Ólafsdóttir. Verkleg
vefnaðarkennsla byrjar upp úr
áramótunum.
Öll kennsla í listiðnaðardeild
kvenna fer fram síðdegis.
Konur, sem óska að taka þátt
í námi þar ættu hið fyrsta að
tilkynna skrifstofu skólans,
Skipholti 1, umsóknir sínar.
Skrifstofan er opin alla daga
kl. 11-12 árd. (sími 82821).
— Kennsla skólans í æfinga-
bekkjum barna í teiknun, mál-
un og föndri er einnig að byrja
þessa daga.
Notkun gúmbjörg-
unarbáta sýnd
Á aðalfundi Landssambands
íslenzkra útvegsmanna í gser var
m. a. sýnd kvikmynd um notk-
un gúmbjörgunarbáta. í gær-
kvöld var svo höfð sýnikennsla
í Sundhöll Reykjavíkur fyrir út-
gerðarmenn og sjómenn.
Eins og áður hefur verið frá
sagt voru flutt .mörg erindi um
ýms mál á ráðstefnu íþrótta-
blaðamanna í Svíþjóð. Verður
aðeins drepið á þau helztu. Um
efni sem kallað var: Orð eða
myndir, fluttu tveir framsögu-
ræður. Annar, sem var talsmað-
ur myndanna, og heitir Harry
Hjöme frá Gautaborg, mælti
mjög með því að láta myndirn-
ar tala sem mest um það sem
frá væri sagt. Hann var nútíma-
maður bæði í orði og eins í út-
liti. Hinn v.ar fulltrúi hins
myndauðuga orðs sem yrði allt-
af það sem gæfi frásögnum líf
og langvarandi gildi, heitir hann
Nycop og er frá Stokkhólmi.
Taldi hann að myndir væru í
mörgum tilfellum misnotaðar og
hefðu ekki þau áhrif sem þeim
væri ætlað. Það kom líka fram
í umræðunum að það færi vax-
andi að fólk léti sér nægja iað
skoða myndirnar °g lesa stærstu
fyrirsagnirnar.. Með tilliti til
þess virtist full ástæða til þess
að auka myndir í blöðum til
þess að atburðirnir kæmust
fljótar og á meir áberandi hátt
í meðvitund fólksins. Á það var
líka bent að blöð sem væru
mestmegnis myndir ættu vax-
andi vinsældum að fagna meðal
fólksins. Fulltrúar hins skrifaða
myndauðuga máls héldu því
fram að þetta væri til skaða
fyrir málið.
Yfirleitt virtist það vera skoð-
un manna, að sameina bæri fag-
urt mál og myndir sem hefðu
sannan frásagnarmátt.
Það var skemmtilegt að hlusta
á þessar kappræður og hve fim-
lega þeir sóttu og vörðu skoðan-
ir sínar.
Er hættulegt að jðka
iþróttir?
Erindi um. þetta efni hélt
læknir að nafni Gösta Karlsson
frá Gautaborg.
Við læknar erum yfirleitt
mjög meðmæltir að fólk hafi
hreyfingu sem kalla mætti hress-
ingaræfingar. Það vegur upp á
móti kyrrsetum og inniveru sem
fer mikið í vöxt með meiri iðn-
tækni landanna.
Hann ræddi líka það, ef menn
vildu iðka keppnisíþróttir, að
menn yrðu að finna hvað væri
hóflegt álag. Það mætti segja
að iðkun þeirra væri ekki haettu-
leg ef skynsamlega væri æft og
menn reyndu ekki óhóflega á
sig óæfðir, en þar væri mikil
hætta fólgin. Eina grein sem
kölluð er íþrótt er þó ekki hægt
að forsvara, það eru hnefaleik-
amir. Þeir eru hættulegir og
skaðlegir þeim sem fá þung
hnefahögg á höfuðið.
Læknirinn sagði ennfremur að
allir iþróttamenn sem æfa vel
og reglulega fengju sterkt og
gott hjarta. íþróttahjarta er það
bezta hjarta sem hægt er að
hafa, það er stærra og afkasta-
meira en lítt þjálfað hjarta.
Harðar keppnir reyna mikið á
hjarta og taugar.
Þessi frumræða kom nokkuð
við taugar ýmissa blaðamann-
anna, og þó aðeins sá hluti henn-
ar sem snerti hnefaleikana.
Norskur blaðamaður, Per Jor-
sett, var mikill talsmaður hnefa-
leikanna og flutti þar vamar-
ræðu og fullyrti að þeir væru
ekkert hættulegri en aðrai' £*,.
þrótir.
Urðu miklar * umræður uni
málið, sérstaklega þetta atriðg
og urðu menn ekki á eitt sáttir.
Knud Lundberg
á knattspyrnuvelli
„Röðun orðanna"
Um þetta efni flutti lektor
Gösta Bergmann frá Stokkhólml
snjallt erindi og dró fram mörg
dæmi um ambögu i málfarl
þeirra sem skrifa um iþróttir í
Svíþjóð. Var brosað að setnitig-
um, sem hann las upp úr blö’ð-
um og þóttu ekki líklegar til
þess að fegra málið. Benti hann
á mörg tilfelli, hvernig betur
færi að skrifa. Var erindi hans
hið bezta og hreyfði við öllum
sem á hlýddu, þótt hann talaði
sérstaklega um málfar á íþróttar
síðum sænskra blaða. Eftir er-
indið fékk hann fjölda fyrií>
spurna um margvísleg efni Pg
leysti vel úr þeim.
Samkvæmt þeim tilvitnunum,
sem hann las upp og við höfum
lesið í norrænum blöðum, þá
virðist sem þeir grípi þar mikiu
meira til enskra orða en við hér
á landi gerum, þegar rætt er
um íþrótlir og þá sérstaklega
að því er varðar knattspyrnu.
Erindi prestsins Gösta Anders-
sons um íþróttir á sunnudögum
var fróðlegt og var því mikiit
gaumur gefinn. Sunnudagar eru
á Norðurlöndum aðalkeppnisaag-
ar. Fyrir þá sem keppa miki5
og eins blaðamenn, verða þeir
því verstu dagar vikunnar og
erfiðustu og er það þó ekki þa<5
versta, það hefur sín áhrif á
heimilislífið og möguleikana á.
því að njóta útiveru ásamt:
fjölskyldunni. Hann lagði miklar
áherzlu á að unnið væri gegm.
íþróttakeppnum á sunnudögusm
Hann bjóst ekki við því að þaö
yrði meiri aðsókn að kirkjum„
en hann áleit að það gæti veriÆ
á við guðsþjónustu að vera með>
fjölskyldu sinni í ró og næðii
einn dag í fögru umhverfi ái
björtum sumardegi eða á skiðunn
í góðu færi.
Það kom fram að verið værg
að reyna að koma því fram aðS
vinna 5 daga vikunnar og þá>.
mætti taka laugardagana fyrir
íþróttakeppni eins og gert er ti
Englandi. Vegna fjarlægða verð->-
ur von að koma þessu við, eoi
fyrir þessu er mikill áhugi.
Hinn danski knattspymusniIU-
ingur, Knud Lundberg, flutta
Framhald á 11. siðu*