Þjóðviljinn - 09.11.1956, Side 11

Þjóðviljinn - 09.11.1956, Side 11
----‘Föstudagur 9. névember 1956 — ÞJÓÐVIUINN —- (UJ 35. dagur ykkur kaldan bjór meðan þið' biðuð eftir eggjunum .... og þú mundir segja henni frá ferðalaginu meðan þið drykkjuð bjórinn. Og svo, rétt áður en þið færuð að hátta, tækir þá upp bakkann og gerðir hana steinhissa. Þannig átti að fara aö að því .... en hvers yegna ertu annars með þessi látalæti, Leonard Wilby? Hvers vegna kannastu ekki við það með sjálfum þér, að það getur aldrei oröið þannig? Klukkan veröur orðin hálf þrjú, engin hætta á öðru .... kannski miklu meira en það, ef vindurinn verður ekki hagstæður fljótlega. Susie verður ef til vill á flug- vellinum, þaö fer eftir því, hvort nokkuð sérstakt er um aö vera. Ef hún verður þar, má eiga það víst, að hún verður drukkin, því það er hún alltaf meira eða minna, og hreinasta kraftaverk, að hún skuli hafast úr bólinu á morgnana. Þegar þú kemur, verður hún búin í sitt bezta skart, með þykkan andlitsfarða og bleik- rauðan varalit. Hún kvartar yfir því að hafa þurft að bíða, eins og þú getir haft taumhald á vindinum .... En kannski bíður þín aðeins þvælt pappírsblað, eins og síöast þegar þú varst á eftir áætlun: ,,Velkominn heim. Fyrirgefðu, en ég varð svo syfjuð og gat ekki beöið, svo þú verðúr að fá þér leigubíl. Hafðu ekki hátt þegar þú kemur inn. Ástarkveðjur. Susie“. En svona mátti hann ekki hugsa .... ekki um Susie. Þad var sama, hvað hún gerði það hlaut allt að vera rétt .. v. það varð allt aö vera rétt .... því að hann elskaði hana. Og ástin var það stórkostlegasta af öllu í þessum heimi. Þegár Leonárd sneri sér frá glugganum, varð hann undrandi að sjá Sullivan liggja 1 neðri kojunni. Hann hafði, krosslagt handleggina á brjóstinu, og líkami hans var í algerri hvíldarstellingu, enda þótt augu hans væru opin. Leonard. var að velta því fvrir sér, hve lengi hann hefði horft á hann. „Halló, flugstjóri. Viltu kaffisopa?“ „Nei, takk. Hvernig gengur?" „Við erum fjórtán mínútum á eftir samkvæmt ,síð- ustu mælingu11. „Svo?“ „Við ættum samt að geta haldið áætlun, ef veður- spáin reynist rétt. Mér sýnist vindstaðan vera að breyt- ast“. „Ágætt. Og benzínið?“ Leonard rifjaöi upp í huganum línuritið, sem hann hafði téiknað'á kortið ásamt staðarákvörðuninni. Það var leiðarlínan, sem gýndi Ælognar mílur samanborið við benzíneyöslu. Ef línan, sem táknaði eyðsluna, fór niðúr fyrir vjsst strik, var hætta á ferðum. Og ef þessi eyðslu- lína tók upp á því að halda sig lengi neöan við strikið, var nauðugur einn kostur aö snúa við VI Honululu. Það kom þó sjaldan fyrir. „Þaö er allt í lagi ennþá“. Leonard gekk þvert yfir klefanh og settist á kojubrúnina. Hann lauk við kaffið úr boll'anum og naut þessarar hvíldárstundar með mannirium, sem hann dáði svo mjög. Helzt hefði hann viljað tgla við Sullivan um eitthvað annað en flug. kannskí um konuna hans, eða Susie, því það var alltaf ánægjulegt að ræða slík mál blátt áfram við sámverka- mann sinn — en hann gat ekki komiö séi' að því að byrja. Eins og svo margir flugstjórar: var Sullivam dá- lítið út af fyrir sig, og Leonard vissi ekki, hvort hann átti börn eða ánægjulegt heimili. „Það er skemmtilegt að hafa maíin- éins og Ejan Hoirian um borð“, sagði hann. „Mér firinst ég þá ekki vera afi ykkar allra“. „Já,. háriri íéttir mér starfiö. Ég get légið hérria og látið fara vel um mig“. „Mér finnst fjandi hart að sjá mann eins og Dan fljúga sem aðstoðarflugstjóra. Lenti hann í einhverju klahdri?^ „Nei,/f?að held ég ekki. Hann er bara einn af þessum máungiini/ senr geta ekki um annað hyt,gsftðv en flugvélar. Það er eiris ogisjúkdómur .... ólæknandi, sjúkdómur11. . „Hefur 'þú' ekki fengiö hann?“ . . . , .' . „Nei, það veit hamingjan. Eftir fimm ár verð ég fertugur. Eftir fimm ár lít ég ekki einu sinni upp, þó að vélarnar fljúgi beint yfir höfðinu á mér“. „Hvað hefurðu þá hugsað þér, flugstjóri .... ef mér leyfist að spyrja?“ „Ég á tvö bílastæði, sem nú eru farin að gefa af sér dálítinn hagnað. Ég er á hnotskóg eftir bílaverkstæði og kannski heppnast mér að krækja í gott og öruggt bifreiðaumboð. Ef það tekst, læt ég flugið sigla sinn sjó“. Leonard brosti, þegar hann hugsaði um, hve oft hann hafði heyrt þetta. sama heit. Það virtist ekki skipta miklu máli, hversu gamall flugmaður var — ef hann hafði starfað sem flugstjóri í nokkur ár, vildi hann hætta að fljúga. Og ástæðurnar voru fjölmargar — fasteignir, búgaröur, silfurnámur, leiksýningar — og það líktist hvað öðru að því leyti, að það voru allt einkafyrirtæki og áttu þar að auki ekkert skylt við flug. Og þessar fyrirætlanir áttu fleira sameiginlegt, fannst Leonard. Þær heppnuðust sára sjaldan. Ef eitt- hvað var að marka skýrslurnar, þá voru atvinnuflug- menn alveg í sérflokki; þó að þeir væru snillingar í að fást viö duttlunga háloftanna, voru þeir oft hreinustu blábjánar á jörðu niðri. Það var alltaf sneyptur flug- maður, sem sneri aftur heim til hjarðar sinnar. Leonard fleygði pappírsbollanum þvert yfir klefann og hitti beint 1 bréfakörfuna, sér til mikillar ánægju. Hann stóð upp og klappaöi á magann á sér meö meiri vel- þóknun en honum fannst samlokan með svínafleskinu eiga skilið. Svo teygði hann handlegginn upp úndir loftið til að reyna að ná gigtarstingnum úr bakinu. „Einhvern tíma“, sagði hann og leit á Sullivan, „ein- hvern tíma finna þeir upp stól handa siglingafræðing- um, sem þeir geta setið í án þess að eiga á hættu að veröa krypplingar“. „Ertu að fara fram á, Lennie?“ „Getur -hugsazt". Leonard sá, að Sullivan hafði snúið sér til, svo að hann lá á annarri hliðinni. Hann hnyklaði brúnir. „Spurðu Hobie, hvort hann geti samstillt skrúfurnar betur. Ég veit ekki, hvprt það er í hreyfil nr. eitt eða þrjú, en ein þeirra gengur ójafnt, og það fer 1 taugarn- ar á mér“. „Sjálfsagt, flugstjóri‘‘. Leonard stakk höndunum í vasana og gekk í hægð- um sínum fram á flugþiljur. Hann tók sér stööu á milli þeirra Hobies og Dans. „Flugstjórinn spyr, hver fjandinn sé að ykkur, strák- ar .... getið þið ekki samstillt skrúfurnar betur?“ Hobie var hálf móðgaður á aö sjá, þegar hann sneri sér við í sætinu. „Þær eru samstilltar. Líttu bara á mæl- ana“. „Mér er sama um mælana .... ein skrúfan hrekkur úr fasa öðru hvoru. Ég fann það sjálfur, þegar ég var aftur á“. Ef gengið hefði verið á Leonard, heföi hann verið vís til að segja, að hann hefði ekki fundið neitt, en þessi fullyrðing hans hafði tilætluð áhrif á Hobie og meira segja á Dan líka. Þeiiusneru sér báðir í sætun- um til aö athuga hi'eyflana, hvor sínum megin, og loks rannsökuðu þeir vandlega snúningsmælana og ski'úfu- stjórnina-. fþróttir i % Framhald af 9. síðu. þarna langt erindi um hina sál- fræðilegu ástæðu fyrir því, að menn vildu keppa og berjast í leik. Var þetta fróðlegt erindi og vísindalegt. Hann áleit að að löngunin til þess að keppa og berjast við mótherja, væri þör£ mannsins fyrir baráttu sem leit- aði út i einhverri mynd. Það yrði ekki annað sagt en að í- þróttaleikir væri heppileg út- rás og með iðkun þeirra mætti móta manninn og baráttu hans. Hann hélt því fram, að í- þróttamenn væru ekki tauga- sterkari en aðrir, en það hefði margoft verið rannsakað í sanr- bandi við prófraunir, að það hefði sýnt sig að þeir hefðu meira úthald og meira vald á líkama sínum. Urðu miklar umræður um er- indið, og margar fyrirspurnir lagðar fyiir Lundberg. Ýms íleiri erindi voru flutt þarna, en þau voru meira bundin við hin Norðurlöndin. Þess má geta að það er við- tekin regla að leikinn er knatt- spyrnuleikur í sambandi við mót þessi, og' leikur þá það land sem sér um móttökur gegn hinum og' þarna var það Svíþjóð gegn „Rest of the North“. I hinu sameinaða liði voru 6 Danir, 3 Norðmenn, 1 Finni og 1 íslendingur (Frímann Helgason). „Rest of the North“ vann með 5:3. Ráðgert er að næsta ráðstefna íþróttablaðamanna Norðurlanda verði í Finnlandí á næsta ári. LIGGUB LEISIN ÚfbreiSiS ÞjóSviljann Slys eru nú hin algengasta dánarorsök barna Eitt af hlutverkum heilbrigð- isstofnunar Sameinuðu þjóð- anna á árinu sem er gð líða er að rannsaka hvernig forða megi börnum frá slysum. Það sést á skýrslu stofnun- Rrinnar, sem er úrdráttur úr skýrslum ýmissa landa innan SÞ, að slys eru nú orðin al- gengasta dánarorsök barna, þar í löndum, sem barnadauði af völdum sjúkdóma hefur minnic- að, svo sem er í flestum lönd- um í Vestur-Evrópu, og á þetta við um alla aldursflokka upp að tvítugu. Annarsstaðar í heiminum eru slys ekki jafn algeng meðal barna, það er eins og þeim fjölgi í jöfnu hlutfalli við bætt lífskjör og batnandt heilsufar Með hliðsjón af þessu ætlar nefnd sú sem stofnunin hefur kvatt til að finna ráð við þessu böli, að koma saman til skrafs og ráðagerða og semja ályktan- ir sem lagðar verða fram fyrir heilbrigðismálastpfnunina. Eiturefní eru oft sett þar sem börnum tekst að ná í ]sau. Mynd þessi er úr hinu stenska riti Rauða krossins. « * ÚTBREIÐIÐ i * * Þ.TÓDVILJANN PIOÐWB&rllNVI Utgefandl: Samelningarflokkur alþýSu — Sóslalistaflokkurlnn. — Rltstjórar: Magnús KJartanssoSi (áb.J. Sigurfíur auðmundsson. — Préttarltstjóri: Jón BJarnason. — BlaSamenn: Ásmundur 'Siéur- jónsson. Bjarnl. Bénediktsson, Guðmundur Vlgfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólaísson - óuglýslngastjóri: Jónstelnn Haraldsson. — Rttstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, orentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Slmi 7500 <1 linur). - Askrlftarverð kr. 25 á mánuði í Reykjavik og uágrenni; kr. 22 aunarsstaðar. — Lausasöluverð kr 1. — Prentsmiðj# f>)óðviljans h.t.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.