Þjóðviljinn - 26.11.1956, Side 3

Þjóðviljinn - 26.11.1956, Side 3
Þriðjudagur 27. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 tUnróma samþyhht Alþífðu samhan dsþin gs: Fiskaflinn veröi unninn innanlands Kemur ei til mála oð kaupa ótryggan Isfisks- markaS fyrir tilslökun I landhelgismálinu Alþýðusambandsþingiö samþykkti einróma. í fyrra- dag eftirí'arandi: „Tuttugasta og fimmta þing Alþýðusambands íslands skor- ar á Alþingi og rikisstjórn að miða stefnu sína og fram- kvæmdir í afurðasölumálun- um við það meginsjónarmið að fiskaflimi verði sem allra- mest unninn hér innanlands, þar eð slíkar ráðstafanir eru grundvöllurinn undir atvinnu- öryggi og góðri afkomu verka- lýðsins, en munu jafnframt bæta hag og rekstur sjávarút- vegs og fiskvinnslustöðva og tryggja þjóðinni vaxandi gjaldeyristekjur. f samræmi við þetta leggur þingið á- herzlu á að dregið verði sem mest úr útflutningi á óunnum fiski á erlendan markað. ekki Árshátíð Stúd- entafélags Reykjavíkur Á föstudaginn heldur Stúd- entafélag Reykjavíkur árshátíð sína. Er það jafnframt 85 ára afmælisfagnaður félagsins. Hátíðin verður haldin í Sjálf- stæðishúsinu og hefst með borð- haldi kl. 18.30. Hinn nýkjörni formaður félagsins, Sturla Frið- riksson, erfðafræðingur, flytur setningarræðuna, en aðalræðu kvöldsins flytur Pétur Benedikts- son, bankastjóri. Þá munu þeir Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson skemmta með glunta- söng, og Karl Guðmundsson flyt- ur gamanþátt. Að kvöldi 1. des. sér félagið um útvarpsdagskrá. Vérður þar útvarpað frá hófinu kvöldið áð- ur. Þá mun Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, halda ræðu og fjór- ir fyrrverandi formenn félags- ins munu rifja upp endurminn- ingar frá sinni stjórnartíð. Verða það þeir Ari Arnalds, fyrrv. bæjarfógeti, próf. Alexander Jó- hannesson, Vilhjálmur Þ. Gísla- son, útvarpsstjóri og Páll Ásg. Tryggvason, lögfræðingur. sízt þar sem fiskvinnslustöðv- ar víðsvegar lun land skortir tilfinnanlega hráefni og á þeim stöðuin rikir þess vegna atvinnuleysi. Þingið telur ekki koma tlí mála að kaupá ó- trygga markaði fyrir óunniiui fisk við, því verði að slakað sé á fyllstu kröfum í land- helgis- og friðunarmálum ís- leiidinga. Sambandsþingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að standa fast á sögulegum rétti íslands i landhelgismálinu og telur yfirlýsingar þær, sem gefnar voru i París í þessum mánuði. varðandi fiskveiði- takmörkin við Islandsstrendur og a'thafnir erlendra fiski- skipa i landhelgi vera mjög varhugaverðar þar eð reglur uin friðun veiðisvæða innan endimarka landgrunnsins og athafnir skipa i landhelgi eru lögum samkvæmt algert inn- anríkismál vort. Þá skorar sambandsþingið á ríkisstjórn og Alþingi að afnema tafarlaust forréttindi og einokunaraðstöðu einstakra auðhringa til afurðasölu, en veita leyfi til útflutnings þeim aðilum sem bjóða hagkvæm- asta sölusamninga. Sambandsþingið felur mið- stjórn A.S.Í. að fylgja þessuni málum fast eftir við Alþingi og ríkisstjórn“. Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufj. gefur spítalanum 25 nýtízku sjúkrarúm Siglufirði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. S.l. laugardag boð'aði stjórn Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar fréttamenn á fund sinn í sjúkrahúsinu. Þar skýröi stjórnin frá því, að félagiö heföi afhent sjúkra- húsinu aö gjöf 25 sjúkrarúm af nýjustu gerð. Kaupverð rúmanna er um 56 þús. krónur. Var þegar búið að taka rúm- in í notkun og virtust þau hin Stofnaður sjóður til minning- ar um Pólma Hannesson Að sjóðsstofnuninni stgnda kennarar og eldri og yngri nemendur Menntaskólans í Reykjavík Samkennarar Pálma heitins Hannessonar og Nemenda- samband Menntaskólans hafa ákveðið aö stofna sjóö til minningar um hinn látna rektor. Sjóður þessi verður í vörzlu Menntaskólans og er ætlunin að verja honum til þess að styrkja og efla hugðarmál hins látna rektors. Settur rektor Menntaskólans, Kristinn ÁiTnannsson, náttúru- fræðikennari skólans, fulltr. Nem- endasambandsins og fulltrúi ætt- ingja munu bráðlega setja minn- ingarsjóðnum stofnskrá, sem leit- að verður staðfestingar á. Aðaltekjustofn sjóðsinns verða minningargjafir kennara og eldri og yngri nemenda Menntaskól- ans í Reykjavík og velunnara Pálma heitins Hannessonar. Prentuð hafa verið minningar- spjöld, sem verða til sölu í Bóka- verzlun Menningarsjóðs, Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar, Bókaverzlun ísafoldar, Bókabúð Braga Brynjólfssonar, skrifstofu Menningarsjóðs og skrifstofu Há- skólans. Sala minningarspjald- anna hefst á morgun. Fregnir um hernámssamninga Framhald af 1. síðu. lag um það“ sagði forsætisráð- herra „að birta ekkert uni mál- ið fyrr en fulltrúarnir væru komnir vestur og skeytaskipti liefðu farið frarn á milli íslenzku og bandarísku stjórnanna. En menn munu s.iá það þegar til- kynningin kemur að þessar frétt- ir eru í algeru ósamræmi við það sem raunverulega hefur gerzt“. Tvær tilkynningar Norska fréttastofan NTB birti í gær eftirfarandi eftir frétta- ritara Reuters í Washington: „Bandaríska neytið tilkjmnti utanríkisráðu- á mánudag að "\ Efþér ferðist til útlanda þá munið að Ferðaskrifstofa ríkisins útvegar hótel erlendis og veitir hvers konar upplýsingar varðandi ferðalög endurgjalds- laust og skipuleggur ferðalög yðar erlendis. Selur farseðla með flugvélum, skipum og járrt- brautum. Örugg fyrirgreiðsla, engin aukagjöld. FERÐASKBirSTOrfl BÍKISIKS Bandaríkin og ísland hefðu gert bráðabirgðasamning („tentativ aftale“) um bandaríska herliðið sem setu hefur á hinum hernað- arlega mikilvæga Keflavíkurflug- velli. Fulltrúinn vildi ekki skýra frá neinum einstökum atriðum“. Þjóðviljanum barst seint í gær- kvöld eftirfarandi tilkynning frá utanríkisráðuneytinu: „Undanfarið liafa farið fram í Reykjavík viðræður af hálfu ríkisstjórna íslands og Banda- ríkjanna um endurskoðun varn- arsamningsins frá 1951. Komust þær að sainkomulagi og liélt sanininganefnd Bandarikjanna vestur um haf síðast liðið Iaug- ardagskvöld. Er samkomulagið nú til at- hugunar hjá ríkisstjórn Banda- ríkjanna. Strax og endanlega hefur verið gengið frá samkomu- laginu verður tilkynnt um það í báðum löndunum“. Þjóðviljinn ræddi við Guð- mund í. Guðmundsson, utanrík- isráðherra, í gærkvöld, en hann vildi engu bæta við tilkynningu ráðuneytisins á þessu stigi máls- ins, og ítrekaði að innan skamms mætti vænta tilkynningar um það samkomulag sem gert hefur verið. Kvöldvaka Útsýnar Ferðafélagið Útsýn heldur kvöldvöku í kvöld kl. 9 í Sjálf- stæðishúsinu. Þar verður ýmis- legt til skemmtunar. Björn Svein- bjömsson settur bæjarfógeti í Hafnarfirði segir ferðasöguþátt. Sýndar verða litskuggamyndir teknar í ferðum félagsins af fögrum stöðum í Bretlandi, Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Sviss, Austurríki, Þýzkalandi og Danmörku. Síðan verður gaman- þáttur, myndagetraun og loks dansað til kl. 1. — Aðgangur er öllum heimill. þægilegustu. Einnig skýrði stjórnin frá því, að félagið hefði fest kaup á fimm útvarpsvið- tækjum, sem afhent yrðu sjúkra- húsinu mjög bráðlega. væri ver- ið að koma upp loftnetum fyrir tækin. Kvenfélag Sjúkrahúss Siglu- fjarðar er réttra þriggja ára, stofnað 22. nóv. 1953, og vann tfrú Bjarnveig Guðlaugsdóttir mest að stofnun þess og var for- maður þess fyrstu árin. Núver- andi stjóm félagsins skipa frú Hildur Svavarsdóttir formaður, frú Kristín Þorsteinsdóttir gjald- keri og Ragnheiður Sæmundsson ritari. Félagið hefur aðallega afl- að fjár með basarhöldum, hluta- veltum og heillaskeytasölu. Það á nú i sjóði um 50 þús. krónur. Ragnar Jóhannesson bæjarfull- trúi þakkaði fyrir hönd bæjar- stjórnar félaginu fyrir gjöf þess og störf í þágu heilbrigðismála í bænum. Settur bæjarstjóri, Þ. Ragnar Jónasson, sem einnig er gjaldkeri og umsjónarmaður sjúkrahússins, þakkaði félaginu höfðinglegar gjafir. Fór hann nokkrum orðum um starfsemi sjúkrahússins, hin erfiðu starf- skilyrði sem þar væru vegna þrengsla og plássleysis fyrir ýmsa nauðsynlega starfsemi og þjónustu. Taldi hann brýna þörf á því, að sem fyrst yrði hafizt handa um byggingu nýs sjúkra- húsá hér í bænum. Sósíalistar í Reykjavík vinsamlega komlð í skrif- stofu Sósíalistafélagsins i Tjarnargötu 20 og greiðið féiagsgjöld ykkar. Hvers er sökin? Á hverju hausti lilaðast að barnafólki erfiðleikar og ann- ir vegna ungu kynslóðarinn- ar, sem sækir skólana. Maður, sem þurfti nýlegr að búa dreng til náms í gagn- fræðaskóla hér í bænum, komst í kynni við enn eina hlið erfiðleika, sem samfara er námsdvöl í skóla, erfiðleika sem ég hélt sannast að segja að væru ekki til staðar hér. Drenginn vantaði kennslubók í ensku eftir Boga Ólafsson en sú bók er nú ófáanleg. Bókaverzlun Eymundsson í Austurstræti er sögð hafa einkasölu á bókum þessum en líklegt er að einhver und- irmanna menntamálaráðherra eigi að sjá um að bókin sé til handa þeim sem náms síns vegna verða að nota hana. Afgreiðslumenn í nefndri bókaverzlun létu í það skína að bókarinnar væri ekki að vænta á næstunni. Hér er um vanrækslu ein- hvers í menntamálaráðuneyt- inu að ræða eða svo skilst mér. Ef svo er ekki: Hvers er þá sökin?. ó. Þ. Warwick Braithwaite e Tónleikar Sinfón íuhljómsveitar- innar í Sinfóníuhljómsveit íslands efn- ir til tónleika í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 9. Á efnisskránni eru þessi verk: Forleikurinn Knnival í París eftir Berlioz, Ballettsvíta eftir Glurk, marz eftir Elgar og loks sinfónía nr. 2 eftir Sibelius. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Warwick Braithwaite og eru þetta síðustu tónleikarnir, sem hann stjómar hér; hann fer ut- an nú í vikunni. Warwick : tiórn- aði flutningi óperunnar Ii Trov- atore sjö sinnum, í síðasta skipt- ið í fyrradag. Var óperrn þá flutt í Austurbæjarbiói fyrir troðfullu húsi skólanemenda.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.