Þjóðviljinn - 26.11.1956, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 27. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — CÍ
&
$T~\
RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON
Frá þlngi Knattspyrnusambands íslanðs:
Landslelklr víð Norðmenn og Daní að
vori og e.t.v. Englendinga næsta haust
Keppt við Ira í Reykjavík 1958 —
leikimir við Belgi og Frakka fara
Arsþing Kna'ttspyrnusambands
íslands fór fram hér í Reykjavík
um helgina. Voru fulltrúar marg-
ir og komnir víða að eða frá
10 aðilum: Héraðssambandi
Strandamanna, íþróttabandalagi
Suðumesja, Knattspyrnuráði
Akraness, Ungmennasambandi
Kjalamesþings, íþróttabandalagi
Hafnarfjarðar, íþróttabandalagi
Keflavíkur, íþróttabandalagi Ak-
ureyrar, íþróttabandalagi ísa-
fjarðar, Knattspymuráði Reykja-
víkur og íþróttabandalagi Vest-
mannaeyja.
Formaður sambandsins setti
þingið og bauð fulltrúa og gesti
velkomna, þeirra á meðal for-
seta ÍSÍ Ben. G. Wáge, seni
ávarpaði fundarmenn og þakk-
aði gott samstarf. Hann lýsti
einnig ánægju sinqi yfir þeim
framförum sem hafa orðið í
knattspyrnunni undanfarið.
Síðan flutti formaður sam-
bandsins skýrslu stjórnarinnar
sem .var löng og allýtarleg. Var
þar getið landsmóta, erlendra
heimsókna og utanfara og
Jnargs fleira í því sambandi.
Randsleikir
sem eru framundan
í skýrslu sinni gat Björgvin
þess að samið hefði verið um
að á næsta sumri fari fram
landsleikir hér heima við Norð-
menn og Dani í tilefni af lo
ára afmæli KSÍ. Því má bæta
her víð að almennt mun það von
knattspymumanna að hægt verði
að iáta þá leiki fara fram á
nýja leikvanginum í Laugardal.
Þá gat Björgvin þess að samið
hafi verið við Englendinga um
að landsieikur fari fram næsta
haust eða 1958 ef það hentar
Okkur betur. Er með því verið
að endurgjalda heimsókn Breta
híngað á s.l. sumri.
Einnig hefur verið samið við
fra um að koma hingað 1958
og þreyta hér landsleik. Finn-
um hefur verið boðið hingað
1959, en það er í athugun hjá
þeim eins og er.
Eins og áður hefur verið frá
sagt á íslenzka landsliðið að
keppa við Frakka og Belga í
heimsmeistarakeppninni, þ. e.
undankeppni undir úrslitin sem
fara fram í Svíþjóð 1958. Er
þetta tvöföld umferð, þannig að
keppt er bæði heima og heiman.
Samningar hafa staðið um leik-
iná en samkomulag hefur ekki
náðst um ákveðna daga og ber
allmikið á milli, þar sem leik-
tímabil Frakka og Belga er á
öðrum tímum en okkar. Kvaðst
formaðurinn ekki enn geta sagt
neitt um hver yrði lausn þessa
máls.
Þá gat formaður þess að kom-
ið hefði bréf frá Þýzkalandi
þar sem óskað er eftir að kom-
ast í landsleikjasamband við
ísland, en þar sem þetta mál
er alveg nýtt væri ekki gott að
fullyrða um framvindu þess, en
því bæri að fagna að þetta tilboð
væri fram komið.
141 drengur tekur bronsmerkið
og 6 silfur
Samkvæmt, skýrslu unglinga-
nefndar KSÍ hafði 141 dreng-
ur tekið bronsmerki sambands-
ins 1. okt. s.l. Skiptast þeir þann-
ig niður á þessi félög^Fram 34,
KR 31, Válur 24, Þróttur 17,
Víkingur 9, Kári Akranesi 9,
Óráðið hvenær
fram
Þór Akureyri 7, Knattspyrnufé-
lag Akrangss 4, KA Akureyri 3
og Breiðablik Kópavogi 3. Eru
það samtals 10 félög sem hafa
eignazt bronsdrengi og er það
of lítið miðað við þann fjölda
félaga sem iðkar knattspyrnu.
Sex drengir hafa náð silfur-
merkinu: 4 úr KR, 1 úr Fram og
1 úr Kára á Akranesi.
Urðu miklar umræður um
skýrsluna og skýrslur nefnda,
sem sambandsstjórn hefur sér
til aðstoðar, og ekki sízt reikn-
inga.
Mörg mál voru borin fram
til umræðu og ályktunar og verð-
Framhald á 4. síðu.
J. Owens setti „óopinberf OL-met
Til leikanna i Melbourne hafa
komið margir af hinum gömlu
og góðu „stjörnum“ sem áður
hafa komið til OL og þá sem
keppendur. Frá því segir að
einn þessara hafi verið Jesse
Owens og að hann hafi að
þessu sinni sett „óopinbert“ OL-
met, en ekki í langstökki eða
hlaupum að þessu sinni.
f sögu OL er nafn Owens
Jesse Owcns
alveg sérstætt eftir að hann
vann fjögur gullverðlaun 1936.
Fékk hann mikið lof fyrir af-
rek sín, en lof það sem hann
fékk fyrir ræðu sem hann hélt
á blaðamannafundi í Melbourne
mun þó hafa verið meira og ætl-
aði fagnaðarlátunum aldrei að
linna.
Blaðamannafundur þessi var
haldinn með öllum fremstu í-
þróttablaðamönnum heims er þar
voru staddir.
Ræða hans var bæði hrífandi
og glettin. Hann talaði m. a. um
leikina í Berlín og sagði: „Eg
fór ekki til Berlínar til þess að
taka í höndina á Hitler, ég
fór þangað til þess að hlaupa
og ég hljóp og það var dásam-
legur tími. Það væri leitt ef
það hefur ekki verið eins með
Hitler. Eg þakka ólympíuleikun-
um að ég er hér í dg,g, en hvar
Ilitler er veit ég ekki.“
Owens sem enn hefur heims-
metið í langstökki og á 100 m
metið með öðrum, sagði að hann
áliti að öll met væri hægt að
bæta. „Fyrir mig er það alveg
sama hvaða land á þann í-
þróttamann sem metið á, sem
er slegið, það þýðir framgang
fyrir íþróttina.“
Owens er í Melbourne sem
sérstakur fulltrúi Eisenhowers
forseta.
Hann sagði líka sögu sem var
áhrifarík. Sá fyrsti sem óskaði
honum til hamingju eftir met
hans í langstökki í Berlín var
aðalkeppinautur hans, Þjóðverj-
inn Lutz Long, Hann og Long
urðu upp frá þessu góðir vinir
og skrifuðust á, en 1939 slitn
aði sambandið.
„Eg var í Hamborg 1949, og
þá kom eitt sinn kona og dreng-
ur í heimsókn til mín þar sem
ég bjó. Eg sá strax að drengur-
inn var sonur vinar míns. En
drenginn hafði faðir hans aldrei
fengið að sjá. Lutz féll í sókn
Rommels í Afríku. í dag heldur
vinasambandið áfram frá hin-
um ólympísku leikjum, með því
að ég skrifast á við þennan unga
dreng.“
YihpSmir Efnarsson
keppir í dag
Á olympíúfeikjunum í Melbourne
er nú lokið keppni í lyftingum og
róðri og í dag lýkur keppni í nútíma
fimmtarþraut. Auk þeirra íþrótta-
greina sem áður hefur verið getið
hér, er keppni hafin í siglingum og
í dag hefst glímukeppnin.
1 frjálsum iþróttum verður í dag
keppt til vtrslita í 200 metra hlaupi,
þrístökki, kringlukasti og langstökki
kvenna. Þá fara einnig fram undanrásir 80 metra
grindahlaups kvenna og 110 m grindahlaups karla,
svo og undankeppni í 3000 metra hindrunarhlaupi.
Vilhjálmur Einarsson er nieðal keppenda í þrístökk-
inu. Hilmar Þorbjörnsson komst hinsvcgar ekki í und-
anúrslit 200 m hlaupsins og keppir því ekki í dag.
Bréf til Önnu
Framhald af 6. síðu.
ásamt frægum rithöfundi og
frú hans að finna frægan pró-
fessor og frú hans, ,og var ekki
talað um annað ,en háandlega
hluti um kvöldið, og sagðar
sögur af ‘ andlegum verum í
andlegu ásigkomulagi, og af
frásagnameisturunum þótti mér
prófessorsfrúin skara fram úr.
Og sem við sitjum þarna, og
áttum ekki von á að máttarvöld
alheimsins gæfu- okkur neinn
sérstakan gaum, né vildu sýna
okkur sérstaka virðingu, ger-
ist það að lengst utan úr gráum
órageimi vindur sér einn fljúg-
andi diskur niður yfir borgina,
nánar tiltekið húsið, sem .við
sátum í, svo sem til að heilsa
okkur, og fór með 3000 km
hraða á klukkustund, og í háa-
lofti, en tók feiknlega dýfu
þráðbeint niður á við, og sáu
hann allar ratsjár borgarinnar,
og var þegar sendur af stað
allur þrýstiioftsflugvélaflotinn,
að elta þennan undarlega gest
og handsama hann ef þess yrði
auðið, en þá er flugvélarnar
komu á vettvang, var diskurinn
allur á bak og burt, og hafði
stigið upp á við jafnhratt og
hann dýfði sér. Það voru mikl-
ar bollaleggingar um það í
blöðunum næstu daga hvað
þetta mundi hafa verið og urðu
engir tveir menn ásáttir og gáf-
ust síðan allir upp við að skýra
þessa furðu.
Ekki vissum við gestirnir
neitt um þetta, þar sem við sát-
um í slíku afbragðsyfirlæti, og
efasamt að húsráðendurnir hafi
vitað það. En þá er við kvödd-
um og komum út á tröppurnar,
horfði við okkur jarðstjarnan
Mars glórauð eins og auglýsing
og mátti nærri greina kringl-
una, því hann var í slíkri jarð-
nánd,- sem ekki hefur verið
síðan árið 1877. Þá voru á hon-
um margir skurðir, en nú geis-
uðu þar sandstormar voðalegir.
Ekki allskammt frá honum á
Iofti þetta kvöld skein Júpíter
logabjartur, og er hús þetta
hús mikilla örlaga, þó að það
láti ekki meira yfir sér en
önnur hús.
En þá er ég gekk heím til
mín úr sporvagninum um nótt-
ina og klukkan var að ganga
eitt, en rithöfundurinn og kona
hans fylgdu mér framhjá hús-
um fátæklinganna, svo að ekk-
ert kæmi fyrir mig, voru flug-
vélarnar enn á sveimi að leita
að hinum fljúgandi diski, en
mér þótti sem Mars horfði til
jarðarinnar vonaraugum og
hryggðar, því hann er fátæk
pláneta og einmanaleg í geimn-
um.
Ödýr
telpuiiærföt
TOLEDO
Fischersund.
TIL
LI6GUB LEIÐIN
ÞJÓÐVILJANN
vantar unglinga eða roskið fólk til blaðburðar í eftii-
töldum hverfum:
Skjólin
Hliðarvegur
ÞJÖÐVIUINN, Skólavörðustíg 19
Sími 7500
»Knuva**ajt: