Þjóðviljinn - 03.01.1957, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 03.01.1957, Qupperneq 6
— ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. janúar 1957 IMÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíálistaflokkurinn —____________________________J Hvai iMi Sjáifsiæðisflokkunnn jt|&ð hefur ekki farið fram * hjá forkólfum Sjálfstæðis- flokksins að þjóðinni hefur þótt sú frammistaða þeirra aum og ábyrgðarlaus að hafa ekkert ákveðið eða jákvætt til efnahagsmálanna að leggja. Það hefur vakið athygli um allt land meðal almennings og þá ekki sízt allra þeirra er starfa að útflutningsfram- leiðslunni að Sjálfstæðisflokk- urinn lét sér nægja að hefja hrópyrði og halda uppi nei- kfæðu nuddi gegn þeim til- lögum ríkisstjórnarinnar til lausnar á erfiðleikum sjávar- útvegsins og fiskiðnaðarins sem samkomulag náðist um við vinnustéttirnar. Allur þingflokkur Sjálfstæðismanna greiddi atkvæði gegn ráðstöf- nnum ríkisstjórnarinnar en hann snáraði sér alveg að sýna fráman í sín eigin ,,úr- ræði“. Afstaða hans var nán- ast sú að ekkert skyldi að- hafzt og engu um það skeytt þótt s jávarúvegur landsmanna stöðvaðist og öll útflutnings- framleiðsla þjóðarinnar legð- ist niður. Tl/f önnum kann að virðast þessi afstaða Sjálfstæðis- flokksins því kynlegri sem það er vitað að blöð' hans og má’svarar hafa lagt á það mikla áherzlu að ráðstafanir núverandi ríkisstjórnar fælu ekki í sér neina nýjung held- ur væru þær gömlu íhalds- úrræðin endurborin. Ef Sjálf- stæðisflokkurinn tryði sjálfur þessum áróðri sínum ætti hann að hafa tekið tillögum ríkisstjórnarinnar, sem flutt- ar voru í samráði við verka- tnenn og bændur, feginshendi jdv veitt þeim allan stuðning. Fða hvernig má það ske að sí ’órnmá'aflokkur snúist gegn eigin stefnu og áhuga- p/álum aðeins af því að aðrir flokker ákveða að hrinda þeim ! framkvæmd ? Fátt ætti að vera betri og augljósari stað- festing á réttmæti stefnunn- ar og raungildi áhugamálanna og enginn ætti að taka þeirri sönnun með innilegri fögnuði en sá aðili sem gat rakið til sín upphaf þeirra. TJn þessu er bara óvart far- " ið á allt annan veg. Sjálf- stæðisflokkurinn var ekki áttaviltur eða stefnulaus í efnahagsmálunum nú um ára- mótin. Það væri rangt og langt frá því að vera sann- leikanum samkvæmt að halda slíku fram. Sjálfstæðisflokk- urinn leit heldur ekki raun- verulega þannig á ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnai að þær væru íhaldsúrræði i lítt fbeyttri eða óbreyttri mynd. Þvert á móti litu forkólfar Sjálfstæðisflokksins þannig á, að alltof mikið tillit væri tek- .ið til hagsmuna og vilja al- þýðunnar í landinu en alltof jlítið tillit til gróðahagsmuna auðmanna og braskara. Þeir vissu að auðveldast var að gera tillögur rikisstjómar- innar tortryggilegar hjá ein- hverjum hluta þjóðarinnar með því að líkja þeim við hin kunnu íhaldsúrræði undanfar- andi ára, gengislækkunina, bátagjaldeyrisbraskið og hóf- lausar tollahækkanir sem lögðust jafnt á nauðsynjar sem lúxusvörur. Og Sjálfstæð- ismenn vissu ennfremur að þeirra eigin „úrræði“ voru ekki þannig vaxin að þau yrðu tiltakanlega lokkandi fyrir al- menning. Þess vegna var gripið til þess lítillmannlega ráðs að láta þau aldrei koma fram í dagsljósið, bera engar tillögur fram til lausnar á vandamálunum en ráðast með offorsi á það samkomulag sem náðist milli ríkisvaldsins og stéttarsamtaka verka- manna og bænda. f^essi starfsaðferð mun þó * ekki duga til að fela þá staðreynd að Sjálfstæðisflokk- inn dreymdi nú um að „leysa“ vandamál efnahagslífsins með gamalkunnum hætti. Hann vildi nýja gengisfellingu krón- unnar og lögbindingu kaup- gjaldsins. Eftir þessu var Ól- aftur Thors að fiska á Al- þingi í formi fyrirspurnar um „aðrar leiðir“ sem sérfræð- ingar myndu hafa bent á. Og®- á þessu sama tæpir hann í áramótagrein sinni í Morgun- blaðinu, þar sem hann reynir af veikum mætti en án ár- angurs að afsaka frammi- stöðu flokks síns á Alþingi við afgreiðslu málsins. En Sjálfstæðisflokkinn og Ólaf Thors skortir hreinskilni og kjark til að tala hreint út úr pokahorninu og segja allan sannleikann. Það er reynt að dylja áhuga íhaldsins fyrir gengislækkun og kauobind- ingu með marklausu skrafi um skort á upplýsingum „til að geta metið aðstöðuna og byggt á ábendingar og til- lögur um lausn málsins" eins og Ólafur Thors kemst að orði. Hvar var nú öll hag- speki Ólafs Björnssonar og annarra sérfræðinga Sjálf- stæðisflokksins í efnahags- málum ef þeir voru alveg varnarlausir og óviðbúnir þeg- ar málið kom til kasta Al- þingis? Þessar röksemdir Ól- afs Thors eru of gagnsæ blekking til þess að þær komi að haldi. Sannleikurinn er sá einn, að Ólafur Thors og liðs- menn hans þorðu ekki að sýna þjóðinni framan í úr- ræði sín og áhugamál, gengis- læklmn og kaupbindingu. Þau voru vissulega tiltæk en það þótti ekki sigurstranglegt að sýna þau almenningi. |~|g andstaðan gegn „ihalds- ” úrræðunum" á sér einnig eðlileg rök þegar betur er að gáð. Tekjuöflun núverandi ríkisstjórnar til stuðnings lit- flutningsframleiðslunni fer að Arbók skálda 956 , ,Hr. Jóhannes Helgi. Ég er ekki sterkur í dul- fræðum, og þekking mín í hugsanaflutningi er enn mjög skammt á veg komin, eins og reyndar á öðrum sviðum. Eln mér finnst það dálítið ein- kennileg tilviljun, að seinni- hluta dagsins í gær vorum við Kristján Karlsson staddir hér á skrifstofunni í þeim er- indum að reyna að ná sam- bandi við yður. Og erindið var þetta: Á næsta ári hefi ég ráðgert að byrja á útgáfu á nýjum bókaflokki, sem í heild beri nafnið „Nýtt Lista- mannaþing". I þeim flokki yrðu birt fyrstu verk ungra .listamanna, ljóð, sögur, rit- gerðir og myndlistarverk og tónverk. Vildi ég bjóða yður að gefa út bók í þessum flokki, allt að 200 bls. og hafa tal af yður persónulega, ef yður sýndist þessi hugmynd ekki fráleit. Ég get ekki neitað mér um að þakka yður fyrir góða aug- lýsingu um árbókina. Hún mun verða send til um 4000 manna úr hópi þeirra, sem helzt lesa bækur á íslandi. Eru það allir áskrifendur Helgafells og fjöldi annarra, sem við munum kynna ritin með því að senda þeim fyrsta árganginn. Ef höfundar hafa áhuga fyrir að verða lesnir, þá hefur með þessu verið gert talsvert til þess. Þetta er líka sú afsökun sem ég hefi fyrir því að breyta um stærð rits- ins, sem mörgum hefur fund- ist óviðkunnanlegt. Að þessu sinni gerði Krist- verulegu leyti fram með aUt öðrum hætti en tíðkaðist í valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Þá var sannarlega ekki verið að hafa fyrir því að undan- þiggja nauðsynjar almennings tollahækkunum. Þvert á móti komu toZIahækkanirnar einn- ig af fullum þunga á þær. Og þá þekktist það heldur ekki að skattleggja gróða banka eða eignasöfnun verðbólgu- braskaranna, Þá fylgdu held- ur ekki aðgerðum ríkisvalds- ins neinar ákvarðanir um lækkun milliliðagróða og hert verðlagseftirlit. Þá var heldur ekki á dagskrá að bæta kjör fiskimanna án átaka og fórna. Þá voru engin fyrirheit gefin um aðgerðir í húsnæðis- málum, og lækkun húsnæðis- kostnaðar almennings. Þá var ekki minnzt á skattalækkun á láglaunafólld. Þá var ekki á það minnzt að létta einokun og arðráni SÍF af fisksölunni til útlanda og ekkert á dag- skrá að umsldpuleggja banka- starfsemina þannig að hún þjónaði almennum þjóðar- hagsmunum en væri ekki mestmegnis í þágu Thorsættar innar og fárra úrvaldra. Allt eru þetta þættir í þeirri lausn sem nú samdist um milli ríkis- stjórnarinnar og fjölmennustu stéttarsamtakanna. Og þegar allt þetta er athugað í sam- hengi munu flestir fara nærri um hvernig á því stóð að Sjálfstæðisflokkur Ólafs Thors, Bjama Benediktssonar og Björns Ólafssonar gat ekki veitt ,,íhaldsúrræðunum“ brautargengi. ján Davíðsson kápuna. Sá gáfaði listamaður þarf ekki á því að halda að ég komi fram með afsakanir hans vegna. En mér finnst það líka koma úr hörðustu átt, er rithöfundur kvartar undan því. að annar listamaður fari frjálslega með efni, hafi t.d, liliðsjón af rit- hönd manna, en breyti henni að öðru leyti á auglýsinga- kápu eftir því sem hentar fyr- ir myndflötinn, sem hann er bundinn við. Eftir því ætti að gera teikningar eða málverk af fólki þannig að Ijósmynd- in væri fyrirmyndin og ekki mætti frá henni breyta. Að sjálfsögðu hefir Kristján skrifað öll nöfnin en ekki út- gefandi. Það tvennt að gefa í skyn að ég hafi sjáfur „séð um þennan þátt málsins“, og hitt að ég -líti á ritlaun sem ölm- usu, er hreint níð af þeirri tegund sem ekki fer vel í munni skálda. Hvað hið síðar- nefnda snertir þá neita ég harðlega að þess konar dylgj- um sé beint til mín. Kápa Kristjáns þykir mér ágæt. Það hefur verið venja und- anfarin ár að greiða ritlaun fyrir árbókina fystu dagana eftir áramótin, en nokkrir fengið þau greidd áður, eins og núna. Hér með fylgja yðar ritlaun. Ragnar Jónsson". Ofangreint bréf barst mér frá forstjóra Helgafells, og þar sem ég hef hlerað að svör hans muni ekki verða önnur við greininni um Árbókina í ^ Þjóðviljanum 29. þ.m., vegna þess að hann telji sig kom- inn út á vafasama braut, ef hann færi að standa í ritdeil- um við efnismiðlara Helga- fells, sé ég mig neyddan til að birta bréfið. Bréfið ber það með sér að ég hef borið lítt undirpúkkaðar sakir á forleggjarann — sem mann, ekki svo að skilja að hann standi ekki jafnréttur eftir, en ég hlýt að hafa það sem sannara reynist og tek aftur þá aðdróttun sem innihald bréfsins -— og þó öllu heldur andi þess — gerir að engu. Uppistöðurnar í greininni frá 29. des. standa þó óhaggaðar: Drátturinn á greiðslu rit- launanna var vítaverður og kápa árbókarinnar hneisa og forlaginu til minnkunar, og það þótt Kristján Davíðsson hafi gert hana. Sá ágæti lista- maður hefur auðvitað fullt leyfi til að gera að gamni sínu alls konar hundakúnst- ir með rithandarsýnishorn manna — og ég veit að hann getur verið mjög gamansam- ur, — en gamanið er ekki lengur gaman eftir að því hef- ur verið dreift út um lands- byggðina, og er þá á ábyrgð forleggjarans. Samlíkingin í bréfinu: rithönd — málverk er út í hött. Málverk af manni, svo fremi það sé ekki nákvæm eftirlíking, er í sjálfu sér meiri mynd af málaran- um heldur en fyrirsáta, og hefur auðvitað aðeins gildi sem slíkt; fyrirsátinn er efni- viður, rithönd getur aldrei orðið það vegna augljósra takmarkana sinna. Rithönd er einungis stíll og án hans er hún allt annað og alls- endis óskylt. Uppátæki Krist- jáns jafngildir þess vegna þvi að leigja fyrirsætu, en mála mynd af hesti. En forleggjarinn bregzt ó- neitanlega stórmannlega við pistlinum. Tilboði hans hef ég hafnað af augljósum ástæðum. Er svo útrætt um þetta. Jóhannes Helgi Eden, forsætisráðherra Breta hefur ekki verið vin- sœll í heimalandi sínu að undanförnu, og hefur það m.a. komið fram í margvíslegum skopmynd- um sem blöðin hafa birt af honum. Hér er ein af peim frumlegustu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.