Þjóðviljinn - 03.01.1957, Page 7
Hjalti Kristgeirsson:
Lífid
getur /
þorrið|
Frá Búdapest
A
J\ð kveldi 3. november,
þegar Mindszenty kardínáli
var að prédika í útvarpið um
það að Ungverjar þörfnuðust
þjóðfélags sem byggði á einka-
eign, sat Páll Maléter inni í
sovézka sendiráðinu að ræða
um framkvæmdaatriði varð-
andi brottflutnings rauða hers-
ins úr landinu, að því er sagt
var í tilkynningu stjórnar Imre
Nagys (frb. Nodj), síðustu út-
gáfunnar sem tók sæti þá um
daginn. Ég fór hins vegar á
aðra ráðstefnu, skrapp sem
sagt yfir í herbergi nr. 6 að
éta súkkulaði sem strákarnir
voru nýkomnir með frá Aust-
urríki.
Þannig var mál með vexti að
Jói, Feri, Palli og fleiri höfðu
farið til Vínar sem þjóðverðir
með vörubifreiðum að sækja
einhvem skrambann. Þeir
höfðu heldur en ekki for-
framazt á ungverskan mæli-
kvarða og höfðu frá ýmsu að
segja, ljósunum í Vín, vind-
stroku á bílpalli og síðast en
ekki sízt fangelsun.
Þegar þeir voru komnir
skammt frá Búdapest, stand-
andi með byssu um öxl, skim-
andi eftir skotmarki sem aldrei
sást, fengu þeir pata af Avó-
um og fóru á veiðar. Þeir
höfðu þó ekkert upp úr því
nema friðun samvizkunnar, þar
sem Avóamir skutust undan.
En rétt í því þeir voru að
komas.t aftur inn á þjóðveginn
bar að sveit úr þjóðverðinum.
Fannst hinum aðkomnu för
kunningja minna allgrunsam-
leg og báðu um skilríki þeirra.
Tóku þeir frásögn þeirra og
plögg ekki trúanleg, grunuðu
þá um að vera sjálfir Avóar,
sneru þeim við og settu í
fangelsi í úthverfi Pestar.
Hugðu nú stúdentar sitt síð-
asta vera á næstu grösum, er
þeir voru settir í raka eins-
mannsklefa í kjallara nokkr-
n um. Jói sagðist hafa hugsað
um mömmu sína og náttúrlega
um Eriku, og svo gerði hann
leikfimisæfingar á tveggja
tíma fresti til þess að geta
' sofið betur á miili. Að tveim
dögu'm liðnum voru þeir tekn-
ir til yfirheyrslu, og eftir
flaustui-slega málsvörn reynd-
ust skilríki þeirra vera í lagi,
og þeir fengu áminningu um
að fara ekki i heimildarleysi
út af þjóðveginum.
Þegar til Vínar kom var
fólkið ósköp alúðlegt við þá,
gaf ' öllum súkkulaéi og app-
elsínur, sumum peysu og hellti
yfir þá býsnum af bitte schön.
Þeir brostu upp á ungversku
og sögðu kérem szépen, en
engum datt í hug að þetta
tvennt þýddi það sama. Nú
voru strákamir komnir og öll-
um þótt skelfing vænt um þá
og mjólkursúkkulaðið.
Með ógnarvinskap eftir allt
þetta dvaldist ég hjá þeim
fram yfir miðnætti og hlustaði
á kímnisögur um Móricka,
Tassiló og fleiri fígúrur, en
þær munu yfirleitt ekki þola
prentsvertuna. Eftir því sem
menn gerðust syfjaðri voru
látnar fjúka fleiri skrítlur, sem
hafa orðið til á undanfömum
árum i skjóli hinnar taum-
lausu sovétdýrkunar. Sú nýj-
asta var um það hvernig Stal-
ínstyttan var felld 23. október.
Stalín var anzi fastur fyrir og
bifaðist ekki, þótt utaní hann
væri danglað og tosað í hann
með böndum og voru nú góð
ráð dýr. Tók þá einn af sér
úrið og setti á jörðina. Það
var eins og við manninn mælt:
Stalín leit niður, hýrnaði við
og var ekki seinn á sér að
stökkva niður af fötstalUnum.
Þetta fannst strákunum góð
fyndni og sögðu að framsveit-
ir Rússa í síðustu heimsstyrj-
öld hafi verið nokkuð fingra-
langar, og á þetta að vísa til
þess.
Með alla þessa vizku ólgandi
í grautarhaus mínum lagðist
ég til svefns, og nóttin lagði
sinn væng yfir góða menn og
vonda, jafnvel mig líka. En
hún var óvenju fljót að draga
hann af okkur aftur að þessu
sinni. Árla sunnudagsmorguns
4. nóvembér hrökk ég upp
úr fasta svefni með sælgætis-
húð í kokinu og þrumugný úti
fyrir. Sá svarti Tahir skellti
hurðum og sagði: „Rússarnir
eru komnir aftur; Kadar bú-
inn að mynda stjórn". „Geta
þeir ekki notað annað en fall-
r—---------------------------
Hjalti Kriatgelrsson
heldur hér áfram
að segja frá því sem
fyrir hann bar hina ör-
lagaríku daga í Búda-
pest. í síðust-u grein-
inni sem Þjóðviljinn
birti eftir Hjalta lýsti
hann ástandinu í Búda-
pest 28. okíóber, þegar
sovézku hersveitirnar
voru horfnar úr borg-
inni, en nú er komið að
síðari íhlutun sovétherj-
anna. Frásögn sína
bindur Hjalti enn sem
fyrr við það sem liann
sér og heyrir sjálfur,
og meðan á vopnavið-
skiptum stendur heldur
hann sig; innan dyra
eins og flestir íbúanna.
Hjalti hefur heitið því
að skrifa a.m.k. eina
grein í viðbót, og kem-
ur hún væntanlega um
helgina.
v____________________________1
byssur til að tilkynna það?“
spurði ég. Tahir sem alltaf vill
leita hins djúpa skilnings í
grynnku atburðanna lét orð
falla um það að á undaníörn-
um dögum hefði alræðisvald
alþýðunnar gjörsamlega moln-
að, en hann sæi ekki beint
hverslags pólitik það væri að
reyna að skapa það aftur með
erl. hervaldi. „Þetta er ekki póli-
tík, heldur stríð“, sagði ég, og
með þessa huggunarríku skýr-
ingu lágum við fram á morg-
uninn.
Ég skalf, ekki af kulda held-
ur taugaspennu, óvissu um
það hvað lá í rauninni bak við
striðshljóðin. Um níu leytið
fórum við fram úr og hlustuð-
um á útvarp um leið og við
strukum okkur í framan, líkt
og kisa gerir. Það var aftur
komið málmhljóð í útvarpið
eins og um daginn þegar það
var flutt í ófullgerða sendi-
stöð hins tilvonandi sjónvarps
uppi á Frelsishæð í Búdu. Það
leit þannig út fyrir að send-
ingar frá stöðinni í Bródy
Sandor götu lægju niðri. Út-
varpið flutti tónlist og áskor-
anir frá byltingastjórn verka-
rnanna og bænda til þjóðar-
innar. Gagnbyltingaröfl hefðu
ógnað völ'dum alþýðunnar, því
hefði þessi nýja stjórn, lögleg-
ur arftaki Imre Nagy-stjórnar-
innar, befíið sovézkar hersveit-
ir um hjálp.
Strákarnir voru alvarlegir og
reiðir. Hvernig er hugsanlegt
að gagnbylting sigri, því verka-
maðurinn þolir ekki að verk-
smiðjan verði tekin úr opin-
berri eigu, bóndinn myndi ekki
fallast á að afhenda jörð sína
gósseigandanum. Og ef ein-
hverjir greifar og gamlir stór-
laxar fara að gera sig breiða,
þá er okkur að mæta; við er-
um vopnaðir. En að berjast við
hlið Rússa, það gerum við
aldrei.
Niðri í mötuneyti, mensu,
var forstöðukonan að sópa
gólf, myrk á svip. Umsjónar-
kona heimilisins var þarna
líka, og þær voru ekki að
munnhöggvast, aldrei þessu
vant. Sú síðarnefnda grét og
sagði: „Hvað verður um bless-
aða drengina mína, yfir hundr-
að og allir svo ungir. Það er
annað með okkur, gömlu skör-
in“. Inni í skrifstofu mens-
unnar var söfnuðurinn að
venju. Síminn hjá dyraverði
hafði verið tekinn úr sam-
bandi, eins og svo víða, í fyrri
átökunum, en mensusiminn
var í lagi. Þeir spurðu mig,
hvort ég væri ekki enn bú-
inn að fá nóg af vopnavið-
skiptum, og sögðu að það væri
bezt fyrir mig að fara heim
til mín við fyrsta tækifæri.
Friðurinn er þó forsenda lífs.
Ég var á sama máli.
Rétt í þessu sloknuðu Ijós-
in og útvarpið þagnaði. Raf-
magnsstraumurinn 'hafði rofn-
að. Við héldum að rafmagns-
stöðin hefði verið stöðvuð (það
er ekki vatnsaflsstöð heldur
kolastöð) og flýttum okkur að
fylla öll ílát með vatni og
nota gasið meðan á því tórði,
því allt er þetta í sambandi
hvað við annað. Sem betur
fór reyndist ótti okkar ástæðu-
laus, gas og vatn höfðum við
alltaf og rafmagnsleysið var
bara í nokkrum húsum og staf-
aði af biluðum stofnöryggj-
um eða þess háttar. Hjá okkur
var rafmagnslaust í viku og í
nokkra daga var þá síminn
svo til eina taugin til um-
heimsins.
í fyrri átökunum, 23.—28.
október, var yfirleitt hægt að
fara út, og var það gert. Þá
voru allar götur fullar af
fólki, og útgöngubönn ekki
tekin svo alvarlega. í seinni á-
tökunum. 4.—10. nóv. (síð-
ari dagsetninguna ber ekki að
taka nákvæmiega), var geð-
blær fólksins annar, átökin
höfðu annan svip, eðli þeirra
var annað. Á götunum, sem
við höfðum útsýn yfir, sást
varla nokkur hræða fyrstu
dagana, stúdentarnir og fólkið
í nærliggjandi húsum hélt sig
innan dyra að mestu. Það
virtist vera þannig, að einung-
is þeir sem brýn erindi áttu
færu út, og var undir hælinn
lagt hvort þeir kæmust leið-
ar sinnar.
Þetta punktaði ég niður hjá
mér á mánudeginum:
Klukkan er langt gengin
þrjú. Ég sit niðri í matstof-
unni og bíð eftir dimmunni.
Hún kemur um fjögur-leytið,
og leggst á okkur og í okkur
og yfir hlutina með öllum
mætti sínum um fimm-leytið.
Það heyrist stöðug skothríð,
bæði úr sprengjuvörpum og
byssum. Sagt er, að frelsis-
vöruhúfið við Kalvínstorg
standi i björtu báli. Það eru
seldar tvíbökur hinum megin
á Tolbuchin-vegi, og fólk hef-
ur verið að tínast þangað í
allan dag til að kaupa nokkra
pakka af þessu vindbrauði.
Þar mun gamall maður hafa
verið skotinn undir byrði sinni.
í morgun kváðu Rússar og
vopnaðir Ungverjar hafa ver-
ið staddir hvorir gegn öðrum
við enda Tolbuchin-vegar og
skipzt á kveðjum. Ungur mað-
ur, vopnaður þjóðvarðargitar,
kom út úr Karls-háskóla og
hneig þegar niður fyrir byssu-
kúlu. Hann tók lokapróf í
fyrra. Ég veit ekki hvað verð-
ur um drengina í Makarenkó-
götu. Skothríðin virðist ekki
Framhald á 10. síðu.