Þjóðviljinn - 13.01.1957, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.01.1957, Blaðsíða 2
2) _ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 13. janúar 1957 ★ í dag er sunnudagur 13 janúar. Geisládagur. — 13. dagur ársins. — Tungl fcæst á lofti; í hásuðri kl. 22.19. — Árdegisháflæði kl. 2.50. Siðdegisháflæði kl. 15.17. Fastir liðir eins og venjulega. 9.00 Morguntónleikar: a) Kóral nr. 1 í E-dúr eftir César Frank. b) Kvintett í d-moll fyrir píanó og strengjahljóðfæri eftir Boccherini. c) Nell Rankin syng- ur „Fjóra alvarlega söngva“ eft- ir Brahms. d) David Oistrakh leikur létt fiðlulög. e) Hjarðsvíta eftir Chabrier. 11.00 Messa i barnaskóla Kópavogs (Séra Gunnar Árnason). 13.00 Endur- tekið leikrit: ,,Pí-pa-kí“ eða söngur lútunnar“ eftir Kao Tongia. (Áður útvarpað á jólum 1952). Þýðandi: Tómas Guð- mundsson. — Leikfélag Reykja- víkur flytur. Leikstjóri Gunnar R. Hansen. 15.00 Miðdegistón- leikar: a) Píanósónata nr. 23 í f-moll op. 57 (Appassinota) eftir Beethoven. b) Tríó í Es-dúr fyrir píanó, fiðlu og horn eftir Brahms. c) Tatjana Lavrova ó- perusöngkona frá Rússlandi syngur; Frieda Bauer leikur und- ir. d) Tilbrigði um „Rokoko- stef“ op. 33 eftir Tjaikowsky. 16.30 Veðurfr. — Færeysk guðs- þjónusta (hljóðr. í Þórshöfn). 17.30 Barnatími (Skeggi Ás- bjarnarson kennari): a) Spurn- ingaleikur. b) Upplestur tveggja barna. c) „Maðurinn, sem barð- ist vi'ð kTétti‘V saga í samtáls- formi. d) Píanóleikuí tólf ára . drengs. 18.30 Tónleikar: a) -Hauk- ur Guðlaugsson leikur fimm sálmforleiki og fantasíu í G- dúr eftir Bach. b) Heinrich Schlusnus syngur. c) Píanókon- sert nr. 3 í d-moll op. 30 eftir Rachmaninoff. 20.20 Um helgina. — Umsjónarmenn: Björn Th. Björnsson og Gestur Þorgríms- son. 21.20 Frá íslenzkum dægur- lagahöfundum: Hljómsveit Karls Jónatanssonar leikur lög eftír Ástu Sveinsdó'.tur og Jón Jóns- son frá Hvanná. 22.05 Danslög: Ólafur Stephensen kynnir plötur. Mánudagrur 14. janúar. Fastir liðir eins og venjulega 13.15 Búnaðarþáttur: Agnar Guðnason ráðunautur talar um bústörf sem verkefní ungmenna- félaga. 18.30 Skákþáttur (Baldur Möller). 20.30 Útvarpshljómsveit- in leikur norska lagasyrpu. 20.50 Um daginn og veginn (Andrés Kristjánsson). 21.10 Einsöngur: Einar Sturluson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 21.30 Útvarpssagan; „Gerpla", XVII. 22.10 fþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.25 Kammertónleikar: Fiðlusónata í A-dúr op 47 (Kreutzersónatan) eftir Beethoven. H ,T Ó N A B A N D . Nylega voru gefin saman í hjónaband af séra Emil Björns- syni ungfrú María Áslaug Guð- mundsdóítir og Haraldur Þórð.ar- son, bílasmiður. I-Ieimili brúð- hjónanna verður að Flókagötu 3 Reykjavíkj — Nýlega voru gef- in saman í hjónaband af séra Emil Björnssyni ungfrú Hanna Pálsdót'.ír og Emii Ólafsson. Heimili brúðhjónanna er að Tunguvegi 20 Reykjavík. —• Sunnudaginn 30. desember voru gefin saman í hjónaband af séra Inga Jónssyni í Neskaupstað ungfrú Aðalheiður Árnadóttir og Guðjón Sigurðsson, bílstjóri, Blómsturvöllum 14 Neskaupstað. Óháði söfnuðurinn Messa fellur niður í dag. Sr. Emil Björnsson. Næturvarzla er í Laugavegsapóteki, sími 1618. Ríkisskip. Hekla fer frá Reykjavík á morg- un vestur um land til Akurej'r- ar. Herðubreið fór frá Reykja- vík í gærkveldi austur um Jand til Akureyrar. Skjaldbreið kom til Reykjavíkur í gær að vestan. Þyrill kom til Raufarhafnar í gser. Skipadeild SÍS: Hvassafell fór frá Raufarhöfn 10. þ. m. áleiðis til Finnlands. Arnarfell fór 7. þ. m. frá Kefla- vík áleiðis til N. Y. Jökulfell er í Rostokk. Fer þaðan til Ála- borgar og íslands. Dísarfell fer frá Gdynia í dag áleiðis til fs- lands. Litlafell er í olíuflutning- um í Faxaflóa. Helgafell fer frá Wismar í dag áleiðis til íslands. Hamrafell fer um Gibraltar í dag áleiðis til Reykjavíkur. Dansk kvindeklub heldur fund þriðjudaginn 15. þ. m. kl. 8Vz í Tjarnarkaffi (uppi). Millilandaflug: 'Hekla er væntan- "leg kl. 6.00—8.00 frá N.Y., fer kl. 9.00 áleiðis til Glasgow, Stafangurs og Osló. Edda er væntanleg í kvöld frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Bergen, flugvélin heldur áfram eftir skamrna viðdvöl áleiðis ’til N.Y. — Gullfáxi er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 16.45 í dag frá Hamborg og Kaupmanna- höfn. íni’.ar:landsflug: í dag er áæílað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hornaf jarðar, ísafjarðar, Siglu- fjarðar og Vestmannaeyja. Giíitmtt Framhald af 3. síðu. þar sem hvorki þarf að hugsa um fé né fyrirhöfn, þar sem hægt er að fleygja því sem miður hefur tekizt og taka að nýju, —- þar sem ekki þarf að rífa leiksviðin jafnharðan og rýma fyrir fiski sem upp hleðst. En hver vill ekki sjá á tjaldinu hinn gamla óska- draum íslenzkrar alþýðu, hvíld hennar frá gráum hversdags- leika ullarkambanna og strits- ins? En hverjar viðtökur sem þessi mynd Ásgeirs Long kann að fá hjá hinum hörðu meðal Orðsending iil íerming Prestar Reykjavíkur prófasts- dæmis kalla saman fermingar- börnin. Rétt til fermingar á ár- inu 1957, vor eða haust, hafa öll börn sem eru fædd á árinu 1943. Bú staðap restakall. Fermingarböm í Bústaðasókn komi til viðtals í Háagerðis- skóla mánudaginn 14. janúar kl. 6 síðdegis. Fermingarbörn í Kópavogssókn komi til viðtals í Kópavogsskóla miðvikudaginn 16. janúar W. 7 síðdegis. —• Séra Gunnar Áraason. Óháði söfnuðuirinn. Fermingarböra séra Emils Björnssonar (bæði þau sem ætla að fennast í vor og næsta haust) eru beðin að komá til viðtals í Austurbæjarskólann n.k. þriðjudagskvöld kl. 8. — Séra Emil Björasson. Dómkirkjan. Börn sem eiga að fermast hjá séra Jóni Auðuns komi til við- tals í Dómkirkjuna fimmtudag- inn 17. janúar kl. 6.30. — Börn sem eiga að fermast hjá séra Óskari J.- Þorlákssyni komi í Dómkirkjuna föstudaginn 18. janúar kl. 6.30. Nesprestakall. Fermingarbörn í Nessókn verða boðuð til spurninga eftir nokkra daga, þegar liúsnæðið í nýju kirkjunni verður tilbúið. — Sóknarprestur. Hallgrímsprestakall. Fermingarbörn séra Sigurjóns Þ. Árnasonar eru beðin að koma til viðtals miðvikudaginn 16. janúar kl. 6.20 síðdegis. -— Fermingarbörn séra Jakobs Jónssonar eru beðin að koma til viðtals fimmtudaginn 17. janúar kl. 10 árdegis eða kl. 6.20 síðdegis. Laugarnesprestakall. Fermingarbörn í Laugarnes- sókn, bæði þau sem fermast í vor og næsta haust, eru beð- in að koma til viðtals i Laug- arneskirkju (austurdyr) næst- komandi fimmtudag, 17. þ.m., kl. 6 síðdegis. — Séra Garðar Svavarsson. Langholtssókn. Væntanleg fermingarbörn séra Árelíusar Níelssonar á þessu ári, bæði vor og haust, eru beðin að koma til viðtals í Langholtsskólann kl. 6 síðdegis mánudaginn 14. janúar. Þau börn, sem ekki geta komið á þessum tima, mæti miðvikudag- inn 16. janúar kl. 6 síðdegis. — Árelíus Níelsson. Helgidagslæknir í dag er Gísli Ólafsson, lækna- varðstofunni í Heilsuverndar- stöðinni, sími 5030. Sjópróíin í NeskanpsM Framhald af 12. síðu. var einn þeirra skipverja er eft- ir voru í Goðanesinu er það brotnaði og sökk, og var mjög hætt kominn. Hefur hann skýrt þannig frá björgun sinni: „Þegar ég hafði lokið síðasta kallinu, fór ég úr loftskeytaklef- anum fram á stjórnpallinn og sá Guðmund Sigurðsson standa bak- borðsmegin við dyrnar út á brú- arvænginn. Sá ég þá að Guð- mundur stakk sér út um dym- ar og yfir brúarvæijginn og í sjóinn. Hann var með, bjarghring um sig. Þegar ég kom að bak- borðsdyrunum stóð straumurinn inn í stýrishúsið og sjór upp í mittí. Hafði ég ekki handfestu og kastaði straumurinn mér aft- ur á bak og lenti ég á dýptar- mælisskápnum, sem festur er á framhlið brúarinnar milli 3. og 4. glugga, og stöðvaðist þar. Gerði ég mér nú grein fyrir að heppilegra myndi reynast að komast út um bakborðsdyrnar heldur en gluggana eða stjórn- borðsdyrnar. Náði ég nú taki með vinstri hendi á dyrakarm- inum. Var nú straumurinn inn í brúna svo mikill að fyllti út í dyrnar. Tókst mér þó að stinga höfðinu í strauminn og koma hægri fæti út fyrir dyrnar og upp á brúarvænginn. Einhvern veginn tókst mér að koma höfð- inu út fyrir dyrnar og efri hluta líkamans, þannig að meðan straumurinn var jnn í stýris- húsið sogaðist neðri hluti lík- amans inn í stýrishúsið. Straum- urinn fór nú að minnka og þeg- ar jafnvægi hafði náðst fannst mér ég sjá ljósglætu fyrir ofan mig og byrjaði að synda upp, en ég var í björgunarvesti og barst allhratt upp. Skaut mér upp í gegnum þykkt olíulag. Eg sá ekki neitt til að byrja með. Næst kom alda og kastaði mér til í sjónum og lent 'ég á braki án þess þó að meiða mig. Þá synti ég af stað í átt til ljósa, sem ég sá á björgunarskipum. Var þarna brak allt í kringum mig; ég kallaði nöfn nokkurra skipsfélaga minna, en hvorki sá til þeirra né heyrði. Synti ég nú áfram, en bóman á formastri flaksins kom upp úr sjónum 2—3 m frá mér og breytti ég því um stefnu til að komast fram hjá henni. Því næst tók ég aítur stefnu á Ijós björgunarskipanna, þræddi fyri.r brak í sjónum og komst svo nálægt að ég greindi skipsskrokkinn þrátt fyrir bjarmann af kastljósunum og heyrði mal manna a skipinu, sem reyndist vera Hrókur. Sá ég nú trillubát leggja af stað frá Hrók og koma í áttina til min. Var ég nú tekinn um borð í trillubátinn." Gúmbjörgunarbátar Við sjóprófin í Neskaupstað voru sumir skipverjar spurðir að því, hvort þeir teldu að skips- höfnin hefði getað bjargað- sér fyrr, ef gúmbjörgunarbátar hefðu verið til ráðstöfuriar. Guðmundur Vestmann Ottósson svaraði þessu þannig, að hann teldi að allir skipverjar hefðu getað hjargazt í gúmbátum strax eftir strandið. Byggði hann þá skoðun sína á því, að björgun- arbátana og annan flekann hafi rekið sömu leið milli boðanna. Flekann bafi borið upp að fær- eyska skipinu Suðurey og vei'ið í honum óbundin ár, sem ekki virtist hafa hreyfzt. Halldór Halldórsson 1. stýrimaður taldi einnig mjög miklar líkur til að notast hefði mátt við gúmbjörg- unarbáta í þessu tilfelli. dómara, vona ég að þessi mynd sé aðeins byrjunin og hann eigi eftir í framtíðinni að ausa af gnægtabrunni íslenzkra ævintýra og sagna. J. B. Piparmyntuleyndarmálið ______ • _______________ satt, en það er í meira sennilegt,“ „Það væri vi Já, drengurinn sat á stólnum í skrifstofunni; og Rikka fór að spyrja hvort það hefðu ver- ið margir drengir á sorphaug- unum. „Fjórir", sagði lögreglu- maðurinn. „Tveir upp á haug- unum sjálfum, en tveir á verði við gat á limgerðinu. Er mig bar að, voru þeir einmitt að skipta með sér fengnum. Eg náði þegar í skottið á T«-ssui:i liérna", sagði liann og benti á drenginn bláeyga. „Og hlupu þá hinir brott?" „Eg varaði þá við“, svaraði lögregluþjónn- inn, „en ég vissi ekki þá að þeir hefðu komizt yfir þvilík kynstur af sælgæti". í þessum svifum gekk móðir fangans in: á skrifstofuna. Það var ról< kona með mikið jafnvæg svipmun. og hún tók skynsam- lega á lilutunum. „Þér skiljið”, sagði Bjálkabjór, „að við vild- uíu gjarnan komast að því hvernig sonur yðar hefur leiðzt út á þessa braut. Hann stað- hæfir raunar sjálfur, að liami hafi fondið þessai’ birgðir á phaugunum. Það gæti verið lagi-ó- vissulega enginn hversdagslegur fundur", svaraði móðirin. „Jæja, Harmi, Ieystu nú frá skjóðunni", sagði hún. Drengurinn var orðinn fullkomlega rólegur. „Það er alveg satt, mamnia", sagði hann, „ég fann þetta úti á sorphaugunum eins og ég bef alltaf sagt. Spurðu bara Hæns og Frans."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.