Þjóðviljinn - 13.01.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.01.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagnr 13. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (9 ^ ÍÞRÓHIR RlTSTJÓRfe FRtMANN HELGASON Wié árumót: þriðja grein: Er lélagsáhugi að dvína vegna vöniunar á ungl ingaleiðtogum? I síðustu grein var rætt um þá tregðu sem maður verður var við hjá mönnum að taka að. sér störf fyrir félögin sem eru að einhverju leyti bind- andi eða krefjast einhverrar fórnar á tíma og kröftum. Það er eins og að manni finnisi að þetta fari versnandi, eða það getur líka verið að hinar bættu aðstæður krefjist svo miklu meiri mannafla en áður var að áhugavinnukraftur félaganna aukist ekki að sama skapi og möguleikarnir til aukins félagsstarfs. Fleira mun það sem truflar. Mikilli vinnu er oft um kennt hvað rnenn séu tregir til starfs og æfinga. Hin mikla vinna gefur, af sér mikla peninga milli handa, og margan hendir að kjósa heldur að kaupa sér skemmxun fyrir græddan eyri. Það er hægara og fljótfengn- ara eft árangur í félagsstarfi eða við íþróttaiðkun. Margir hafa viljað taka þessa vinnuafsökun alvarlega, og í mörgum tilfellum er það hægt. Við nokkuð nákvæma athugun á þessu fyrirbæri yfir nokkurt tímabil, kom í ljós að afsakanir vegna vinnu voru sannar í annað hvert sinn, en alltaí var vinna notuð sem af- sökun, þessir piltar voru ekki lakari drengir en gerist, en samt tóku þeir til þessara ráða til að losna við félagslegar skyldur. Þetta er ærið íhug- unarefni fyrir þá sem íþrótta- hreyfingunni stjórna. Þetta gæti 'bent m. a. til þess að fé- lagsáhugi væri minnkandi. Ekkert mun hafa verið gert til að rannsaka þetta af ábyrgum aðilum, en þess er full þörf, að reyna að finna hvað veldur því að íþróttahreyfingin verð- ur ár eftir ár að hvíla á sömu fáu herðimum sem í flestum tilfellum eru ofhlaðn- ar. E ngllijagast arf ið vasKrækt Árið sem leið gaf lítil fyrir- heit meðal félaganna yfirleitt um ,að nein stefnubreyting væri um starf þeirra meðal unglinganna. Þar eru að vísu nokkur félög sem gera heiðar- legar tilraunir til þess að sinna þessum þætti félagslífsins, en þau eru allt of fá. Ef til vill er þar að finna eina þýðingar- mikla ástæðu tii þessara van- halda. Hingað til hefur í- þróttahreyfingin ekki verið á verði um þennan þátt félags- lífsins. Samt er það svo að þar á að leggja grundvöllinn undir félagslífið. í þann jarð- veg á að sá því fræi sem á að bera ávöxt síðar meir. En það er ekki von til þess að betur takist, meðan yfirstjórnir mál- anna, héraðsstjórnir og félög taka ekkí höndum saman til að leysa þetta sameiginlega mál. Þebta á að vera stefnuskrár- mál, sem aldrei er frá hvikað og tekið með í ársáætlun sem fast mál. Hér ber sjálfsagt að sama brunni og áður: og sömu kveinstafir: það vantar menn. Við segjum alltaf að í-< þróttahreyfingin sé hreyfing æskunnar, en við gleymum að byggja hana upp sem slíka. Við segjurn að íþróttirnar eigi að vera fyrir fjöldann, en við getum ekki tekið á móti fjöld- anum, til þess vantar menn sem vilja vinna af áhuga að málinu. Við hvetjum foreldra til þess að senda okkur börnin sín en við verðum að segja við börnin: Okkur vantar menn til þess segja ykkur til í félagslegum og íþi-óttalegum efnum. Og þannig eru hundruð og þús- undir ungmenna skrifuð inn í félögin en þau verða aldrei annað en nafn í félagaskrá, og það þótt aðstaða sé til að taka á móti þeim. Það er einmitt á þessum aldri sem á að sá anda og hug- sjón íþróttanna í huga unga fólksins. Það eru haldin þing sam- banda og ráða árið um kring með litlu millibili, og á þetta heyrist varla minnst og ekkert raunhæft gert, engin samþykkt gerð sem þó oft er gripið til þegar friða á samvizkuna. Aft- ur á móti er karpað um smá- muni tímum saman, atriði sem enga þýðingu hafa fyrir stax-f- ið í heild. Á þessu ári verður Ársþing íþróttasambands ís- lands haldið. Það er hirm eig- inlegi aðili sem á að láta þetta mál til sín taka fyrst og fremst, og ganga frá samstarfi við alla aðila niðurúi’. Þar verður að ganga frá áætlun um unglinga- leiðbeinendur í öllum íþrótta- félögum sem ungt fólk safnas't í. Til þess vex-ður að veita nokkurt fé, það er óhjákvæmi- legt og því er ekki betur var- ið til annars. Þá fyrst er von til þess að skipulegt æskulýðs- starf geti þróazt í íþróttahreyf- ingunni. Þá fyrst er í rauninni kom- inn grundvöllur fyrir unglinga- ráð ÍSÍ að starfa, en þau hafa aldrei getað aðhafst neitt, fyrst og fremst vegna deyfðar og drunga sem ríkt hefur í félög- unum um þessi mál. Endui-skoðun íþróttalaganna og leiðbeinendur Á árinu sem var að líða voru íþróttalögin endurskoðuð eftir 16 ár. í því sambandi var skorað á íþróttaforustuna að beita sér fyrir því að fella nýjan kafla inn í lögin sem markaði nokkur tímamót, fyrir íþróttahreyfinguna. Var hann á þá lund að ætluð yrði á ári hverju nokkur fjárupphæð til þess að hægt væri að ráða leiðbeinendur í ýmsum íþrótt- um til að starfa á íþi-óttasvæð- um þann tíma sem skólar störf- Framhald á 10. síðu. Sviar hafa setí 29 met i fr]áh- um íþróttum i ár 1 Svíþjóð hafa verið sett 29 met í frjálsum íþróttum á þessu ári, 27 þeirra eru ný met en tvö eru metjöfnun (langstökk karla og kvenna). Tvö af þess- um 27 eru sett af landssveit- um. KARI.AR: 200 m Jan Carlsson 21,2 800 m Dan Wærn 1,48,9 880 jardar Dan Wærn 1,49,2 1000 m Dan Wærn 2,20,9 1500 m Dan Wærn 3,42,0 1500 m Ingvar Ericsson 3,41,2 Hindr. Gunnar Tjörnebo 8,48,0 1000 m boðhl. sveit MAI 1,55,0 Langstökk Torgny Wáhlander 7,53. Kúluvarp: Erik Uddebom 16,68 Kúluvarp: Erik Uddebom 16,69 Kúluvarp: Erik Uddebom 16,72 Sleggjukast: Birgir Asplund 58,56 Stúlkurnar tvær á myndinni eru í hinum fræga, sænska sýningaflokki Idla-flickor. Sleggjukast: 59,02. Birgir Asplund KONUR: 100 m: Ulla-Bidtt Olofsson 11,9 80 m grind.: Stina Cronholm 11,6 80 m grind.: Stina Cronholm 11,5 4X100 m: sveit frá Ymer 50,1 4X200 m: sveit frá Ymer 1,45,2 Langst. Greta Magnússon 5,69 Hástökk: Gunhild Larlting 1,65 Hástökk: Gunhild Larking 1,67 Spjótkast: Ingrid Almqvisfc 48,56 Spjótkast: Ingrid 48,69 Spjótkast: Ingrid 51,60. 4X100 m Trollsás-Malmros- Westlund-Jan Carlsson 40,7 4x400 m Brennström-Jan Carlsson-Lennard Johnsson- Alf Pettersson 3,11,4. Almqvisfc Almqvisfc Dr. Hallgrímur Helgason ílytur erindi í svissneska útvarpið í kvöld, sunnudag 13. janúar, kl. 0,20 eftir miðnætti að ís- lenzkum tíma, flytur dr. Hall- grímur Helgason í svissneska útvarpið Beromiinster eidndi með fjölmörgum söngdæmum. um elztu alþýðumúsík íslend- inga. Nefnist erindið „Hljómar frá löngu liðnum öldum“. Að loknum þessum þætti syngur Eskild Rask Nielsen frá kon- unglegu óperunni í Kaupmanna- höfn nokkur af lögum Hall- gríms til kl. 1.15. — Utvarp Svisslendinga er á bylgjulengd 567 m. Brasilíumenn bezfir i knattspyrnunni Ef maður lítur yfir- listann um landsleiki þá sem háðir hafa vérið á árinu 1956 verður maður fljótt var við það að löndin í Suður-Ameríku vii’ðast langduglegust í leikjunum. Arg- entínumenn hafa t.d. háð 17 leiki á árhxu, og þeir láta sér ekki nægja að leika einn leik á ári við grannríkin. Fjórir leikir voru þreyttir við Uruguay og jafnmargir við Brasilíu, og svo er áhuginn mikill að fólk þreyt- ist aldrei að koma og horfa á þessa leiki. CBÍrasilía hefur þó háð flesta leiki á árinu eða 23 alls, þar af þrjá við Tékkóslóvakíu. Brasilía er líka það land, sem er með bezta útkomu eftir árið. Þjóðverjunum hefur ekki tek- izt að komast uppúr öldudaln- um sem þeir hurfu í strax eft- ir sigux-inn í H.M. 1954. Á þessu ári hafa þeir háð 9 leiki og unnið aðeins tvo. Þrátt fyrir það að Rússar yrðu ÓL-meistarar á árinu var fi’ammistaða þeirra síðari hluta ársins ekki eins góð og búizt hafði verið við, og hafa þeir orðið fyrir mikilli gagnrýni. í fyrsta simi tapaði liðið heima fyrir Ungverjum, það var skömmu eftir að þeir tóku á- kvörðunina urn að hætta við Melboui-neför með knattspyrnu- lið sitt. Ungverjarnir töpuðu líka heima á árinu og var það móti Tékkum, en það hafði ekki komið fyrir 14 sl. ár. Bi’ezka landsliðið hefur ekki tapað neinum leik á árinu og hefur það þó leikið 9 leiki. Telja kunnugir að miklar líkur verði til þess að Bretar verði erfiðir á H.M. næsta ár. Lúxemborg, sem við kom- umst í kynni við í sumar í fyrsta sinn, varð óvenju sig- ursælt. Undanfarin ár hefur það yfirleitt tapað fyrir nágrönn- um sínum og það þó þeir fái að leika með A-lið sitt móti B- liðum grannlandanna. Nú brá svo við að þeir unnu alla leiki sína við B-liðin: Frakkland 2:0, IBelgíu 1:0 og Sviss 4:1. Sem kunnugt er háði landslið okkar tvo landsleiki, við Eng- land og Finnland. Til gamans verður getið leikja þessara landa á árinu: Finnland Finnland Finnland Finnland Finnland Finnland England England England England England leiki þá sem leiknir voru á ÓL Melborunie í nóv.des. Listinn er ekki í þeirri röð sem leikirnir vom leiknir: Ástralía — Japan 2:0 Ástralía ■ Búlgaría England England Indland - Búlgaría Indónesía Indónesía Júgóslavía Að lokum er svo skrá yfir leiki 56 landa sem leikið hafa landsleiki á árinu 1956: 23 11 6 6 37-26 28 17 10 5 2 24-13 25 13 10 1 2 32-11 21 — Indland 2:4 — Sovétríkin 1:2 — Thailand 9:0 — Búlgaría 1:6 — Júgóslavía 1:4 — Indland 3:0 — Sovétríkin 0:0 — Sovétríkin 0:4 a — Bandaríkin 9:1 a — Þýzkaland 2:1 i —Júgóslavía 1:0 Brasilía Argentína Sovétríkin England atvinnum. 9 áhugamenn 7 Jugóslavía " 14 Ungverjaland 10 Búlgaría 630 25-9 15 41221-14 9 6 2 6 42-2114 5 2 3 23-19 12 7 511 20-8 11 England 1:5 Holland 7 51115-13 11 Svíþjóð 1:3 Uruguay 9 4 2 3 11-10 10 ísland 2:1 TékkóslóVakia 11 4 2 5 16-17 10 Noregur 1:1 Chile 10 41519-17 9 Danmörk 0:4 Skotland 5 2 30 7-4 7 (HM) Pólland 0:5 ítalía 6 312 8-5 7 Búlgaría 3:3 Svíþjóð 6 231 9-7 7 Danmörk 2:1 Sviss 7 2 3 2 12-14 7 Island 3:2 írland 3 30 0 9-2 6 Thailand 9:0 Kórea 4 301 6-2 6 Búlgaría 1:6 Frakkland 5 3 0 2 12-9 6 Burma 2:0 Pólland 8 2 2 4 14-14 6 ;r á eftir listi yfir Tyrkland 7 2 23 9-11 6 Noregur Portúgal V-Þýzkaland Costa Rica 2 2 3 11-14 211 8-5 2 161 ‘ -19 212 li-. I 6 5 5 FramhaM á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.