Þjóðviljinn - 13.01.1957, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.01.1957, Blaðsíða 11
83. dagur Ferö vélanna yfir þetta djúp var aðeins sýnileg vegna siglingaljósanna. Ljósin á Fjórum-tveim-núll voru á víxl rauð, hvít og græn eins og venja er á farþegavéium. Ljósin á björgunarvélinni breyttust ekkert. Þær komu næstum samstundis út úr skýjaþykkninu í vestri og héldu þfram að bakkanum í austri eins og þær væru teymdar af ósýnilegum þráðum. í nokkrar mínútur þokuöust þær samsíða yfir gjána, gáfu hvor annarri merki með lendingarljósunum, eins og eldflugur. Þegar vélarnar nálguðust austurbakkann var hægt að marka smæð þeirra af því hve hægt þær virtust fara. Þrátt fyrir raunverulegan hraða. þeirra, virtust þær skreiðast áfram í austurátt, og þegar skýin gleyptu þær að nýju var eins og þau yröu þeirra ekki vör. Mennirnir sem réðu hinni haltrandi ferð vélarinnar Fjórir-tveir-núll, voru löngu hættir að hugsa um loftiö umhverfis. En þó færði skýjarofiö þeim nokkra fróun, því aö þeir sáu raunverulega hina vélina og gátu nú trúað því að þeirra eigin heimur heföi ekki sleppt af þeim hendinni. Þegar þeir sáu B-17 í raun og veru, sáu tignarlegar útlínur hennar bera við stjörnubjartan him- in, var þaö þeim meira virði en öll loftskeytasamtöl við ópersónulegar raddir. Þótt þeim væri ljóst að mennirnir á B-17 voru þess ekki megnugir að færa þéim bráða hjálp — þeir gátu ekki fleygt út kaðli og dregið skrapa- tólið heim — þá losnuðu þeir við þá tilfinningu að þeir væru utan við heiminn. Þetta ásamt meiri kyrrð í lofti og uppstyttunni varö til þess að þeim varð léttara um hjartað, og breytni þeirra varö aftur eins og þeir gætu ráðið einhverju um framtíðina. Og þeir horfðu með á- kefð út um gluggann til vinstri, hölluðu sér hver yfir annán, skyggðu fyrir augu og störðu á B-17, drukku í sig fögnuðinn yfir nærveru hennar. Sullivan rauf leiðslu þeirra rétt áður en þeir hurfu inn í austurvegginn, og rödd hans hafði endurheimt nokkuð af festu sinni. ,,Hobie“, sagöi hann einbeitnislega. „Farðu nú aftur í. Ban kemur í þinn stað. Taktu Gibson stelpuna með þér og búöu farþegana undir nauðlendingu. Þú hefur næg- an tíma .... og þú skalt nýta hann. Eg kveiki á ör- yggisbeltamerkinu tíu mínútum áður en við skellum okkur niður. Hafðu þá allt tilbúið. Þegar ég kveiki á Reykingar bannaðar, þá skorðið þið Spalding ykkur.‘.‘ „Hvað um afturdyrnar?“ Hobie tók af sér heyrnartæk- in og hengdi þau varlega á krók við hliðina á sætinu. Hann strauk ósjálfrátt yfir hárið og reis á fætur. Ungt andlit hans var rennsveitt og augu hans voru þokuleg, eins og hann hefði verið að vakna. Hann virtist jafn- vel yngri en tuttugu og tveggja ára, það var eins og þreytan og áhyggjurnar hefðu fært hann nær bernsku sinni. „Hvenær á ég að opan afturdyrnar?“ „Strax og þú ert viss um að við séum stanzaðir. Flýttu þér ekki .... mundu það. Komdu fólkinu út á flekann og bíddu eftir okkur eins lengi og þú getur. Ef við getum öll verið saman .... þá verður þaö þeim mun skárra.“ „Allt í lagi.“ Hann steig niður af pallinum við hliðina á Sullivan. Hann leit hugsandi á Leonard og síðan á Dan. Þetta var aðskilnaður sem honum var sýnilega þvert um geð. Nú yrði hann að taka ótal ákvarðanir á eigin spýtur, og þótt þær væru ef til vill smávægilegar, þá vissi hann að þær urðu að vera réttar. „Gangi ykkur vel, strákarj" sagði hann vandræðalega. Hann reyndi að brosa og gekk siðan meö semingi að dyrunum aftur í. Þpgar hann gekk gegnum áhafnar- klefann tók hann Gibson stelpuna niður af hillunni sem hún var á. Þetta var lítil, ótrúlega fullkomin sendi- stöð sem hafði hlotiö nafn af löguninni á hylkinu sem hún var í. Hobie, sem var alls ekki viss um uppruna nafnsins, því að 'hann minntist þess ekki að hafa nokkru sinni séð kvenmann í kvikmyndum sem bar nafnið Gibson, hugsaði einkum um tæknilega mögu- leika tækisins. Hann rifjaði upp í huganum hverju það gat áorkað, og mundi þaö að þótt hann gæti haldið á því undir hendinni, haföi það bjargað fjölmörgum mönnum í neyð. Ef snúið var sveif hejrðist S O S merk- ið í hundraö mílna fjarlægð og hvaða skip eöa flugvél j ,*m var gat heyrt það. Hanr, vlssi að þetta tæki var af 1 Sunnudagur 13. janúar 1957 — ÞJÖÐVILJINN — (11 nýjustu gerö og útbúið með nýrri neyðarhringingu. Þetta var í rauninni dásamlegt, lítið tæki, sem þoldi hina verstu meðferð — en samt sem áður hélt Hobie því varlega upp að síðunni þegar hann gekk út um dyrnar. „Gott og vel, Dan,“ sagði Sullivan. „Eg skal taka við henni.“ Hann hallaði sér fram og tók um stýrið meöan Dan smeygði sér út úr sætinu. Augu þeirra mættust um leiö og þeir skiptu um sæti, en þeir sögöu ekki neitt. Vélin kipptist til um leið og hún fór aftur inn í skýja- þykkniö og regnið helltist aftur reiðilega yfir þá. Dan settist ekki strax í sæti Hobies. Sullivan hafði sett á sig heyrnartækin, og ef þörf var á sambandi næstu mínúturnar, gat hann sjálfur séð um að koma boðum sínum. Dan virti fyrir sér mælana og neyddi sjálfan sig til að lesa af þeim með bölsýni. Svo framkvæmdi hann ein- faldan reikning. BenzínmagniÖ í öllum geymunum var nú tvö hundruð og tuttugu gallón! Tvö hundruð og tuttugu gallón í flugvél sem eyddi því nær tvö hundruö gallónum á klukkustund. Þetta voru einfaldar jöfnur. Of einfaldar. Eitthvað hlaut aö gerast bráðlega. Leonard beygði sig yfir rafmagnshæðarmæli sinn og stoppúriö og reyndi að sannprófa vindhraöann, sem hann var þegar búinn að mæla. Dan þokaði sér til hans. „Nokkuö nýtt um vindinn, Lennie?“ „Nei.“ „Þá erum við ekki sérlega vel birgir?“ „Nei. Eg vildi óska .... Ó, guð minn góður, ég vildi óska að við hefðum benzín í tíu mínútur í viðbót. Að- eins tíu mínútur . . . . “ „Ertu viss um að það nægði, Lennie? Ertu alveg viss núna? Dan var aöeins eilítið forvitnislegur, og rödd hans var eins róleg og um venjulega flugferð væri aö ræða. Hann hefði eins vel getað verið aö spyrja Leonard aö því, hvort hann vissi hvað mörg mörk hefðu verið skoruð í fótboltakeppni. Sem hann stóð þarna og neri örið á kinninni með hægð, hafði hann róandi áhrif á Leonard og hann hló beizklega. „Eins og þeir segja í bókunum .... Nú hef ég gengið nákvæmlega úr skugga um rétta stöðu okkar. Tíu mínútna benzínmagn í viðbót gæti bjargað okkur.“ „Hvað þyrfti að hvessa mikið til að koma þessu í kring?“ „Um tuttugu hnúta á næstu klukkustund.“ „Þú biöur ekki guö um lítið.“ „Það er óhugsandi, svo að ég bið þess ekki einu sinni. Skólanemarnir Framhald af 1. síðu. fjölda eru 26 gagnfræðaskólar og héraðsskólar, 10 húsmæðra* skólar og 14 iðnskólar. Fastir kennarar við þessa skóla eru 452.alls. Þar af 111 konur og auk þess margir stundakenn- arar. I gagnfræðastigsskólun- um eru 5930 nem., húsmæðra- unum 343 nem., bænda- og garðyrkjuskólum 79 nem. Alls munu vera í framhalds- og sér- skólum um 10 þús. nemendur. Skólabyggingar I fjárlögum 1956 er veitt fé til framhalds byggingar barna- skóla á 24 stöðum og 18 nýrra barnaskóla. Þá er í sömu lögum veitt fé til framhalds bygginga skólunum 343 nem., bænda- og gagnfræðaskólana á Siglufirði, Vestmannaeyjum og eins nýs gagnfræðaskóla í Reykjavík. Undirbúningi að byggingu Kennaraskóla Islands og Hús- mæðrakennaraskóla Islands er að mestu lokið. Nýr gagnfræðaskóli tók til starfa í Reykjavík. Orlof fengu 8 barnakennayar á þessu ári og 11 framhalds- skólakennarar. Dveljast þeir nú flestir við nám erlendis eða hér í Reykjavík. 83 millj. kr. Gjöld vegna skólamája 1955 - urðu kr. 73.863.033.63. Heildaij- útgjöld ríkissjóðs voru það ár kr. 512.492.362.17. Fjárlög 1956 gera ráð fyrir kr. 83.401.657.00 til skólamála. Ný láunalög geVigu í gildi í byrjun ársins, mun ha^gstæð- ari fyrir kennara 'en hin éldri. Þrátt fyrir það gekk m jög treg- lega að ráða kennara 'áo 'ýms- um skólum. Var komið frám í. nóvember þégár því váf TOKið. H.H.Í. S.Í.B.S. D.A.S. Happdrætti Háskéla Islands Til ÞRIÐJUDAGS hafið þér forgangsrétt að fyrrí númerum yðar. Eftir þann dag má selja þau öðrum. 10000 vinningar samtals 13.440.000,00 kr. Hæstu vinningar HÁLF MILLJÓN króna Enginn vinningur lægri en 1000 krónur. Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýíu - Sósiallstaflokkurlnn. - Ritstjórar; Magnús Kiartan...-n ^ób ), Slguróur Ouðmundsson. — Préttarltstjórt; Jón Biarnason. — Blaðamenn: Asmundur Sigur- _ jónsson, BJarnl Bencdlktsson, QuSmundur Vigfússon, fvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. — AuglyslngastJórl: Jónstelnn Haraldsson. — Rltstjórn, afgrelSsla, auglýslngar. prentsmlðja: Skólavörðustig 19. — Simi 7500 (3 ” Askriftarverð kr. 25 á ménuSt i Rcykjavik og nágren nJ: kr. 22 anngrsstaSar. - LausasöluverS kr. 1. - PrentsmlSJ* ÞJóðvllJani b.f þlQÐVILilHK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.