Þjóðviljinn - 13.01.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.01.1957, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 — Skyldi ég verða barinn í dag? Á þeirri hljóðu spurningu hófust um skeið dagar lítils drengs í borginni Taganrog við Asoffshaf í Rússlandi fýrir meira en 90 árum. Löngu eíðar skrifaði hann þessa játningu: „Eg get aldrei fyr- irgefið föður minum að berja mig, þegar ég var lítill.“ En þessi harða reynsla bernsk- unnar vann ekki bug á góðu eðli drengsins: hann varð ekki aðeins yndislegur rithöf- undur, heldur einnig ljómandi persónuleiki, heill maður sem unni mannkyninu einlægri ást. Hann hét Anton Pavlovits Tsékoff. Tsékoff fæddist 17. janúar árið 1860. Faðir hans var smákaupmaður í Taganrog, en lagði með köflum meiri stund á að leika á fiðlu og mála helgimyndir; og var hús hans eigi auðugt. Hann kom þó sonum sínum til náms, og gekk Tsékoff í mennta- skólann í Taganrog. En hann hafði ekki lokið námi í skól- anum, er sú breyting varð á högum fjölskyldunnar að hún fluttist til Moskvu — nema Tsékoff, sem var skilinn eft- ir að spila á eigin spýtur unz hann hefði lokið náminu. Hann gerði það með sóma, kom síðan til Moskvú árið 1879, innritaðist í læknadeild háskólans og lauk læknanámi á tilskildum tíma. En á náms- árunum við háskólann var hann einnig helzta fyrirvinna fjölskyldunnar, og þá hóf hann ritstörf. Skrifaði hann ótölulegan f jölda stuttra gam- anþátta í ýms tímarit: 120 þætti árið 188-3, 129 árið 1885; en talið er að upp úr því hafi hann farið að taka ritstörf sín alvarlega, og ár- ið 1888 birtir hann aðeins 12 gamanþætti. Þá hafði hann og hafizt handa um leikrita- gerð, skrifað nokkra fyndna einþáttunga og eitt langt leik- rit: Ivanoff, er mun hafa ver- ið sýnt fyrst árið 1887; og þegar það var sýnt á Alex- stofnað í Moskvu. Annar að- alstofnandi þess, Nemiro- vits-Dantsjenko, var kunnug- ur Tsékoff og þekkti verk hans; og fyrir fortölur hans sýndi Listaleikhúsið Máfinn á stofnári sínu og hóf hann til mikillar frægðar. Ári síðar sýndi leikhúsið Vanja frænda; og þótt sú sýning yrði ekki eins ágætleg og hin fyrri, var orðstír Tsékoffs borgið. Árið 1890 hafði Tsékoff verið fangalæknir á Sakalín- eyju undan austurströnd Sí- beríu; hafði hann reynt í þeirri vist vosbúð og harðrétti, sem reyndist honum örlagaríkt: hann fékk snert af berklum; og þegar hér var komið sögu, 1899, mátti hann ekki fram- ar dveljast í hinum kaldari hlutum lands síns — hann var búsettur í Jalta á Krím. Listaleikhúsið tókst nú ferð á hendur að sýna skáldinu verk hans, og varð mikill fögnuður þar syðra yfir komu og sýningum leikhússins. Þetta var vorið 1900. Er Stanislavskí og félagar hans hurfu aftur norður á bóginn, settist Tsékoff við að semja nýtt leikrit handa Listaleik- húsinu; og lauk hann því í nóvember um haustið. Það var leikritið Þrjár systur, er var frumsýnt 31. janúar 1901. Það fékk ekki eins góðar við- tökur og Máfurinn á sínum tíma. En það vann á smám saman. — Um vorið kvænt- ist Tsékoff leikkonunni Olgu framar. Hann andaðist í ari. Þú skalt þessvegna bera Þýzkalandi aðfaranótt 2. júl- virðingu fyrir manninum í ís 1904, með bros á vörum sjálfum þér og minnast þess, eins og Þormóður kolbrúnar- að heiðarlegur maður verður Orð um TSEKOFF * andrinskí-leikhúsinu í Péturs- borg i janúar 1889, varð Tsé- koff í einu vetfangi góðkunn- ur höfundur. Hann hófst þegar handa um samningu næsta leikrits, er hann nefndi Skógarandann. Leikritið „féll“ er það var sýnt, og segir ekki af því fyrr það bírtist á prenti átta árum síðar, stórmikið breytt, og hét þá Vanja frændi. Það var ekki fyrr en haustið 1895 sem Tsékoff dirfðist að byrja enn á nýju leikriti; það var Máf- urinn. Hann var frumsýndur í október næsta ár. Tsékoff fór úr leikhúsinu eftir 2. þátt og reikaði aftur og fram um götur Pétursborgar fram á rauðanótt — þá skal ég hund- ur heita, ef ég skrifa nokk- umtíma framar staf fyrir leiksvið, tautaði hann fyrir munni sér. Og það virtust horfur á að hann mundi standa við það fyrirheit. En árið 1898 var Listaleikhúsið Knipper, einni helztu leikkonu Listaleikhússins; og hafði hún m.a. leikið í verkum hans. Tsékoff samdi aðeins eitt leikrit enn: Kirsuber jagarð- inn, árið 1903; enda leið nú að lokum. Leikurinn var frumsýndur 17. janúar 1904, á 44. afmælisdegi höfundar. Hann var kallaður fram með fagnaðarlátum, en sem hann gekk fram á sviðið fékk hann heiftarlegt hóstakast. Tveim- ur dögum siðar kvaðst hann ekki hafa jafnað sig ennþá. Hann kenndi það geðshræring- unni, en það voru berklamir — og hann jafnaði sig ekki Anton Tsékoff skáld. Það er langt síðan ég hef bragðað kampavín — þau voru síðust orð hans. Öllum ber saman um að Anton Tsékoff hafi verið töfr- andi persónuleiki, skapgerð hans heilsteypt, lund hans viðkvæm og mild. Hann var einfaldur maður í framgöngu og gerði sér miklu lægri hug- myndir um list sína en efni stóðu til. „Eg er eiginlega læknir," sagði hann, „þótt ég fáist smávegis við skáldskap í frístundum mínum.“ „Eg er ekki leikstjóri, ég er læknir," sagði hann öðru sinni er leit- að var ráða til hans um svið- setningu eins af leikritum hans. „Eg sé hann fyrir mér ljómandi af lífsgleði og fullan af þrótti,“ segir Stanislavskí. í Lífi í listum: „Mjög sjaldan var hann í þungu skapi, og kynntist ég honum þó, er hann þjáðist af sjúkdómi. En hvar sem þessi sjúki maður fór, var alltaf fjör og gam- ansemi. Hann var stundum ærslafullur eins og skóla-. drengur og fann upp á ýmis konar flónskupörum. Hann hafði ekki meiri óbeit á neinu en fáfræði, hvefsnikenndri ó- kurteisi og heimskulegu þvaðri og hataði þetta sífellda smáborgaravæl út af lítilfjör- legustu atriðum dagslegs lífs. Enginn þráði fjör og fram- farir á öllum sviðum heitar en hann. Hann leit á allar nýjungar sem merkisviðburði, hvort sem það var nýtt at- vinnufyrirtæki, vísindafélag, leikhús, bóka- eða listasafn." En þótt Tsékoff væri auð- mjúkur gagnvart listinni og hógvær í framgöngu, átti hann til að bera mikið mannlegt stolt. Þegar 16 ára gamall skrifaði hann bróður sínum bréf og sneypti hann fyrir að kalla sjálfan sig „lítilmót- legan.“ „Mér geðjast ekki þessi sjálfslýsing þín. Þú get- ur játað lítilmótleik þinn and- spænis Guði, Fegurðinni, Nátt- úrunni, en fyrir mönnum heldurðu fast við mannlega virðing þína. Þú ert heiðar- legur maður og enginn þorp- ekki kallaður lítilmótlegur.“ Á sama hátt og Tsékoff var yfirlætislaus maður og óbrot- inn í öllum háttum, svo var einfaldleikur einnig stílhug- sjón hans. „Maður á að skrifa einfaldlega,“ sagði hann. List- in skal vera hrein og bein, þannig að hún rati skemmstu leið til hjartans. Ef sagt er: maðurinn sat í grasinu, þá skilur það hver maður á samri stund; en ef sagt er: gamall maður með innfallið brjóst lét fallast niður í gras- ið sem þegar var troðið og bælt af fótum f jölmargra veg- farenda, þá þarf heilinn að greina sundur allar þessar myndir; skáldskapurinn fer ekki lengur rétta boðleið og glatar áhrifum sínum — eitthvað á þessa leið rökræddi Anton Tsékoff. Skáldskapur- inn á að vera jafnflókinn og jafneinfaldur og lífið sjálft, sagði hann; við eigum að skoða mennina eins og þeir standa á jörðinni, en ekki setja þá fyrst upp á ein- hverja ímyndaða fótstalla. I samræmi við þessa hugsjón voru lýsingar hans mjög hlut- lægar, veruleikur þeirra „rétt- ur.“ Hann lét ofursta úr hern- um fylgjast með æfingum á Þremur systrum, svo að allt sem varðaði hermenn og her- mannahætti í leiknum væri sannleikanum samkvæmt. Hið raunverulega líf var mæli- kvarði skáldskapar hans. Það var í fyllstu samræmi við lífshugmynd og stílhug- sjón Tsékoffs að margflókin atvikarás og dramatískir at- burðir voru honum eitur í beinum. Hér er raunar komið að megineinkenni leikrita hans: sjálfsagt hafa ekki í annan tíma verið samin öllu ódramatískari leikrit en sjón- leikir Antons Tsékoffs. Þó munu fá leiksviðsverk vekja mönnum óblandnari unað en þeir — þegar allri list þeirra er til skila haldið. Það er eins og Stanislavskí sagði: „Sjón- leikir hans eru viðburðaríkir, en það eru ekki ytri athafnir, heldur innra líf. Jafnvel þegar persónur hans hafast ekkert að, gerist þó eitthvað innra með þeim........Sálarlíf per- sónanna er það markverðasta í leikritum Tsékoffs." Hér verður ekki freistað að lýsa þeim listbrögðum í sjónleikj- um hans, sem valda því að lágvær og sundurlaus samtöl á viðburðalausum degi hlaða loftið rafmagni, fylla sviðið höfgum trega, sýna örlögin sjálf að verki, máttug og römm; enda óvíst að lýsingin dygði þeim vel sem ekki eru kunnugir verkunum sjálfum. Það er mannshjartað, nakið og heitt, sem við skoðum í leikritum Tsékoffs; og yfir hverju verki hans er sérstak- ur heildarblær, sérstakt geðs- lag, sem leikstjóri og leikend- ur verða að skilja og skapa hverju sinni ef vel á að fara. Það er torvelt að segja hvern- ig þessi geðblær verður feng- inn: Stanislavskí fann bara að það vantaði ,,eitthvað“ þegar Listaleikhúsið æfði Þrjár systur fyrst; sýningar á leikritum Tsékoffs kosta i einu mikið erfiði og skáldlega skilningu. Ef á hvorugt hefur brostið við æfingar Þriggja systra í Iðnó að undanfömu, megum við sjá þar einhverja merkustu leiksýningu sem okkur hefur lengi boðizt. Sýn- ing leiksins mætti þó veita meira en listrænt yndi. Hún mætti einnig kenna íslenzk- um leikrita'höfundum, sem flestir halda að dramatíska sé sama og mælskulist, að tala lægra en þeir temja sér. — vekja athygli þeirra á því að það er meira virði að rista djúpt en hrópa hátt. Það hefur ýmsum verið þyrnir í auga, hve verk Tsé- koffs eru „ópólitísk,“ hve hljóð þau eru um þjóðfélags- átök með samtíð hans. Og rétt er nú það: verk hans eru ekki innblásin ákveðnum félagslegum hugsjónum. Þau eru samt sem áður ekki skrif- uð í tómrúmi; og t. d. þarf ekki að lesa Þrjár systur lengi til að finna tengsl verksins við rússneska sam- tíð; jafnvel sjálfir byltinga- mennirnir 1917 hefðu getað talið sér ræðu Túsenbakks um þrumuskýið til tekna. Hin fögru orð Versjíníns um þá tíð sem kemur, þótt við verð- um þá grafin, gátu ekki átt neinn hljómgrunn nema með þjóð sem lifði örgu lífi. Vera má að síðari tími muni kalla líf okkar sem nú lifum und- arlegt og óhagkvæmt og heimskulegt og saurugt og jafnvel bölvað, segir Versjín- ín. Það var dómur yfir því fé- lagi, þar sem börn voru bar- in. Og ræða Andreis i loka- þættinum er harðari þjóðfé- lagsgagnrýni en flestum lán- ast að flytja. En slíkar hugleiðingar um verk Antons Tsékoffs eru ekki öldungis nauðsynlegar. List þeirra er réttlæting þeirra, fegurðin er aðal þeirra, mannkærleikurinn er kjarni þeirra. Þvi heitar sem við unnum manninum því kærari verða okkur verk Ant- ons Tsékoffs. Það eru verk um hinn eilífa mann, þann sem stríð drepa ekki, þann sem skipulög skapa ekki — um óþreyju hjartans, um hina síkviku bifan brjóstsins, sef- ans hljóðu sorg. B. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.