Þjóðviljinn - 16.01.1957, Page 7
Miðvikudagur 16. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7
L
„Það var á þeim árum þeg-
ar ég gekk um og svalt í
Kristíaníu — þessum undar-
lega bæ, sem enginn yfirgefur
utan hann beri þess nokkur
merki“. Bókin, sem þannig
byrjar, fékk Knut Hamsun
þeirrar frægðar, sem lítt hef-
ur dvínað síðan. Það var þó
ekki Hamsun, sem til þess
valdist að lýsa sorg og gleði
þeirra þúsunda verkamanna,
sem Óslóborg byggja — til
þess var hann of bundinn
þeirri mannfyrirlitningu, sem
var í senn veikleiki hans og
styrkur. Á þessum árum hróp-
aði norskur verkalýður á
skáld, sem skilning hefði á
kjörum hans og baráttu —
skáld úr sínum eigin röðum.
Og sá maður var einmitt
Rudolf Nilsen.
Verkamannahverfi Ósló-
borgar eru mörg og að ýmsu
sundurleit. Þó eiga þau það
sameiginlegt að vera nær öll í
austurhluta borgarinnar og
kalla Norðmenn það ostkant-
en. Margit Ravn, sem nú mun
vera kunnust norskra rit-
höfunda á íslandi, hefur ritað
ákaflega dramatíska ungpíu-
bók um stúlku, sem elst upp
í austurhlutanum en þráir það
heitast að giftast inn í vestur-
bæinn. Og í einu slíkra hverfa
— Válerengen — fæddist
Rudolf Nilsen árið 1901 og
var alla tíð hreykinn af
æskustöðvunum.
Um æsku Rudolf Nilsens er
fátt eitt að segja. Faðir hans
var drengur góður og dugandi
maður, en óhófleg áfengis-
varð ekki löng, en þó var
dauði hans óbætanlegur skaði.
1 formála fyrir heildarútgáfu
af ljóðum hans árið 1935
skrifaði Amulf óveriand á
þessa leið: Hafi norsk lýrik
nokkum tíma beðið tjón var
það þá. Norskur öreigaskáld-
skapur er siginn í hið sama
farið, og ekkert bendir til
þess, að áfram verði haldið
því verki Rudolf Nilsens að
færa norskum verkalýð söng
við sitt hæfi.
í sama streng munu nú
flestir Norðmenn taka. Sár-
nauðugir viðurkenna háborg-
aralegir skríbentar að mann-
skrattinn hafi verið skáld og
að minnsta kosti tvö af kvæð-
um hans fullkomin listaverk
— kvæðin Revolusjonens rost
og Nr. 13. Bragfræðingar telja
sig ýmislegt geta að ljóðunum
fundið, en bæta þó við, að svo
séu þau innileg að gallarnir
gleymist með öllu. Og norskur
verkalýður ann Rudolf Nilsen
öðrum skáldum fremur.
II.
Þegar við lesum þau ljóð,
sem hér um ræðir, vekur það
strax eftirtekt hve mörg
þeirra eru af stjómmálalegum
toga spunnin. Rudolf Nilsen
hefur sjálfur lýst því hvem
tilgang hann taldi sig hafa:
Jeg kjenner en mening med livet.
Det er i de navnleses hær
á kjempe for arbeiderklassen
med tanke og sang og gevær.
Sjálfur var Rudolf Nilsen
alla daga virkur i baráttu
verkalýðsins. I>egar mótmæla-
JON THÖR HARALDSSON:
Oreigaskáldið
Rudoif Nilsen
nautn hans lék heimilið hart.
Telja kunnugir, að sonur hans
hafi borið þess ýms merki.
Rudolf Nilsen naut meiri
menntunar en þá var títt um
stéttarbræður hans norska, og
er það í frásögur fært, að til
hafi staðið að hann veldi guð-
fræðinám að stúdentsprófi
loknu. Af því varð þó sem
betur fór ekki.
Frá því á fyrstu skólaár-
um sínum hafði Rudolf Nilsen
hinn mesta áhuga á þjóðfé-
lagsmálum. Að loknu mennta-
skólanámi gerðist hann blaða-
maður við Norsk Kommunist-
blad — fyrst sem óbrúklegur
þingfréttaritari. Síðar féll það
í hans hlut að skrifa smá-
greinar ýmiskonar, og mörg
af kvæðum hans birtust fyrst
í því blaði — t.d. Meistarinn,
sem Magnús Ásgeirsson hefur
þýtt. Tuttugu og þriggja ára
gamall kvæntist hann og reisti
bú. Sex árum síðar dó hann
úr berklum suður í Franz og
heyrðist áður tauta: „Det er
fanden á mátte do sá ung“.
Þannig er þá í stuttu máli
ferill Rudolf Nilsens. Ævi hans
aldan reis gegn réttarmorði
Ameríkana á þeim Zacco og
Vanzetti gekk hann drengi-
lega. fram í því að vekja
norskan almenning til vitund-
ar um þann höfuðglæp. Ó-
gleymanlega lýsir hann þeim
eiginleikum, sem byltingin
krefst af bömum sínum.
Gi mig de biitre og steile,
som ikke har frykt i sitf blikk.
Gi mig de gudlese stolte,
som ikke har trang- til mystikk,
men dristig vil skape en himmel
efter sin egen skikk. [her
Gi mig de brendende hjerter,
som aldri gir fapt for tvil,
som aldri kan kues av mismot
og trues av sorger til hvil,
men moter hver seier, hvert
nederlag
med det samme usárliige smil.
Þannig mætti lengi dæmin
telja. Ekki skal ég um það
ræða hversu trúr félagi Rak-
osi hefur reynzt sínum hug-
sjónum. En þeir, sem svívirða
ha:m mest í dag, mættu gjarn-
an minnast þess, að eitt sinn
var hann dæmdur í átta og
hálfs árs fangelsisvist fyrir
ótr°nða verkalýðsbaráttu.
Rudolf Nilsén orti til hans
eitt af sinum beztu kvæðum
og segir svo:
I slike tider er det godt at en
kan bære nederlaget som en
' mann
sósíalistiskum hugsunarhætti
skáldskaparformið — tilfinn-
ing þess að vera talsmaður
óteljandi félaga, var það sem
gaf skáldskap hans styrk,
fegurð og gildi“.
bregður upp. Bezta kvæðið af
þessu tæi er kvæðið Nr. 13.
Nr. 13 er gamall húsagarður
— „der hvor fattigfolket bor“.
Nr. 13 er vár egen gárd, sá
gammel og sá kjær.
Og sá skjonn den er om kvelden,
nár den stiger lys og svær
frem av morket med de mange
lange vindusraders skjær.
En þó skáldið tali í léttum
tóni, er samt þungur undir-
tónn, sem segir frá fátækt og
eymd.
Og langt'pá naften iydei Nr. 13’s
egen sang.
Den er sá hoi og munter, men
den har en underklang
av redsel for den morgendag
som ligger alt pá sprang.
Men det hviskes jo i porten!
og det knaker i en trapp,
Ná, sá er det smukke Olga
som skal tjene sig en lapp.
Fabrikkens ukelonning er vel
oftest noksá knapp.
Raunsæið brást Rudolf Nil-
sen sjaldan. Þrátt fyrir þær
tilfinningar, sem hann bar í
brjósti til leikvallarins endar
hann kvæðið á þessum orðum:
Og det raser i de unges bitre
hjerter: Vák og lær,
at du klart og nært og koldt
igjennem drommens gyllne skjær
ser veien til et la.nd hvor Nr. 13
ikke er.
og stá med hevet hode, rak
og ren,
og trossig peke mot det dromte
land:
En miann i lenker, men med
hjernen fri
og gyllent hovmod i det brune
blik —
en mann som sier det han
onsker si
pá tross av trusler, hugg og slag
og stikk.
Rudolf Nilsen var alltaf
trúr flokki sínum og stétt.
Þó getur vart hafa hjá því
farið, að stundum hafi honum
þótt sækjast seint förin. En
slíkt kemur sjaldan fram —
hann var ekki einn af þeim,
sem gefast upp á miðri leið og
lenda svo í sósíaldemókratísku
volæði eða öðru afturhaldi.
Eitt af fáum dæmum er kvæð-
ið um hversdagsleikann. Þar
segir:
Aldri en skinnende seier —
et osende nederlag,
men lusesmá tap og gevinster
hver eneste dag.
Það er miklum vanda bund-
ið að yrkja slík áróðurs- og
byltingarljóð svo að úr verði
lífvænlegur skáldskapur.
Skáldunum hættir til að kafna
í utanbókarlærðum orðtækjum
og nú er svo komið, að léleg-
um sovéthöfundum hefur tek-
izt að koma meira óorði á
sósíalrealismann en sú stefna
á raunverulega skilið. Rudolf
Nilsen er gleðileg undantekn-
ing. Hann er jafn sannur í
kæti sem kvöl, og þó ádeilan
sé bitur og sár á hann í rík-
um mæli leikandi glettni og
þá æskutöfra, sem valda þvi
að allt annað gleymist. 0ver-
land hittir naglann á höfuðið.
Hann segir: „Rudolf Nilsen
átti sér hugsjón — hugsjón
sósíalismans. Hún var ekki
frumleg og engin persónuleg
grilla, hann deildi henni með
mörgum öðrum, nokkrum
milljónum annarra manna. En
hugsjónin er engu síðri sök-
um þess. Tilfinning þess að
vera sá maður er gefa skyldi
III.
Hér að ofan sagði ég sem
gvo, að Rudolf Nilsen hefði
alla tíð verið hreykinn af átt-
högum sínum í Ósló. Sjálfur
kallar hann sig „gategutt" og
borgin var ætíð hans sanna
heimili. Eitt sinn fluttist hann
um stundarsakir út úr bænum
en festi ekki yndi.
Er det virkelig jeg- som bor her
mellem store, sorgmodigc trær
under hoisomrens dosige vær?
Á, forlot jeg' mitt elskede land,
mine gater med brosten og sand,
for á bo her i storskovens rand?
Það mun naumast ofmælt
að hér sé raunverulegt land-
nám Rudolf Nilsens í norskri
lýrik. Hann yrkir um verka-
mannahverfin — lýsir daglegu
lifi íbúanna og örfáum gleði-
stundum. Og þrátt fyrir fá-
tæktina með allri þeirri niður-
lægingu, sem henni fylgir,
ann hann þessum hverfum.
Ógleymanlegar eru margar
þær svipmyndir, sem hann
Það liggur í augum uppi að
ekki gátu allir litið skítuga
götuna í sama ljósi og Rudolf
Nilsen. Mörg eru þau kvæði,
sem hann yrkir um þá félaga
sína, sem sviku átthagana og
drauminn um betra líf fyrir
götunnar börn. Ýmist eru
þessi kvæði bitur og hæðin
eða angurvær og sár. Gott
dæmi um þá tómleikakennd,
sem greip hann á stundum er
kvæðið Mot vest. Síðasta er-
indið er á þessa leið:
Jeg' stod en dagr tilbake
og sá dig: gá. mot vest.
Og her var giaten trist og grá —
sá det var kanskje best.
Sjálfur stefndi Rudolf Nil-
sen ætíð mót hækkandi sól.
Og vera má að lífi hans og
skáldskap sé bezt lýst með
snilldarst"ku Eiríks Einars-
sonar frá Hæli:
Held ég enn i austurveg
æsku minnar gestur,
þó aS ellin þreytuleg
þokist öll í vestur.
Ósló, 6. jan. 1957,
Jón Thór Haraldsson.
Olíuhluthafinn Björn Ólafs-
son segist grœSa of mikið!
Björn Ólafsson kvensokkainnflytjandi heldur enn álram
að skrifa um olíiunál, þá dagana sem hann hvetur fólk
ekki til að hamstra kvensokkum. Spyr hann Olíufélagið
h.f. nú nvjög, hversu mikið það græði á Hamrafellinu.
Eins og Þjóðviljinn hefur áður bent á eru þessar spurn-
ingar kvensoltkaheildsalans ákaflega kynlegt fyrirbæri.
Björn Ólafsson er einn af hluthöfunum í Olíufélaginu
og einn af eigendum Hamrafells. Hann er hafður með í
ráðnm um alla starfsemi félagsins og hefur persónuleg-
an hag af því að gróði þess verði sem mestur. Bjöm
vajr allra manna harðastur í að heimta að Hamrafellið
fengi 220 shillinga fyrir að flytja olíutonnið, og hann
tók þátt í að hóta því að skipið yrði leigt öðrum ef það
verð fengist ekld. Varð Björn ævareiður þegar Lúðvík
Jósepsson neyddi verðið niður um 60 shillinga á tonn,
enda þótt einnig það verð færi félaginu óhemju gróða
eins og rakið hefur verið hér í blaðinu. Og svo keniur
olíukóngurinn fram á sjónarsriðið í Vísi og þykist
hneykslaður ofan í tær á því hvað hann sé látinn græða
mikið!