Þjóðviljinn - 19.01.1957, Page 7

Þjóðviljinn - 19.01.1957, Page 7
Laugardagur 19. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Lúðvík Jósepsson, viðskiptamálaiáðherra Olíumálin Leiga á olíuskipam — leigan á Hamraielli Síðari hluii ÚG vík þá að hinu ádeilu- " efni íhaldsblaðanna á mig í sambandi við olíumálin, en það er leigan á Hamrafellinu. Því er haldið fram, að Hamra- fellið hafi verið leigt til olíu- flutninganna í vetur á okur- leigu og muni skipið græða um 14 milljónir króna í 4 ferðum. Hvað er hið rétta í þessu máli? Eins og áður er að vik- ið í þessari grein tók Hamra- fellið að sér að flytja til landsins gasolíufarm í nóv- ember sl. og tók þá 100 shill- inga farmgjald. Það farm- gjald var 50 shillingum lægra, en olíufélögin höfðu ætlað sér að leigja skip fyrir í því til- felli, en hikuðu við vegna þess að þau fengu ekki meðmæíi fyrir slíkri flutningsgjalda- hækkun. Enginn hafði skiljan- iega neitt við þessa leigu Hamrafellsins að athuga, ekki einu sinni þeir sem síðar hafa haldið því fram að skipið þyrfti ekki nema 60 shillinga fragt. Leiga Hamrafells í þessum fyrsta túr fór fram eins og siður hefur áður verið með leigu íslenzkra flutningaskipa. Leitað hafði verið eftir til- boðum í túrinn og þar sem Hamrafellið var lægra en er- lendu skipin var það tekið. Þannig hefur þessu verið var- ið þegar skip hafa verið leigð til flutninga með heila farma, eins og salt, sement, saltfisk, eða annan vaming. Á meðan Hamrafellið var í þessum fyrsta túr sínum skall Súez-stríðið á. Upp úr því gjörbreyttist viðhorf skipafé- laga til flutninga um Mið- jarðarhaf og Svartahaf. Olíu- félögin hér gátu yfirleitt ekki fengið nein skip til olíuflutn- inganna og alls ekki nema á óstjórnlega háu verði. Ég lagði því strax áherzlu á að tryggja Hamrafellið til áfram- haldandi flutninga fyrir okkur á olíu úr Svartahafi, en þaðan kaupum við nær alla okkar olíu. Eigendur Hamrafells færðust undan í fyrstu og báru fyrir sig að norskir skipaeigendur og aðrir, sem þeir hefðu samband við, vildu hvorki fyrir eitt né neitt verð leggja akip sín í þessa flutn- inga eins og málin stóðu. Big- endur Hamrafells tilkjmntu ennfremur að þeir hefðu leigt skipið einn túr vestur um haf vegna benzín- og olíuflutninga til Keflavíkurflugvallar. Fyrir mjög eindregin til- mæli ríkisstjómarinnar féllust eigendur Hamrafells á að taka að sér flutningana frá Svarta- hafi næstu mánuði og fengu losað sig frá leigu skipsins í vestur-túrinn. Þetta gerftist þegar önnur skip voru yfir- leitt ekki fáanleg til þessara flutninga. En þá kom spurningin um leigugjald fyrir skipið. Skilj- anlega töldu eigendur Hamra- fells sig eiga rétt til sama flutningsgjalds og þá var á frjálsum markaði. Þeir töldu sig gera vel að láta skipið í þá flutninga, sem önnur skip vildu yfirleitt ekki taka að sér. Þá var þess að gæta, að hér var um að ræða þá 4 mánuðí ársins (des.—apríl), sem fragtir eru alltaf hæstar í íslandssiglingum og erfiðast að fá skip í, Augljóst var að fragtir á frjálsum markaði fyrir þennan tíma voru að minnsta kosti 220—240 shill- ingar. Ríkisstjórnin samdi við Hamrafellið fyrir 160 shillinga í 4 túra, eða vfir óhagstæð- asta flutningatímann. En var þá hægt eða rétt- mætt að ákveða. lægri flutn- ingsgjöld fyrir skipið? Ég vil ekki draga úr því, að Hamrafellið hafi getað tekið að sér þessa flutninga fyrir lægra gjald, en réttmætt er að meta aðstæður allar. Gat ekki ríkisstjórnin beitt há- marksákvæðum á fragtir Hamrafells og ákveðið jafnvel 60 shillinga fragt? Ég kynnti mér þessi atriði áður en Hamrafellið var leigt. Að vísu gat ríkisstjórnin lagalega séð fyrirskipað lægri fragt en 160 shillinga, en hvaða reglur höfðu gilt um ákvörðun farm- gjalda í hliðstæðum tilfellum við þetta? Athugun leiddi í ljós, að hámarksákvæði um fragtir hafa ekki verið notuð þegar^ um heila farma hefur verið að ræða. Þannig hafa t.d. öll ís- lenzku skipin jafnan búið við þær fragtir í saltflhtningi, sementsfhitningi, saltfiskflutn- ingi og öðru slíku, sem frjáls skipa-markaður hefur sagt til um. Hámarksfragtir hafa hins vegar gilt um „stykkja-vöru“ og hliðstæðan flutning. Þær reglur hafa eðlilega verið þannig í framkvæmd að stund- um hafa íslenzku fragt-taxt- amir verið hærri en á frjáls- um markaði, en stundum lægri. Eimskipafélag Islands hefur lengi búið við þessi kjör og sum árin grætt vel, en önnur minna. Það var því augljóst,. að skapa þurfti hér nýja reglu gagnvart Hamrafellinu, ef fyr- irskipa átti því hámarksflutn- ingsgjald. Ég vil ekki neita því að rétt kunni að vera að ákveða slíkt hámarks-flutningsgjald, en hitt er mér ljóst að þá verður jafnframt að ákveða öðrum íslenzkum skipum, sem flytja heila farma milli landa, há- marksflutningsgjöld. Að þessu sinni var Hamra- fellið leigt með sérstökum hætti. Það var nauðugt tekið í þessa flutninga yfir óhag- stæðasta tíma ársins og látið hætta við aðra flutninga. Við það var samið um 4 ferðir og að minnsta kosti um 8 millj. króna lækkun á þeim frá frjálsum markaði. Með 160 shillinga fragtinni var farinn millivegur milli þess flutningsgjalds, sem skip- ið hafði áður fengið fyrir sína fyrstu ferð og enginn hafði neitt að athuga við, og þess sem frjáls markaður bauð, eins og komið var. Upp úr þessari leigu Hamra- fells verður að sjálfsögðu tek- in afstaða til þess, hvort flutn- ingsgjöld þess verði almennt miðuð við hámarksákvæði, eða látin fylgja frjálsum markaði. Þessi leiga Hamrafells verður einnig að skoðast í því ljósi, að hér var um nýtt skip að ræða, sem var að hefja rekst- ur sinn og eðlilega með noklt- urri óvissu um allt honum við- komandi. Þá gerði ríkisstjórnin um sama leyti og skipið var leigt, ráðstafanir til þess að skatt- leggja kaup þess um 9 millj. króna með 16% yfirfærslu- gjaldinu nýja. Það má því segja, að Hamrafellið hafi verið: Framhald á 8. síðu. KVEÐJA Við skiptumst á kveðjum, tií skllnaðar dró. Það orð voru aðeins, innantóm þó og sá ekki stað, líkast síðvetrarsnjó. Þú trúðir þeim. illa, ég trúði þeim ver. Skrök eða draumur vor skilnaður er Við héldum .til suðurs, ég sagði við þig: Sjá öldurnar bláu, þœr baða í sól! Við sáum til norðurs, þú sagðir við mig: Sjá öldurnar bláu, nú byrgja þœr sóli Fullyrtu aldreí, þó Hnnist þér það, að fold eða himinn skilji vkkur að. Þá líður að kveldi og lœkkuð er sól, tvö munu gista þitt taugrefta skjól! aldrei í draumum einn um þitt ból. Sem skuggann þú leiðir um langt eða skammt, skóhljóðið tveggja skynjar þú jafnt. Því menn eða guðir, né mar eða land, ei megna að slíta vort örlagaband og klöppin og björkin þær kunna á því skil, og kyljan og lœkurinn sanna þar til: að hvernig sem viti og vilja er beitt, anda sem unnast ei aðskilur neitt. ____ Halldóra B. Björnsson • þýddi. GABRIELA MISTRAL Kennslukonan frá Los Andes Á einum þeim stað á vest- urhveli jarðar sem f jarlægast- ur er okkur íslendingum bjó fyrir nokkrum áratugum fá- tæk kennslukona sem hét'Luc- ila Godoy y Alcayaga. Godoy var nafn föður hennar, Al- cayaga nafn móður hennar, og bæði voru nöfnin af basknesk- um uppruna. Þegar Spánverj- ar lögðu Suðurameríku undir sig á sextándu öld komust Baskar til Chile og blönduð- ust þar frumbyggjunum, Indí- ánum. IJr þeim lindum var blóð það runnið, sem streymdi um æðar Lucilu, höfugt blóð og órólegt. Faðir hennar yfir- gaf fjölskylduna þegar hún var smátelpa, og sjálf varð hún fyrir þeirri smán í skóla að vera gerð afturreka fyrir heimsku sakir. Hún varð að afla sér þekkingar á eigin spýtur og hafði náð þeim árangri að nú var hún sjálf kennslukona í bænum Los Andes. Þar sóttu örlögin hana heim tvítuga. Járnbrautar- verkamaður, Romelio Ureta að nafni, átti þar einnig heima og þau felldu saman hugi. Fátt er vitað um samband þeirra annað en það að hann brást henni. Hann sneri að vísu til hennar aftur en skömmu síðar svipti hann sig lífi. Takmarkalaus örvænting heltók ungu stúlkuna, og ör- væntingin var svo magnþrung- in að hún gagnsýrði alla vit- und hennar og skírði hana í þjáningum, þar til kennslu- konan var orðin mesta skáld Suðurameríku. Örvæntingin breytti Lucilu Godoy y Al- cayaga í Gabrielu Mistral. Nokkur minningarkvæði um hinn látna fengu verðlaun í bókmenntakeppni 1914, og brátt bárust hin myrku ástríðufullu ljóð hennar borg úr borg og land úr landi í heimi spænskumælandi þjóða. Hún hætti ekki að kenna; hún batt ást sína við fátæk börn þjóðar sinnar og varð svo kunnur uppeldisfræðingur, að hún var kvödd til Mexíkó 1922 til að skipuleggja skólakerfið þar í landi. Sama árið kom fyrsta stóra ljóðabókin henn- Framhald á 11. síffu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.