Þjóðviljinn - 19.01.1957, Blaðsíða 11
88. dagur
Einu sinni geröi leikþáttur mikla lukku í fjölleikatiúsi.
Hann hét Wilie, West og McGinty og hann fjallaöi um
byggingu múrsteinahúss, sem að lokum hrundi yfir
leikendurna. Eins er það nú um mig. f mörg ár, fleiri
en ég kæri mig um aö muna, hef ég byggt um mig
skýli til varnar þér og þínum líkum. Nú hefur það
hrunið yfir mig. Ef við lifum þetta af, þá er ekki
óhugsandi að ég líti þig í allt ööru ljósi, begar ég er
búinn að þurrka saltvatnið úr augunum á mér“.
„Hvers vegna, Gustave? Hvaöa breyting yröi á?“
„Ég get ekki ímyndað mér hvers vegna breytingin
yrði, þótt ég viti nú þegar að hún verður. Ég hef verið
rændur sjálfstrausti .... ég gæti misst þig“.
„Þú hefur þegar sýnt að þú kehrst mjög vel af án
mín. Hugsaðu þér hvað þú gætir skemmt þér vel“.
„Nei .... ég var bara öruggur, ef til vill of öruggur
.... um að ég myndi aldrei missa þig til ánnars manns
.... og þess vegna átti ég hægt með að komast hjá
að sýna .... eigum við að segja taugaóstyrk?"
„Gus!“ Hún hló og það var nýr glampi í stórum,^
brúnum augum hennar. Allt í einu greip hún hönd
hans og kyssti hana. „Geturðu þá fundið til afbi-ýði-
semi mín vegna? Þú viðurkennir það?“
„Ég viðurkenni ekkert i þá átt. En samt sem áður“
— hann þagnaði meðan hann burstaði haug af ösku
af björgunarvestinu sínu — „finnst mér tilhugsunin
um að missa þig undir hvaða kringumstæðum sem er
harla óviðfelldin. Hún gerir mig dapran“.
„Veslings Gustave. Ósköp er að heyra þetta“.
„Láttu ekki svona kvenmaður, og hlustaðu á mig.
Hefur þér ekki dottið í hug að það er erfitt fyrir mig
að tala á þessa leið? Ég er aö undirbúa játningu“.
„Gættu þín, Gustave. Ég vil ekki að þú segir neitt
sem þú kynnir að iðrast þegar við höfum fast land
undir fótum“.
„Hugsanir mínar jöðruðu við vissar viðkvæmar til-
finningar“.
„Ég læt mér standa á sama“.
„Er þér alvara?“
„Auðvitað. Þannig hefur þú alltaf viljað hafa það“.
,,En þú breyttir um! Rétt áðan —“
„Ég var eins og ævinlega .... einka gólfmottan þín
sem á var letrað velkominn með stóru letri. Ég var
eiginkona Gustave Pardee, skuggi sem sást aðeins þegar
þér þóknaðist“.
„En —“
„Launin voru góð og sömuleiðis fæði og húsnæði.
. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta, en þó held ég að ég
segi upp stöðunni. Ég er þreytt“.
„Þú sagðist elska mig“. Hann leit í skyndi á klukk-
una. „Það er tæpur klukkutími síðan!“
„Maður segir svo margt, elskan!“
„Hver fjandinn hefur hlaupið í þig?“
Hún lyfti fagurlöguöum höndunum og brosti.
„Ég veit það ekki. Ef til vill er það þessi hlægilegi
búningur. Ég hef aldrei fyrr sýnt mig í björgunarvesti,
og sagt er að klæðaburöur konu breyti hugarfari henn-
ar fyrr en nokkuð annað. Ef hún er í mjúkum silki-
náttfötum veröur hún nautnaleg og óhagsýn. Ef hún
er í tvíddragt verður hún stjórnsöm og einsetur sér
aö sanna hversu snjállar og dugandi konur geta veriö.
Þessa stundina, með þennan skolla um hálsinn, finnst
mér ég vera í nánu sambandi við höfuöskepnurnar.
Ef ég slepp í einu lagi út úr þessari eldraun, ætla ég
aö sjá til þess að hún Lillian litla skríði út úr skuggan-
mu. Þaö'er kominn tími til að hún byrji aö lifa“.
Móðir okkar
KRISTFRlÐUR SVEINBJÖRG HALLSDÓTTIR
frá Ystu Görðum í Kolbeinsstaðahreppi andaðist 18. þ.m.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börniti.
„Þetta var heilmikil ræða. Hefurðu í hyggju að ætla I
mér rúm í hinu nýja lí.fi þínu?“
„Ekki upp á gömla skilmálana, Gustave. Ég man
núna að pú orðaöir þetta einu sinni á þinn sérstæöa
hnittna hátt. Þú sagðir að ég væri miklu fremur hug-
sjön en kvenmaður .... hljóðfæri til að leika á þegar
andi þinn heföi þörf fyrir félagsskap. En núna, allt í
einu, er ég leið og þreytt að vera hljóðfæi'i og hugsjón.
Ég vil vera kona áður en það er um seinan. Ég vil
eiga börn til að hafa áhyggjur af eins og frú Joseph . .
lifandi, alvörubörn, innan við fertugt. Ég vil að eigin-
maður minn sé heima að minnsta kosti þrjú kvöld i
viku .... og ég get meira að segja hugsaö mér að
læra að búa til mat .... “
„Hamingjan góða!“ Gustave andaði frá sér orðun-
um í reykskýi. Hann þuri’kaöi sér um varirnar með
fingi’unum og hristi stóx’t höfuðið.
„Hvers vegna ertu svona undrandi? Hélztu í alvöru
aö þú gætir mótað og lagað skapgerö konu svo að hún
hentaði þinni einkasviðsetningu? Eg er er ekki leiksviðs-
fyrirbrigði, Gustave. Sýningar mínar eru á hverjum
einasta degi og hvei’ju einasta kvöldi vikunnar. Ég
kem ekki fram í nokki-ar mínútur og hverf síðan bakvið
flauelstjald þangað til húsið fyllist að nýju eða þér
finnst æfing tímabær. Ég er raunveruleg. Þessi stund
.... þessi flugvél .... þessi búningur sem fengi ekki
eitt einasta hrósyi’ði í neixiu af leikritum þínum ....
hefur loks gefið mér hugrekki til að stíga fram í sviðs-
ljósin“. Hún leit niður á vellagaöa skólausa fætui’na
elitiilisþáíliir
Laugardagur 19. janúar 1957 — ÞJÓÐVILjrNN — (11
Keiuislokonaii frfe
Los Andes
Framhald af 7. síðu
ar út í New York, DesolaciJa
— en það þýðir Örvænting,
aukin útgáfa birtist 1923 í
Santiago de Chile. „Fyrirláti
guð mér þessa bitru bók“, seg-
ir skáldkonan í eftirmála, „og
það fólk sem þekkir sætleik
lífsins“. Börnin, sem húo,
kenndi höfðu verið huggua
hennar, og handa þeim orti
hún einföld ljóð og dansvísur,
sem komu út í Madríd 1924
undir nafninu Ternura, MildL
Eitt sinn sungu fjögur þúsunrj.
Mexíkó-börn þessi Ijóð henni
til heiðurs. Það var ekki fyir
en 1938 að þriðja bók hennar
kom út í Búenos Aires, til
ágóða fyrir spönsk börn sem
liðu nauð af völdum borgara-
styi’jaldai’innar; nefndist húa
Tala og mætti kallast Upp-
blástur á íslenzku. Þar fæst
skáldkonan við ný viðfangs-
efni og ný ljóðform.
Frægð kennslukonunnar frá
Los Andes náði brátt út fyrir
hinn spænskumælandi heim,
Hún fékk nóbelsverðlaun 1945,
og er hún lézt fyrir nokkrum
dögum var hennar minhzt um.
allan heim sem mikils skálda
og mannvinar.
Það fer vel á pví að láta blómin
standa í bakka.
nl, . Hér var engin gluggakista
Blomaskreytmgar
Víða er lítið rúm fyrir blóm
í giuggunum, og það er leiðin-
legt fyrir húmæður sem hafa
yndi af því að rækta blóm og
skreyta með þeim. En þær deyja
ekki ráðalausar. Sumar fá
sér málnxbakka sem þær raða
pottablómunum í milli smá-
steina. Þessa bakka má svo
setja í mjóu gluggakisturnar, á
lítii borð eða. á hillur víðsveg-
ar um stofuna, þar sem hæfi-
leg birta er fyrir iiendi. Einnig
má setja bakkana á mat- eða
kaffiborð til skreytingar þegar
mikið stendur til.
Ef alls engin gluggakista er
eins og stundum kemui' fyrir
er hægt. að setja nokkra blóma-
bakka á sterkar hillur, þar sem
gluggakistan hefði átt að vera. Blómakassi meö grindum upp undir loft.
klÁMUII ||UU ötiefanai: SaœelnlnKBrflolcVur *lþJ6u - 8ísl»llst»flokkur!nn. - ÍUtstjórar: MagnttB SC(»rtan-~s
PIIHIIÍIUIIVVI Steureur' QnSmuxidsson. - rvéttartóstíðrl:. 3(m -BJarnason. - BlaSamenn: Ásnmnttur Sltfor
"T ..t , ... i.ó.n . ■ tóaBHB.--BJami n¬ilttaion. aufimuaaur. VXttíiisson, .ívor .H. Jónsson, Masntts Torfi óiafseon. -
AuíiísasastíötJ: ttttnstolnn HftrmaKsoE. — lUrstittni, afBrei8t:i», auglfoinoar, »rontsaU8}a: BkðlavörBurtÍB X» -- Sínu 7300 í
iinurX. « AaKrtttttfverS kr. 25 tt xnttnuW í Raymvik o* »m- tr -rr nnmrnrtnlfi'nr f.tniniiriiXm mn lu 1 PreMantWJt
WoSviUant tt.f