Þjóðviljinn - 24.01.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Umræður um olíumál á þingi
Framhald af 1. síciu.
Málþóf skipulagt
Ihaldið skipulagði í gær á
Alþingi þriggja klukkustunda
málþóf um oliumáí, og fóru
þessar einkenniiegu umræður
fram í fyrirspurnatíma. Það
spaugilega var, að fyrirspurn
sú sem svara átti var borin
fram af Birni Ólafssyni fyrir
jól og þá svarað að fullu. Nú
var hins vegar mikið lið sent
fram til að spyrja um allt ann-
að og tala um allt annað en
upphaflega var ráð fyrir gert!
Gekk aðalritstjóri Morgun-
blaðsins milli liðsmanna sinna
og ýtti þeim bókstaflega í „dauð-
ann“, því þeir töluðu sig dauða
hver af öðrum. Náði leiksýning
þéssi einna skoplegustum á-
hrifum er aðalritstjórinn sendi
aukaritstjóra sinn, Sigurð
Bjarnason, í opinn olíudauðann.
Þéssir þingmenn töluðu: Ing-
ólfur Jónsson (tvisvar), Bjarni
Benediktsson (þrisvar), Jóhann
Hafstein (tvisvar), Magnús
Jónsson, Jóhann Þ. Jósefsson,
Sigurður Bjarnason (tvisvar).
Af stjómarmönnum töluðu auk
ráðherranna Lúðvíks Jósepsson-
ar og Hannibals Valdimarsson-
ar, Skúli Guðmundsson og
Sveinbjöm Högnason.
olíufélögin hefðu viljað fá
tryggingu ríkisstjórnarinnar
fyrir verðhækkun á olíu. Verð-
hækkunarmálið hefði að sjálf-
sögðu heyrt undir þann ráð-
herra sem fer með verðlags-
mál, Hannibal Valdimarsson,
sem hefði neitað olíufélögunum
um verðhækkunina. Væri fjarri
lagi að Lúðvík væri að bera
,,sakir“ á meðráðherra sinn fyr-
ir það, eins og íhaldið héldi
fram, ha-nn hefði einnig talið
þá verðhækkun ónauðsynlega.
En olíufélögin höfðu tekið að
sér með samningi við fyrrver-
andi ríkisstjórn að flytja olíuna
til landsins, og þeim var og er
heimilt að taka sltíp á leigu
hvenær sem vera skal.
En olíufélögin biðu í ráða-
leysi og þegar styrjöld var haf-
in töldu þait enga leið að fá
skip með lægri leigu en 220
sh. á tonn.
^ Samningurinn við
Hamraíell
'jlf' Uppljóstrun Ingólfs
Ingólfur Jónsson las venju-
lega Morgunblaðsgrein
vonzku Lúðvíks, að hann skyldi
„banna“ olíufélögunum að
leigja flutningaskip á ódýrri
leigu og semja síðan við
„Hamrafell“. Var það upptugga
á marghröktum fullyrðingum
Morgunblaðsmanna.
Kom það eitt nýtt og mark-
vert fram í ræðum Ingólfs,
sem minnzt var á í inngangi,
að í ráðherratíð hans, á síðast-
liðnu ári, hafi áhrifamaður frá
olíufélögunum rætt við sig um
að heppilegt myndi og gerlegt
að leigja olíuskip til langs tíma,
og voru þau fáanleg með flutn-
ingsgjaldi sem næmi 50—60 sh.'
á tonn. Hins vegar hefði það
ekki orðið að ráði, vegna þess
að Hamrafell var væntanlegt
hausrtið 1956, því talið hefði
verið að það þyldi ekki svo lág
flutningsgjöld.
^ Tilhæfulaus fullyrð-
ing um „bann"
Láðvík Jósepsson sjávarút-
vegsmálaráðherra benti á hvern-
ig Ingólfur og aðrir þingmenn
íhaldsins héldu áfram að tönnl-
ast á fullyrðingum, sem þeir
vissu sjálfir að væru' tilhæfu-
lausar. Ein þeirra lífseigustu er
sú, að Lúðvík hafi bannað olíu-
félögunum að taka á leigu skip
með lágum flutningsgjöldum,
áður en árás Breta og Frakka
á Egyptaland hófst.
Lúðvík minnti á marggefna
yfirlýsingu sína að hann hefði
aldrei bannað olíufélögunum
neinar skipaleigur. Þegar Sig
urður Bjarnason tók að lesa
setningar úr bréfum viðskipta-
málaráðuneytisins til olíufélag-
anna, sem hann taldi styðja
fullyrðingar Morgunblaðs-
majjpa, skoraði Lúðvík á hann
að finna stað fullyrðingunni
um „bannið“ með tílvitnun f
bréf ráðuneytísins og gat Sig-
urður þá engu svarað. Til sín,
sagði Lúðvík, hefði það mál
©inungis komið á þann hátt, að
Þá samdi ríkisstjórnin við
Hamrafell, og tókst að fá veru-
lega lækkun frá heimsmarkaðs-
verði. Benti Lúðvík á að há-
marksákvæði um flutningsgjöld
hafa ekki gilt gagnvart íslenzk-
um skipum þegar um heila
farma er að ræða, og hafi
þeim jafnan verið heimilt að
taka heimsmarkaðsverð fyrir
um þá flutninga.
Taldi Lúðvik vel koma til
mála að endurskoða þá af-
stöðu, og taka íslenzk skip,
einnig önnur en Hamrafell, til
samninga um lækkun frá
heimsmarkaðsverði.
Með samningunum við Hamra-
fell var farin millileið, flutn-
ingsgjöldin lækkuð verulega frá
heimsmarkaðsverði, enda þótt
samningurinn væri gerður á
sama tima og olíufélögin hefðu
talið óhugsandi að fá skip á
lægra en 220 sh. og varla hugs-
anlegt að fá skip yfirleitt.
^ Olíuverðinu haldið
niðri
Lúðvik benti á að hér á landi
hafði olíuverð staðið óbreytt á
sama tíma og það hefði farið
stórhækkandi í löndunum í
kring. 1 fyrsta sinn í sögunni
væri olíuverð nú lægra hér á
landi. Nú kæmi það nær dag-
lega fyrir að erlend skip bæðu
um að fá að kaupa olíubirgðir
sínar hér, vegna þess að verð-
ið væri lægra.
Hins vegar væri Ijóst, að
ekki væri hægt að halda olíu-
verði óbreyttu í allan vetur,
vegna stórhækkandi verðlags.
Lúðvík lagði áherzlu á lodd-
araleik íhaldsþingmanna í þessu
máli. Þeir og blöð þeirra væru
reið og óánægð vegna þess, að
olíusalarnir skuli ekki hafa
fengið að hækka olíuverðið,
græða enn m,eir á almenningi.
■Je Olíusalar trylltir í
verðhækkun
I ræðu Hannibals Valdimars-
sonar kom skýrt fram hve olíu-
félögin hafa sótt fast að hækka
olíuverðið undanfarin misseri.
Umboðsmenn olíufélaganna
hefðu tjáð sér að vegna ádeilu
Lúðviks Jósepssonar hefði rík-
isstjórn Qlafs Thórs ekki þoi’að
að leyfa þeim umbeðna hækkun
á s.l. ári. Svo hafi komið kosn-
ingar, og fyrir kosningar þorði
stjórnin heldur ekki að hækka.
Kvaðst Hannibal hafa verið
mjög íhaldssamur við olíufélög-
in og hafi þau orðið að una
óbreyttu verði. I haust hafi þau
svo viljað fá loforð allrar rík-
isstjórnarinnar um hækkun á
verði í sambandi við vissar
skipaleigur, en fengið enn neit-
un.
Lagði Hannibal áherzlu á að
árásirnar á Lúðvík og aðra fyr-
ir það að þeir hafi bannað olíu-
félögunum að taka skip á leigu,
séu algerlega tilefnislausar.
Olíufélögin þurfi ekki að fara
til neins ráðherra að fá leyfi til
að leigja skip.
Að loknum þessum óvenju-
legu umræðum í fyrirspurna-
tíma bað forseti þingmenn að
hugleiða hvort slíkar umræður
væru i samræmi við tilgang
þingskapanna um þann tíma.
Fékk Bjarni Benediktsson þá
enn orðið og tók að halda á-
fram umræðum um olíumál,
enda þó hann væri þá löngu
„dauður“ samlkvæmt þihgsköp-
um!
Yerðlaunakrossgátan
Um síðustu helgi rann út frestui> til að skila ráðn-
ingum á verðlaunakrossgátu Þjóðviljans. Alls bárust 63
lausnir og voru 19 þeirra réttar, svo að hluta varð um
verðlaunin.
Fyrstu verðlaun, 500 krónur, hlaut Gunnar Ámunda-
son, Karolingerstrasse 15, b/Baschnagel, Karlsruhe i.
B. Deutschland.
Önnur verðlaun 300 krónur, komu í hlut Elísu Ein-
arsdóttur, Hjarðarhagu 54, Keykjavík.
Þriðju verðlaun, 200 krónur, hlaut Hjálmar Ólafsson,
Njálsgötu 92, Reykjavík.
Verðlaunanna má vitja í skrifstofu Þjóðviljans, Skóla-
vörðustíg 19.
Ósannindi Jóhanns Hafsteins
f Morgunblaðinu 18. janúar,
er sagt frá því, að Jóhann Haf-
stein bankastjóri og bæjarfull-
trúi íhaldsins, hafi á bæjar-
stjórnarfundi þann 17. janúar
sl. viðhaft eftirfarandi um-
mæli: „. . það hefði komið
fram í samtölum bæjaryfir-
valdanna við formann fram-
kvæmdastjórnar Húsnæðis-
Bifreiðastöður
baimaðar
Bæjarráð samþykkti í fyrra-
dag að mæla með þeirri tillögu
umferðarnefndar við bæjar-
stjórn að bannaðar verði bíla-
stöður á Njálsgötu, norðan
megin götunnar, Barónsstíg,
vestanmegin, milli Bergþóru-
götu og Hverfisgötu og á Ægis-
götu, frá Vesturgötu að
Tryggvagötu, beggja megin
götunnar.
Ihaldið sniðgengur ÞróttarbOsljóra
við framkvæiir Hítaveitunnar
Vill reyna að fá forgangsrétt þeirra ógiltan
með úrskurði Félagsdóms!
Komin er upp deila milli Reykjavíkurbæjar og Vöru-
bílstjórafélagsins Þróttar. Hefur Hitaveitan samiö viö
Byggingarfélagiö Goöa um keyrslu á ofaníburð'i undir
hitaveituleiðslurnar í Hlíðunum og notar GoÖi til þess
eigin bifreiöir. Þessu hefur Þróttur mótmælt með skír-
skotun til forgangsréttarákvæöis í gildandi samningum
við Reykjavíkurbæ og aðra atvinnurekendur.
Eftir að Þróttur hafði mót- stöðvuð í fyrradag og málið
mælt því að gengið væri fram lagt fyrir bæjarráð. Úrslit þar
hjá félagsmönnum hans við urðu þau að ákveðið var að
þessa flutninga var vinnan leggja ágreininginn undir úr-
----------------------- skurð Félagsdóms en stöðva
Norræni Sumar-
háskólinn
málastjórnar, að hann hefði lít-
inn áhuga á framhaldi á lán-
veitingum frá veðlánakerfinu
og að hann mundi ekki harma
það, þó að þyggingar stöðvuð-
ust alveg“
Ummæli þessi hefur undir-
ritaður aldrei viðhaft hvorki
við bæjaryfirvöld Reykjavíkur
né aðra. Ég lýsi því Jóhann
Hafsíein fullkominn ósann-
indamann að þessum tilfærðu
ummælum og skora á hann að
tilgreina þann mann, ef nokkur
er, sem fært hefur honum slík
ummæli eftir mér.
Öðrum blekkingum og ósann-
indum Jóhanns Hafsteins hirði
ég ekki um að svara að svo
stöddu. En loddaraleikur Sjálf-
stæðisflokksins varðandj hús-
næðismál Reykvíkinga verður
e.t.v. rakinn síðar.
Reykjavík 22. janúar 1957.
Hannes Pálsson.
Norræni Sumarháskólinn, sem
haldinn hefur verið til skiptis
á Norðurlöndum, nema Islandi,
undanfarin 5 sumur, verður
næsta sumar haldinn í Ljungs-
kille, skammt frá Gautaborg í
Svíþjóð. Stendur hann yfir í
tvær vikur, eins og verið hefur,
og verða tekin fyrir viðfangs- Hitaveitunnar.
efni, sem liggja á mörkum
fleiri fræðigreina. Þátttaka er
heimil þeim, er lokið hafa stúd-
entsprófi, háskólanemendum,
kandidötum og prófessorum. Is-
lendingar hafa frá upphafi tek-
ið þátt í Sumarháskólanum, en
þeir geta flestir verið 10 héðan.
Til undirbúnings þátt'töku í
sumarháskólanum fara fram
eins konar námskeið eða um-
ræðufundir í öllum háskólabæj-
um á Norðurlöndum, og hefur
svo einnig verið hér. Mun und-
irbúningsnámskeiðið hefjast í
febrúar n.k., en þeir sem taka
þátt í því, ganga fyrir um
styrk til þátttöku í Sumarhá
skólanum, sem veittur kann að
vera. Væntanlegir þátttakendur
skulu hafa snúið sér til Ólafs
Björnssonar, prófessors, eða
Sveins Ásgeirssonar, hagfræð-
ings, fyrir 1. febrúar n.k.
framkvæmdir meðan eftir hon- ,
um væri beðið.
Þessi afstaða bæjarráðs var
samþykkt með 4 atkv. gegn 1.
Guðmundur Vigfússon greiddi
atkvæði gegn því að óska úr-
skurðar Félagsdóms og lét
bóka þau rök fyrir afstöðu
sinni að hann teldi forgangs-
rétt Þróttar til vinnunnar tví-
mælalausan og beiðni um úr-
skurð Félagsdóms yrði aðein3
til að tefja fyrir framkvæmd
Jamboree-mót
háð í sumar
Níunda heimsmót skáta —
Jamboree-mót — verður haldið
í Sutton Coldfield í Englandi
dagana 1.—12. ágúst næsta
sumar. Á mótinu verður minnzt
hálfrar aldar afmælis skáta-
hreyfingarinnar og einnig að í
ár eru liðin 100 ár frá fæðingu
stofnanda skátasamtakanna
Baden-Powells lávarðar. Búizt
er við _að 35 þús skátar, piltar
og stúlkur, sæki Jamboree-mót-
ið. Þess má geta að skátahreyf-
ingar 62 landa eiga nú aðild að
alþjóðaskátasamtökunum og
eru félagsmenn rúmlega 7 millj-
ónir.
ÁRSHÁTlÐ
skólafélags Vélskólans, Kvenfélagsins Keðjunnar og
Vélstjórafélags Islands verður haldin sunnudaginn
27. janúar 1957 í Sjálfstæðishúsinu og hefst með
boi'ðhaldi kl. 18.30.
Aðgöngumiðar seldir 1 Vélskólanum, skrifstofu
vélstjórafélagsins, hjá Lofti Ólafssyni, Eskihlíð 23
og Kjartan Péturssyni, Hringbraut 98.
Skemmtínefndirnar