Þjóðviljinn - 24.01.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.01.1957, Blaðsíða 6
8) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 24, janúar 1957 iMÓÐVIUmN Útgefandl: Sameiningarflokkur alpýöu — Sósíalistaflokkurinn Málstaður, f T/ísir gefur í skyn í gær að * ekki muni mikið mark 1 fcakandi á kröfum verkalýðs- ! íélaganna og annarra fjölda- samtaka í landinu um að her- I hm verði látinn hverfa af í tandi brott. Rökstuðningurinn ©r sá, að Alþýðubandalagið 1 tiafi gengið inn á það í ríkis- stjórn og á Alþingi að um- I ræðum um brottför hersins ! yrði frestað. Heldur Vísir því ! fram að eftir það farist ekki | Verkamannafélagi Akureyrar ! undir forustu Björns Jónsson- r ar alþingismanns að hafa í ! frammi kröfur um brottflutn- ! ing hersins enda muni ekki til þess ætlazt að slík áskorun sé I tekin alvarlega. I f |jað verður að hryggja Vísi i * með því að upplýsa hann ' u*n að baráttu íslenzkrar al- þýðu gegn hersetu í landinu ! verður haldið áfram af fullri ! alvöru og heilindum. Sú bar- átta verður háð þar til ís- . lenzkur málst'aður hefur unnið úrslitasigur og síðasti her- Biaðurinn er horfinn af ís- lenzkri grund. Frá upphafi hernámsins hafa verkalýðs- samtökin verið í fararbroddi þeirra íslendinga sem staðið hafa á verði gegn hernáminu og hættum þess en um heiður íslands og frelsi. Þessi bar- átta hernámsandstæðinga foár þann árangur fyrir nær ári síðan að meiri hluti Al- þingis ákvað að beita sér fyrir brottfalli herverndarsamnings- ins. Framkvæmd þeirrar sam- þykktar er eitt af höfuð- ------------------------J sem sigrar stefnumálum núverandi ríkis- s'tjómar. ótt Alþýðubandalagið hafi staðið að frestun á við- ræðum um brottför hersins vegna þess að hinir stjórnar- flokkarnir voru ekki andlega undir þær búnir eins og á stóð í nóvembermánuði sl. er afstaða þess gjörsamlega ó- breytt. Og enn er það yfirlýst stefna Alþingis og ríkisstjórn- arinnar að framkvæma álykt-' unina frá 28. marz. Það er því of snemmt fyrir heildsala- blaðið að fagna sigri í her-j stöðvamálinu. Frestun um s’tundarsakir þýðir ekki að ís-1 lenzkur málstaður hafi beðið ósigur. Hins vegar er það fyllilega tímabært að stjórn-' arvöldin séu minnt á loforð sín og skyldur við þjóðina í þessu örlagaríka máli eins og gert er í áskorun verka- j manna á Akureyri. Meiri hluti kjósenda í landinu vottaði i kosningunum sl. sumar þeirri stefnu fylgi og traust sem j mörkuð var af Alþingi 28.! marz og sá meiri hluti á kröfu á að staðið sé við gefin fyrir- heit og yfirlýsta stefnu. i~|g það mun Vísir fá að ” reyna áður en lýkur að það eru fleiri en fólkið í verka- lýðssamtökunum sem ætlast til þess að herinn hverfi úr landi og smán hemámsins verði þurrkuð burt. Þetta er krafa og sjónarmið allra heil- brigðra og þjóðlegra afla í landinu. Sporin hræða f gær segir Morgunblaðið í forustugrein af þakkar- verðri hreinskilni; „Allt bend- ir því til þess að nú munl ger- ast svipuð saga og árið 1948. Þá efldu lýðræðisöflin með ser samtök gegn kommúnist- öm. Niðurstaðan var sxi að þeir misstu meirihluta sinn á þingi Alþýðusámbands ís- íands og lýðræðissinnar stjórn- nsðu heildarsamtökum verka- ; fýðsins í góðri samvinnu.“ í J^að er gott að Morgunblaðið : * kveður upp. úr um tilgang einn með atlögunni að verk- lýðssamtökunum. Fólk man ' vel þróunina eftir að aftur- Kaldinu tókst að ná völdum i ! stjórn A.S.Í. og þau spor hræða. Á skömmum tíma varð íhaldið raunverulega einrátt í þjóðmálunum. Kjör verkafólks voru skert ár frá ári, hrundið var af stað þeirri verðbólgu- skriðu sem enn er mesta vandamál landsmanna, at- Vinnuleysi hófst að nýju, þús- undir manna voru hraktar frá heimilum sínum til hernaðar- þjónustu á Suðurnesjum, bann I að var að byggja hús, og \ þannig mætti lengi telja upp toinningarnar um ömurlegt afturfararskeið. Stjórn Al- þýðusambands» íslands var bandingi á valdi atvinnurek- enda, og verklýðsfélögin urðu sjálf að skipuleggja kjarabar- áttu sína hverju sinni án að- ildar heildarsamtakanna. Með stefnu sinni á þessu tíma- bili tókst íhaldinu að skerða kaupmátt launa um fimmta hluta á nokkrum árum. /\g íhaldið gerir sér sem sagt " vonir um að „nú muni gerast svipuð saga“. Óþarfi er að undrast þær vonir, en þær eru reistar á sandi. Alþýðu- fólk hefur ekki aðeins reynsl- una af afturhaldsskeiðinu í fersku minni, heldur og um- skiptin eftir að vinstri menn tóku forustu í Alþýðusam- bandinu á nýjan leik. Al- þýðusamband Islands hefur aldrei verið áhrifameira og öflugra en nú; það hefur háð mjög árangursríka kjarabar- áttu og tryggt verkalýðnum meiri áhrif á stjórn landsins en áður eru dæmi. Það hefur ekki aðeins rekið íhaldsagent- ana úr forustu Alþýðusam- bandsins heldur og hrakið þá úr stjórnarráðinu. Verkafólk almennt hefur sannarlega ekki hug á því að kasta frá sér aftur þeim sigrum sem unnizt hafa og afhenda at- vinnurekendum sjálfdæmi á nýjan léik. Pólsklr kjósendur lýsa yfir trausti á núverandi stfórn Undanfari þess að skipt var um stefnu og breytt um forustu í pólska Verkamannaflokknum var sigursœl bar- átta gegn skerðingum á prentfrelsi og skoðanafrelsi. Dægurmálin eru ekki aðeins rædd í blöðum og útvarpi, í borgum Póllands hafa sprottið upp pólitísk revhdeik- hús, sem njóta óhemju vinsælda. Þar er þjóðlífið skoðað í Ijósi skops og háðs. Hér er sviðsmynd úr leikhúsinu Bim-Bom í Varsjá. miðstjórnarfundi í október. Eftir að kosningaúrslitin urðu kunn ber öllum saman um að þau hafi orðið mikill sigur fyrir Gomulka og samstarfs- menn hans. Einkum þykir það athyglisvert, að hvorki meira né minna en 94,14% atkvæðis- bærra manna sóttu kjörfund. Eins og kunnugt er voru ein- ungis frambjóðendur stjórnar- flokka og stuðningsmenn þeirra úr hópi óflokksbund- ins fólks í kjöri. Andstæðingar stjórnarinnar, sem höfðu sig mjög í frammi í kosningabar- áttunni, lögðu megináherzlu á að fá fólk til að sækja ekki kjörfund. Segja fréttamenn í Varsjá, að þeir hafi gert sér vonir um að kosningaþátttak- an færi niður í 50 til 60%, en það hefði verið ótvíræð van- traustsyfirlýsing á stjórnina af hálfu kjósenda. ¥ Tndanfarinn áratug hefur ^ það verið föst regla í þing- kosningum í Austur-Evrópu að frambjóðendur hafa verið nákvæmlega jafnmargir og þingsætin, kjósendum hefur ekki gefizt neinn kostur á að velja og hafna, val þingmanna hefur verið í höndum þeirra sem tilnefndu frambjóðend- bjóðenda á kjörseðlinum eða strika út nöfn. Andstæðingar núverandi stjómar og stjóm- arstefnu, sem skiptast í tvo hópa, á öðm leitinu leifar hinnar gömlu yfirstéttar en á hinu þann arm Verkamanna- flokksins sem varð undir á miðstjórnarfundimun í októ- ber, sameinuðust í baráttu lVTýja þingsins, sem kemur •*- ’ saman um miðjan næsta mánuð, bíða ýmis vandasöm úrlausnarefni, einkum í efna- hagsmálum. Á undanförnum ámm hefur verið lögð svo einhliða áherzla á aukningu þungaiðnaðarins að neyzlu- vöruiðnaðurinn er í niður- níðslu. I landbúnaðinum hafa tilraunir til að koma á sam- yrkjubúskap með valdboði orðið til þess að verulega hef- ur dregið úr framleiðslunni. Einn þáttur hinnar nýjii stefnu Gomulka og samstarfs- manna hans er að auka stór- um valdsvið þingsins til þess að hindra, að slík mistök eigi sér stað. Pólska þingið á hér eftir að hafa nákvæmt eftirlit með starfi allra stjórnardeilda og opinberra stofnana til þess að kveða niður skriffinnsku og valdníðslu. Heita má að al- gerlega hafi verið. skipt um menn á pólska þinginu, ein- ungis 83 af 721 frambjóðanda Framhald á 8. síðu. Nefnd frá Kommúnistabandalagi Júgóslavíu var nýlega í Póllandi og rœddi viö forustumenn Verkamannaflokks- ins. Á myndinni sjást, talið frá vinstri: Júgóslavinn Vukmanovic-Tempo, Pólverjinn Zambroioski, Júgóslav- inn Markovic og Pólverjinn Jedrychowski. fyrir að fá kjósendur tít að strika út ýmsa nánustu sam- starfsmenn Gomulka í forustu Verkamannaflokksins. 1 þeim áróðri var óspart slegið á strengi gyðingahaturs, sem legið hefur í landi í Póllandi öldum saman og ávallt hefur tilhneigingu til að ágerast á umbrota- og erfiðleikatimum. Þetta herbragð bar ekki árangur, allir framámenn stjórnarflokkanna náðu kosn- ingu. Gomulka og þeir sem fylgt höfðu honum í fangelsi eða verið stjakað út úr ©pin- beru lífi á ógnarstjórnarárun- um 1949 til 1953 fengu nær öll atkvæði í kjördæmum sín- um. Þéir sem stóðu framar- lega í Verkamarínaflokknum á þessu tímabili en snerust á sveif með Gomulka síðastliðið haust áttu mun örðugra upp- dráttar, útstrikanir færðu ýmsa þeirra niður um nokkur sæti á framboðslistum þótt enginn félli. Breytingar kjós- enda á röð frambjóðenda hafa einkum orðið Bændaflokknunx í hag, hann mun hafa um 100 þingmenn á nýja þingina, en alls eru þingmenn í Póllandi 459. ¥ angt er síðan þingkosningar " í Austur-Evrópu hafa vak- ið jafn mikla athygli og kosn- ingarnar sem fram fóru í Pól- landi á sunnudaginn. Frétta- menn hvarvetna að flykktust til Varsjár til að fylgjast með kosningunum. Fyrir kosning- amar spáðu þeir misjafnlega fyrir Wladislaw Gomulka, sem hét því að til kosninganna skyldi efnt þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra Verkamannaflokksins pólska á <----------— - Erlond tíðindl uma. I Póllandi var nú bmgð- ið frá þessari venju. Fram- bjóðendur vom átta um hver fimm þdngsæti. Gátu kjósend- ur haft áhrif á kosninguna með því að breyta röð fram-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.