Þjóðviljinn - 24.01.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.01.1957, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN' — Fimmtudagur 24. janúar 1957 Danslögin í útvarpinu — Amerískur djass — Dans- músikk annarra landa jaínrétthá — Snjór — Tæknivélamenning — „NÚ ER mikið talað um lýð- ræði, og er ekki nema gott um það að segja. En hvernig rækir útvarpið lýðræðisskyld- una við þá, sem hlusta á dans- lög þess? Óhætt mun að full- yrða, að 70% af danslögun- um séu amerísk. (Undanfarin sunnudagskvöld hafa reyndar um 95% danslaganna í út- varpinu verið amerísk). Nú kunna þeir, sem um þessi mál fjalla í útvarpinu, að segja: Hvað er maðurinn að tala um lýðræði? Hér er þó ekki um neinar kosningar að ræða. Satt er það. En mín skoðun á lýðræði er sú, að reynt sé að verða sem bezt við óskum fjöldans. Nú vill svo til, að 3svar í viku eru óskalagaþætt- ir þar sem nær eingöngu eru leikin dægurlög. Hvað verður þá uppi á teningnum? Verður þá ekki amerískur djass í miklum meirihluta? Það skyldi maður ætla. En því er nú ekki aldeilis þannig farið, þá iækkar hlutfallstalan, sem áð- an var nefnd, niður í 5%. Er þetta ekki dálítil vísbending til útvarpsins. Þegar starfs- fólk útvarpsins er sjálfrátt um danslagavalið, þá er út- varpað frá 70-95% amerísk- um danslögum, en í óskalaga- þáttum lækkar sú tala niður í 5%. Nú er ég ekki að halda því fram, að hinn ameríski djass eigi ekki rétt á sér, heldur finnst mér, að hann eigi ekki að vera rétthærri en dansmúsik ýmissa annarra landa, gerólík honum, eins og t. d. dansmúsik frá Norð- urlöndum og Mið-Evrópu. En einmitt þaðan koma danslög, sem áreiðanlega eiga ekki minni vinsældum að fagna hér. — B.“ • £ GÆR VORU hér hugleiðing- ar um snjóinn og síðan hefur snjóað talsvert og eru nú veg- ir víða tepptir eða að tepp- ast, og samgöngur þar með „að Iamast,“ eins og komizt var að orði í einhverju blað- inu einhverntíma. Jafnvel um Pípumunnstykki Pípur Pípuhreinsarar Kveikir Kveikjarar Steinar í kveikjara Sölufurninn við Arnarhól. NORSK BLÖð Blaðaturníiui, Laugavegi 30 B. götur Reykjavíkur var orðin erfið færð í fyrrakvöld, og fólk var farið að bollaleggja um, hvernig það ætti nú að koínast heim, ef Strætó kæm- ist ekki sökum ófærðar. — Já, þrátt fyrir alla ^ókkar tækni og vélamenningu, hef- ur enn ekki tekizt að sigrast á náttúruöflunum: tæknin fær engu ráðið um veðurfarið, og vélamenningin situr föst í snjóskafli, þegar minnst varir. Stundum, þegar við lesum frá- sagnir af baráttu afa okkar og langafa við hamfarir nátt- úrunnar, furðar okkur á léleg- um útbúnaði þeirra, vanmætti þeirra í glímunni við náttúru- öflin. Þeir þekktu ekki tækni og vélamenningu nútímans, hvorki kosti hennar né galla; þeir höfðu á ekkert að treysta nema sjálfa sig, en þeir seigl- uðust, börðust unz yfir lauk. En hve miklu betur erum við stödd í þessum efnum en þeir? Að flestu leyti áreiðan- lega miklu betur. Og þó .... Mörg okkar trúa svo blint á tæknina og vélamenninguna að við sitjum ráðþrota í myrkrinu, þegar rafmagnið bilar, sjáum engin ráð til að komast milli Austurbæjar og Vesturbæjar, ef það kemur skafl á götuna. Munið að við er- um húsbændurnir segir íhaldið við hægri klíkuna í Alþýðuílokknum Á sama tíma og íhaldið biðiar hvað ákaflegast til hægri klíkunnar í Alþýðuflokknum um „lýðræðissam- vinnu“ í verklýðsfélögunum lætur það ekki hjá líða að minna á hver hafi húsbóndavaldið í samtökunum. Morg- unblaðið ávarpar þjóna sína með þessum orðum I gær: „Samvinna lýðrœöissinna innan verklýössam- takanna og árangur hennar er mjög ánægjulegur. Hitt er heimskulegt, aö Alþýöublaöiö skuli nota tœkifœriö til þess í sambandi viö stjórnarkosningu í Sjómannafélagi Reykjavíkur aö eigna Alþýðu- flokknum einum þann sigur, sem þar vannst yfir kommúnistum. Slíkur metingur er ekki til góðs og Alþýöublaðiö œtti aö hafa vit á að forðast hann, enda hefur það áreiöahlega sízt ástöeðu til þess aö ofmetnast í þessu sambandi.“ Og enn segir Bjarni Benediktsson í einkadálki sínum: „Allir vita t.d. aö án atbeina Sjálfstæðismanna í sjómannastétt vœri Sjómannafélag Reykjavík- ur fyrir löngu komiö í hendur kommúnista.“ Þannig hirtir húsbóndinn hjúin sín. Frá Kvenfélagi Hallgrímskirkjii Fundur verður haldinn í kvöld ki. 8.30. e.h. í Grófin 1. — SkenuntiatriðL Félagskonur eru beðnar að taka kaffibolla og spil með sér. — FJÖLMENNI® Stjómiu Hið nýja einangrunarefni WELLIT þolir raka og íúnar ekki. WELLIT plöturnar eru mjög léttar og auð- veldar í meðíerð. WELLIT einangrunarplötur kosta aðeins: 4 cm. þykkt: Kr. 30.00 íermeter 5 cm. þykkt: Kr. 34.00 fermeter WELLIT-plata 1 cm á þykkt einangrar jalnt og: 1.2 cm asfalteraður korkur 2.7 — tréullarplata 5.4 — gjali-ull 5.5 — tré 24 — tígulsteiim 30 — steinsteypa WELLIT k Birgðir fyrirliggjandi: Mars Trading Co. Klapparstíg 20. — Sími 7373 CZECHOSLðVAK CEHAMIC Prag, Tékkóslóvakíu Litlir karlar ★ Tíminn birti í fyrradag forustugrein undir fyrirsögn- inni: „Ólíkt nábýli“. Er þar rætt um hversu miklu betur Islendingar séu settir með Bandaríkin að nágranna en Pólverjar með Sovétríkin og í því sambandi minnt á þau ummæli Gomulka að þeir menn sem striki út frambjóð- endur Verkamannaflokksins í kosningunum kunni að stuðla að því að Pólland verði strik- að út af landakorti Evrópu. Kveðst Tíminn skilja þau ummæli svo að þar sé Gom- ulka að ræða um hættuna frá Sovétríkjunum. ★ Hér er um visvitandí fölsun að ræða. Þegar Gom- ulka ræðir um hættu þá sem vofir yfir Póllandi á hann við Vesturveldin og þá fyrst og fremst V-Þýzkaland. V- þýzka stjórnin hefur neitað að viðurkenna landamæri Póllands og fer ekkert dult með að hún telur sig eiga stór- felldar landakröfur á hend- ur Pólverjum. Er nú verið að koma á laggirnar vestur- þýzkum her undir forustu hershöfðingja Hitlers, og til- gangur hans er m. a. að beita sér fyrir landvinningakröfum þýzku hernaðarsinnanna — þurrka Pólland í verki út af landakorti Evrópu. Gomulka hefur lagt mikla áherzlu á það að vinátta og samvinna Pól- verja og Sovétríkjanna sé eina tryggingin fyrir því að Pólland fái að halda landa- mærum sínum á Evrópukort- inu og það sé Verkamanna- flokkurinn einn sem megni að tryggja þá sambúð. Urslit kosninganna á sunnudaginn var sönnuðu eftirminnilega að yfirgnæfandi meirihluti pólsku þjóðarinnar er sömu skoðun- ar. Ár Það er furðulegt að Tím- inn skuli leyfa sér að snúa ummælum Gomulka gersam- lega við; þó er hitt enn furðu- legra að blaðið skuli lofsyngja framkomu Bandaríkjanna yið íslendinga og telja hana til fyrirmyndar. Þegar Banda- ríkin hernámu ísland á styrj- aldarárunum lofuðu þau há- tíðlega að yfirgefa landið þeg- ar að stríði loknu. Þetta lof- orð var svikið, Bandaríkin neituðu að fjarlægja her sinn. Með þessari neitun neyddu Bandaríkin Keflavíkursamn- ingnum upp á þjóðina — gegn mótmælum hálfs (!) þingflokks Framsóknarflokks- ins — og þróunina síðan þekkja allir. Þetta er níðings- leg framkoma stórveldis við smáþjóð, og það eru litlir karlar sem syngja samnings- rofum og ofbeldi lof. Skattaframtöl | og reiknings- uppgjör J Fyrirgieiðslu- skriístofan Sími 2469 eftir kl. 5 daglega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.