Þjóðviljinn - 24.01.1957, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.01.1957, Blaðsíða 12
ÞfóHweglmir opnaðir í gær Erfitt oð halda HellisheiSarleiSinni op- inni vegna stöSugs skafrennings í gærmorgun voru allir vegir frá Reykjavík lokaöir, en um kl. 2 e.h. tókst aö opna Hellisheiöarveginn og Kefla- vikurveginn um svipaö leyti. Hvalfjarðarvegurinn var lokaður fram á kvöld en mun hafa verið opnaöur seint í gærkvöldi. Keflavíkurvegurinn var fær öllum bílum, en Hellisheiðar- vegurinn aðeins stórum bíium. Eru snjóplógar, ýtur og veg- heflar stöðugt að verki við að halda Hellisheiðarveginum opn- um því ofan við Kolviðarhól var alltaf skafrenningur og skefldi jafnóðum á veginn. Var nokkur skafrenningur niður i Svínahraun. Ven.julegum fólksbifreiðum er eindregið ráðið frá því að fara Hellisheiðina, því þeir myndu verða fastir, ogr sennilega verða öðrum bílum til trafala, eða jafnvel stöðva umferðina. Sýknaður af ákæru um mann- dráp af gáleysi Hæstiréttur kvað í gær upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn Halldóri Kristjáni Kristj- ánssyni, en hann var sóttur til saka vegna ryskinga sem urðu í Blesugróf aðfaranótt 8. októ- ber 1955, er Ingvi Hraunfjörð Pétursson nlaut þau meiðsli að hann andaðist nokkru eftir há- degi daginn eftir. Málsatvikum var ýtarlega lýst í fréttum á sínum tíma og verð- ur sú frásögn ekki endurtekin hér, en úrslit málsins í héraði urðu þau að Halldór Kristján var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Var sú niður- staða byggð á því að Halldór hafi ekki átt upptökin að fyrr- greiridum átökum og „eins og á stóð fyrir ákærðum, þ.e. með- an hann. á yfir höfði sér árás með vopni, sem gat verið lífs- hæ'tulegt (tóm þriggjapela- flaska, aths. Þjóðv.) þykir hann ekki hafa beitt hættulegri vörn- um gegn árásarmönnum sínum en ástæða var til“. „Þess vérð- ur ekkj krafizt að ákærður hefði -átt að sjá fyrir sem sennilegar afleiðingar varnaraðgerða sinna, það hörmulega slys sem þarna varð“, segir ennfremur í forsend- um héraðsdóms. Eftir uppsögu héraðsdóms fór fram frekari rannsókn um nokk- ur atriði málsins, en í gær stað- feti HæsUréttur svo dóminn með skírskotun til forsendna hans. Froðlegt erindi Skiíla H. Norð- dahls Framsöguerindi Skúla H. Norðdahls arkitekts á umræðu- fundi Sósíalistafélags Reykja- víkur í fyrrakvöld var hið fróð- legasta. Á eftir báru ýmsir fram fyrirspurnir til frummæl- anda sem hann leysti greiðlega úr. Einnig sýndi Skúli skugga- myndir af skipulagi og húsa- teikningum frá Norðurlöndum r>" útskvrði hær. Hvalf jarðarvegurinn Hvalfjarðarleiðin var ófær fram á kvöld, en Þjóðviljinn fékk þær upplýsingar hjá Vega- gerðinni undir kvöldið að sunn- an fjarðarins væri ýta búin að ryðja alla leið inn að Fossá. Norðan fjarðarins hafði snjó- plógur rutt frá Lambhagamelum og alla leið inn hjá Þyrli. Var því farið að styttast mjög ó- ruddi kafhnn á veginum, og mun hafa tekizt að opna veginn seint í gærkvöldi. Fastur á Holta- vorðuheiði Mikið snjóaði í Borgarfirðin- um i gær og var þungfært mjög fyrir mjólkurbílana, og jafnvel búizt við að þeir komist ekki leiðar sinnar ef meir snjóar. Engir mjólkurbílar komust til Borgarness í gær vestan af Snæ- fellsnesi. Áætlunarbíll Norðurieiða varð fastur í skafli uppi á miðri Holtavörðuheiði og var jarðýta Vegagerðarinnar send frá Forna- hvammi honum til aðstoðar. Olíubíll veltur í Bröttubrekku Nokkrir bílar fóru fyrir Bröttubrekku (þótt bílvegurinn liggi alls ekki um Bröttubrekku loðið þetta gamla nafn enn við veginn vestur i Dali) í fyrri- nótt. Valt olíubíll út af vegin- um og rann niður eitthvað af olíu, en annað tjón mun ekki hafa orðið. Tveir bilar aðrir fóru einnig út af veginum. Ýta var bílunum til aðstoðar. möoyiumN Fimmtudagur 24. janúar 1957 — 22. árgangur — 19. tölublaB 300 tonn af hráefni til Glersteypunnar! 12. p.m. kom Reykjafoss til landsins og var veru- legur hluti af farminum hráefni til glerverksmiðj- unnar sem pá var endanlega hcett störfum! Nam sendingin hvorki meira né minna en 300 tonnum, og er pað ein stœrsta sendingin sem fyrirtœkið hefur fengið frá upphafi. Er verðmœti pessa mikla magns að sjálfsögðu verulegt og flutningurinn kostTiaðarsamzir. Er petta enn eitt dæmi um fyrirhyggju Heim- dellinganna og Framkvæmdabankans. Ekki er vit- að hvað nú verður gert við hráefnið, en vel færi á pví að hreykja pví ofan á glerfjallið^ sem yröi pá verðugur minnisvarði um eitthvert einstœðasta fjárglæfrafyrirtæki hér á landi. Afli lítill Vestmannaeyjum. Frá fréttaritara Þjóðviljans. í fyrradag fóru milli 30 og 40 bátar héðan á sjó. Afli var frá 3 og upp í 6 tonn. Hrepptu bátarnir hið versta veður. Land- lega var i Vestmannaeyjum í gær. ★ Aðeins örfáir bátar fóru á sjó í verstöðvunum í gær og var afli þeirra lítill. Varar við verðhógu Eisenhower Bandaríkjafor- seti sendi i gær þinginu boðskap 'inn um efnahagsmál. 'Segir þar, að uppgangstímar ríki i atvinnu- lífi Bandaríkjanna, en hætta sé á verðbólgu ef ekki sé að gáð. Einnig verði að taka tillit ti) þess, hve velmegun Bandaríkja- manna sé háð þvi að viðskipta- þjóðum þeirra vegni vel. Æ F Skíða- ferð í skálann — Jæja, nú er snjórinn loks- ins kominn, og þá er nú að nota hann. Enda efnir Æskulýðsfylkingin í Rvik til ferðar í skíðaskálann sinn í Bláfjöllum, og verð- ur lagt af stað frá Tjarn- argötu 20 á laugardag kl. 6 stundvíslega. Hafið með nesti, klæðið ykkur vel, fjölmennið! SKÁLASTJ ÓRN Dagmey Einarsdóttir Aðalfundur Snótar Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum liélt aðalfuud sinn 21. janúar sl. Var stjórn félagsins endurkjörin einróma. Stjórnina skipa: Dagmey Ein- arsdóttir formaður, Vilborg Sig- urðardóttir varaform., Kristín Pétursdóttir ritari, Ólafia Sig- urðardóttir gjaldkeri, Ágústa Sveinsdóttir meðstjórnandi. Kjarnorkuárás mun svarað í söxnu mynt MoskvablaÖið Pravda segir í gær, að árás með kjarn- orkuvopnum á Sovétríkin eða bandamenn þess verði svarað í sömu mynt. Segir Pravda, að fregnir í bandarískum blöðum beri með sér, að uppi séu í Bandaríkj- unum fyrirætlanir um að senda bandarískar isveitir búnar eld- flaugavopnum til Þýzkalands, Japans, Tyrklands og Irans. Kemst blaðið svo að orði, að ljóst sé að slíkum viðbúnaði gæti einungis verið beint gegn Sovétríkjunum og bandamönn- um þeirra. Gefur Pravda í skyn, að Sovétrikin séu komin lengra í smíði fjarstýrðra eldflauga en Bandaríkin. í opinberri yfirlýsingu sem birt var í Moskva. í gær segir, að vitað sé að herstjórn Bandaríkj- anna byggi hernaðaráætlanir sínar á þvi að beitá kjarnorku- vopnum frá stöðvum í öðrum löndum. Ábyrgðin á afleiðing- um slikrar ráðabreytni myndi hvíla á ríkisstjórn Bandaríkj- anna og þeim ríkisstjórnum, sem kynnu að leyfa henni afnot að löndum sínum til kjarnorku- hernaðar. Hukning mjólkurframleiðslunn- ar áætluð 5 miilj. kg. á sl. ári MJólkuraukningin varð inest í Eyjafirði Á fyrstu þrem ársfjórðungum síðasta árs var innvegin mjólk til mjólkursamlaganna í landinu 2.6 millj. kg. meiri en á sama tíma árið 1955, og gert er ráð fyrir að innvegið mjólkurmagn verði um 5 millj. kg. meira á árinu 1956 en næsta ári á undan. Frá þessu er skýrt í nýút- komnu hefti af Árbók landbún- aðarins. Mjólkurmagnið fyrstu þrjá ársfjórðungana sl. ár varð 46 millj. 463 þús. 448 kg., en á sama tíma árið áður 43 millj. 856 þús 348 kg. Seld nýmjólk varð 20 millj. 471 þús, 635 lítrar á sl. ári en 19 millj. 488 þús. 594,5 lítrar á sama tima árið áður. Smjörframleiðslan minnkaði úr 639 þús. 44,5 kg. árið 1955 í 635 þús. og 10 kg. og nemur minnkunin því 4 lestum. Skyrframleiðslan minnkaði einnig, um 27 lestir, úr 1 millj. 226 þús. kg. í 1 millj. 199 þús. kí)ó. Framleiðsla nýmjólkurdufts minnkaði einnig, úr 33,8 lestum árið 1955 í 26,4 lestir árið 1956, — er hér alstaðar miðað við fyrstu 3 ársfjórðungana. Framleiðsla undanrennudufts jókst hinsvegar um 61,8 lest. var 206 þús. 155 kg. árið 1955 en varð 268 þús. 35 kg. á fyrstu þrem ársfjórðungum sl. ár. Framleiðsla á mjólkurosti jókst hinsvegar um 61,8 lest, var 1955 í 463 þús. 850 kg. á sl. ári. Framleiðsla mysuosts jókst úr 38 þús. 286 kg. árið 1955 í 43 þús. 927,5 kg. sl. ár. Mjólk i niðúrsuðu varð 163 þús. 500 lítrar árið 1955 en 154 þús. 565 Htrar á sl. ári. Undan- renna í kasein varð 3.566 200 lítrar á s). ári en var 3.002.350 lítrar árið 1955. Jókst mest i Eyjafirði Mjólkurframleiðslan jókst mest í Eyjafirði, um 951,6 þús 1, hjá Austur-Húnvetningum um 375,8 þús. iítra, hjá Mjólkurstöð- inni í Reykjavik um 324 þús. 1., hjá KÞ Húsavík um 311.7 þús.l., hjá Skagfirðingum um 266.3 þús. 1, hjá Mjólkurbúi Flóamanna um 218,6 þús. )., hjá Mjólkurbúi Austur-Skaftfellinga um 129,6 þús. lítra, en Akranesi og hjá Borgf irðingum og Isfirðingum jókst mjólkurframleiðslan um talsvert innan við 100 þús lítra. Aukningin ráðgerð 5 millj kg. í Árbókinni segir að eftir þeim skýrslum sem komnar eru inn fyrir síðasta fjórðung ársins ’56 megi gera ráð fyrir að aukning mjólkurframleiðslunnar á árinu verði um 5 millj. kg. og að fram- leiðslan komist upp í 59—60 millj. kg. — Tölur þessar ná að sjálfsögðu aðeins úl mjólkurbú- anna. Ennfremur segir í Árbókinni að búast megi við mjög mikilli aukningu mjótkurframleiðslunn- ar á Suðurlandi á þessu ári. Einnig segir: ,,Birgðasöfnun á smjöri og osti er aftur í byrjun, en ekki er hætta á að sú birgða- söfnun valdi erfiðleikum á þessu ári eða fyrstu mánuði komandi árs (þ.e. þessa árs). Hinsvegar er ástæða til að gera ráð fyrir talsvert mikilli birgðaaukningu mjólkurafurða á næsta sumri“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.