Þjóðviljinn - 25.01.1957, Síða 1
GAGNMERKT STJÖRNARFRUMVARP LAGT FRAM Á ALÞINGI:
Einokunaraðstaðan í fisk-
sölumálunum verði afnumín
Nákvæmt ríkiseftirlit með sölu og útflutningi sjávarafurða. — Skipuð
verði nefnd sem veiti útflutningsleyfi, fylgist með markaðsmálum og
gæti heildarhagsmuna þjóðarinnar í afurðasölumálunum
Staurar brotna «r
líniir
I rokinu unctanfarna daga
urðu tiiluverðar símabilanir,
bæði á Snæfellsnesi og austur
í svcitum.
Á Snæfellsnesi brotnuðu
nokkrir staurar og línur slitn-
uðu. Aus'anfjalís slitnuðu síma-
línur á allmörgum stöðum.
Skipun Speidels
er gagnrýnd
Shinwell, fyrrverandi land-
varnaráðherra í stjórn brezka
Verkamannaflokksins mótmælti
þvi á brezka þinginu í gær að
brezka stjórnin hefði fallizt á
að þýzka hershöfðingjanum
Hans Speidel yrði falin yfir-
stjórnlandhers Atlanzbanda-
lagsins í Mið-Evrópu.
(Um önnur mótmæli vegna
skipunar Speidels i þetta her-
stjórnarembætti sjá 5. síðu).
Lagt var fram á Alþingi í gær stjórnarfrumvarp ,,um sölu og útflutning sjávar-
afurða o.s.frv.“, og verður það til 1. umræöu á fundi neðri deildar Alþingis í dag.
Aðalatriði hins nýja skipulags í afurðasölumálum, sem frumvarpið fjallar um, em
þessi:
^ Allur útílutningur sjávarafurða skal vera undir nákvæmu eftirliti sérstakr-
ar útflutningsnefndar, er sjávarútvegsmálaráðherra skipar.
’jAr Allir útflytjendur skulu sækja um útflutningsleyfi til nefndarinnar og fá
samþykki hennar fyrir útboðum og solum.
Nefndin fær allvíðtækt vald til að fylgjast með starfi útflytjenda. Hún
skal einnig kynna sér markaðsmál og hafa forgöngu um öflun markaða.
Þar sem hér er um stór-
merkt mál að ræða, er frum-
varpið og greinargerð þess birt
hér orðrétt:
1. gr. Káðherra sá, er fer
með sjávarútvegsmál, skipar
þriggja manna nefnd, sem nefn-
ist útflutningsnefnd sjávaraf-
urða. Jafnframt skal skipa
varamenn.
Ráðherra skipar formann
nefndarinnar.
Með samþykki ráðherra get-
ur útffutningsnefnd sjávaraf-
urða ráðið sér fulltrúa til þess
að annast dagleg störf svo og
aðstoðarfólk, eftir því sem
nauðsyn krefur.
2. gr. Útflútningsnefnd sjáv-
arafurða skal hafa með hönd-
um eftirgreind störf:
1. Vera ráðherra til ráðuneytis
um sölu og útflutning sjáv-
arafurða.
2. Veita útfhitningsleyl'i fyrir
sjávarafurðum.
Engar sjávarafurðir má
bjóða til sölu, selja eða flytja
til útlanda iiema að fengnu
leyfi nefndarinnar. Útiiutn-
ingsleyfi getur nefndin bund-
ið skilyrðum, er nauðsynleg
þykja, þar á meðal um verð-
jöfnun innbyrðis milli sömu
vörutegunda sömu gæða og
að hver fiskeigandi skuli bera
fjárhagsábyrgð á vöru sinni
vegna galla.
3. Hafa forgöngu um inarkaðs-
teit og tilraunir til að selja
sjávarafurðir á nýja markaði
. og auka sölu þeirra á eldri
mörkuðum og annað það, er
lýtur að útflutningi sjávar-
afurða.
3. gr. Útflytjendur eru skyld-
ir að gefa útflutningsnefnd
sjávarafurða allar upplýsingar,
sem hún óskar, um allt, sem
varðar sölu og útflutning sjáv-
arafurða, og hefur nefndin
frjálsan aðgang að verzlunar-
bókum og skjölum þeirra hér
að lútandi.
Nefndarmenn og starfsmenn
eru bundnir þagnarheiti um við-
skiptamál útflytjanda, er þeir
verða áskynja um á þennan
hátt.
4. gr. Ríkisstjórnin getur á-
kveðið, að aðrar vörur en sjáv-
arafurðir megi ekki bjóða til
sölu, selja eða flytja til útlanda
nema að fengnu leyfi hennar
Framh. á 10. síðu
Dr. John Bodkin Adams, enski lœknirinn sem grunaður
er um að hafa stytt mörgum sjúklingum sínum aldur.
Hann verður nú sóttur til saka fyrir morð. (Sjá 12. síðu)
íhaldið lætur loks undan kröfu sósíalista
Hver vill kaupa 200
tonna glerfjall?
Nauðungaruppboð ákveðið á eignum
Glersteypunnar h.í.
Otgerðarráð ákvað í gær að sækja
um leyfí til frystihússbyggingar
VerSur sfoSseft i vesturhöfninni og á oð
ofkosto 30 fonnum of flökum á 8 timum
Útgerðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að fela
íramkvæmdarstjórum Bæjarútgerðarinnar að sækja
um fjárfestingarleyfi til byggingar á frystihúsi fyrir
útgerðina er staðsett verði í vesturhöfninni.
Þessi samþykkt útgerðarráðs
var gerð með 3 atkv. gegn 1.
Með samþykktinni greiddu * at-
kvæði Kjartan Thors, Sveinn
Benediktsson og Guðmundur
steeið og er geymslurúmið
miðað við 2500 tonn af flök-
uni. Þá er gcrt ráð fyrir rúm-
góðu afgreiðsluplássi. ísfram-
leiðsla hússins á að afkasta
skipunum í færiböndum og ann-
ast útskipun með sama hætti, ef
það þykir hentugt.
Bygging hraðfrystihúss á veg-
um Bæjarútgerðar Reykjavíkur
hefur Jengi verið á dagskrá.
Hafa sósialistar í bæjarstjórn
beitt sér mjög fyrir málinu og
flutt tillögur um frystihúsbygg-
inguna arum saman cn bæjar-
stjórnarmeirihlutinn jafnan stað-
Uppboðshaldarinn í Reykjavík hefur ákveðiö að eignir
þrotabúsins Glersteypunnar h.f. skuli seldar á nauðung-
aruppboði 4. febrúar n.k. Meðal þess sem er á boðstólum
er glerfjallið mikla og er metið 200 tonn á þyngd!
Uppboðið hefst á skrifstofu fé-
lagsins, Hverfisgötu 50, og verða
þar seld „allskonar skrifstofu-
húsgögn og áhöld, svo sem skrif-
borð, stólar, skápar, samlagnirig-
arvél, peningaskápur, ritvél
og fleira.“
Síðan verður uppboðinu hald-
ið áfram í húsakynnum verk-
smiðjunnar í Súðavogi 6—8.
Verða bar á boðstólum ,,9870
fermetrar af fullunnu gleri, 200
tonn af brotagleri, 8 tonn af
eldföstum steini, 3650 kíió af
eldföstum leir, 129 kistur undir
gler. Ennfremur allskonar hús-
gögn, loftpréssa, flöskugerðar-
vél með mótum, blásari, log-
suðutæki, allskonar handverk-
færi og áhöld o.fl.“
Vigíússon, en Ingvar Vilhjálms-
son greiddi atkvæði ó móti.
Gert er ráó fyrir að grunn-
flötur frystihússins verði 2200
fennetrar en rúnnnál þess
17500 kúbikmetrar, á tveini-
ur hæðum. Afköst eru áætluð
30 þiisuncl tonn af fliikuni
miðað við 8 tima vinnu en
60 þúsund tonn sé uiniið í
tveiiiiur 8 tíma vöktum á sól-
arhring.
Frystigeymslur hússins eiga
að verða 7300 rúnnnetrar að
35—40 tonnum af ís i sólar-
liring,
Byggingarkostnaður hússins
og vélakaup til starfrækslu þess
er lauslega áætlað að nemi 16
cgillj. kr. miðað við núverandi
verðlag. Skiptist hann þannig að
byggingarkostnaður er áætlaður
9,4 millj. en vélar 6,6 millj. kr.
Sótt hefur verið um lóð til
hafnarstjórnar í vesturhöfninni
fyrir hið fyrirhugaða frystihús.
Er til þess ætlazt að staðset-
ing þess verði við það miðuð að
unnt sé að landa fiskinum úr
ið á móti. Siðast við af:::reiðslu
fjárhagsáætlunar fyrir yfiistand-
andi ár fluttu allir íhaldsand-
stæðingar í bæjarstjó.n tillögu
um byggingu hraðfrystibúss og
aðgerðarhúss fyrir Bæjrrútgerð-
ina og var þeirri tillögu vísað
til útgerðarráðs. Er þetta eitt
dæmi af ótal mörgum um hvern-
ig andstæðingar íhaldsins knýja
það að lokum til undanhalds
með þvi að lialda framfaramál-
unum vakandi og afla þe:m fylg-
is þar til íhalclið áræðir ekkL
annað en láta undan síga.