Þjóðviljinn - 25.01.1957, Síða 3

Þjóðviljinn - 25.01.1957, Síða 3
Föstudagur 25. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Frá Alþingi í gær: Daufur áhugi MorgunbSaðsritst jóranna á störfum og afköstum Álþingis Morgunblaðið' og' Vísir skrifa nú daglega um lítil af- köst Alþingis. Fékkst í gær í báðum deildum heldur spaugileg sönnun á raunverulegum áhuga ritstjóranna fyrir því a'ö' málin gangi greitt. um frá þvi í haust. Hefur frumvarpið þegar hlotið af- greiðslu neðri deildar. Reis þá upp Sigurður Bjarna- son, aukaritstjóri Morgunblaðs- ins,og krafðist þess að málinu yrði frestað. því hann vildi heyra félagsmálaráðherra halda framsögu um það, einnig í efri deild! Kom félagsmálaráðherra og skýrði tilgang og tilefni bráða- birgðalaganna í stuttri ræðu. Hægði Sigurði þá svo, að hann bað ekki um orðið, og fór mál- ið umræðulaust til heilbrigðis- og félagsmálanefndar og 2. umræðu. Með þessu móti virðast aðal- ritstjóri og aukaritstjói'i Morg- unblaðsins vilja tryggja sér nægan tíma til að skrifa grein- ar í blað sitt um starfsleysi og verkefnaleysi Alþingisj Utlit fyrir að landanir togara inn- snlands fari vaxandi á næstunni Sex af togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur stunda nú veiðar fyrir innanlandsmarkað Fisklandanir togara hér innanlands munu fara vax- andi á næstunni og því góðar vonir um aö frystihúsum og fiskvinnslustöövum berist nægilegt hráefni veröi gæft- ír stöðugri og afli glæðist. Sveiíarstjórnaþing Evrópu- ráóslanda Iialdió í Strasbourg Hinn 14. okt. 1955 samþykkti ráögjafaþing Evrópuráð's- ins að kveðja saman fulltrúafund sveitarstjórnarmanna frá öllum þeim löndum, sem a'öild eiga aö Evrópuráðinu. nefndum þingsins, öðrum en kola- og stálnefndinni. Um öll þessi mál voru gerðar ályktanir á þinginu og verða þær birtar í nánari greinargerð, sem sambandið mun síðar láta blöðum og útvarpi í té. Gunnar Thoroddsen flutti á þinginu athyglisverða ræðu um gildi alþjóðlegs samstarfs, og var gerður góður rómur að máli hans. Þinginu stjórnaði með mikilli röggsemi og lagni formaður sveitarstjórnar- og héraðsmála- nefndar Evrópuráðsins, Chbaxi' Delmas, borgarstjóri í Borde- aux í Frakklandi, og fór þingið hið bezta fram og var hið ánægjulegasta í alla staði. (Frá Samb. ísl. sveitarfél.) Fleiri skip munu ekki sigla með fisk á brezkan markað í þessum mánuði en heimiid er til að selja þar 7 skipsfarma i fe- brúar. Til Austur-Þýzkalands er enn heimilt að selja 350 tonn af ís- fiski samkvæmt gildandi samn- ingi um fisksölu þangað, en markaður í Vestur-Þýzkalandi er orðinn mjög stopull m.a. vegna hækkunar á tolli sem nýlega er kominn til framkvæmda. Það eru því allar horfur á að mikill hluti togaraflotans leggi afla sinn upp hér heima á næst- unni, í frystihúsin og fiskverk- ; | unarstöðvarnar sem mjög hefur skort fisk til vinnslu og verkun- ar undanfarið vegna þess að bátaflotinn hefur lítið getað at- hafnað sig vegna óhagstæðs veð- urfars og þar af leiðandi afla- leysis. Þessar upplýsingar komu fram á fundi útgerðarráðs Reykja- víkur sem haldinn var í gær en þar var m.a. lögð fram tillaga Einars Ögmundssonar frá síð- asta bæjarstjórnarfundi um að stuðla að aukinni löndnn á tog- arafiski til að bæta úr hráefna- skorti frystihúsanna. Togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur stunda nú þessar veiðar: Þorsteinn Ingólfsson og Pétur Ilalldórsson veiða í salt fyrir innanlandsmarkað, Skúli Magnússon og Jón Þorláksson veiða i ís fyrir frystihúsin, Ing- ólfur Arnarson er á leið heim frá Þýzkalandi með saltfarm og fer á veiðar fyrir innanlands- markað, Hallveig Fróðadóttir kom heim í gær úr klössun í Bretlandi og fer á veiðar í ís fyrir innanlandsmarkað, Þorkell Máni er á ísfiskveiðum og á hann að sigla með afla sinn. Skautamót Islands 9.-—10. þ.m. Meistaramót Isiands í skauta- hlaupi verður háð á Akureyri dagana 9.—10 næsta mánaðar. Skautafélag Akureyrar mun sjá um mótið. Lík Alberts Guðmundssonar fannst í höfninni i Grimsby Togarinn Hallveig Fróðadótt- ir kom frá Englandi í gær en togarinn hafði verið í klössun í Grimsby. Hallveig flutti heim lík Al- berts Guðmundssonar er var há- seti á Bæjarútgerðartogaranum Þorsteini Ingólfssyni en hvarf a£ skipinu er það var statt í Grims- by í des. sl. Fannst Hk Alberts heitins þar í höfninni fyrir skömmu. Slökkvlliðlð var kvatt ot 456 sinnum á sl. ári, þar af narrað í 80 skipti EldsvoSar voru alls 273 á árinu og mik /ð f/ón eðo falsvert i 71 þeirra Samkvæmt upplýsingum Slökkviliðsins í Reykjavík var þaö kvatt út alls 456 sinnum á s.l. ári. í 183 skipti var ekki um neinn eld aö ræöa, þar af var liöið gabbaö 80 sinnum, en 273 sinnum var eldur laus og oftast, í 72 skipti, vegna íkveikju. MikiÖ tjón hlauzt af 15 eldsvoðum, þar af 7 í desember. Þau tíðindi gerðust ein i neðri deild Alþingis í gær, að aðalritstjóri Morgunblaðsins, Bjarni Benediktsson, kvaddi sér hljóðs áður en gengið var til dagskrár. Var það efni máls hans að biðja forseta að fresta meðferð beggja þeirra mála, sem á dag- skrá voru. Fyrra málið var stjórnar- frumvarpið um sölu og útflutn- ing sjávarafurða, og var ætl- unin að þar yrði einungis flutt framsöguræða en umræðu síð- an frestað til að gefa þing- mönnum kost á að kynna sér málið betur. En Bjarni bað því ákafar, og varð forseti, Einar Olgeirs- son, við tilmælum hans og tók málið af dagskrá. Kjartan læknir tepptur Hitt málið var breytingar á 'iögunum um atvinnuleysis- tryggingar. Bað Bjarni innilega ■om að því yrði líka frestað, enda þótt meðferð málsins hefði verið frestað fyrir jól vegna beiðni Sjálfstæðisflokksins. Nú var sá hængur á, að í heilbrigð- is- og félagsmálanefnd neðri deildar væri enginn Sjálfstæðis- maður viðlátinn nema Ragn- hildur Helgadóttir, Kjartan læknir hefði orðið veðurtepptur, og ætti Sjálfstæðisflokkurinn bágt með að gefa út nefndar- álit fyrr en hann væri kom- ipn. Meirihluti nefndarinnar, Stein- grímur Steinþórsson, Gunnar Jóhannsson og Benedikt Grön- dal höfðu skilað nefndaráliti og lagt til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Forseti, Einar Olgeirsson, kvaðst verða við beiðni Bjarna, í trausti þess að ekki hlytist af óeðlilegar tafir á gangi mála. Bókhaldsvélar og hunda- hreinsun í efri deild voru nokkur bók- haldsmál sýslumanna á dagskrá (Sýsluvegasjóður, Hundahald, Fasteignaskattur) en efni þeirra er að ýta innheimtu gjalda frá sýslumönnum yfir á sveitarstjórnir, og er veigamjk- ið atriði í rökstuðningi þeirra að dálkum þurfi að fækka í bókhaldi sýslumanna svo þeir geti fremur notfært sér hrað- virkar bókhaldsvélar. Kom margvíslegur fróðleikur fram í ræðum Friðjóns Skarp- héðinssonar um þessi mál, m.a. að engir hundar séu í Grimsey og Hrísey, og verði þó eyjar- skeggjar að borga hundaskatt. Enn fremur taldi sýslumaður- inn að sveitarstjórnir ættu hægra með að annast byggingu og viðhald hundahreinsunar- kofa en sýslumannsembættin. Signrður heimtar framsðguræðu Þá kom að 1. umræðu frum- varpsins um afnot íbúðarhúsa, etaðfesting á bráðabirgðalögun- Fulltrúafundur þessi kom saman í fyrsta sinn i Stras- bourg hinn 12. þ.m. og sóttu hann 116 menn frá 13 Evrópu- ráðslöndum. Samband ísl. sveitarfélaga var því beðið að hlutast til um tilnefningu þriggja fulltrúa frá íslandi til þess að sækja fund þennan. Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga tilnefndi einn þessara fulltrúa, Jónas Guð- mundsson fonnann sambands- ins, Revkjavíkurbær annan, Gunnar Thoroddsen borgar- stjóra, en utanríkisráðherra, sem málefni Evrópuráðsins heyra undir, að því er til Is- lands tekur, tilnefndi þriðja manninn, Hálfdán Sveinsson forseta bæjarstjórnarinnar á Akranesi, og sóttu þeir allir fundínn, sem stóð yfir dagana 12.—14. janúar. Tilgangurinn með ráðstefnu þessari, sem eftirleiðis mun koma saman árlega, er sá, að þingi og ráðherranefnd Evrópu- ráðsins, veitist kostur á að kynna sér afstöðu sveitarstjórn- armanna til þeirra málefna, sem sveitarfélögin aðallega fjalla um i hinum ýmsu lönd- um, og afla tillagna frá þeim, um þau málefni sveitarfélaga, sem á hvex'jum tima skipta mestu máli í starfsemi Evrópu- ráðsins og ráðherranefndarinn- ar. Þá er það og tilgangur þinga þessara. að efla sam- starf sveitarstjórna og gefa þeim mönnum, er með þau fara í Evrópuráðslöndum, kost á að kynnast nánar skoðunum og viðhorfum hvers annars til ýmsra mikilvægra sveitarstjórn- armálefna, sem á dagskrá eru hverju sinni. Fyrir þennan fund komu fjögur mál. 1. Lánaþörf sveitarfél. (Muni- cipal credit). 2. Staðbundin viðfangsefni, er leiða af opnun kola- og stál- markaðsins og starfi kola- og stálsamsteypu Evrópu. 3. Þáttur sveitarstjórna í bar- áttunni fyrir samciningu, framförum og endurskipu- lagningu Evrópu. 4. Vernd og þróun sjálfsfor- ræðis sveitarfélaga. Fulltrúar Islands áttu sæti i Kvaðningar í hverjum mán- uði sl. árs voru frá 28 (marz) til 59 (desember), oftast 36—44. Mest var um brennukvaðningar síðdegis kl. 15-—21 (167), en fæstar voru þær að jafnaði kl. 3—9 (56). í 341 skipti var síðla nætur og á morgnana, síminn notaður við kvaðningar, en brunaboðar 115 sinnum. Gabbað 80 sinmnn Slökkviliðíð var kvatt út 183 sinnum án þess að um eld væri að ræða, eins og áður er sagt. Lék grunur á að eldur hefði kviknað í 82 skipti, 80 sinnum var slökkviliðið beinlínis gabb- að, þ.e. nær einu sinni á hverj- urn fjórum dögum, en 21 sinni snertust leiðslur í brunaboðum svo að þeir gáfu frá sér kvaðn- ingarmerki. Eldur oftast í ibúðar- húsurn í þau 273 skipti, sem í hafði kviknað, var oftast eldur í ibúð- arhúsum eða 114 sinnum, 30 sinnum koni upp eldur í úti- húsum, 20 sinnum í bifreiðum, 21 sinni í verkstæðum, 11 sinn- um í bröggum, 9 sinnum í skip- um. íkveikja algengasta or- sök bruna Ef litið er á upptök eldsvoð- anna 1956 eru íkveikjurnar flest- ar í skýrslu slökkviliðsins eða 72. Út frá olíukyndingartækjum i kviknaði 39 sinnum, raflögnum 24 sinnum, rafmagnstækjum 22 sinnum, eldfærum og ljósatækj- um 21 sinni, reykháfum og rör- um 6 sinnum. Mikið tjón í 15 skipti — ekkert í 94 Ekki liggja fyrir tölur um hið beina fjárhagslega tjón af völd- um eldsvoðanna sl. ár en tjón varð mikið í 15 skipti, þar af 7 sinnum í desember, þrisvar sinnum í júlí, tvisvar í nóvem- ber og einu sinni í hverjum þessara mánaða: marz, apríl og september. Tjón varð talsvert í 56 eldsvoðum, lítið í 108 og ekkert í 94. Sýnir í Regnboga^ura Sigurður Sigurðsson listmál- ari sýnir næstu daga r.okkur verka sinna, olíumálverk, vatns- litamyndir og pastellmyndir, i setustofu verzlunarinnar Regn- bogans, Bankastræti 7. Mynd- irnar eru allar til sölu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.