Þjóðviljinn - 25.01.1957, Side 6

Þjóðviljinn - 25.01.1957, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 25. janúar 1957 xaurr í í PIÓÐVILJINM Útgefandi: Sameiningarflokkur alpýðu — SósíaMstaflokkurinn w____________________________/ Kynlegur samstarfsvilji vo kynlega bregður nú við að Alþýðublaðið kveðst hafa átt þá ósk heitasta að samvinna hafi getað tekizt með Alþýðuflokksmönnum og sósíalistum í verkalýðshreyf- ingunni. Hafi slík samvinna verið boðin um stjórnarkjör á síðasta Alþýðusambandsþingi en boðinu verið hafnað „vegna ofríkis Hannibals og kommún- ista“. Þess vegna skuli nú upp tekin styrjöld í Verklýðs- félögunum: „Alþýðuflokkur- inn tekur við stríðshanzkan- um og kemur honum eftir- minnilega aftur til skila. En kommúnistar geta sjáilfum sér um kennt. Þeir bera ábyrgð- ina“. að þarf mikil brjóstheilindi til að boða kenninguna um samstarfsvilja hægri manna í Alþýðuflokknum. Það breytir þó engu um þá stað- reynd að það hefur verið hið eina ófrávíkjanlega boðorð hægri klíkunnar að með sós- íalistum megi ekki vinna. Þeg- ar hópur Alþýðuflokksmanna undir forustu Hannibals Valdi- marssonar tók upp samvinny við sósíalista á Alþýðusam- bandsþinginu 1954 ætlaði allt um koll að keyra í Alþýðu- flokknum, og innan skamms var búið að reka Hannibal Valdimarsson og helztu sam- starfsmenn hans fyrir þá óaf- sakanlegu sök. Þannig birtist samstarfsviljinn í verki. Það skiptir hægri klíkuna engu máli þótt Alþýðuflokksmenn væru í algerum meirihluta í stjóm A.S.l. — þeir unnu með sósíalistum og voru þvi óal- andi og óferjandi. egar rætt var um stjómar- kjör á síðasta Alþýðusam- bandsþingi kom enn í ljós að það var ekki samstarfsvilji sem mótaði gerðir hægri mannanna, heldur var þeim mest í mun að ryðja burt þeim Alþýðuflokksmönnum sem risið höfðu gegn sam- starfsbanninu tveimur árum áður. Tilgangurinn kom einn- ig glöggt í ljós af þvi að sömu dagana flutti einn klíkubræðr- anna tillögu um það innan Al- þýðuflokksins að stjómar- samstarfi við Alþýðubanda- lagið skyldi slitið. Að sjálf- sögðu kom það ekki til mála að hægri mennirnir fengju að beita þá menn hefndarráð- stöfunum sem tryggt höfðu sigur vinstri manna í verk- lýðshreyfingunni; hins vegar var það boðið að fjölgað skyldi um tvo í miðstjórninni og hægri mennimir fengju f jóra fulltrúa af 11. Hefði því boði að sjálfsögðu verið tekið ef einhver heilindi hefðu verið í samstarfstali hægri mann- anna, en heilindín skorti og boðinu var hafnað. TTvarf þá hægri klikan sem " " skjótast heim til föður- húsanna, í náðarfaðm íhalds- ins. Samvinna Alþýðuflokks- manna og sósíalista heldur hins vegar áfram eins og fyrr í stjóm A.S.Í. og í verklýðs- félögum um land allt, og sú samvinna mun eflast, hversu ákaflega sem hægri mennim- ir ota „stríðshanzka" sínum. Afglöp Ingólfs Tngólfur Jónsson, fyrrverandi * viðskiptamálaráðherra 1- haldsins, játaði í umræðum á þingi í fyrradag að hann hefði hafnað tilboði um að taka á leigu oiíuflutningaskip til '■ langs tíma, er tök voru á að gera heildarsamning um 60 shillinga flutningsgjald á tonn. Ef íhaldsráðherrann hefði haft vit á að taka þess- um boðum nytu Islendingar enn þessara kjara og þjóðinni hefðu sparazt upphæðir sem munu nema mörgum milljóna- tugum áður en lýkur. En skýring ráðherrans á glópsk- unni er sú að hann hafi látið stjórnast af umhyggju fyrir Hamrafellinu „og jafnvel mátt búast við að annað skip yrði keypt“ eins og Morgunblaðið kemst að orði í frásögn sinni af ræðu þessa fyrrverandi ráð- herra. Já, það mátti búast við að annað skip yrði keypt! Olíuféiög íhaldsins og Eim- skipafélag Islands áttu þess kost að kaupa olíuflutninga- skip á sama tíma og Hamra- fellið var keypt — og auðvit- að var Ingólfi Jónssyni það mikið í mun að það skip yrði ekki að sæta lágmarksfarm- gjöldum! En þegar til kom var ekkert skip keypt. íhald- ið gerði hvort tveggja í senn: sveikst um að semja um farm- gjöld til langs tíma og sveikst um að kaupa oliuskip, svo að Islendingar gætu annað flutn- ingum sínum sjálfir. Þess vegna verða olíufélög íhalds- ins nú að sæta viðskiptum við þau flutningaskipafélög er- lend sem mest okra — og þjóðinni er gert að greiða tjónið af ráðsmennskurini. að er þokkalegur arfur sem Ingólfur Jónsson lætur eftir sig, að þjóðin skuli þurfa að greiða erlendum skipafé- lögum 220 shillinga fyrir að flytja sama magn og kostaði 36-46 shillinga að flytja fyrir rúmu ári. Maður sem gert hefur sig sekan um slík af- glöp ætti með réttu að eiga þá sómatilfinningu að draga sig gersamlega út úr. stjórn- málum. Og það er að minnsta kosti lágmarkskrafa að hann láti aldrei orð eins og olía eða farmgjöld sér um munn fara, þótt hann reyni enn um sinn að tóra í þingmannaliði í- haldsins. Velvakandi leiðir til sætis í dálkum Morgunblaðsins 21.1. þ. á. frú sem heitir „Sið- söm“. Hún kemur þess erind- is að fetta fingur út í renni- lás í buxnaklauf blaðamanns nokkurs, fótabragð hans, hár- greiðslu og jafnvel holdafar. Ekki tel ég það í verka- hring mínum að hlutast til um sætaskipun hjá Velvak- anda eða að hrekja orð frúar- innar um nauðsyn á smekk- legum klæðaburði blaðamanna og annarra karla sem kvenna, þó finnst mér þama um full- margt talað. Ekki finn ég heldur hjá mér köllun til að taka upp þykkjuna fyrir blaða- manninn ellegar væna frúna beinlínis um lygar um lit buxnanna, sídd þeirra eða annað ástand flíkurinnar ög þykir mér þó atburðurinn allur nokkuð tortryggilegur, en ég hefi séð illa snyrta menn af flestum stéttum og aldrei þótt vel fara. Annað ræður mestu um að ég gríp fram í umtalið um þetta velsæmis atriði: aðfinnslur, sem koma í hugann þegar út á eitt er sett, en það er heildarframkoma manna, eink- um blaðamanna og ræðu- manna, orðfæri þeirra sér- staklega og hitt: hvert at- hygli frúarinnar beindist. Vík Gripið ég þá að hinu fyrra þess- ara tveggja umhugsunarefna minna, sem bæði sögðu til sín við lestur athugasemdarinnar í Morgunblaðinu. Svo sem öllum er kunn- ugt klæðast menn misjafn- lega og virðist ekki fara eft- ir manngildi né grandvar- leik hver bezt er búinn, er það og miklu minna vert hvað utan á kroppnum hangir en hvað hann lætur af sér leiða í beinum verkum. Þarna er rætt um blaðamann. Verkin hans eru: ritgerðasmíði, efnis- val, niðurröðun og annar frá- gangur á blaði hans. Eftir því ber að meta manninn. Þar má svo koma til viðbótar eða frá- dráttar sitt af hverju annað: þægilegt viðmót eða leiðinlegt, fríðleikur eða líkamslýti og mætti lengi telja. En hjá blaðamanni eru það greinar hans sjálfs, sem gera hann góðan eða slæman, vinzun úr aðsendu efni og allur undir- búningur undir not kaupenda af lesmáli því, er hann kaup- ir. Skal ég þá fallast á rétt- mæti smáútásetninga þegar aðalatriðið er komið í bezta horf. Og hvernig eru þá blöðin? Blöðin hér á landi eru illa stafsett, misjafnlega mikið illa, en illa þó, prófarkalestur er slæmur, línuruglingur auk heldur svo algengur, að oft er meiri leit að lokum eða upphafi málsgreinar en nokk- ur von er til að blaðið allt geti goldið nokkrum sæmileg- um þegni, en sæmilega þegna tel ég þá eina, sem kunna að nota sér tómstundir sínar til frjórri iðju og þroskavænlegri heldur en þeirrar að finna hvað saman átti að eiga í oft og tíðum óvandaðri, illa byggðri og vitlaust prentaðri blaðagrein. Það sem hér hefur verið ritað upp er allt verra en strengdur rennilás, alveg sama hvar hann er eða hve illa honum er misboðið með þenslunni, og ég ætla það algengara í blöðum en illan klæðaburð hjá blaðamönnum. Er það þó eins og fjöður af fati hjá þvi, sem mest lýtir blaðamennskuna ízlenzku, sem er illvilji, rangfærslur og blekkingar auk beinna lyga, en þarna er upptalið: uppi- staðan, ívafið, saumgamið og tölurnar í mörgum af þeim flíkum, sem blaðalesendur þessa lands og líklega margra annarra verða að hafa að sér í öllum andlegum veðrum. En því efni verður að sleppa, dæmi þessa yrðu einhliða og ranglát nema svo víða væru tekin, að ekkert blað fengist til að birta þau sökum eigin manna. En jafnvel ytra borð blað- anna þarf að vanda betur en gert er allra hluta vegna. Hermann Pálsson, lektor, vel lærður maður og virðuleg- ur, talar nú nýlega um nauð- syn á betri réttritunarkennslu og telur — að ég ætla réttilega — að oflitið sé lagt á sjón- íram í minni nemenda í þeirri grein, en ofmikið treyst á vafasama umhugsun þeirra um beyg- ingafræði og uppruna orða. Ef hann fer með rétt mál í þessu efni, þá verður þó þyngri en áður hefur verið talið bagginn á herðum blaða- manna og rithöfunda. En blöðin láta sér sæma að selja kaupendum sínum ritsmíðar sem eru löngum og löngum sVo að réttritun, orðaváli og setningaskipun að langt er um óboðlegt fram, og því mið- f--------:----------------■> Eítir Sigurð Jónsson frá Brun s.________________________J ur hæfa sömu lýsingar inni- haldinu sem ytra borðinu. Þar þyrf'ti víða að treysta renni- lás og þjálfa af kúluvömb, blöðin hitta alla, sem í eitt- hvert prentað mál líta á landi hér, en blaðamennirnir sjálfir ekki nema fáa, og íslenzku blöðin fara fyrir allra þeirra augu, innlendra og erlendra, sem láta sig hag þessarar þjóðar nokkru skipta, hverra erinda sem þeir svo ganga til þess verks. En tryggt mun það að stjórnmálamenn aust- urs og vesturs rannsökuðu ekki klæðaburð né snyrtingu skeytahöfunda þeirra, sem flestar sögðu sögurnar af pólitísku lífi þjóðarinnar eftir og um kosningarnar síðustu. Eg fyrir mitt leyti myndi þakka fyrir ef ég fengi til starfs — enda mætti hanu þá huga sínum ráða — blaða- mann, sem kæmi á skrifstof- una í fomum buxum, sem hann væri reyndar vaxinn upp úr, ef hann kæmi svo klæddur af því að hann hefði boðskap að flytja, málefni að berjast fyrir, sem hann mæti meir en hárnákværnt mat á hvað hon- um færi bezt um kroppinn. Mér mundi þykja sá blaða- maður mikill fengur, jafnvel þótt ég væri honum oft ó- sammála, hjá því að eiga alla fréttaþjónustu og framreiðslu umhugsunarefna minna undir þeim einum, sem binda aðal- umhyggju sína við rennilás- inn í buxnaklaufinni. Eg hefi staðið þá ofmarga að því, glerfína menn og strokna, að halda fram röngum niður- stöðum með ritaðar rang- færslur, rökvillur og marg- hraktar fjarstæður í sannana stað, til þess að ég telji ytri gljáa nokkra tryggingu fyrir sannsögli og vandvirkni um heimildaval eða trúmennsku við að vinna svo úr efni að það verði lesendum að ljósara. eftir. í þess stað þekki ég mörg dæmi um pólitísk reyk- skot og kerlingarelda ætlaða til blindunar, hvorttveggja einkum komið frá þeim, sem feitastar hafa stöðurnar og fínast klæðast. En við höfum fleiri menn- ingartæki en prentað mál og það tæki, sem geta — rétt eins og misnotuð prentsvertan — orðið til afmenningar og málskemmda, nefni ég þá Út- varpið sem hæft til hvors- tveggja bæði menningarinnar og málskemmdanna. Þar koma að visu fram sömu mennirnir margir og þeir sem blöðin rita og þá auðvitað með sömu kostum og göllum á báðum stöðum, mættu þó reynast bet- ur við hljóðnemann. Útvarps- ráð gæti síað eins og gangna- maðurinn hélt um klútinn, sem hann ætlaði að drekka í gegnum úr Fúlukvísl á Kili stækri af brennisteini. Ráðið gæti auk heldur dugað betur en nokkur tiltækilegur gangnamannsklútur. Þó er eitt, sem útvarpsráð er uppvíst að að sía illa eða ekki, en það er framburður flytjenda. Það er því miður reynt, margreynt, að þar koma fram latmæltir m,enn, linmæltir, fiámæltir og á fleiri vegu rangmæltir. Eg er meira að segja, þótt sjaldan hlusti ég, orðinn mörgu af þessu svo samdauna að ég tel það — úr því sem komið er — góðra gjalda vert ef það eru að- eins hljóð stafanna, sem af- bökuð eru, og um það eru mörg dæmi nærtæk, en þar við er ekki látið lenda á þeim stað þegar ógæfan vill verða, jafnvel þulir eru meira og minna sekir. Þar er áherzlulögmálum íslenzkrar tungu misboðið, oft og tíðum á hinn furðulegasta hátt, til viðbótar við það sem sameig- inlegt er við galla ritaðs máls. Hvað á til dæmis að vinnast við þunga þann, sem fjöldi ræðumanna leggur í ræðum sinum á síðari hluta sam- settra orða, ég nefni atkvæðið leg i réttiLEGa, sannarLEGa ? Hver heyrir ekki þetta og þvi Framhald á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.