Þjóðviljinn - 25.01.1957, Page 7

Þjóðviljinn - 25.01.1957, Page 7
Föstudagur 25. janúar 1957 -ÞJÓÐVILJINK — (7 Frá því að djassinn kom fram, en það var um og eft- ir síðustu aldamót, hef- ur hann verið ofsóttur og varinn, boðaður og útskýrð- ur, ýmist verið kallaður sið- spillandi eða boðskapur frá óspilltum náttúrubörnum, hann hefur verið dýrkaður með allt að því vísindalegri alúð og natni, þeim sem ekki eru heima í þessum nótum þykja þær lítt skiljanlegar, hann er sagður úreltur og lít- ilsvirði, en þrátt fyrir allt fara vinsældir hans vaxandi. I haust kom út skáldsaga, sem gæti orðið ófróðum góð leiðsögn um völundarhús þessa fyrirbæris, en hinum, sem betur eru að sér, til aukinnar þekkingar, en þó er ekki ólíklegt, að sumir þeirra muni fleygja henni frá sér með fyrirlitningu, um það er raunar engu hægt að spá. Bókin heitir Sóló og höfund- urinn Stanford Whitmore. Hann er um þrítugt, fæddur og uppalinn í Chicago, og þar fer sagan fram að mestu leyti, og það er sem þessi stóra, miskunnarlausa borg sé með brennandi heitum sumr- um og ísköldum vetrum, borgin úti við Michiganvatn, þetta úthaf meðal vatna, sé bakhjarl alls sem í sögunni gerist. Það er freistandi að líta á persónumar sem full- trúa hinna ýmsu stefna í djassmúsikinni og afstöðu hennar til þjóðfélagsins. ^ Sá síhræddi og sá afskiptalausi. Annar af tónlistarmeistur- um skáldsögunnar er einn hinna viðurkenndustu af djasspíanóleikurum Banda- ríkjanna og heitir Ross Jaeg- er, hávaxinn, glæsilegur mað- ur á þrítugsaldri. Hann er dáður af sérfróðum mönnum í tónmennt allt frá Los Ange- Bandarískur djass~harmleikur Chicago-skáldsaga um núlímadjass og stöðu hans í þjóðfélaginu les til New York og nýtur hylli hinnar fögm og geð- þekku Helenar. En í stað þess að una hag sínum við list sína og frægð og háar tekj- ur, er hann síhræddur um að verða fyrir þeim ósköpum, að fram komi annar sér fremri. I livert skipti sem hann fær fréttir af efnilegum manni í sérgrein sinni, leitar hann uppi staðinn, þar sem hami á þess von að hitta þennan mann að starfi, og hlustar í ofvæni, sem á glóðum, hvort nokkrar iíkur muni á því, að þessi sé eða geti orðið sér jafnsnjall. Það er gefið í skyn í skáldsögunni, að ekki sé óalgengt, að frægir djass- leikarar hagi þannig liferni sínu, að af hljótist heilsuleysi og dauði fyrir aldur fram, það séu alkóhól og eitur- nautnir sem þ\u valdi fyrst og fremst. Svo hart knýr þá samkeppnin. Svo hittir hann þann mann, sem raunar er aðalpersóna sögunnar, ungan mann að nafni Virgil Jones. Maður þessi vinnur fyrir sér við verksmiðjuvinnu, en í tóm- stundum sezt hann oft við hljóðfæri í hljóðfæraverzlun eða í veitingahúsi, og skeytir því ekki hvort hann hafi nokkum áheyranda, og þann- ig leikur hann tímum saman hinn ágætasta djassleik, sem« nokkru sinni hefur heyrzt í Chicago. Enginn þekkir hann, enginn veit hvar hann á heima. Leik hans er lýst þannig: — „Síðan fór hann að leika I cover the Waterfront, lágt og þýtt, og náði háu tón- unum án þess að stíga á fóta- fjölina. Hann lék kalt og til- finningarlaust, og hafði allan hugann við að leiða fram sterk áhrif, — með hljóm- gripum og B-tóntegundum og óvæntri tónskiptingu yfir í moil án þess að hrynjandin haggaðist, og án þess að rjúfa hinar hreinu, skörpu tónasamstæður lagsins. Það var margslungið, en þó furðu- lega laust við torveldar flækj- ur. En fyrst og fremst var leikurinn öruggur. Það var auðfundið að honum stóð á sama um hvað öðrum mundi finnast um hann“. Hinn síðasti aí írjálsum mönnum. Jones er ógiftur og býr einn sér. Hann lætur sig aðra menn engu skipta. Honum er sama um aðra, og leitar aldrei á neinn mann að fyrra bragði. Samt fær hann ekki að vera í friði fyrir þeim, og lendir oft í áflogum og vandræðum, bæði á vinnustöðunum, sem hann verður oft að skipta um, og annars staðar, því menn þola honum ekki af- skiptaleysi hans. I stað nafn- spjalda hefur hann letrað á nokkur spjöld hjá sér þessi orð: Eg er hinn síðasti af frjálsum mönnum í heimin- um. Sníkjudýrin. Utan í hljómlistarmennina eru ætíð einhver sníkjudýr að flaðra, svo sem hinn lítilmót- legi útvarpsfyrirlesari Henne- berry, og hinn skárri maður Paul Bauer, maður sem grætt hefur stórfé á tónlistarmönn- um, hnefaleikamönnum og öðrum sem atvinnu hafa af að skemmta almennirigi. Aðal- efni bókarinnar er barátta Jones og Bauers. Þessi gamli auðkýfingur hefur ekki leng- ur gaman af að græða fé, en hins vegar má hann ekki til þess hugsa að ekki skuli vera unnt að ná tökum og valdi á Jones, því þó að auðsöfnun sé orðin honum lítils virði, finnst honum óþolandi að Jones sé svo óháður öllu og öllum, að engin leið sé að ná valdi yfir honum — en vald er hið eina sem honum finnst vert að lifa fyrir. ^ Er djassinn hljóm- list hákapítalism- ans? Niðurstöðurnar af bók Whitmore’s að því er djass- inn snertir, eru þessar: í þessu háþróaða auðvaldsþjóð- félagi, Bandaríkjunum, er djassinn orðinn svo almennt fyrirbrigði, að nær til allra þjóðfélagsstétta. 1 honum speglast einstaklingshyggja kapítalismans, því tónlistar- mönnunum er í sjálfsvald sett að móta hvern leik eftir sínu Minningarorð Theodór Mathiesen, læltnir fæddur 12. marz 1907 — dáinn 18. janúar 1957 Nýlátinn er i Hafnarfirði, Theodór iæknir Mathiesen, eft- ir langvarandi vanheilsu. Theodór Mathiesen var Hafn- firðingur í húð og hár, fseddur 12. marz 1907 og ól þar allan aldur sinn og lézt þar 18. jan. s.l. Foreldrar hans voru Matt- hías Mathiesen, skósmiður og kona hans Arnfríður Jósefs- dóttir, er lengi bjuggu í Hafn- arfirði og báru þar beinin. Theodór brauzt til mennta af miklum dugnaði og tók stúd- entspróf 1928 og varð kandidat í læknisfræði 1934. Síðan stundaði hann erlendis sérnám í háls-, nef- og eyrnalækning- um, en hvarf heim til íslands 1939 og settist að á æskustöðv- um sínum sem praktiserandi læknjr og vann þar mikið Og gott lífsstarf í kyrrþey og há- vaðalaust. Theodór var mjög eftirsóttur læknir, einkum í sérgrein sinni, og var alla tið önnum kafinn, en missti heilsuna á bezta aldri og átti við að stríða mik- ið heilsuleysi ínörg síðustu ár- in. Var Theodór sérstaklega vinsæll og heppinn læknir, enda var hann sjúklingum sín- um meira en læknir líkam- legra meina, hann var þeim velviljaður vinur, sem vildi allt á sig leggja fyrir þá og ávann sér því jafnan traust þeirra og trúnað, er til hans leituðu. Theodór Mathiesen var mað- ur hár vexti, aðsópsmikill og stórskorinn nokkuð, en hrjúfur á ytra borði við fyrstu kynni. En alltaf var hann hressilegur í tali og bráð- skemmtilegur viðræðu. í við- kynningu kom strax í ljós, að hann var mjög tilfinninganæm- Hljómsveitaræfing hjá djasskónginum Duke Ellington höfði, teygja fram ný titbrigði í hvert sinn. Þannig á djass- inn hlutverki að gegna í þjóð- félagi þessu, eins og hin klass- íslca tónlist átjándu aldar átti þá, með því að endur- spegla trú þeirrar aldar á mátt mannsandans. Þessi einstaklingshyggja birtist hjá hinum tveimur tónlistarmcnnum sögunnar, sem hvor tjáir sína stefnu. Fyrst þeim sem heita má að sé hinn venjulegri, sá sem sí- fellt hlýtur að vera á verði gegn því að ekki komi annar til að ryðja sér í fyrirrúmið, og þjáist auk þess af ótta við það, að þetta miskunnarlausa kapphlaup verði honum of- raun, geri hann að rótar- slitnu rekaldi, og þetta síð- ara er sýnu verra hinu fyrra. I eðru lagi hjá þeim, sem kalla mætti „hina nýju hug- sjón,“ hinum andkapítaliska einstæðingshyggjumanni sem er sjálfum sér nógur, skarar fram úr öðrum, en lætur sig engu skipta hvort nokkur hlustar á hann og hvort hann fær nokkuð að launum. Höfundinum er líklega gjarnast að líta svo á, að þessi væri sá er koma skal (þó að nafnið „hinn síðasti af frjálsum mönnum“ bendi til þess að hann vænti ekki mik- ils af framtíðinni), en okkur hinum virðist fremur sem sé hann hinn siðasti hlekkur í þeirri keðju, sem hófst með kröfunni um listina vegna listarinnar. Whitmoi'e gerir Jones að píslarvotti skorts almennings á skilningi og valda og pen- ingagræðgi kaupsýslumann- anna, og með því sýnir hann okkur ósættanlegar andstæður sem auðvaldið ber í sjálfu sér: að einmitt hið „frjálsa framtak" gerir manni ókleift að lifa sem frjáls einstakling- ur. ur maður og velviljaður með- bræðrum sínum og sérstaklega áttu þar hauk í horni þeir sem andstreymi og erfið kjör mæddu á. Sem dæmi um hjartalag Theodórs vil ég geta þess, að aðfangadagskvöld eitt að enduðu erfiðu dagsverki, fór hann á stúfana eftir lokun búða, að ná sér í jólagjafir handa sjúklingum sem hann hélt, að aðrir myndu ekki sinna og sjálfur gat hann ekki hugs- að sér að njóta að öðrum kosti hátíðarinnar með góðri sam- vizku. Hann lét sig litlu skipta fjármálahlið starfs síns og safnaði ekki auði, þó þess hefði verið ærinn kostur, ef innræti hans hefði verið þannig. Hann leit jafnvel svo á að það sam- rým'dist illa læknisstörfum að taka peninga fyrir af sjúkl- ingum. Segja má, að Theodór hafi fallið i valinn um aldur fram, enda mun sanni næst, að þeir endist verr í lífsins stríði, sem hafa svo viðkvæmt hjarta, — það er að minnsta kosti ekki gott þeim, sem sjálfir eru veil- ir á heilsu, að hafa þungar á- byggjur af annarra heilsufari, en skeyta lítt um sína eigin líðan. En þannig var honum Theodór farið. Theodór var kvæntur Júli- önu Sólonsdóttur, myndarkonu héðan úr bænum og áttu þau Fiamhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.