Þjóðviljinn - 25.01.1957, Qupperneq 9
Föstudagur 25. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN
Einn bezti knattspyrnumaður Sovétríkjanna er landsliðsmarkvörðurinn Jasjin. Hér
sést hann kasta sér eftir knettinum.
Umbœtur í Hálogalandi og má þó betur gera
Þegar bæjakeppnin í hand-
knattleik fór fram um síðustu
heigi mátti sjá að breytingar til
hagræðis og öryggis hafa verið
gerðar þar, og skal þess getið
sem gert er.
Hér hafði oft verið að því
fundið að áhorfendur voru látn-
ir ganga um gólfið og bera snjó-
inn á gólfið, eða bleytu og ó-
hreinindi. Bleytan orsakaði
hálku sem gat verið stórhættu-
leg leikmönnum, Þetta hefur nú
verið lagfært á þann hátt, að
nú er gengið fyrir aftan mörkin
í stað þess að áður var farið
inn á gólfið. Sett hafa verið upp
bönd milli súlnanna sem er vörn
fyrir ágangi áhorfenda. Er
þetta til mikilla bóta.
Síðara kvöldið þegar bæja-
keppnin íór fram má segja að
gólfið hafi ekki verið forsvaran-
legt vegna bleytu sem kom af
leka í þaki hússins og gætti
þess við suðurenda hússins.
Fengu menn þar illar byltur
sem hefðu getað stórmeitt kepp-
endur. Virðist sem húsið sé að
telja út, og hafi lifað sitt glað-
asta.
Annað atriði í framkvæmd
þessa móts var það, að verðir
voru við völlinn til þess að
fyrirbyggja að ekki færu drengir
inná í hálfleik til að ólátast eða
til að bera þangað bleytu og ó-
þverra. Það sýndi sig að þetta
tókst ágætlega og fullkomið
næði var meðan leikhléin voru.
Hinsvegar voru drengirnir ekki
lengi að koma inn þegar Hafn-
firðingamir tveir sem vörðinn
stóðu, fóru að búa sig und-
Ir leikinn sem þeir áttu að leika,
en þess var ekki gætt að láta
aðra taka við.
Vonandi er þetta upphaf að
MirrayRosesetur
heimsmet á 400 m
Ástralski sundmaðurinn Kose
setti um miðjan þennan mánuð
tvö ný heimsmet. 400 m skrið-
sund synti hann á 4.25,9 og 440
jarda á 4.27,1. Ford Konno frá
Bandaríkjunum átti 400 m met-
ið og var það 4.26,7, en 440 jarda
metið átti Ástralíumaðurinn
John Marshall og var það 4.28,1.
því að þeir sem sjá um mótin
láti ákveðna menn standa vörð
um það að gengið sé um húsið
með menningarbrag en ekki eins
og verið hefur, að leyfð séu
skrílslæti,-
Hvenær verður fullorðinn
maður við markatilkynninguna?
f lok síðasta Reykjavíkurmóts
kom fyrir atvik sem var þess
eðlis að ætla mætti að reynt
yrði að koma í veg fyrir að
slíkt endurtæki sig, en þar var
deilan um markastöðu í einstök-
um leik. Á það var bent þá að
það væri ekki forsvaranlegt að
drengir önnuðust tilkynningar
um markstöðu meðan á leik
stæði. Annarsstaðar mun það
Framhald á 11. síðu.
Honved komið til Suður-Ámeríku, en
FIFA iteifar |ví in keppnisleyfi
I-;0. -
Það hefur mikið verið rætt og
ritað um Honved-liðið ungverska
sem undanfarið hefur verið á
ferðaiegi um Vestur-Evrópu á
keppnisferðalagi og heíur nokkuð
verið frá því sagt hér og þeim
tilboðum sem þeir hafa fengið
ef þeir kæmu til atvinnuliða sem
eru ólm að fá þá.
Það kom flestum nokkuð á ó-
vart að FIFA (Alþjóðasamband
knattspyrnumanna) hefur engar
tilslakanir viljað gefa nema
ungverska knattspyrnusamband-
ið gæfi leyfi sitt sem ekki hefur
fengizt.
Eins og frá var sagt ætluðu
þeir Honvedmenn til Suður-Ame-
ríku 14. þ. m. og héldu þeir
þein’i áætlun, og það þótt- þeir
viti ekki enn hvort þeir fá að
leika þar.
Knattspyrnusambandið í Bras-
ilíu hefur sent FIFA skeyti og
farið þess á leit með mörgum
viðkvæmum orðum að þeim
verði' veitt leyfi til þess að
leika. ,,Við biðjum um að á þetta
verði litið sem alveg sérstakt
tilfelli. — Hinir ungversku leik-
menn hafa fundið samúð hér
í Brasilíu'1 eins og það er orð-
að í skeytinu.
Brasilíska félagið Flamingo
hefur sagt að þeir muni leika
við þá hvað sem FIFA segi.
Knattspyrnuleiðtogar eru
smeykir við að Flamingo leiki
í trássi við FIFA og óttast að
félagið kunni að verða útilokað
frá keppni. Þeir óttast einnig að
svo geti farið að FIFA hegni
öllum knattspyrnufélögum í
brasilíska sambandinu ef Flam-
ingo leiki við Honved án leyfis.
Argentiska knattspyrnusam-
bandið hefur. einnig sótt um
leyfi FIFA fyrir sýningarleiki
þar í landi.
Aðalfararstjóri Honved, Ernil
Osterreicher, hefur í viðtali við
blöðin látið þá von í Ijósi ’ að
þeir fái að leika í Bueno-s.Aires,
eins og upphaflega hafði verið
ákveðið.
Flamingo segist hafa gert
samning við Honved og ef hann
verði svikinn, verði þeir að
greiða stórar skaðabætur.
Daginn eftir að Honved kom
til Suður-Ameriku skýrðu full-
trúar frá FIFA enn frá því að
það væri aðeins ungverska
knattspyrnusambandið sem gæti
krafizt þess að flutt yrði
kæra á hendur samböndum
Brasilíu og Argentínu ef Hon-
ved leikur í löndum þessum.
Samkvæmt gildandi reglum
getur samband sem leyfir liði
að leika, sem ekki hefur fengið
leyfi síns sambands, fengið dóm
FIFA og útilokast frá heims-
meistarakeppni.
Mun það vera þetta sem
samböndin i Suður-Ameríku ótt-
ast ef ekki er farið að vilja
FIFA
Síðasta fréttin frá þeim Hon-
Ved-félögum kom nokkuð á ó-
vænt en það var að Puskas ætl-
aði heim að lokinni ferð þess-
ari. Hugsazt gæti að þessi á-
kvörðun Puskas mildaði eitthvað
ungverska knattspymusamband-
ið.
-
______Gripið
Framhald af 6. síðu.
um líkt í einhverju af næstu
erindum, ef hann leggur það
á sig að athuga hvernig það
er sagt, sem sagt er? Og er
þó áherzlan í íslenzku á fyrstu
samstöfu.
Þá væri ljóðaflutningurinn
mál fyrir sig, bragliðaskilin,
sem gera heiðarleg kvæði að
hneykslanlegri atómiðju og
ýmsar tilgerðarbrellur aðrar,
sem vaða þar uppi. Hefi ég
áður á öðrum stað vikið að
þessu efni, svo að ég veit það
af sárri reynslu, að mig
skortir orðfæri og þekkingu
til að gera ómynd þessari
sæmileg skil, en áhugamál
mitt er hér um að ræða og
erfitt um að þegja. Aðeins
verður að geta þess um það
af starfsfólki Útvarpsins, sem
á annað borð hefur merkjan-
lega framiburðargalla, að það
mun allt hafa fengið þá við
smitun af eða nám hjá erlend-
um leikurum, sem vanir eru
öðrum áherzlum máls og ó-
vandlegri bragagerð en ís-
lenzk er, þótt ekki skuli þar
með sagt að skáldskapur okk-
ar og ljóðrænt vit standi
framar en hjá öðrum þjóð-
um. íslenzk kveðandi og
brag-taktur gerði þetta þó til
skamms tíma og gerir enn
hjá sumum. Þessir menning-
arþættir eru að minnsta kosti
of góðir fyrir margra þeirra
munna sem með þá þykjast
kallaðir að fara.
1 útfendum þunnmetissögum
hefi ég séð ógeðslegustu gerð
af karlmönnum auðkennda
með því að þeir eins og af-
klæddu með glápi sínu það af
nærverandi mannkyni sem át-
hygli þeirra beindist að. Eg
hefi ekki fundið fyrir slíku, en
get getið mér til um á hvert
svæði líkamans þeir hafa
horft, og í bréfinu hjá Vel-
vakanda finnst mér örla á
einhverju svipuðu. Hvernig
skyldi blaðamanninum með
rennilásinn hafa liðið fyrir
augliti frúarinnar ef atburð-
urinn er sannur? Eg verð enn
að játa að mér þykir frásögn-
in tortryggileg.
Ef að líkum lét átti stórt
skrifborð að hafa skyggt á
aðalhneykslunarefnið. En hví
er ég að hneykslast á bréfi
frúarinnar? Það er einfald-
lega fyrir þá sök að mér
finnst að blöðin þurfi að
batna, blöðin sjálf, en get
ekki tekið neinn þátt í að-
finnslum um klæðaburð á
meðan allt, sem meira er
vert, er melra og minna í ó-
framí f
' -rn'-m-r —
lestri. Og mér þykir ádeilu-
efnið ósmekklegt.
„Morgungolan svala svalar
syndugum, hugsunum ...
segir Þura í Garði. Henni leyf«
ist. Hún er þó fyndin. Frú.
,,Siðsöm“ sannar ekki að húm
sé það, hún sannar meira
segja ekki að hún heiti „Sið-
söm“, hvað þá sé það.
Eg veit þessi grein er ó-
smekkleg. En þegar köttur-
inn. bleytti gólfið var í æslos
minni leitazt við að núa hon-
um upp úr pollinum. Hanm
þótti þá tryggari með að gera
ekki slíkt aftur á það gólf.
Eg set nafn mitt undir
langloku þessa ef Morgun-
blaðið skyldi vilja senda. mér
þó ekki væri nema Dagsbrún-
artaxtakaup fyrir stundina,
sem ég eyddi í þessa ólyktar-
kisu, sem þarna kom upp á
pallinn.
Sigurður Jómsson
frá Bran.
Bæjarpóstimifn
Framliald af 4. sídia,
og ýmsir leikaranna hafi svo
nauman tíma, að þeir megi
ekki vera að því að tala skýrt,
þeir tæpa á orðunum og iðu-
lega sleppa þeir síðasta at-
kvæðinu. Þetta á að vísu vi8
um málfar flestra ungm
Reykvíkinga, þeir mega ekki
vera að því að orða hugsaniE’
sínar nema á tæpitungumá li»
en slíkt málfar á sízt að við-
hafa við flutning útvarpsleik-
rita. Eg er ekki með þessuna
orðum að gagnrýná liæfnl eða
getu leikaranna okkat’, ég ef-
ast ekki um, að þetta getíi
breytzt til batnaðar, aðeins ef
leikstjóri og leikarar athuga,
að við, sem hlustum á úc-
varpsleikritin, njótum þeirra
því aðeins að við heyrum hvað/
sagt er“.
UmBlGCÚB
si&tiumcuuaiiðcm ;
Minningarkortin eru til sölu j
í skrifstofu Sósíalistaflokks- ,
ins, Tjarnarg. 20; afgreiðslu !
Þjóðviljans; Bókabúð Kron; \
Bókabúð Máls og menning !
ar, Skólavörðustíg 21; og í
Bókaverzlun Þorv. Bjarna- \
sonar í Hafnarfirði.
!____-_____________-—»
E
Kópavogs Apótek
Á morgun, laugardaginn 26./1. opna ég
Apótek að Álfhólsvegi 9 í Kópavogi.
Lyfjabúðin verður opin virka daga: 9—19
Laugardaga: 9—16.
Helgidaga: 13—16
Sími 4759.
Virðingarfyllst,
Aksel Kristensen
m____________