Þjóðviljinn - 25.01.1957, Page 10

Þjóðviljinn - 25.01.1957, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 25. janúar 1957 Einokunaraðstaöan í fisksölumálunum Framhald af 1. síðu. Og með þeim skilyrðum, er hún setur. 5. gr. Með reglugerð er heim- ilt að skipa nánar fyrir um allt, sem við kemur framkvæmd laga þessara, svo sem um löggild- ingu útflytjanda og um greiðslu kostnaðar við framkvæmdina. 6. gr. Brot á lögum þessum, reglugerðum eða öðrum ákvæð- um, sem sett kunna að verða samkvæmt þeim, varða sektum allt að 200.000 krónum eða fangelsi, ef miklar sakir eru, og skal farið með mál út af slík- um brotum að hætti opinberra mála. 7. gr. Með lögum þessum eru úr gildi felld lög nr. 11 12. febrúar 1940. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Athugasemdir við lagafrum- varp þetta Nú um nokkurt skeið hafa . heyrzt mjög háværar raddir um, að breytinga væri þörf á því fyrirkomulagi, sem gilt hef- ur um sölu og útflutning sjáv- arafurða. Bera þær greinilega vott um allmikla óánægju, er skapazt hefur um ýmsa þætti í framkvæmd þessara mála, enda því nær eingöngu komnar frá þeim framleiðendum sjávaraf- urða, er mestra hagsmuna hafa að gæta í sambandi við þessi viðskipti. I aðalatriðum er núgildandi skipulag á þessa leið: 1. Einn aðili (Sölusamband ísl. fiskframleiðenda) hefur einkaútflutning á saltfiski, og aðrir hafa ekki komið þar til greina. 2. Einn aðiii (síldarútvegs- nefnd) hefur haft með höhdum allan útflutning á saltsíld. 3. Þrír aðilar (Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sam- band ísl. samvinnufélaga og Fiskiðjuver ríkisins) annast allan útflutning á frosnum fiski. 4. Útflutningur á skreið, fiski- mjöli, Iýsi og nokkrum fleiri vörum er í höndum allmargra aðila (samlaga ag einstaklinga). 5. ÚtflUtningur þeirra vara, sem nefndar eru í 3. og 4. lið, er háður eftirliti ríkis- ins, sem hefur veitt útflutn- ingsleyfi og ráðið verðlagi. Einn maður hefur farið með þetta eftirlit í umboði ráð- herra. Þetta fyrirkomulag hefur, eins og fyrr er sagt, ekki þótt gefast vel. Með þessu frum- varpi er því gengið inn á nýja STÍIHÞ Laugavegi 36 — Sími 82209 Fjölbreytt úrval af steinhringum. — Póstsendum braut. Það skipulag, sem frum-1 varpið gerir ráð fyrir, er að nokkru sniðið eftir dæmi Norð- manna, þó með fyllsta tilliti til séraðstæðna okkar Islendinga. Aðalatriði þessa nýja skipulags eru í stuttu máli þessi: 1. Allur útflutningur sjávar- afurða skal vera undir ná- kvæmu eftirliti sérstakrar^ útflutningsnefndar, er iáð- herra skipar, og er hlutverk hennar ákveðið í 2. gr. j frumvarpsins. 2. Allir útflytjendur skuiu sækja um útflutningsleyfi til nefndarinnar og ía sam- þykki hennar fyrir útboð- um og sölu. j 3. Nefndin fær allvíðtækt vald til að fylgjast með starfi útflytjenda. Hún skal einn- ig kynna sér markaðsmál og hafa forgöngu um öflun markaða. | Þetta skipulag mun þvi tryggja sterkari stjórn afurða- sölumálanna í heild, ey$a þeirri skaðlegu tortryggni, sem fyrr er minnzt, og tryggja, að mis- notkun geti ekki átt sér stað af hendi einstakra útflytjenda. Samkvæmt þessu fyrirkomulagi fær enginn útflytjandi einka- rétt á útflutningi neinnar vöru- tegundar, en hverjum sem vill gefst kostur á að sýna hæfni sína og möguleika þá, sem fyrir hendi eru. Að sjálfsögðu munu núverandi sölustofnanir halda áfram starfsemi sinni, en með þessu verður sköpuð samkeppni milli þeirra og annarra aðila, sem við útflutning vilja fást, um sem beztan árangur. Nefndin hefur að sjálfsögðu fullt vald til að hindra, að óeðlileg undirboð geti komið til greina. Ljóst er, hversu mikilsvert það er fyrir þjóðarhag, að vel takist til um sölu sjávarafurð- anna, og koma þar mörg sjón- armið til greina, verðlag, nýt- ing vöruskiptamarkaða, öflun frjáls gjaldeyris o. fl. Af þess- um sökum er gert ráð fyrir nefndaskipun þeirri, er um ræð- ir í 1. gr. Aðalhlutverk nefnd- arinnar verður að veita útflutn- ingsléyfi og kynna sér allar að- stæður i sambandi við það, setja skilyrði fyrir leyfisveit- ingum, sem athuganir hennar leiða í ljós, að nauðsynleg séu, svo sem um verðjöfnun sömu vörutegunda sömu gæða og að einstakir framleiðendur, sem selja vörur. sínar fyrir milli- göngu sölusamtaka, beri ábyrgð á vöru sinni, þannig að ef óhjá- kvæmilegt reynist að veita af- slátt frá kaupverði vörunnar vegna galla, þá beri hlutað- eigandi framleiðandi fjárhags- ábyrgðina. Nauðsyn ber til, að eftirlit sé einnig haft með sölu og út- flutningi annarra vara en sjáv- arafurða, og rikisstjórninni þvi veitt heimild í 4. gr. frumvarps- ins til þess að ákveða, að sala og útflutningur þessara vara sé háður leyfisveitingum. Hér er fyrst og fremst átt við land- búnaðarafurðir og vörur af er- lendum uppruna, og er frum- varpsgreinin staðfesting á eldri reglu. í 5. gr. frumvarpsins er heim- ild til að skipa fyrir um allt, er við kemur framkvæmd laganna, þar á meðal um greiðslu kostn- aðar við framkvæmd. I 5. gr. gildandi reglugerðar, nr. 109 6. september 1948, er leyfisgjald ákveðið 1%0 af útflutningsverð- mætinu. Bretar ákveða að minnka her sinn og herkostnað Landvarnaráðherrann, Duncan Sandys, fær víðtæk völd til slíkra ráðstafana Brezka stjórnin hefur ákveöið að láta fara fram endur- skoðun á öllum landvarnamálum Bretlands og er ætlun- in aö draga mjög úr herafla landsins og herkostnaði. Macmillan forsætisráðherra skýrði neðri deild brezka þings- ins frá þessu i gær. Sagði hann að Duncan Sandys landvarna- ráðherra hefði verið falið að semja nýjar tillögur um megin- stefnuna í landvarnamálum. Meginverkefni hans yrði að tryggja að Bretar gætu dregið Krishna Menon talaði í nær 8 stundir, setti nýtt met Kasmírdeilan var á dagskrá Öryggisráðsins, fyrri metræðan var einnig um hana Krishna Menon, fulltrúi Indlands hjá Sameinuöu þjóö- unum, setti í gær nýtt met í ræöuhaldi, þegar hann skýröi sjónarmiö indversku stjórnarinnar í Kasmírmál- inu í tæplega átta klukkustunda ræöu á fundi Öryggis- ráðsins. Menon hóf að halda ræðuna í fyrradag en gat ekki lokið henni fyrr en í gær. Hann hafði Kristna Menon n þá talað í samtals sjö klukku- stundir og þrjá stundarfjórð- unga. Lengstu ræðuna sem áður hafði verið flutt á vettvangi SÞ flutti fulltrúi Pakistan árið 1950, þegar Kasmírdeilan var einnig á dagskrá, og talaði hann þá í sex og hálfa klukkustund. „Óbreytt ástand“ Fulltrúar Bretlands, Banda- ríkjanna, Ástralíu, Kólumbíu og Kúbu í Öryggisráðinu báru í gær fram tillögu þar sem skor- að er á stjórnir Indlands og Pakistan .að taka engar ákvarð- anir um framtíðarstöðu Kasmír fyrr en þjóðaratkvæðagreiðsla hefði farið fram þar. Þessi ríki vilja að óbreytt á- stand haldist meðan málið er fyrir SÞ og fréttamenn benda á, að tillögunni sé fyrst og fremst beint til Indverja, þar sem til hafði staðið að sameina Indjandi þann hluta Kasmír sem Indverj- ar hafa á valdi sínu. Búizt er við að innlimun landshlutans í Indland verði formlega tilkynnt á morgun. Menon sagðist ekkert vilja segja um þessa tillögu þar sem hún hefði verið borin fram áð- ur en hann hefði lokið máli sínu, en hann sagði að Indverj- ar myndu ekki falla frá því að Kasmír væri nyrzta úthérað Ind- lands. Kjarnorkumálanefnd Banda- rlkjanna tilkynnti í gær að enn hefði átt sér stað tilraun með kjarnorkuvopn I Sovétríkjun- um. Ekki var tekið fram um hvers konar vopn hefði verið að ræða. verulega úr herafla sínmni og herkostnaði. Ráðherranum eru í þessu skyni veitt ríðtæk völd til að endurskipuleggja allar land- varnir Breta, hann getur ákveð- Duncan Sandys ið stærð, skiptingu, skipulagn- ingu, staðsetningu, kaup og kjör flughers, landhers og flota. Sandys til Washington Sandys landvarnaráðherra fer í dag til Washington til við- ræðna við ráðamienn Bandaríkj- anna um hina nýju stefnu Breta í landvarnamálum og er búizt við að haim muni einnig reyna að fá Bandaríkin til að láta Bretum í té eldflaugar til loftvama. Mesta breytingin á þessari öld Einn kunnasti blaðamaður Breta, Hodson, ritstjóri 'kinday Times, sagði í brezka útvarp- inu í gær að hér væri um að ræða mestu breytingu sem gerð hefði verið á landvörnum Bret- lands á þessari öld. ÚTLÆN stendur sem bnst ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT í DAG UNIDIRKJÓLAR Á DÖMUR OG TELPUR, ÁSAMT PEYSUM OG BLtJSSUM. ÖDÝRI MARKAÐURINN, Templarasundi 3 XX X PNKIN = ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■! ■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••■■■•»•■»■■■■■■■■■■■■■■■■■•«■■1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.