Þjóðviljinn - 03.02.1957, Side 7

Þjóðviljinn - 03.02.1957, Side 7
Sunnudagur 3. febrúar 1957 — ÞJÓÐVTLJINN — (7 Á knatts'pyrnuveilinum: í miðju: Róbert Arnfinnsson sem Peppone og Valur Gísla■ son sem Don Camillo. Þjóðleikhúsið: Don Comillo ©0 Pepponc Leikritun og leikstjórn: WALTER FIRNER Smásögur ítalska skáldsins Giovanni Guareschi um prest- inn og bæjarstjórann verða ekki taldar stórvirki í veröld bók- menntanna, en hafa engu að síður farið sigurför um heim- inn og fyrir löngu unnið traustar vinsældir á landi hér vegna þýðinga og upplesturs Andrésar Björnssonar og snjallrar túlkunar leikaranna Fernandels og Cervi á hinu hvíta tjaldi. Þær ástsældir eru réttmætar og auðskildar, frá- sögn skáldsins er einföld, ljós og lifandi, gædd auðugri, góð- látlegri kímni og miidum, ómót- stæðilegum töfrum. Guareschi er einn þeirra lánsömu höf- unda sem „forðast ei leik hinn- ar léttu gígju“, en slaka þó hvergi á listrænum kröfum, djúp alvara býr að baki fyndni hans, óvæntum uppátækjum og kátlegum hugmyndum. Hann er skyggn á fólk og skír- skotar beint til hjartans; í því er leyndardómur hans fólginn. í sögnum þessum speglast ítölsk stjórnmól með kótbros- legum hætti, miskunnarlaust og óvægið stríð stétta og flokka, en skáldið stendur ut- an þeirrar baráttu. Máðurinn sjálfur er það eina sem máli skiptir í augum hans, gildi hans og göfgi, hann er á sama máli og Hjalmar Gullberg: „Um verðleik flokks þíns verð- ur einskis spurt! Það varðar þig“. Hann skopast óspart að pólitísku ofstæki, innantómum slagorðum og gífuryrðum, dauðri og skaðvænni bókstafs- trú, og beinir tvíræðu háði sínu jafnt að forustumönnum verkalýðs og kirkju. Mig gild- ir einu hvort maðurinn heit- ir Lenín eða Jón, segir Kristur við Don Camillo, og skipar honum að bendla sér ekki við stjórnmál, skipta sér ekki af orðstír Paradísar. Góðir menn og gegnir eru alstaðar til, hvað sem öllum stjórnmálum líður, og á meðal þeirra eru prest- urinn kaþólski og hinn komm- úníski bæjarstjóri — þeir eru í senn hatramir andstæðingar og óaðskiljanlegir vinir, enda miklu skyldari en virðast mætti í fljótu bragði: Peppone sann- kaþólskur innst inni og Don Camillo traustur lýðræðissinni og vinur fólksins. Og vinir okk- ar allra eru þeir báðir og ánægja að kynnast þeim á ís- lenzku sviði í meðförum mikil- hæfra leikara. ý".1 Walter Fimer, hinn virðulegi gestur Þjóðleikhússins, hefur snúið sögum Guareschi í leik- rit og sýnt oft og víða, en Firner er mikilvirkt leikskáld og frægur leikhúsmaður í Austurríki, sínu heimalandi. Hann mótar efnið að eigin vild, fellir saman atriði. skap- ar nýjar persónur og nýja at- burði þegar svo ber undir. en allt kemur fyrir ekki — eig- inlegan sjónieik er ekki hægt að skapa úr sundurlausum smásögum, verk hans skortir að vonum þungamiðju og leik- ræna stígandi, upphaf ,og endir. Leikritið er ekki annað en myndabók í tíu köflum, en. lit- rík bók og glæsileg. bráð- skemmtileg og hugstæð hverj- um manni. Fram af blöðum hennar stiga þeir báðir ljós- lifandi, féndurnir og vinirnir frægu, enda er þeim ólítill styrkur að meistaralegum orð- ræðum Guareschi; öll eru sam- skipti þeirra prýdd safarikri kímni og mannlegri hlýju. Firner segir valda kafla úr sögunni og um val hans má eflaust deila, en megininntak hennar birtir hann i skýru ljósi. Athyglin beinist öll að þeim Camillo og Peppone — aukapersónur eru margar, en koma lítt við sögu og fæstar gæddar sönnu lífi, Réttan og nákvæman skiin- ing ieikstjórans á sínu eigin verki ætla ég sízt að draga í efa, en leyfi mér að dást að mikil tækni hans, stjórnlagni og atorku. Leikararnir leggja sig alla fram, látbragð þeirra og hreyfingar eru hnitmiðaðri og ákveðnari en oftlega áður og þarf ekki að efa að þeir hafi margt .lært af hinum þraut- reynda og mikilhæfa leikstjóra Knattspyrnukeppnin er gott vitni um skaphita hans, örugga stjórn og nákvæmni, en aðeins eitt vitni. af mörgum; Walter Firner tekst furðuvel að kveikja suðræna glóð á hinu norræna sviði. Valur Gíslason túlkar hið mikla, kröfuharða og þakkláta hlutverk Don Camillos af slík- um ágætum að hann hefur vart meira „afrek upnið um sína daga. Honum tokst að fella sundurleita eiginieika hins eiu- stæða klerks i svo formfasta, lífræna heild að við gleym- um að um leik sé að ræða — bráðlyndi prestsins, baráttu- fýsn og taumlaus stríðni, orð- heppni, góðvild og hjartahlýja, allt sem Don Camillo segir og gerir verður eðlilegt og satt í meðförum hins snjalia og vandvirka leikara. Gervi og látbragð gætu tæplega verið betra, hár maður, þreklega vax- inn og sýnilega rammur að afli; svipbrigðin snögg og mæisk og laus við ýkjur. Leikur Vais er ef til vill skemmtilegastur og rikastur að blæbrigðum þegar hann ræðir við Krist, þar birt- ist skýrast djúpur, mannlegur skilningur hans á hinu mikla hlutverki. Frægir listamenn er- lendir hafa leikið Don Camilio af margvíslegri snilli — við getum verið hréykin af Val Gíslasyni og kjósum hann ekki öðru vísi. Mér er ekki grunlaust um að hlutur félaga Peppone sé öllu minni í leiknum en í sög- unni, og má þó vera að um missýningu sé að ræða. Þó að Róbert Arnfinnsson sé yngri leikari og óreyndari skipar hann vandfyllt sæti sitt með ærnum sóma, leikur hans er einnig hnitmiðaður og eðlileg- ur, gerhugull og lifandi. Ásýnd hans, hreyfingar, sérstætt göngulag og öll framkoma bera greinilegt og ósvikið mark erf- iðismannsins, leikstjórinn ger- ir hann jafnvel of almúgaleg- an í útliti og klæðaburði að mínum dómi, og. helzti vand- ræðalegan þegar svo ber und- ir. Túlkun Róberts er jafnan sjálfri sér samkvæm engu síð- ur en Vals, og skapgerð bæj- ai-stjórans og innra manni lýsir hann Ijóst og skýrt: Peppone er í öllu drengur góður, viðkvæm sál undir hrjúfu yfirborði. Raust hans er ekki fáguð, en mikil og snjöll eins og verka- lýðsforingja sæmir, og engum mun sýnast fýsilegt að eiga gistingu undir hnefa hans. Leikur þeirra Róberts og Vals er með miklum ágætum, sam- an bera þeir uppi hina litríku og mannmörgu sýningu eins og ætlazt er til. Aðeins eitt hlutverk annað er mikilsvert í leiknum, en leikarinn raunar ósýnilegur — Fjárkúgun prestsins. Don Camillo (Valur Gíslason), Smilzo (Jóhann Pálsson), Straziami (Flosi Ólafsson) og Brusco (Baldvin Halldorsson). rödd Krists, en hún er í senn samvizka prestsins og túlkur skáldsins sjáifs. Orð Indriða Waage eru þróttmikii, látlaus og skýr, inniieg og rata beint til áheyrenda. Af öðrum leik- endum ber fyrst að nefna Amdisi Björnsdóttur, kennslu- konuna gömlu sem skýrir efni leiksins í byrjun, hún er kon- ungholl með afbrigðum og löngu gengin í barndóm. Gervi Arndísar er ágætt og leikurinn raunsær, en orðræður hennar á banasænginni þróttmeiri en skyidi, en um það verður að vísa til leikstjórans. Gestur Pálsson er l.átlaus oe mjög eðlilegur í gervi kirkjuvarðar- ins, góðmannlegur og grár fyr- ir hærum, og skemmtilegt er að kynnast elskendunum ungu, Bryndísi Pétursdóttir og Bene- dikt Árnasyni, heitri suðrænni ást þeirra og sífeldum pólitísk- um erjum. Bessi Bjarnason er lögreglustjóri og næstum ótrú- legt lítilmenni, en svipbrigði hans og hreyfingar fyndnar og skopiegar í bezta lagi. Af ung- um og ötulum fylgismönnum Peppone kveður mest að Baid- vin Halldórssyni, hinum reið- mælta áróðursmanni, og Heigi Skúlason dregur upp óhugnan- lega mjmd drápsmannsins sem óttinn knýr til nýrra hermdar- verka. Jón Aðils er mjög lát- laus í hlutverki hins aftur- haldssama stórbónda, og Inga Þórðardóttir sómir sér vel sem kona Peppone, skartkjóllinn svarti fer henni ágætlega. Tjöld Lárusar Ingólfssonar eru mikið verk og vel unnið í hvívetna, en sjö ólík svið ber íyrir augu. Öll falla tjöldin vel að efni leiksins, en litirn- ir mættu oftlega vera mildari, Skriftastóllinn: Valur Gíslason sem Don Camillo og Róbert Arnfinnsson sem Peppone. fallegri og þægilegri á að líta. Aðsetur prestsins á fjallinu er líkara helli en híbýlum manna, en leikstjórinn veit auðvitað fullkomin skil á þeim hlutum, þannig eiga þeir að vera. Þýðingin er nákvæm og vönduð, en Andrés Björnsson hefur að sjálfsögðu snúið leik- ritinu á íslenzku. Hlýjum viðtökum áhorfenda er alger óþarfi að lýsa. Mest var hinum ágæta gesti Walter Firner fagnað að Ieikslokum og óspart klappað lof í lofa bæði á sviðinu og í salnum, en hann skipti blómakörfum sín-’ um á milli aðalleikendanna; og allir virtust :há'fá' lifáð mik’a ánægjustund. Á. Hj.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.