Þjóðviljinn - 03.02.1957, Síða 9

Þjóðviljinn - 03.02.1957, Síða 9
% ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI: FRtMANN HELGASON Iraustl Oiaísson k mm 53. Sk’ialdargHma Ármanns varS söguleg — Sumiudagur 3, febrúar 1957 — ÞJÖÐVILJINN — (ö SKÁEÞÁTTCRIIN Þessi 53. Skjaldarglíma Ar. manns hverfur í söguna sem ein af sögulegustu glímuin sem hér hafa farið fram, og kemur þar margt til. 1 fyrsta Iagi hve frámunalega illa hún var aug- lýst. í öðru Iagi hófst hún eklú fyrr en 20 mín. eftir auglýstan tíma. 1 þriðja Iagi sendi Glímu- félagið Ármann aðeins einn keppanda til glímunnar. I fjórða lagi fóru nokkrir kepp- enda TJMFR af glímustað áður en verðlaim voru afhent, og voru hvattir til þess af kennar- anum, sem mótmæli gegn dóm- urum. í fimmta lagi neitaði Hilmar Bjarnason að fara af leikvelli, með þeim afleiðingum að þeir sem farnir voru komu aftur inn, góðu heilli. í sjötta lagi neitaði Kristján Ifeimir Lárusson að taka á móti verð- launum sínum þegar forseti fSÍ ætlaði að afhenda honum þau. I*að verður ekki talið neitt sér- stakt við þessa glímu þótt 20., 21. og 22. grein glímulaganna væru oft brotnar. Það var svipað um þessa skjaldarglímu og síðustu flokkaglímu, að Ármann sá ekki um að auglýsa hana eins og vera ber til þess að forsvaran- legt megi kallas’t gagnvart íþróttinni og þeirri ábyrgð sem á Ármanni hvilir með því að taka að sér að sjá um mót. Við þetta bættist, að glíman hófst ekki fyrr en 20 mínútum eftir auglýstan tíma, hver sem á þá, sök, en hún er óforsvaranleg gagnvart áhorfendum sem voru furðu margir, þegar tekið er tillit til þess hve hljótt var um glímuna. Trausti Ólafsson vann, en hefur oft glimt betur í sjálfu sér kom það ekkert á óvart að Trausti yrði sigurveg- ari, þegar rifjaðar eru upp glímur hans undanfarin ár. Hann hefur stöðugt verið í framför og jafnan átt góðar glímur. Þótt honum tækist að sigra í þessari glímu, þá var það ekki fyrir fallegar glímur, nema í glímunni við Ármann, þar sem hann, eftir að Ár- mann hafði náð honum nokkuð í bragð, tókst að snúa sér úr því og ná sóknaraðstöðu með þeim árangri að Ármann féll hreinni byltu. I nokkrum glím- um sínum gerði hann sig sekan um að níða menn niður og hann var svo heppinn að dómararnir sáu það ekki. Þannig var glíma hans við Hafstein, og Hilmar og tvo aðra. Svo góður glímu- maður sem Trausti er þarf ekki að gera þetta; hann níðist ekki aðeins á fangbróður, liann níð- ist líka á glímunni sem íþrótt. En það voru fleiri en hann sem gerðu sig seka um þetta sama, og þeir höfðu Iíka heppnina með sér: dómararnir sáu það ekki. Reynir níddi t.d. Karl Stef- ánsson niður. Og sömu útreið fékk hann svo hjá Hilmari. Engu mátti heldur muna. er Ármann „fylgdi eftir“, þegar hann felldi Hafstein. Annars var Ármann bezti maður þess- arar glímu og hefur sjaldan glímt betur en þetta kvöld, þótt hann félli fyrir Trausta. Glíma þeirra Ármanns og Hilmars var ein sú léttasta glima sem glímd hefur verið liér lengi, og fólkið kunni að meta hana. Léttleiki Hilmars og fimi naut sín og einnig kraftur Ármanns og -brögð. Hvers vegna. geta menn ekki glímt í líkingu við þetta? Hvers vegna staðbundið reiptog og níð, fálm og bragðleysur heilar og hálfar glímur? Og þó er bannað ,,að bolast, standa stif- ur og þyngja sig niður með beinum og stífum önrnum eða standa hokinn með saman- klemmd hné“, „að standa skakk- ur við fangmanni milli bragða“, ,,að sækjandi láti fallast ofan á verjanda'*. Hvaða áhorfandi gæti sagt með góðri samvizku að þetta hafi ekki komið fram í svo að segja öllum glímum, lengur eða skemur? >Þó var þessi giíma. í heild ekkert verri en kappglímur yfirleitt. Ýmsir glímumenn áttu góð tilþrif og sýndu að þeir geta tekið brögð. Má þar nefna Kristjáq Heimi Lárusson, Hílmar Bjarnason, og enda Karl Stefánsson, sem þó mun ekki vera í fullri þjálf- un vegna meiðsla í hné. Hann- es M. Þorkelsson virðist vera i framför og glíma hans víð Hilmar var nokkuð góð. Eini utanbæjarmaðurinn að þessu sinni var Sigmundur Ámundason frá Vöku. Hann stendur ekki illa að glímu en vantar kraft. Alls vom 10 menn í giím- unni, þar af 8 frá Ungmenna- félagi Reykjavíkur. Leikmenn fara — leik- menn koma í Sá óvænti átburður gerðist : rétt áður en forseti ÍSÍ Bene- : dikt G. Wáge átti að fara að : afhenda verðlaun að glímu lok- ■ inni, að nokkrir keppenda UMP ■ R sýndu á sér fararsnið, og j Lárus Salomonsson kennari UM ! FR gengur þar til líka, og að : því er virðist hvetur menn til ! að fara, af leikvelli, og urðu : nokkrir til þess að fara, og að : því er síðar upplýstist til mót- ■ mælafundar í búningsklefa 1 hússins, gegn dómurum glim- ■ unnar. Að því er séð varð ■ stöðvaðist útrás þessi á því að ■ Hilmar Bjamason virtist neita : að fara og þeir aðrir sem hjá ! honum stóðu fóru ekki heldur. : ■ Eftir nokkra stund komu þeir : Ungmennafélagarnir sem frarn höfðu farið inn aftur og tóku sér stöðu á ný. Gat nú afhend- ing verðlauna hafist. Gekk allt vel þar til forsetinn ætlaði að afhenda Kristjáni Heimi Lárus- syni sín þriðju verðlaun, þá « víkur hann sér undan með þeim ummælum að hann vilji að þau verði aflient dómurunum, og þar við sat, hann tók ekki við þeim. Mótmæli? Sennilega munu allar þessar aðfarir vera mótmæli gegn dómumm. Hafi glímulög ÍSÍ verið brotin ber að sjálfsögðu að kæra. það eftir réttum leið- um. Leikmaður getur mótmælt á leikvelli, en úrskurður dóm- ara er úrslitadómur á. glímu- velli. Mótmæli eins og hér vom borin fram ém til skaða fyrir þann sem svo kemur fram og til skaða fyrir iþróttina og alla þá sem íþróttum unna. Dómur- um getur aíltaf skjátlast og enginn er óskeikull. Dæmi það sem Hilmar Bjarnason gaf fé- lögum sínum og öllum þeim sem íþróttir iðka, var gott og til eftirbreytni. ÍJrsIit í glimunni urðu: 1. Trausti Ólafsson Á 9 st. 2. Ámi. J. Lárusson UMFR 8 — 3. Kristj. H. Lámss. UMFR 7 — 4. Hilmar Bjamas. UMFR 5 — 5. Hafst. Steindórss. UMFR 4 — 5. Hannes M. Þorkelss. — 4 — 6. Kari Stefánsson UMFR 3 — 6. Reynir Bjarnason UMFR 3 — 7. Sigm. Ámundason Vöku 1 — 7. Þórður Kr.jánss. UMFR 1 — Glímustjóri var Baldur Krist- jánsson og dómarar Þorsteinn Einarsson; Guðmundur Ágústs- son og Þorsteinn Kristjánsson. : Hagstætt verð | ■ ■ ■ — Oamaltverð ! ■ 12 manna matarstell, postulín : 12 skreytingar. — Verð frá ! kr. 840.00. 12 manna kaifistell, postulín • 18 skreytingar. —■ Verð frá ■ kr. 385.00. : 12 manna niatarstell, steintau j 2 skreytingar. — Verð kr. ! 545.00. 12 manna kaffisteU 2 skreyt- j ingar. — Verð kr. 200.00. j 8 manna ávaxtasett margar j gerðir. — Verð kr. 78.00. j 5 manna ölsett margar gerðir. j — Verð frá kr. 77.00. 6 manna vínsett margar gerðir. : — Verð frá kr. 40.00. S manna íssett niargar gerðir. ; — Verð frá kr. 85.00. Stakir boUar margar skreyfc- j ingar. — Verð frá kr. 6.80. ! StaMr boliar með disk mai-gar ! skreytingar. — Verð frá kr. 5 15.85 parið. Sfcakir diskar — Stakur leir j og úrv-al af vín- og vatns- j ?iösum. Glervözudeild ■ ■ ■ Rantmagerðariiutar j • f • ■ Hafnarstræti 17. Framhald af 4. síðu. prófi, kenndi hann við mennta- skóla í Kaupmannahöfn til stríðsloka. Síðan kom hann með fyrstu ferð til íslands og hefur dvalizt hér síðan, að frá- teknum ferðum á Ólympíumót, kennaramót o.s.frv. Guðmund- ur kenndi enn við Menntaskól- ann á Akureyri veturinn 1945 —1946, en hefur síðan kennt við Menntaskólann í Reykja- vík og Háskólann, frá því ár- ið 1947. Guðmundur hefur, a.m.k. ekki ennþá, tekið eins virkan þátt í skáklífinu hér heima, og í Kaupmannahöfn. Fyr- ir kom að hann var yalinn til þess að tefla fyrir Kaupmanna- höfn útávið, t.d. einu sinni við Stokkhólm, Gautaboi-g og Skán, og tefldi þá á þriðja borði fyrir Höfn, með góðum árangri. M.a. gerði hann þá jafntefli við kunningja minn. Eric Johnson, sem í nærfellt tvo áratugi hefur verið bezti skákmaður Gautaborgar, þótt hann' snérti sjaldan skák, nema um klubba- eða landskeppni sé að ræða, og nýlega stuðlaði hann að sigri klúbbs síns, „Kamerátarna“ í Gautabörg, með því að sigra alla and- stæðinga sína á fyrsta borði. Þeirra á meðal Stáhlberg og Lundin. Guðmundur hefur samt þrí- vegis sést í landskeppni hér, en jafnan komið lítt æfður til leiks frá starfi sínu. Hvort sem það hefur verið fyrir æfingar- leysi eða kurteisi við andstæð- ingana, hefur Guðmundur yf- irleitt hafnað sem jafnteflis- kóngtir á mótum þessum. Þó var það eitt sinn eftir að ann- ar varamaðurinn frá fyrsca bekk menntaskólans 1928, Bald- ur Möller, hafði lagt undir sig skákheiminn hér á landi og var raunar einnig orðinn Norð- urlandameistari í fyrsta sinn, að Baldur varð að hætta þátt- töku í Islandsmóti sökum veik- inda. Er nú skemmst frá að segja, að hínn varamaðurinn, Guðmundur, sá nú að hér var loks þörf góðs „varamanns", _gekk litið eitt fastar að and- stæðingum sínum heldur en áður og hlaut nú titilinn tafl- kóngur í staðinn fyrir jafn- tefliskóngur. Þannig varð Guð- mundur Arnlaugsson skák- meistari íslands árið 1949. Síð- an hefur hanu naumast snért skák. Þó er mér minnisstæð ein skák sem hann tefldi í Amsterdam 1954. Hann hafði þá ekki teflt í fimm ár og' byrj- aði á því að tefla við rússneska stórmeistarann Kotov, af því að drengimir þurftu að hvíla sig. Kotov hafði þá nýlega gert skákheiminn agndofa með hinum stórglæsilega sigri sín- um á alþjóðasvæðakeppninni í Stokkhólmi, þar sem hann vann átta fyrstu skákirnar og sigraði með Hkum yfirburðum og Aljekine í San Remo og Bled, er hann var upp á sitti bezta. Eg hafði komið á mótorhjóll frá Svíþjóð, til þess að heilsa upp á landana og horfa á skák- mótið. Klukkustund áður en umrædd skák var tefld, barst í tal byrjunarkerfi sem ég hafði skapað mér nokkrum ár- um áður og teflt með góðuna árangri, m.a. í einvígi við eistlenzkan skákmeistara í Gautaborg, Leha Lourine, þá skömmu áður. Sýndi ég ís- lenzku skákmönnunum eina a£ skákúm mínum við hann. Þótt kerfið virtist nokkuð glæfra- legt, fór svo að Guðmundup reyndi það gegn Kotov, og þrátt fýrir það að hann bryg^i út frá kerfi mínu um einn 'íeik, fannst mér ég bera nokkra ábyrgð á skákinni. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég sá Guð- mund tefla. Vona ég að ég eigi eftir að sjá hann taka þátt i mörgum mótum, því að Guðmundur er of ungur til þess að við megum án hanð vera. Hvað viðvíkur skákinni við Kotov, þar sem Guðmundur barðist með svörtu á móti ein- um frægasta skáksnillingi heims, eftir fimm ára æfingar- leysi, þá gat hún ekki farið nema á einn veg. Hitt v&r ánægjulegt, að skókin varð svo löng og hörð, að á öðrum 'eða þriðja degi sem hún tefldist, sagði Kotov við Guðmub'i: „Eg býst við að við verðum að tefla þessa skák á hverjum morgni meðan mótið stendur yfir“ Og ef ég þekki vinnu- brögð Rússanna rétt, þá haía farið nokkur stórmeistaradágs- verk í það eitt, að „rannsaka'4 hana. Vera má, að sú nætur- vinna hafi átt sinn þátt í því„ að Kotov tókst að vinna har.a áður en mótinu lauk. Guðmundur tefldi aðeir.g eina skák í viðbót á þessu mótf og gerði þá jafntefli við sterk- an mann. Var hann þ,vf greinilega að komast í æfingu„ en drengirnir voru framgjarniif og Guðmundur tefldi ekki meira. Hvað viðvíkur byrjunin-.it sem ég minntist á, þá „upp- götvaði“ Spassky hana nokkr- um árum seinna, hvort sena það nú hefur verið í íslenzku blaði eða á annan hátt. Vanr. hann Geller með henni á Rúss- landsþingi, en er Ilivitsky hugðist einnig vinna Geller s sama hátt, hafði Geller fundið móteitrið. Síðan er hún úi tízku. Þeir sem þekkja Guðmunc Ai-nlaugsson, vita að kennar- inn, rithöfundurinn og skák- meistarinn Guðmundur Aru- Iaugsson, eru aðeins lítið brot af manninum Guðmundi Arn- laugssyni. Skákir eftir Guðmund verðt að bíða næsta þáttar. [ VANTAR ! HÚSHIÁLP ■ 9 i Sá sem getur útvegaö mér húshjálp, getur fengið stofu og eldhús til leigu þegar í stað. Tilboöum sé skilaö til blaösins, fyrir mánu- dagskvöld, merkt „1005“

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.