Þjóðviljinn - 03.02.1957, Síða 11

Þjóðviljinn - 03.02.1957, Síða 11
Sunnudagur 3. febrúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (lf 5. Geriö þreytt“. ; 101. dagur Garfield forðaó'ist skæm ljósin og stóö óséður í skugganum af farþegagrindunum, með uppbrettan frakkakraga og hattbarðið slútandi til aö hlífa sér fyrir vindinum. Hann var rennsveittur í fæturna, en hann gleymdi því þegar hann fór aö virða fyrir sér það sem gerðist fyrir framan hann. Og blöðin ætluðu að gera sér mat úr þessu. Votur og gljáandi skrokkurinn á Fjórum-tveim-núll endurspeglaði í sífelldu glampana frá myndavélunum. Þegar farþegarnir komu út um dyrnar — Garfield tók eftir því að sumir voru enn í björgunarvestum sínum — flykktust fréttamennirnir að þeim og fóru að spyrja spurninga. Stöðugir glampar lýstu upp andlit þeirra í myrkrinu, og um stund skemmti hann sér við að reyna að bera hina raun- verulegu farþega saman við þá, sem hann hafði ósjálf- rátt skapaö í huga sínum. Hann sá ung hjón, og þegar hann tók eft'r hvernig þau uppgötvuðu veröldina, hvort um sig fremur en 1 sameiningu, þóttist hann viss um að þau væru nýgift. Hárið á stúlkunni var ljóst og blautt og nú hékk það niður með hræöslulegu andliti hennaf í rytjulegum iufsum. Þau voru bæði vandræðaleg og fréttamennirnir slepptu þeim eftir fáeinar spurningar. Þau hlupu niður stéttina í fangið á allmörgu rosknu fólki sem faðmaði þau að sér ákaflega. Brynja æskunnar ei sérlega þvkk, hugsaði Garfield. Það er hægt að setja í hana dældir, en erfitt að komast inn úr henni. Eftir eitt eða tvö ár yrðu þessi tvö búin aö gleyma þessari flugferð. í aug- um þeirra er allt spennandi og þess vegna er ekkert spennandi; þannig er unga fólkiö aö vissu leyti lífs- reyndast af öllum. „Þér eruð' Gustave Pardee, er það ekki?“ heyröi Garfield fréttamann spyrja. „Ég var það. Nú er ég ekki svo viss um þa svo vel að láta okkur í friði. Við erum mjög Það eruð þér reyndar, hugsaði Garfield. En þér þreyttur áður en þér fóruö upp í flugvélina mína. Og nú hafið þér horfzt í augu við ögn af alvöru lífsins, og þér undirzt aö nokkuð skuli vera til svo nálægt og raun- verulegt sem dauðinn. Og eins og þér hafið sjálfsagt uppgötvað, herra Pardee, er þetta góour mælikvarði á manndóm. Þér virðist hafa staðizt prófið með prýði, eins og dæma má af því að þér viljið forðast að á það. Ég óska yður til hamingju. „Segið okkur nokkur orð um flugferðma, herra Pardee“. „Ég gæti ekki lýst henni í milljón oröum“. „Hvenær kemur næsta leikrit yðar, herra Pardee?“ „Það dregst eitthvað. Næsta ár, vona ég. Jæja .... afsakiö!“ Hann tók undir handlegginn á konunni, sem var bersýnilega ástfangin af honum, og mjakaði stór- vöxnum líkamanum á undan henni gengum þiöngina. Garfietd horfði ekki á eftir þeim, því að athygli hans beihdist að ljóshærðri konu sem stóð hikandi í dyrun- úm.!|Hún hörfaði undan myndavélarglömpunum; aðeins uppörvandi hönd Spaldingar kom í veg fyiir að hún flýði inn aftur. Stundarkorn hélt Garfield að hún hefði ekki getað losnað við skelfingu sína. Honum datt í hug að hveffa úr skugganum og sækja lækni; umhugsunin um dauðann hefði truflað þessa konu, en svo áttaði hann sig á því aö þaö sem lamað hafði hugrekki hennar, stóð ekki í neinu sambandi við flugvélina. Sterk rödd í mannþrönginni kallaði nafniö Sally. Þaö varð ókyrrö við hliðið og smávaxinn maðui tróö sér upp að stiganum. Hann hljóp upp stigann, berhöföaöur í rigningunni og eftir andartak kom hann að flugvélar- dyrunum. Hann hélt undir handlegg konunnar. Þau gengu mjög nærri Garfield og ljós blossaði um leið og augu hans námu viö andlit þeirra. Andlit hennar bar við dökkan himininn og Garfield hélt að hann hlyti aö hafa fengið ranga hugmynd um hana þetta andar- tak. Konan var brosandi! Hún var næstum frá sér numin af fögnuði og hvergi í augum hennar vottaði fyrir hræðslu. Undrandi horfði Garfield á þau leiðast gegmun. 'mannþröngina. Þá var hægt að sjá frarn á tortímingu og vera alger- lega ósnortinn á eftir? Nei. Þessi kona hafði aöeins verið í flugferð. Hún sá fram á dauðann þegar hún kom að flugvélardyrunum — einhverra hluta vegna gat hún ekki horfzt í augu við hann. Allt sem á undan var géngið- hafði hún borið saman við þetta anaartak, og fundizt það þolanlegt. Garfield yppti öxlum. Mælikvarðinn sem hann hafði fram aö þessu talið áreiðanlegan, virtist ekki alveg ömggur. Mér hættir við, hugsaði hann, að flokka alla hluti og dauðann líka í raðir og kerfi sem ég á auðvelt í með að skilja. Vegna þess aö flugtækni er nákvæm og j verður að vera það, held ég að allt annað hljóti aö vera nákvæmt. Og þess vegna verða mér á mistök, vegna þess að það er ekki til nein aðferö til aö mæla tilfinn- ingar. Tilfinningar, viðbrögð mannlegs hjarta, sem eru óháö blóórásinni, geta gert yfirvofandi tortímingu næsta afstæða. Maöur og kona komu niður landganginn og fram- koma þeirra gerði honum rórra í geði. Garfield fannst hann hæglega geta skilið þau. Þau voru að sjá eins og fólk sem var á heimleið úr leyfi og hafði næstum farizt í Kyrrahafinu. Þau voru enn í björgunarvestum sínum og héldu á nokkrum rytjulegum blómsveigum. Þau gáfu fréttamönnunum upp nöfn sín sem herra og frú Joseph. Þau virtust þreytt, lasin og ringluö. Þau hlupu næstum niður stíginn. Garfield taldi ekki ólíklegt aö þau reyndu að fara í mál við flugfélagið, þegar þau væru búin aö átta sig lítið eitt. Þaö færi eftir því hye mörg hundruð sinnum þau segðu sögn sína og hvort lögfræðingur yrði með'al áheyrendanna. Pípuinunnstykki Pípur Pípuhreinsarar Kveikir Kveikjarar Steinar í kveikjara Söluturninn við Arnarhól. Útdregin hilla í eldhúsinu Útdregnar hillur í eldhúsum geta verið til mikils gagns, en þær verða að vera hæfilega há- ar, þ.e.a.s. þannig að framhand- leggurinn geti hvílt á borð- fletinum án þess að lyfta þurfi öxlinni — sjá annars fyrstu myndina. 1. Fyrst og fremst er .hilla af þessu tagi góður vinnustaður fyrir húsmóðurina, þegar hún skrælir kartöflur eða hreinsar grænmeti.o, þvl. 2. Oftast þurfa börnin að fá matarbita þegar þau koma heim úr skólanum. Útdregna hillan kemur þá að góðu gagni og hún sparar manni fyrirhöfn við að leggja t.d. á borð í stofunni. 3. Ef eitthvað af börnunum í fjölskyldunni langar til að að- stoða við bakstur, er hillan fyrirtaks vinnuborð, og barninu usgbs ima NORSK BLÖÐ Blaðaturninn. Laugavegi 30 B Ödvi-ii j dívanteppin komin aftur. Verð 155.00 T0LED0 Fischersund . finnst áreiðanlega gaman að hafa sitt eigið eldhúsborð. 4. Oft. getur verið erfitt að nudda t.d. ávöxtum eða berj- um gegnum sigti eða þess hátt- ar. Venjulega þarf maður að lyfta handleggjunum allhátt, og það er bæði þreytandi og óhent- ugt, vegna þess að maður er tilneyddur að standa við eld- húsborðið. Þegar þannig stend- ur á er útdregin hilia mjög kærkomin. Athugið hvort þið gætuð eldd komið svona hillu fyrir í ykkar eigin eldhúsi. Sjálf vildi ég fús- lega fórna skúffu fyrir hana. 'fclAMmIIUII Útttcfandi: Suuw^iinaalrtJ-crHfciu'-itítíi'Ou - S<VsI»bst»í)okkurtn.n. - KitstJórar: Masmús Kjartaasson SllöllSfiSdlfflii 8ísœöUi'Citiííanindssoö. - Pi'.éttariUrtjúri; Jóa BJarnason. - Blað'amenn: Ásnmndur Sisur- iftunstm. jOtift-munítur Víkíússod. lvar.H. Jónsson. Mae'nÚB Torfi Óiaísson, Sigurjfin Jóirannssan. Au«iís)n«a,EtJOri: *au«eeir Maenils3on. — iuistjóni. afgreiösla. augiýsink»r, preatBmiðja; SkOlnviJrðustiK 1B. Sirni 760U 13 'linurh' Askriniiivcrð kr. art A m'Sn. 't Rfiýkjuyík os' nievninl; kr. 22 »nnarxgt«Sar. - LáueasSÍuv. kr. i. PTrjitsm. WOSviHans.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.