Þjóðviljinn - 15.02.1957, Page 6
8) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 15. febrúar 1957
Frá vlnstri: Hr. Charles Marlow (Forkell Sigurbjörnsson), Marlow yngri (Guömundur Ágústsson), jóm-
frú Hardcastle (Brynja Benediktsdóttir), frú Hardcastle (Hólmfríður Gunnarsdóttir), Tobbi Trunt (Jón
Bagnarsson), hr. Hardcastle (Ólafur Mixa), jómfrú Neville (Ingigerður Konráðsdóttir), Hastings (Björn
Ólafs). — Ljósni. Ólafur Thorarensen.
Enn ýta nemendur Mennta-
skólans úr vör og leita að
þessu sinni á fengsæl en lítt
könnuð mið, sýna eitt af
snilldarverkum enskra bók-
mennta, „She Stoops to Con-
quer“ eftir Oliver Goldsmith,
eða „Kátlegar kvonbænir“ eins
leikandi skop og glettni, dulið
bros. Þar er enga tilfinninga-
semi að finna, allt er eðlilegt,
heilbrigt og ljóst, enda sagði
Goldsmith væminni og grát-
klökkri tízkustefnu sins tíma
stríð á hendur. Sagt hefur
verið að „Kátlegar kvonbæn-
sem betur fer spánskt fyrir
sjónir í hinu gamla leikriti:
gifurlegur stéttarmunur, hyl-
djúpur og óbrúanlegur með
öllu. Gerólík framkoma Mar-
lows, hins drenglynda ágætis-
manns, við liöfðingja og al-
þýðu myndi talin til fordildar
og uppskafningshát’tar á okk-
ar tímum, en þótti ágæt latína
í þá daga.
MENNTASKÓLALEIKURINN 1957
Kótlegar kvonbœnir
eftir OLIVER GOLDSMITH
Leikstjóri: Benedikt Ámason
og leikurinn nefnist í gaman-
samri þýðingu Bjarna Guð-
mundssonar blaðafulltrúa.
„Það hefur verið og er eitt
höfuðmarkmið menntaskóla-
leiksins að kynna klassiska
gamanleiki. „Nútíma sparifata-
leikir eru ekki í okkar verka-
hring“, segir Jón Ragnarsson
í ágætri grein í leikskrá, og
eru orð að sönnu. Leikendurn-
ir ungu fórna starfi sinu ærn-
um tíma, og er þá viðurkvæmi-
legt að þeir kynnist frægum
sjónleikum heldur en fánýt-
um dægurflugum.
Oliver Goldsmith var írskur
að uppruna eins og fjölmörg
önnur höfuðskáld á enska
tungu, og jafnvígur á allar
greinir bókmennta; lítill ham-
ingjumaður og dó fyrir aldur
fram. „Kátlegar kvonbænir"
voru fyrst leiknar árið 1773
og njóta mikillar og verðugr-
ar hylli enn í dag. Þótt hið
gamansama efni leiksins sé
helzti ósennilegt er mælt að
það sé reist á kátbroslegum
atburði úr æsku skáldsins
sjálfs — Goldsmith villtist á
aðsetri velmetins nágranna
síns og sveitakrá og ræddi við
hinn auðuga húsbónda sem
veitingamann alla nóttina!
Það sama hendir Marlow, að-
alsmanninn unga í leiknum,
en hann er raunar til þess
kominn að biðja sér stúlku.
Ævintýri hans og þeirra fé-
laga er næsta spaugilegt og
rómantískt í senn, en verður
ekki endursagt að þessu sinni.
Margt prýðir hinn sígilda
gleðileik — fáguð og hnittileg
orðsvör, kátleg og óvænt at-
vik, einlægni og hjartahlýja,
ir“ þoli óvægilegustu meðferð
algerra viðvaninga, en sé um
leið hinn mesti fengur snjöil-
um listamönnum, og mun ekki
ofmælt; persónurnar eru gerð-
ar af meistarahöndum, búnar
skýrum sérkennum. ánægju-
lega ólíkar, hugtækar og ljós-
lifandi. — Sumt kemur okkur
Skólinn hefur orðið að sjá
á bak góðum leikurum á síð-
ustu árum, nú megnar enginn
að bera sýninguna uppi á
traustum herðum, en fjör og
leikgleði hinna ungu nemenda
er söm við sig. Benedikt Árna-
son hefur sem áður reynzt
þeim vandvirkur og hollur
leiðbeinandi og úrræðagóður
leikstjóri, kennt þeim eftir
föngum eðlilegar og hiklausar
hreyfingar og skýrt málfar,
og öll er sviðsetning hans hin
athyglisverðasta. Leiktjöld
eru engin að heita má — tið
ljósbrigði og örfá húsgögn,
Framhald á 11. síðu
Hardcastie óðalseigandi og dóttir hans (Ólafur Mlxa og Brynja
Beuedlktsdóttir). ;
iMÓÐVILJINN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alpýðu — Sósialistaflokkurinn
t___________________________y
Verkfæri íhaldsins
t
Alþýðublaðið á að vonum erf-
itt með að afsaka það
framferði hægri manna Alþýðu-
ílokksins að liggja í faðmlögum
við íhaldið í verkalýðshreyf-
ingunni. Sér í lagi vefst það
fyrir skriffinnum blaðsins að
gera viðhlítandi grein fyrir á-
huga þessara flokksmanna
sinna fyrir því að hefja sendi-
menn íhaldsins og atvinnurek-
endanna til forustu í Iðju.
Helzta haidreipi AlþýðublaðsJ
ins er að reyna að dylja í-
haldsþjónustuna fyrir lesend-
ttm sínum og fylgismönnum og
skrifa því meir um að það sé
síður en svo neitt tilræð' við
verkalýðinn eða ríkisstjóm
vinstri flokkanna þótt reynt
»é að fella Björn Bjamason og
aðra stjórnarmenn í samtökum
verksmiðjufólks. Mætti af mál-
flutningi Alþýðublaðsins ætla
að flokkur atvinnurekenda,
sem er i harðvítugri andstöðu
við ríkisstjórnina, kæmi ekki
nálægt kosningaundirbúningn-
um og ætlaði sér engan þátt í
fyrirtækinu!
Tj'n Alþýðublaðið þarf ekki
•*-* að ætla að það sleppi und-
an á flóttanum. Hægri menn-
irnir í Alþýðuflokknum, sem
börðust gegn núverandi stjórn-
arsamvinnu og hafa setið á
svikráðum við hana frá byrj-
un, eru aðeins auðvirðileg
verkfæri ög hjálparkokkar í-
haidsins. Það er ihaidið sem
befur í hendi allan undirbún-
ing og fyr rskipar um vinnu-
brögð. Það eru kandidatar í-
haldsins sem eiga að skipa hið
sameiginlega framboð að meiri-
hluta og ráða stefnunni yrði
því sigurs auðið. Hægri krat-
ar hafa það hlutskipti eitt að
vera verkfæri þess í skemmd-
arsfarfinu. Þeim eru ekki ætl-
uð völd heldur auvirðileg þjón-
ustuhlutverk í þágu íhalds og
atv'nnurekenda.
TT’nginn heiðarlegur Alþýðu-
flokksmaður getur efast
um hvað fyrir íhaldinu vakir.
í fyrsta lagi vill það lama
Iðju og önnur verkalýðsfélög
■og er það starf unnið í þágu
atvinnurekendavaldsins í sam-
ræmi við sögu íhaldsins og
þjóðfélagsleg markmið. í öðru
itagi vinnur íhaldið að því að
kippa grundvellinum undan
núverandi ríkisstjórn. fhaldið
veit ofur vel að hafi hún ekki
traust og atfylgi verkalýðs-
hreyfingarinnar fær hún ekki
staðist. Aðgerðir hennar og yf-
iriýst stefna byggist beinlínis
á því samstarfi sem tekizt hef-
ur við verkalýðshreyfinguna.
Tækist íhaldinu að ná veru-
iegu tangarhaldi innan verka-
iýðshreyfingarinnar hefði það
því náð mikilsverðum árangri
í baráttu sinni gegn stjórninni.
T þessari viðleitni styðja hægri
* menn Alþýðuflokksins íhald-
3Ö og Alþýðublaðið hefur gerzt
araálgagn þeirra eins og sjá
hefur mátt undanfarna daga.
Verður að ætla að þar með sé
það yfirlýst og opinber stefna
forráðamanna Alþýðuflokks-
ins að starfa með stjórnarand-
stöðunni gegn þeirri ríkisstjóm
sem flokkurinn á tvo fulltrúa í.
Þessi staðreynd verður á eng-
an hátt falin með marklausu
gaspri um að meirihlutinn á
Alþýðusambandsþingi hafi ekki
viljað gera hlut hægri manna
nógu góðan við kosningu
stjórnar Alþýðusambandsins.
Hægri menn áttu kost á fjór-
um mönnum í ellefu manna
miðstjóm en neituðu sjálfir
því boði einingarmanna. Þeir
kusu því sjálfir að standa ut-
an við. Ekki tekur heldur betra
við þegar afsaka á ábyrgðar-
leysið og íhaldsþjónustuna með
þvi að starfandi sjómenn hafi
borið fram lista gegn stjóm
hægri manna í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur. Alþýðublað-
ið á að vita að þar var reynt
að ná samkomulagi að frum-
kvæði starfandi sjómanna en
öllu slíku hafnað af hálfu ráða-
manna hægri manna. Á hvor-
ugum þeim lista, sem þai tók-
ust á, átti íhaldið nokkurn full-
trúa. Þar var því ekki sá
möguleiki til staðar að flokkur
stjórnarandstöðunnar gæti lagt
undir sig fjölmennt og þýðing-
armikið verkalýðsfélag og not-
að það síðan í viðleitni sinni
við að koma ríkisstjórninni
frá völdum eða torvelda henni
störfin.
A fsakanir Alþýðublaðsins fyr-
ir athæfi hægri klíkunnar
í Alþýðuflokknum falla því
dauðar og ómerkar. Þær eru
vonlaus tilraun til að verja
pólitísk óheilindi og glæfra-
spil sem ætlað er í þágu þeirra
þjóðfélagsafla sem vilja núver-
andi samstarf um ríkisstjórn
feigt. Slíkt atferli verður ekki
dulið með neinum orðskrúði
eða tilbúnum röksemdum sem
ekki eiga sér stað í veruleikan-
um. Það sem er mergur máls-
ins er að forusta Alþýðuflokks-
ins virðist una því mætavel
að ábyrgðarlaus hægri öfl í
flokknum leiki iausum hala í
þjónustu íhalds og atvinnurek-
enda og hefur látið Aiþýðu-
blaðið gerast málsvara þeirra.
Verði ekki á því breyting hlýt-
ur það að hafa margvíslegar
afleiðingar.
TTtyrir það fólk sem stutt hef-
ur Alþýðuflokkinn í þeirri
trú að hann væri þrátt fyrir
allt enn verkalýðsflokkur og
vildi vinna að framgangi hags-
munamála alþýðunnar í sam-
starfi við aðra vinstri flokka
er ekki nema eitt að gera sjái
flokksforustan ekki að sér og
hefti hina óðu hægri klíku í
skemmdarstarfsemi hennar, Og
það er að snúa gjörsamlega við
henni baki og láta ekki teyma
sig út í ófæru íhaldsþjónkun-
arinnar. Heiðarlegt og stétt-
víst verkafóík lætur ekki hafa
sig að ginningarfíflum þótt
hægri mennirnir óski þess.