Þjóðviljinn - 15.02.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.02.1957, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 15. febrúar 1957 \ ^ Framhald af 7. síðu. að koma ákvæðum hennar x framkvæmd. 1 fjórðu grein segir svo um það atriði: Eftir því sem við á, skal “''hvert aðiidarríki hafa sam- vinnnu við hlutaðeigandi vinnuveitenda- og verkalýðs- samtök, með það fyrir aug- um að korna ákvæðum sam- þykktarinnar í framkvæmd. . Formlega fullgildingu skal senda framkvæmdastjóra Al- þjóðavinnumálaskrifstofunnar til skrásetningar, og gengur hún þá, eins og áður segir, í gildi ári eftir að fullgildingin hefur verið skráð hjá I.L.O. Það ber að taka fram i til- kynningunni til Alþjóðavinnu- málaskrifstofunnar, livort á- kvæðum samþykktarinnar verði beitt til fullnustu eða með takmörkunum. Sé um takmarkanir að ræða, ber að gera grein fyrir þeim tak- mörkunum í einstökum atrið- um. í 9. grein eru ákvæði um það, hvenær aðildarríki, sem fullgilt hafa samþykktina, geti sagt henni upp, ef þeim sýnist svo. — Uppsögn er heimil að 10 árum liðnum frá fyrstu gildistöku samþykktar- innar. Þó öðlast slík uppsögn ekki gildi fyrr en ár er liðið frá skrásetningardegi upp- sagnar. Sé uppsagnarheimild þessi ekki notuð innan árs frá lokum 10 ára tímabilsins, framlengist fullgildingin um ' annað 10 ára tímabil — og • svo koll af kolli á 10 ára fresti. Skylt er framkvæmdastjóra Ai(þjóðavinnumálaskrifstof- unnar að senda aðalritara Sameinuðu þjóðanna allar til- kynningar um fullgildingar aðildarríkjanna á þessari sam- þykkt. Sú skylda fellur, eins og áð- ur er sagt, á þau aðildarríki, sem fullgilda samþykktina, að þau eru þar með orðin skuld- bundin til að stuðla að því, að við hvers konar vinnu séu konum greidd sömu laun og körlum fyrir jafn verðmæt störf, og er þeim skylt að tryggja framkvæmd þessarar reglu að svo miklu leyti sem unnt er, með tilliti til þeirra aðgerða, sem hafðar eru við ákvörðun launa, í hverju ein- stöku aðildarríki um sig. ^ Samstarísneíndir Eins og allir vita, er kaup hér á landi almennt ákveðið með samningum milli atvinnu- rekenda og verkalýðsfélaga ^eða annarra launþegasamtaka, og hefur ríkisstjórn aðeins í undantekningartilfellum bein afskipti af ákvörðun kaup- taxta eða launasamninga. Þó getur ríkisstjórnin á ýmsan hátt stuðlað að því, að Jíomið verði á reglunni um sömu laun kvenna og karla og fullnægt þannig skyldum þeim, sem samþykktin leggur aðild- arríkjum, sem hana hafa full- gilt, á herðar. Ber sérstaklega að hafa það í huga í þessu sambandi, að skyldur ríkis- stjórna miðast við þær reglur, sem hér gilda um afskipti rík- isvaldsins af ákvörðun kaup- gjalds. Það er ljóst, af' skýrslum Alþjóðavinnumálastofnunar- innar, að ríkisstjómir þeiira Launaiafnrétti karla og kvenna ríkja, sem fullgilt hafa sam- þykktina, fullnægja skyldum sínum samkvæmt henni á mjög mismunandi hátt. Nokkur ríki hafa látið sér nægja að hvetja samtök at- vinnurekenda og launþega til þess að fylgja reglunni um sömu laun til kvenna og karla fyrir sömu störf. Ann- arsstaðar hefur að frumkvæði rikisstjórna verið komið á fót samstarfsnefndum skipuðum fulltrúum verkalýðssamtaka og atvinnurekenda, til þess að vinna sameiginlega að málinu og koma því í framkvæmd. Teldi ég mjög eðlilegt, að slíkt samstarf yrði reynt hér, en bæri það ekki fullnægjandi árangur, væri hvenær sem mönnum sýndist hægt að fara þá leiðina að koma launajafn- rétti á með lagasetningu, eins og ráð er fyrir gert í 2. grein samþykktarinnar, sem eina af fleiri hugsanlegum leiðum til framkvæmda í málinu. Málið taíið Kvennasamtökin í landinu hafa lengi barizt fyrir launa- jafnrétti, og hin síðari ár hafa þau lagt mikla áherzlu á, að „jafnlaunasamþykktin frá 1951“ fengi fullgildingu Is- lands. — I orði hefur málinu ekki verið illa tekið en í reyndinni hefur verið tafið fyrir því með málamynda- athugunum, sem aðeins hafa endað í undanbrögðum, en engri framkvæmd. Strax í haust lét ég búa jafnlaunasamþykktina til þing- flutnings og afhenti. hana meðráðherrum mínum til at- hugunar á mannréttindadag- inn í haust (24. október). Ég hafði nefnilega ávallt litið á þetta mál sem almennt mann- réttindamál fremur en kven- réttindamál í þrengri merk- ingu. Á ríkisráðsfundi höldn- um á Bessastöðum 26. janúar sl. — daginn áður en Kven- réttindafélag Islands minntist hálfrar aldar afmælis síns, staðfesti forseti íslands svo tillögu mína um að þings- ályktunartillaga sú, sem hér er til umræðu, yrði flutt sem stjórnartillaga á þessu þingi. Fer vel á þvi, að ísland full- gildi jafnlaunasamþykktina einmitt nú á þessum merku tímamótum kvenréttindasam- takanna, en þau hafa sem kunnugt er þráfaldlega á und- anförnum árum krafizt þess af þingi og stjórn að alþjóða- samþykktin um sömu laun kvenna og karla yrði fullgilt fyrir Islands hönd. Á því er þó nú þegar orðin alllangur dráttur, sem óþarft er að verði miklu lengri. Allt frá árinu 1948 hafði ég flutt frumvarp til laga um jafnrétti kvenna og karla, þar á meðal um algert launajafn- rétti. Þing eftir þing var mál- ið flutt og því vísað til nefnd- ar. Þar lögðust stjórnarflokk- arnir á málið. Stóðu þeir svo fast gegn því, að meirihlutinn fékkst aldrei til að gefa út um það nefndarálit. Á þinginu 1954 sótti ég það allfast, að framhaldsumræður fengjust um málið. En ekki fékkst það fremur en áður. En þá fluttu nokkrir þingmenn úr Sjálf- stæðisflokknum tillögu til þingsályktunar. um að skora á ríkisstjórnina. að rannsaka hvaða ráðstafanir ísland þyrfti að gera, til þess að geta full- gilt jafnlaunasamþykktina frá 1951. Eftir að þessi tillaga hafði verið samþykkt, var því all- oft borið við, að ótímabært væri að ræða frekar frum- varpið um sömu laun kvenna og karla, þar sem það væri í rannsókn hjá ríkisstjórninni, hvað hægt væri að gera í þessum launajafnréttismálum. — Var af þessu auðséð, að áð- urnefnd tillaga var í þeim eina tilgangi flutt að tefja fyrir launajafnréttisfrumvarpin'u. En hvað kom þá út úr „rannsókninni“, sem fram- kvæmd skyldi samkvæmt til- lögu Sjálfstæðismanna? Auð- vitað ekki neitt, enda gat ekkert út úr henni komið. All- ir vissu, að þaraa var bók- staflega ekkert rannsóknar- efni til. Það vantaði svo sem ekki, að milliþinganefnd var skip- uð til þessarar „rannsóknar", og niðurstaða hennar varð sú að vilja fyrrverandi stjórnar, að jafnlaunasamþykktina væri ekki hægt að fullgilda að ó- breyttum lögum. En hinsveg- ar fylgdu nefndarálitinu eng- ar tillögur til lagabreytinga, svo að fullgilding yrði þá rhöguleg. Og svo liðu tímar fram, að hvorki kom neitt kvak frá flutningsmönnum „rannsóknartillögunnar“, né frá ríkisstjórninni. Niður- staðan: „Ekki hægt“, var það lokaorð í málinu, sem hvorir- tveggja virtust fyllilega sætta sig við. -— Þannig leit út fyrír að tekizt hefði varanlega að stinga málinu svefnþorn. En fyrst áhugi meirihluta þings beindist svo eindregið að nauðsyninni á fullgildingu jafnlaunasamþykktarinnar, en ekki að sama skapi að lögfest- ingu á frumvarpi mínu um sömu laun kvenna og karla, hefi ég nú einmitt farið þá leiðina að leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um fullgildingu jafnlaunasam- þykktarinnar. Það ætti því að eiga vísan þingstuðning, enda þar um smærra skref að ræða, sem miðar þó í rétta átt. ^ Miðað í áttina síðustu árin Á þeim 9 ánim, sem liðin eru síðan frumvairpið um sömu laun kvenna og karla var flutt í fyrsta sinn, hefur hugmyndinni um launajafn- rétti kvenna og karla líka vaxið mjög fylgi og ýmislegt náðst fram í þessu máli, sem þá hafði átt örðugt uppdrátt- ar. Síðan hafa verið sett launa- lög, sem gera ráð fyrir al- geru launajafnrétti kynjanna, þó að játa verði að ýmsar ríkisstofnanir leyfa sér að sniðganga og jafnvel þver- brjóta þessi lög í framkvæmd. Er það þeim til einkis sóma. Þá voni á árinu 1954 sett lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Og í 7. grein þeirra laga segir svo: „Konur og karlar hafa jafnan rétt til opinberra starfa og til söniu launa fyrir sömu störf“. Með þessu ákvæði er starfs- mönnum ríkisins, konum og körlum, tryggður sami rétt- ur til launa fyrir sömu vinnu. Samskonar reglur í þessu efni gilda einnig almennt hjá bæjarfélögunum. Þá fá konur líka sama kaup og kai-lar í öllum viðurkenndum iðngrein- um, sem þær hafa lokið í námi og prófi. Enn er þess að geta, að á tveimur síðustu árum hefur . munurinn á kaupi kvenna og karla minnkað allverulega á hinum almenna vinnumarkaði. Einnig hefur það mjög far- ið í vöxt á síðari árum, að konur fái sama kaup og karl- ar við ýmis tilgreind störf, einkum þau, sem karlmenn hafa aðallega unnið áður. Má í því sambandi minna á svo- hljóðandi grein, sem nú er að finna í samningum milli atvinnurekenda og margra verkakvennaf élaga: „Karlmannskaup, kr. 10.17 í grunn, skal greiða konum, sem vinna við flökun á bol- fiski, uppskipun og umstöflun á óverkuðum saltfiski, fyrir að kasta fiski á bíl, hengja á fiskhjalla, fyrir hreistrun, upp- þvott, blóðhreinsun og spyrð- ingu á fiski til herzlu, fyrir að laga ofan á síldartunnum, ápökkun og allan frágang á saltaðri síld, vinnu í frysti- klefum, við hreingerningar á bátum og húsum, fyrir að sauma utan um óverkaðan saltfisk og fyrir alla aðra viðurkennda karlmannavinnu, sem konur eru látnar vinna“. Þetta sýnir, að allmörg störf á hinum almenna vinnu- m,arkaði eru þegar greidd sama kaupi, hvort sem þau eru unnin af körlum eða kon- um. Hitt er öllu torskildara, að atvinnurekendur skuli ekki ennþá hafa fengizt með frjáls- um samningum, til að greiða konum sama kaup og körl- um við hin léttari störf, sem konur vinna fyllilega eins vel karlmenn og skila eins mikl- um vinnuafköstum og þeir. Hér er rétt að geta þess, að eitt verkalýðsfélag hefur náð samningum við atvinnu- rekendur um að greiða konum sama kaup og körlum í allri vinnu. Hefur sá atvinnurekandi sem þennan samning gerði, látið það í ljós við mig, að hann teldi röskar stúlkur af- kasta jafn miklu vinnuverð- mæti og karlmenn í allri vinnu, sem til falli í hrað- frystihúsum og í fiskiðnaðin- um yfirleitt. ^ Lokaorð Ef Alþingi fellst nú á, að fullgilda jafnlaunasamþykkt- ina frá 1951, er Island sam- kvæmt ákvæðum 2. greinar samþykktarinnar skuldbundið til þess að stuðla að greiðslu sömu launa til kvenna og karla fyrir sömu störf. Þá vil ég aftur minna á, að samkvæmt ákvæðum 4. greinar, á hvert það aðildar- ríki, sem fullgilt hefur al- þjóðasamþykktina, að beita sér fyrir samvinnu við sam- tök verkafólks og atvinnu- rekenda um að koma ákvæð- um samþykktarinnar í fram- kvæmd. Gæti sú aðferð vel átt við hér, sem víða hefur verið höfð, að ríkisstjómir liafa átt frumkvæði að því að skipa nefndir fulltrúa verkalýðssam- fcaka og atvinnurekenda, til þess að sjá um framkvæmd málsins. Er ekki óliklegt að Alþýðusambandið og Vinnu- veitendasambandið tækju slíku nefndarstarfi vel, og gætu e.t.v. leyst málið á frjálsum samningsgrundvelli í fullu samkomulagi \ið fulltrúa rík- isvaldsins. Ef þetta tækist hinsvegar ekki, væri sjálfsagt og í sam- ræmi við fyrri aðgerðir Al- þingis t.d. með setningu launalaga og laganna um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna, að kórónan yrði sett á verkið með sainþykkt laga um algert launajafnrétti kvenna og karla. Sumarið 1946 gerðist Is- land aðili að Bandalagi hinna Sameinuðu þjóða, og tók á sig allar skyldur, sem því voru samfara samkvæmt sáttmála bandalagsins. En í upphafi ■ hans segir svo: „Vér, hinar Sameinuðu þjóðir, staðráðnar í .... að staðfesta að nýju trú á grund- vallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti kvenna og karla og allra þjóða hvort sem eru stórar eða smáar“. Síðar í sáttmálanum segir: „Hinar Sameinuðu þjóðir skulu ekki setja neinar tak- markanir á val karla og kvenna til þátttöku í hvaða störfum sem er við jöfn skil- yrði“. (Þar á meðal auðvitað sama kaup fyrir sömu vinnu). Samskonar ákvæði og þó öllu ákveðnari eru ennfremur í Mannréttindaskrá Samein- uðu þjóðanna, sem ísland hef- ur staðfest fyrir sitt leyti. Með tilliti til alls þessa, og einnig hins að hér á landi er vakandi áhugi fyrir því, að komið verði á algeru jafn- rétti kvenna og karla í launa- málum, vill ríkisstjórnin leggja þvi máli lið með til- lögu um fullgildingu þessarar samþykktar og þeim ráðstöf- unum öðrum, sem hún í fram- haldi þess, telur við eiga á hverjum tíma. Ég leyfi mér að mæla mjög eindregið með fullgildingu þessarar alþjóðasamþykktar. r-----———----------— siauutuciRraRSim Minningarkortin eru til söla í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Tjarnarg. 20; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menning ar, Skólavörðustíg 21; og í Bókaverzlun Þorv. Bjama- sonar í Hafnarfirði. ,——----------—-------J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.