Þjóðviljinn - 15.02.1957, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. febrúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Herra forseti.
Með tillögu þessari á þings-
skjali nr. 100 er farið fram á
það, að Alþingi veiti ríkis-
stjóminni heimild til að full-
gilda fyrir íslands hönd sam-
þýkkt Alþjóðavinnumálastofn-
unarinnar nr. 100 — um jöfn
laini kvenna og karla fyrir
jafn verðmæt störf. Samþykkt
þessi var gerð á 34. allsherj-
arþingi Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar í Genf 1951,
og er sjálf samþykktin prent-
uð hér orðrétt sem fylgiskjal
með þingsályktunartillögunni
— bæði á ensku og í íslenzkri
þýðingu.
Áður en ég rek aðalefni
jfamþykktarinnar, tel ég rétt
að geta þess, að hún gekk
fyrst í gildi 23. maí 1953. En
það þýðir, að þann dag 1952
hafa tvö aðildarríki verið búin
að fullgilda hana. — Um það
atriði segir svo í 6. grein
samþykktarinnar:
„Hún gengur í gildi 12 mán-
uðum eftir að fullgildingar
tveggja aðildarríkja hafa ver-
ið skráðar hjá framkvæmdar-
stjóranum“, þ.e. framkvæmd-
arstjóra Alþjóðavinnumála-
skrifstofunnar. — Og hjá
hverju aðildarríki um sig,
gengur hún í gildi 12 mánuð-
um eftir að fullgilding þess
hefur verið skráð hjá aðalrit-
ara ILO.
'jAr Mætti nokkurri
andstöðu í fyrstu
Launajafnrétti kvenna mætti
x fyrstu nokkuxri andstöðu hjá
ýmsum aðildarríkjum Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar. Og
á allsherjarþinginu 1951 voru
ennfremur skiptar skoðanir
um það, hvort gera skyldi
ákveðna samþykkt um málið,
eða láta sér nægja að sam-
þykkja einungis tilmæli til
ríkisstjórna aðildarríkjanna
um að vinna að launajafnrétti
kynjanna. Þegar tillaga lá fyr-
ir um ákveðna samþykkt, kom
fram breytingartillaga frá rík-
isstjórnarfulltrúum 5 ríkja
um að allsherjarþingið skyldi
einungis samþykkja tilmæli til
ríkisstjórnanna, en sú breyt-
ingartillaga var felld með 103
atkvæðum gegn 68.
Við lokaafgreiðslu um sam-
þykktina fékk hún stuðning
105 fulltrúa, 33 voru á móti
og 40 sátu hjá. Þannig var
hún samþykkt með yfirgnæf-
ándi meirihluta og hefur Al-
þjóðavinnumálastofnunin á-
vallt síðan lagt á það mikla
áherzlu, að aðildarríkin full-
giltu þessa samþykkt eins
fljótt og þau sæju sér það
fært.
Það voru Sameinuðu þjóð-
irnar, sem í fyrstu lögðu það
verkefni fyrir Alþjóðavinnu-
málastofnunina, að vinna að
sömu launagreiðslum til
kvenna og karla.
Hinn 10. marz 1948 hafði
Fjárhags- og félagsmálaráð
Sameinuðu þjóðanna sam-
þykkt ályktun, sem fól í sér
regluna um sömu laun til
kvenna og karla fyrir jafn
verðmæt störf. Er þessi til-
laga hafði vei-ið samþykkt,
beindu Sameinuðu þjóðirnar
þeim tilmælum til Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar, að
hún tæki málið til meðferðar
svo fljótt sem unnt væri.
Á því varð heldur ekki lang-
ur dráttpr, því, að á þrítug-
asta og fyrsta þingi I.L.O.
sumarið 1948 voru samþykkt
tilmæli til stjómar stofnunar-
innar um að taka launajafn-
rétti kvenna og karla á dag-
skrá sem alli'a fyrst — helzt
á næsta Allsherjarþingi. —
Af því gat þó ekki orðið. En á
33. Allsherjarþinginu, sem háð
var í Genf í júní 1950, var
málið tekið á dagskrá, og var
þar ákveðið, að það skyldi
eins og önnur stóimál, rætt
á tveimur þingum.
★ Deilur á Allsherjar-
þingi SÞ
Á þinginu 1950 fór fram
fyrri umræða um málið og olli
það nokkmm deilum. Má
segja, að fulltníar verka-
manna og atvinnurekenda
hafi verið þar algjörlega á
öndverðum meiði. Niðurstað-
ar Alþýðusambands Islands,
Kvenfélagasamband Islands,
Kvenréttindafélags íslands og
Vinnuveitendasamband Is-
lands. I þessu bréfi félags-
málaráðuneytisins segir svo
m.a.:
„Eitt þeirra markmiða, sem
Alþjóðavinnumálastofnuninni
var sett í stofnskrá hennar
var það, að koma á þeirri
grundvallarreglu, að konum
og körlum skuli gi'eidd sömu
laun fyrir jafn verðmæt störf.
Þetta töldu stofnendur I.L.O.
vera einn af hornsteinum fé-
lagslegs réttlætis og um leið
varanlegs friðar í heiminum.
Á þrjátíu ára starfsferli sín-
um hefur stofnunin jafnan
haldið fast við þessa skoðun
og staðfest hana, þótt henni
hafi ekki þótt tímabært að
að væntanlegri samþykkt, en
vill þó áskilja fulltrúum ís-
lands á þinginu rétt til að
bera fram eða fylgja breyt-
ingartillöguin, sem frani
kynnu að koma við frumvarp-
ið og einkum mundu þá taka
til skipulagshliðar málsins og
framkvæmdar samþyklítarinn-
ar“.
Af þessum bréfkafla félags-
málaráðuneytisins er Ijóst, að
ríkisstjórn íslands lýsti sig, í
ársbyrjun 1951, fylgjandi því,
að gerð yrði alþjóðasamþykkt
um sömu laun kvenna og
karla fyrir sömu störf. Er því
ekki að efa, hver orðið hefði
afstaða Islands til málsins við
lokaafgreiðslu þess á Allsherj-
arþíinginu 1951, ef við hefðum
átt þar fulltrúa.
En því miður var ekki af
því, að neinn fulltrúi yrði
sendur héðan frá íslandi á
þetta þing, svo enginn íslenzk-
ur fwlltrúi tók þátt í lokaaf-
greiðslu málsins, en ríkis-
spor í átt
til jafnréttis
karla og kvenna
an af störfum nefndarinnar,
sem um málið f jallaði varð sú,
að samin voru drög að tvenns
konar afgreiðslu málsins, þ.e.
alþjóðasamþykkt, er aðildar-
ríki skyldu fullgilda og hins-
vegar tilmælum einum saman
'til aðildarríkja. Var tillaga
um þessa afgreiðslu samþykkt
með 117 atkvæðum gegn engu,
en fulltrúar atvinnurekenda
sátu þó yfirleitt hjá. Þar með
var þá samþykkt, að málið
skyldi tekið til lokaafgreiðslu
á næsta þingi í öðru hvoru
forminu. Fulltrúi íslands á
þessu þingi var Jónas Guð-
mundsson, þáverandi skrif-
stofustjóri félagsmálaráðu-
neytisins, og greiddi hann at-
kvæði með tillögunni. Stein-
grímur Steinþórsson var þá
forsætis- og félagsmálaráð-
herra.
Þegar málið var komið á
þennan rekspöl og fyrri um-
ræðu um það lokið, tók Al-
þjóðavinnumálaskrifstofan
saman almenna skýrslu um
það, og fylgdi henni spurn-
ingaskrá, til þess að kamia
afstöðu ríkisstjórnanna í að-
ildarríkjunum til málsins.
Spurt var úm það í fyrsta
lagi, hvort þær væru því fylgj-
andi, að settar yrðu alþjóð-
legar reglur um sömu laun
til kvenna og karla fyrir jafn
verðmæt störf, og ef svo væri,
í livaða formi þær skyldu þá
vera (þ.e. í formi alþjóðasam-
þykktar eða tilmæla til aðild-
arríkja). I þriðja lagi var
um það spurt, hvaða ákvæði
skyldu efnislega tekin upp í
slikar alþjóðareglur, ef settar
yrðu.
^ Einn homsteinn íé-
lagslegs réttlætis
Með bréfi, dagsettu 10.
marz 1950, sendi félagsmála-
ráðuneytið umrædda skýrslu
og spurningalista til umsagn-
Ræða Hannibals
Valdimars-
sonar, félagsmála-
ráðherra,
er þingsálykt-
unartillaga
ríkisstjórnarinnar um fullgildingu alþjóða
samþykktar um launajafnrétti
karla og kvenna var til umræðu á Alþingi
síðastliðinn miðvikudag.
gera um þetta alþjóðasam-
þykkt hingað til.
Að lokinni síðustu styrjöld
hefur þetta mál fengið nýjan
byr og aukið fylgi vegna þess,
hversu konur í ýmsum löndum
sýndu það ljóslega, að þær
standa körluin fyllilega á
sporði í fjölda atvinnugreina
og menn hafa vaknað til um-
hugsunar um að óréttlátt sé
að mismuna þeim livað laun
snertir, er þær inna af hendi
sömu störf og karlmenn“.
Þetta var kafli úr bréfi fé-
lagsmálaráðuneytisins til áður
nefndra félagasamtaka.
^ Aístaða íslands
Nú leið að því, að málið
skyldi koma til síðari umræðu
og skrifaði þá félagsmála-
ráðuneytið Alþjóðavinnumála-
stofnuninni bréf, sem svar við
spurningum hennar. Bréfið er
dagsett 16. janúar 1951. Þar
er lauslega rakið, hvernig
þessum málum sé háttað hér
á landi og síðan segir í bréf-
inu: „Af framansc'lgðum á-
stæðum er íslenzka ríkis-
stjórnin hlynnt því að gerð
verði á næsta þingi I.L.O.
samþykkt uin sömu laun fyrir
sömu störf og telur, að frum-
v'arp það að slíkri samþykkt,
sem prentað ér í Keport VII
(1) sé nothæfur grundvöllur
stjórnin hafði sem sé ákveðið
markað afstcðu sína í málinu
með áður nefndu bréfi, þar
sem hún lýsir sig fylgjandi
því, að gerð verði samþykkt
um málið, en í því formi var
málið einmitt afgreitt á þáng-
inu, eins og áður er sagt.
^ Jöín laun íyrir jaín
verðmæt störf
Nú hefur samþykktin um
sömu laun kvenna og karla,
eða ,,jafnlaunasamþykktin“,
eins og hún er venjulega
nefnd, hlotið fullgildingu 18
ríkja, 6 utan Evrópu og 12
Evrópuríkja. Ríkin, sem full-
gilt hafa jafnlaunasamþykkt-
ina eru þessi:
Austurríki, Argentína, Belg-
ía, Búlgaría, Dóminikanska
lýðveldið, Filipseyjar, Frakk-
land, Honduras, Italía, Júgó-
slavía, Kúba, Mexíkó, Pólland,
Sovétlýðveldin, Hvíta-Rúss-
land, Sovétlýðveldið Ukraína,
Ungverjaland og Sambands-
lýðveldið Vestur-Þýskaland.
Þessu næst tel ég rétt að
víkja nokkuð að aðalefni sam-
þykktarinnar. Hún er í 14
greinum, og er þannig styttri
en margar þesskonar alþjóða-
samþykktir.
1 inngangsorðum eða for-
mála samþykktarinnar segir
efnislega á þessa leið:
Allsherjarþing Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar í Genf
hefur ákveðið að gera ákveðn-
ar tillögur varðandi regluna
um jöfn laun til karla og
kvenna fyrir jafn verðmæt.
störf. Þingið hefur ákveðið,
að þessar tillögur skuli gerðar
29. júni árið 1951, í eftipfar-
andi samþykkt, sem nefna má
jafnlaunasamþykktina frá
1951.
I 1. grein er svohljóðandi
skilgreining á hugtökunum
„laun“ og „jöfn laun til karla
og kvenna fyrir jafn vérðmæt
störf“.
„I þfessari samþykkt tekur
orðið „Iaun“ yfir hið venju-
lega grunn- eða lágmarkskaup
og hverskonar frekarí þókn-
un, sem greidd er beint eða
óbeint, hvort heldur í fé eða
fríðu, og vinnuveitandinn
greiðir starfsmanni fyrir vinnu
hans“.
„I samþykktinni eiga orðiri
„jöfn laun til karla og k\enna
fyrir jafn verðmæt störf“ við
launataxta, sem settir eru, án
þess að gerður sé greinar-
munur á kynjunum“. Hér er
rétt að taka fram, að í um-
ræðum um uppkast samþykkt-
arinnar komu fram tillögur
frá atvinnurekendum um það,
að sérstök skilgreining yrðí
gerð á orðunum „jafn verð-
inæt störf“, þannig að miðað
yrði við jöífn afköst, og að
mismunur á launatöxtum
karla. og kvenna, sem byggð-
ist á öðru en kynferði, skyldi
ekki talinn brjóta í bág við
ákvæði samþykktarinnar. En
þessar tillögur atvinnurekenda
voru felldar, og skýrir það
allvel merkingu orðanna
„jafn verðmæt störf“ í sam-
þykktinni.
1 annarri grein segir, að
hvert aðildarríki skuli, í sam-
ræmi við þær aðferðír, sem
hafðar séu þar í landi um
ákvörðun launataxta — stuðla
að því að tryggja það, að svo
miklu leyti sem það samrým-
ist þessum aðferðum — að
reglan um jöfn laun til karla
og kvenna fyrir jafn verð-
mæt störf, taki til alls starfs-
fólks.
I sömu grein segir, að reglu
þessari skuli komið til fram-
kvæmda með:
a Y Landslögum eða reglu-
gerðum.
b) Ráðstöfunum, sem kom-
ið er á eða viðurkenndar
eru með lögum til á-
kvörðunar á launum.
c) Heildarsamningum milli
vinnuveitenda og verka-
manna — eða
d) með þessum mismunandi
aðferðum sameiginlega.
I þriðju grein er heimilað
að fram fari óvilhalt mat á
störfum, ef talið sé, að slíkt
mat greiði fyrir því að ákvæði
samþykktarinnar fáist fram-
fylgt. En á engan hátt má í
mati þessu gera upp á milli
kynjanna.
^ Fullgilding jaín-
launasamþykkt-
arinnar
Með þessu, sem nú hefur
verið sagt, hefur í • rauninni
verið gerð grein fyrir megin-
efni samþykktarinnar. En þá
kemur til ákvæða samþykkt-
arinnar um það, hvernýg sð-
ildairíkin skuli vinna að því
Framhald á 10. siðu.