Þjóðviljinn - 15.02.1957, Page 11
Föstudagur 15. febrúar 1957 — ÞJÖÐVILJINN — (1*
FYRIRHEITNA
LANDIÐ
l®¥ll Slite
csíS: . ý
S. dagur
sonurinn. „Hér eru enn óbyggöir, vilta vestriö. Hazel
er allt öði*u vísi en litlir bæjir fyrir austan, til dæmis
í Connecticut. Þaö er enn frumbyggjatímabil hér. ÞaÖ
eru nóg verkefni. Hér eru fjölmargir vegir sem eru
ekki einu sinni malbikaöir. Maöur getur ekiö fimmtíu
kílómetra án þess aö sjá benzíngeymi. Já, hér er enn
fi'umbyggjatímabil — og verður lengi enn“.
Hjarta fööurins ólgaöi. „Þetta finnst mér einmitt
sjálfum11, sagöi hann. „Ég vissi aö þú hefðir sömu skoö-
anir á þessu“.
„Þetta eru þær réttu skoðanir“, sagði sonurinn meö
áherzlu. „Hér eru frumbyggjatímar. Þaö er ekki svo
langt síðan öllu var ekiö hingaö í uxaken’um. Afi ók
sjálfur uxakerru á sínum tíma. Ég fékk einu sinni aö
sitja í hjá honum“.
„Manstu eftir því, dfengur? Þú varst ekki nema
þriggja ára“.
„Já, ég man eftir því. Þetta er endamai’kabær. Ef til
vill erum viö ekkí eins langt á eftir tímanum og meöan
afi lifði, en viö eigum ennþá mjög langt í land. Það eru
ekki nema tvö ár síöan sjónvarpiö kom hingað og viö
getum bara valiö um tvennt. Hér er enn mikið frum-
byggjastarf óunniö, pabbi — hér við endamörkin. Hvort
sem bærinn er lítill eöa ekki vildi ég gjarnan vinna
hérna. Ég er ekkert hrifinn af stórborgum".
Faöir hans sagöi: „Jæja, íhugaöu máliö, drengur minn
og láttu mig vita fyrir jól“.
Annar kafli
Óvíst er hvort frumbyggjar í Vestuxástralíu hafa
nokkurn tíma. notaö uxakerrur, því að uxar þurfa vatn,
og í því ríki hefur aldrei veriö nóg vatn. í staðinn er
ekiö í díselbílum, og díselbíll Spinifez Jóa stanzaöi
í rauöum rykmekki fyrir framan ibúöarhús Laragh^
fjárbúsins.
Spinifez Jói leit út eins og kynblendingur, og ef til
vill var hann það líka. Sjálfur haföi hann litla hug-
mynd um hver faðir hans var, og hann var ekki öruggur
um móöur sína heldur. Hann var lítill og grannur, um
fertugt, duglegur aö lagfæra díselvélar, duglegur vél-
virki í auðninni, gat gert viö bíl með logsuöu þegar
nauösyn krafði. Þessir hæfileikar komu honum aö góðu
gagni, því að þaö var hann sem ók út póstinum. Á
hverjum mánudegi lagði hann af staö frá pósthúsinu í
Onslow á strönd Vesturástralíu, rétt viö hitabeltis-
mörkin, og ók austur á bóginn. í bíl hans voru tveir
eöa þrír póstpokar sem komið höföu flugleiöis til Ons-
low. Auk þess var fjöldi kassa á pallinum, sem áttu að
fara til þeirra fjárbúa sem hann þjónaöi. Auk þess voru
þar nokkrir benzín- og olíudunkar og reyndar oft all-
margir innfæddir, sem máttu aka meö ef þeir nenntu
aö klifra upp á pallinn.
Leiö hans lá í austurátt framhjá búgöröum sem lágu
innan 350 kílómetra frá Onslow og aö eign að nafni
Malvern Downs. Hér endaði hinn svonefndi vegur. Vagn-
inn veltist og skókst yfir nakta, rauða jöröina sem var
haröbökuö af sól. Ef brautin var of léleg eöa slitin
beygöi hann til hliöar og fann nýja.. Frá Malvern ók
hann til Mannahill, frá Mannahill til Laragh, frá
Laragh til Poodna, til Mulga Downs og Hillstream og
þaðan aftur. til Onslow.
Öll feröin var á aö gizka 1000 kílómetra löng og tók
heila viku í brennandi sól og rauðu ryki. Hann stanzaöi
aöeins til aö gei'a viö bílinn. Hann ók aldrei án þess
aö hafa meðferöis tunnu meö fjörutíu gallónum af
vatni á pallinum, og hann haföi oft þurft á vatninu
að halda þegar eitthvaö varö aö hjólunum eöa vélin
bilaði. Venjulega svaf hann á berri jöröinni undir bíln-
um með höfuöiö á yfirbreiðslu. Þetta var hans líf.
Hann átti ekkert heimili.
Á pallinum lágu þrír lyktandi ballar af ull, þegar
hann stanzaði hjá Laragh. Þar vom lika þrjátíu dunk-
ar af benzíni og olíu og fáeinar tómar tunnur. Auk
þess vom þar ellefu kassar og tveir kynblandaöír fjár-
hirðar meö konur sínar og börn. Þeir voru á leiö til
Poonda. Loks vom þarna fimm Ástralíunegrar sem voru
sennilega aöeins í ökuferö sér til skemmtunar, og þrír
litlir póstpokar.
Frú Regans beiö eftir honum á veröndinni. Hún var
stór og stæöileg kona, á aö gizka um fimmtugt, fædd
í Edinborg og hafði komiö til Ástralíu þegar hún var
barn. Hjá henni var tuttugu ára gömul dóttir hennar,
Mollie, eitt hinna ellefu barnabarna hennar og David
Cope. Davíö var Englendingur, tuttugu og tveggja ára,
fæddur og uppalinn á búgaröi í Newbury. En búgaröur
foreldra hans haföi veriö tekinn undir flugvöll á striös-
árunum og breiðar flugbrautir höfðu veriö steyptar yfir
landareignina. Fyrstu árin eftir að friður komst á haföi
fjölskyldan staöiö í ströngu við ráðuneytið um aö fá
búgaröinn aftur, en þaö tókst ekki. Síðan fluttust þau
öll út til Ástralíu og keyptu búgarö hjá Armdale, rétt
hjá Perth. Þegar Davíð var 16 ára hafði hann ráöiö
sig til náms á fjárbú. Hann dvaldist þar í fjögur ár og
var enn hrifinn af fé. Af þessu leiddi að nú, aðeins
tveim árum seinna, var hann stjórnandi og eigandi
aö nokkru leyti, að Lucinda fjárbúinu. Þetta stafaöi ef
til vill af því aö þaö eru fremur fáir fjárbændur í
NorÖvestur-Ástralíu.
Lucinda var um það bil þrjú hundruö og tuttugu
þúsund ekrur. Þaö var fyrir vestan Laragh og var all-
fyrirferöarmikið á landabréfinu, en þar var lítiö um
vatn. Vatniö sem þar var völ á, hefði tæplega nægt
enskum búgaröi upp á þrjú hundruö ekrur. Póstbíllinn
ók ekki til Lucinda, en Davíð hafði útvarpssendi og
móttökutæki til afnota, þegar hann þurfti aö komast
í samband viö fljúgandi læknishjálp. Með hjálp út-1
varpsins fylgdist hann með' feröum póstbílsins, því aö á
hverjum degi var kvenfólkið vant aö spjalla í útvarp,
þegar tími læknaþjónustunnar var liðinn. Þennan morg-
un haföi hann ekiö 50 kílómetra í jeppanum sínum
til aö Sækja póst frá Laragh. Hann var ungur, fjör-
legur og dugmikill náungi í rifinni khakiskyrtu, stutt-
buxum og með berar fætur í ilskónum. Auk þess var
hann þakinn þykku rauðu ryklagi.
Hann hafði setiö hjá konunum á veröndinni og drukk-
iö te meöan beöiö var eftir bílnum. Og þegar hann
hemlaöi og vélarhljóöiö dó út, spratt hann á fætur og
gekk fram í sólskiniö til móts viö bílstjórann. Frú
Regan fylgdi á eftir.
„Daginn, Jói“, sagöi hann. „Hvaö er títt?“
„Allt ágætt“, sagöi bílstjórinn. „En jöröin er aö
veröa skolli þurr aftur“. Hann valdi einn af póstpokun-
um og lyfti honum af bílnum.
Kátlegar kvon-
bænir
Framhald af 6. síðu.
V Q^tain.a*«.r
Nauðsynlegt að frœðast
meira um plastefnin
Margar húsmæður vonsviknar yfir
plastvörum
Nú oi-ðið er hægt að fó næst-
um allt úr plasti, eldhúsáhöld,
dúka, leikföng, regnkápur o.s.
frv. En í rauninni eru til marg-
ar mismunandi gerðir af plast-
efnum.
Vonbrigði húsmæðranna stafa
venjulega af þvi að fólki er ekki
l.iós munurinn á hinum ýmsu
plastefnum og eiginleikum
þe'rra. Og oft hefur komið í
ljós að vörurnar þjómiðu ekki
tilgangi sínum eða þoldu' ekki
meðferðirta sem þær fengu.
Þróun plastefnanna hefur vef-
MUNIB
Kaffisöluna í Hafnar-
stræti 16.
ið svo ör að það hefur ekki gef-
izt tími til að kynnast eiginieik-
um efnanna. En þvi fleiri gerð-
ir sem koma á markaðinn, því
verri verður ringuJreiðm og
þörfin á fræðslu vex.
Plast seni þolir upphitun
og plast sem þolir hana ekki
Gerður er greinarmunur á
hertu plasti, sem hnast ekki við
hita, heldur yerþist eða brennur,
og termoþiastisku plasti . sem
mýkist við hita og aflagast áður
en það verpist eða brennur. Að-
eins þessi skipting sýnir að ekki
er' hægt að nota plastefni til
hvers sem er. Það skortir því
tilfinnanlega greinargóðar upp-
lýsingar um hinar ýmsu vörur,
hvað þær þoli og hvermg eigi
að meðhöndla þær.
það er allt og sumt. Með að-
ferð þessari er margt unnið,
gangur leiksins hraður og
hvergi hlé milli atriða, og
skemmtileg tilbreytni að þurfa
að ímynda. sér húsmuni í
stofu, myndir á veggjum, tré
í garði. Ónákvæmni gætir ef
til vill á einstaka stað — Kata
segir að Marlow hafi ekki séð
framan í sig fyrir hattinum,
en hún er berhöfðuð í því at-
riði. Búningar eru fengnir að
láni í Þjóðleikhúsinu, skraut-
legir og fjölbreyttir, en hæfa
misjafnlega eins og gerist og
gengur.
Ólaf Mixa munum við úr
Þjóðleikhúsinu, og hann leik-
ur Hardcastle gamla af æsku-
fjöri og talsverðum þrótti, ert,
er að vonum allt of unggæðis-
legur til að geta lýst sér-
kennum hins kostulega óðais-
eiganda. Hólmfríður Gunnars-
dóttir er hin hégómagjarna og
heimskulega kona hans, mynd-
arleg og furðanlega fullorðins-
leg, en framsögnin ekki við-
feldin. Kötn, hina ráðsnjöllu
og glæsilegu dóttur þeirra
leikur Brynja Benediktsdóttir
mjög lagiega, hún er snotur,
kankvís og létt á fæti, fremur
skýr í máii og bj',ður a.f sér
góðan þokka, og stallsystur
sinni . og frænku, Ingigerði
Konráðsdóttur, fremri í öl-lu.
Guðmundur Ágústsson er blátt
áfram og viðfeldinn i hlut-
verki Marlows, hinnar upp-
burðarlitlu söguhetju, en leik-
urinn nokkuð einhæfur sem
vænta má, og félagi lians
Björn Ólafs mjög gervilegur
piltur, en túlkun hans í svip-
minnsta lagi. Þroskuðust og
skýrust er framsögn Jóns
Ragnarssonar, orðsvör hans
hittu oftlega í mark og vöktu
ósvikinn hlátur; en hann er
of skapfellilegur og hvers-
dagslegur í sjón og fram-
göngu til að gefa verulega
hugmynd um Tony Lumpkin,
hinn ólæsa ónytjung og prakk-
ara. Þorkell Sigurbjörrtsson
var óþarflega afkáralegur í
gervi Marlows eldra, og sjö
leikendur aðrir koma við sögu,
þjónar og drabbarar, sumir
búnir skringilegum gervum,
og láta allir einhvernvegim*
ljós sitt sk-ína.
Næstu leiknefnd skal vin-
samlega ráðlagt að sýna okk-
ur blaðasnápunum fullau
sóma, en það er auðvitað allt
önnur saga. — Skólaieikurinn.
hefur aldrei átt ríkari ítök í
hugum nemendanna en einmitt
nú, það varð auðsætt af þeim.
háværa hlátri og einlæga.
f::gnuði sem ríkti i leikhúsinu.
á þriðjudagskvöld. Mest yndi
veitir hanrt þó leikendunum.
sjálfum: „Það var gaman að
reyna sig og taka þátt. Það
voru, góðir dagar“, segir Jón.
Ragnarsson í fyrrnefndri
grein — „það er mikiíl skaði.
að þurfa nú að yfirgefa þenn-
an skóla, yfirgefa skólaleikina
og víjrða fullorðinn”.
Á. Hj.
ÚTBREIÐIÐ
ÞJÖÐVILJANN
|- .Anin. .. ^Útgefandi: Sanirtninearflokkur alþýóu - SdslaUstaílokkurlnn. RitsUórar: Maenús Ktartansson
MOBVt&IIIVVI úibj, steurður a-uSniumtsson. - Þrótt&riisUórt: Biamasoji, ~ Blaöamcnn: Asmúnður 'Sigur-
jAlvsMn. Ou8rou.núur Vlirfúsíon, Jvar rt. Jónsson, Maerrós Tdtö Ólaísson, Slgurjón Jóhannsson. —
Augiísineastlóri: Ou,6<ro|r Mmtmíssoií. - RStsfJórn. aferotSsla. auKlýslnear, prcntamia>a: Skólavöróustíg 19. — Síroi 7500 O
linur). - AskriítarvcrÖ tr. 25 fe mírti.'l lisykíavik og nfterennl: kr. 22 annarsstaSftr. - Lausasöluv. kr. *■ Vrr.itsto, ÞióSviliana.