Þjóðviljinn - 01.03.1957, Page 3
Föstudagur 1. marz 1957 — ÞJÓÐVIUINN — (3
Ei íheridið réðl yrðu neytendur
uð greiðcs 30 millj> kr. meira
dri lyrir oliur og benzín
Eina frambúSarlausnln aS þjóSnýta
oliuflufninga og oliusölu
Meðan Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn var hver
einasta krafa olíufélaganna samþykkt umyrðalaust. Ef
Sjálfstæöisflokkurinn hefði ekki oltiö út úr ríkisstjórn
s.l. sumar væri verðlag á olíum og benzíni hækkað fyrir
löngu, og neytendur greiddu olíufélögunum 30 millj,. kr.
hærri upphæð á ári, en fram á það fóru olíufélögin og
„sönnuðu“ nauösyn sína með útreikningum, sem studdir
voru af málgögnum íhaldsins og ýmsum helztu leiötog-
um þess.
Vísir heldur því enn fram í
gær áð Lúðvík Jósepsson hefði
átt ,að sjá fyrir árás Breta og
Frakka á Egyptaland! Hverjir
sáu þessa áras fyrir? Ekki Norð-
urlandaþjóðirnar sem neyddust
til að hækka olíur og benzín
langtum fyrr en íslendingar.
Ekkí einu sinni Bretar o.g Frakk-
ar sjálfir, því hvergi bafa efna-
hagslegar afleiðingar af árásinni
orðið stórfelldari! En Lúðvík
Jósepsson átti að sjá þetta allt
fyrir, segir heildsalablaðið Vís-
ir; þetta er nú stjórnarandstaða
sem segir sex!
Glópska Ingólfs Jónssonar
Blaðinu láist hins vegar að
geta þess að Ingólfur Jónsson
neyddist til að játa það á þingi
að hann hefði átt kost á að gera
samning um olíuflutninga til
landsins til langs tíma fyrir að-
eins 50—60 shillinga verð á tonn.
Slíkir samningar hefðu verið
mjög hagstæðir þjóðinni, einnig
þótt ekki væri reiknað með
neinni ofbeldisárás Breta og
Frakka sem hækkaði allt verð-
lag upp úr öllu valdi. En við-
skiptamálaráðherra íhaldsins
sveikst um að gera þessa samn-
inga — og rökstuddi þá afstöðu
með því að hann hefði verið
hræddur um að Hamrafeliið
gæti ekki staðizt samkeppnina!
Olniflutningar íhaldsins
dýrastir.
Visir minnir einnig á að
Þjóðviljinn hafi talað um að
Hamrafellið, olíuskipið sem
Bjöm Ólafsson er einn af hlut-
höfunum í, myndi græða veru-
legar upphæðir á farmgjöidum
sínum. Á því er ekki nokkur
vafi að gróðinn á skipinu er
mikill, en samt sparar það þjóð-
inni stórfé í samanburði við hin
erlendu flutningaskip sem eru í
þjónustu olíufélaga íhaldsins og
taka 60 shillingum meira á tonn.
Sú upphæð rennur öll til er-
lendra auðfélaga, en Hamrafellið
er þó í eigu íslendinga. Vísir
veit það einnig blaða bezt að
eigendur Hamrafellsins, þar á
meðal Björn Ólafsson, heimtuðu
að skipið fengi fullt heimsmark-
aðsverð, 220 shillinga á tonn,
fyrir flutninga sína, en Lúðvík
Jósepsson neyddi þá til að skera
kröfur sínar niður um nærri
því þriðjung.
Öhemjulegur dreifingar-
kostnaður.
Hitt er ekkert launungarmál
að ef sósíalistar réðu einir
myndi vera annar háttur á olíu-
flutningum og olíusölu en nú er.
Það er stefna sósíalista að olíu-
flutningar og olíusala sé þjóð-
nýtt. Með því móti myndi gróði
auðmannanna renna til almenn-
ingsþágu og öll dreifing verða
einfaldari og ódýrari. Eins og nú
er halda þrjú félög uppi þreföldu
skrifstofubákni og þreföldu
dreifingarkerfi. hvar sem komið
er má sjá þrjá olíutanka standa
hlið við hlið, og bílar þriggja fé-
laga elta hver annan um landið
þvert og endilangt allan ársins
hring. Með þessu móti fara ó-
trúlega háar upphæðir í súginn,
auk gróðans sem Hallgrímur í
Shell, mágur Thorsaranna, hirð-
ir, Björn Ólafsson og aðrir olíu-
heildsalar.
Gróðinn stórskertur.
En sósíalistar hafa ekki afl
ennþá til þess að tryggja þjóð-
nýtingu olíusölunnar. Hinsvegar
hafa ráðherrar Alþýðubandalags-
ins nóð þeim árangri að skerða
gróða olíufélaganna að miklum
mun. Þau voru látin bera hinar
erlendu verðhækkanir bótalaust
mánuðum saman, og hefur það
sparað hverjum þeim manni sem
notar belnzín og olíur mörg
hundruð króna. Þó var álagn-
ing olíufélaganna skorin niður
að miklum mun er verðlagið var
loks hækkað fyrir nokkrum dög-
um. Forráðamenn olíufélaganna,
sem eru meðal helztu leiðtoga
Sjálfstæðisflokksins, héldu því
fram að félögin yrðu óhjákvæmi-
lega að fá miklum mun hærra
verð, eða sem svarar 30 milljón-
um króna meira á ári. Ef Sjálf-
stæðismenn hefðu verið 1 ríkis-
stjórn hefði sú krafa verið sam-
þykkt umyrðalaust eins' og alltaf
á undanförnum árum. Ef Sjáif-
stæðisflokkurirnn .. hefði ráðið
hefði verð á olíu og benzíni ver-
ið hækkað fyrir mörgum mánuð-
um, og neytendur yrðu að greiða
olíufélögunum 30 milij. kr. hærri
upphæð á einu ár en nú er.
Brrniatryggingar
Eru eigur yðar nægilega hátt brunatryggðar?
Ef ekkl, þá talið við oss sem fyrst.
VÁTRYGGINGASKRIFSTOFA
SIGFttSAR SIGHVATSSONAR h.f.
Lækjargötu 2A, Reykjavík — Símar 3171 og 83931
steinþiN
Fjölbreytt úrval af
TROLOFUN ARHRIN GIR
STEINHRINGUM
18 og 14 karata.
— Póstsendum —
Sósíalistar í
Reykjavík
vinsamlega komið í skril-
stofu Sósíalistafélagsins i
Tjarnargötu 20 og greiðiB
félagsgjöld ykkar.
Vataajökull fyrsta íslenzka fluta-
iugaskipið sfiin keiur í
Hellissandi. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Það má til tíðinda teljast í hinni fornu Rifshöfn á
Snœfellsnesi, sem nú er aftur aö risa til fo.ms vegs, að
Vatnajökull kom hingað fyrir nokkru til aö taka frystan
fisk. Hann er fyrsta stóra íslenzka flutningaskipiö er
hingað kemur, en áður hafði raunar komiö inn í Rifs-
höfn sœnskt flutningaskip.
Þaö er líka í fyrsta sinni aö frystur fiskur er tekinn
í Rifshöfn til útflutnings.
KabareÉtsýningar að hefjast
Laugardaginn 9. marz n.k. hefjast í Austurbæjarbíói
kabarettsýningar á vegum sjómannadagsins.
Fjölleikamennirnir eru úr sýn-
ingarflokki er nefnist á íslenzku
Enskar og hollenzkar
KÁPUR
teknar iram í dag.
MARKAÐURINN
HAFNARSTRÆTI 5.
Undur veraldar. Eru þeir af eft-
irtöldum þjóðernum: Austurrík-
ismenn, Þjóðverjar, Frakkar,
Skotar, Englendingar, Belgíu-
menn, Suður-Afríkumenn o« loks
einn Indíáni.
Einn kallast „handalausi mað-
urinn“, leikur hann á píanó með
tánum, rakar skegg — og svo
er hann sögð fyrirmyndar skytta.
Annar kallast „beinlausi mað-
urinn“, vegna þess að hann get-
ur undið upp á sig eins og
tuskubrúðu. Þriðji kallast
„Sterkasti maður í heimi“, en
er þó ekki nema 169 sm en kvað
draga fullsetinn strætisvagn með
tönnunum. Fjórði kallast jafn-
vægiskóngurinn, hann hefur
lært línudans í Bandaríkjunum.
Þá er Indíáninn og er hánn
sagður „listaskytta og fakír“.
Svo eru flugfimleikamenn er
nefnast „Frampólími". Loks er
svo stjórnandi fyrirtækisins,
Crossjni, er stundum hefur ver-
ið nefndur „arftaki töframanns-
ins Houdinis11.
............................“!
TILKYNNING
FRA VERZLUNARSPARISJÓÐNUM
Aígreiðslutími sparisjóðsins verður írá og með
deginum í dag, sem hér segir:
Alla virka daga kl. 10-12.30, 14-16 og 18-19
Laugardaga kl. 10-12.30.
Athygli viðskiptavina vorra skal vakin á því að í
afgreiðslutímanum kl. 18-19 verður einungis um
sparisjóðs- og hlaupareikningsviðskipti að ræða.
VERZLUNARSPARISJÓÐURINN
Hafnarstræti 1 — Sími 7448