Þjóðviljinn - 08.03.1957, Page 3
Föstudagur 8. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Fundur Foreldrafélags Laugarnesskóla
íhaldið þorir ekki að hætta á það:
Fimmti hver íslendingur í skóia
NauBsynlegar skólabyggingar fyrir
300 milljónir króna á nœstu 10 árum
rfulltrúa
Skemmti- og fræöslufundur var haldinn i Foreldrafé-
lagi Laugarnesskóla sunnudaginn 3. marz kl. 4 síðdegis
í skólanum. Fundurinn var mjög fjölsóttur. Formaður
setti fundinn og bauð gesti velkomna og fól skóla-
stjóra Jóni Sigurðssyni fundarstjórn.
Austurbæjarlúðrasveit barna-
skólanna í Reykjavík lék nokk-
ui lög undir stjórn Karls O.
Runólfssonar tónskálds. Hafði
fólk- auðsýnilega mikla ánægju
af að hlýða á leik drengjanna
og léku þeir aukalög.
Þá fiutti menntamálaráðherra
Gylfi Þ. Gíslason erindí um.
skólamál. Hóf hann ræðu sína
með því að lýsa ánægju sinni
yfir starfsemi Foreldrafélagsins,
og taJdi að hér væri verið að
vinna gott og þarft. verk og for-
eldrafélög ættu að vera við alla
báma- og gagnfræðaskóla.
Fimmti hver fslend-
ingur í skóla
Á bessu skólaári eru um 20
þúsund börn í barnaskólum, en
samtals eru rúmlega 32 þúsund
nemendur í skólum landsins eða
fimmti hver íslendingur.
Útgjöld ríkisins til skólamála
voru áætluð á fjárlögum 1956,
83,4 milljónir króna. Fastir
bamaskólar í landinu eru 140
og farskólar 77, framhalds- og
sérskólar 113. Fastir kennarar
við skóla þessa eru 1155, en
2 síðastliðin ár hefur ekki tekizt
að fá nægilegan fjölda af kenn-
aramenntuðu fólki að skólun-
um. Síðastliðið haust voru ráðn-
ir 34 réttindalausir kennarar við
bamaskólana og 54 af 80 far-
kennurum eru réttindalausir. í
skólum gagnfræðastigsins eru
260 kennarar en þar af um 40
sem ekki fullnægja kröfum Jaga
um menntun kennara. Þessir
menn ena því aðeins ráðnir að
ekki fáist menn sem hafa kenn-
arapróf. Mikill hörgull er á
skólahúsum bæði fyrir barna-
og gagnfræðaskóla og sam-
kvæmt lauslegri áætlun sem
gerð var 1955 um byggingarþörf
skóla næsfu t«u árin, var talið
að nímtak barna. og gagnfræða-
skóla byrfti að aukast á þeim
tima um nálega 300.000 þúsund
rúmmetra, en kostnaður af því
myndi með núverandi verðlagi
vera um 300 ínilljónir króna.
Er menntamálaráðherra hafði
síðan rætt nokkuð um fræðslu-
]/igin frá 1946, drap hann á þær
breytingar sem orðið hafa á síð-
ustu áratugum í þjóðlífinu og'
þær sem framundan eru á öld
kjarnorku og sjálfvirkni. Skóli
dagsins í gær hæfði ekki deg-
inum í dag og enn síður degin-
um á morgun.
Hlutverk skólanna
Ráðherrann ræddi síðan hlut-
vex-k skólanna i þessum breytta
heimi og fór fyrst nokki-um orð-
um um þá galla er hann taldi
helzta á núyerand; skólakerfi
m.a. að það væri of vélrænt og
of kerfisbundið.
Stefnan í skólabyggingarmál-
um hæpin, skólar yfirleitt of
stórir og of dýrir. Kennara-
menntun ekki eins og vera ætti
og vantaði meira lifandi starf
í skólana. Fyrsta hlutverk skól-
anna væri að sjá æskunni fyrir
nauðsynlegrí þekkingu, annað að
gera börnin að nýtum borgur-
um og frjálsum mönnum og
þetta þýddi breytingar á náms-
efni, siðfi-æði og þjóðfélags-
fræði og yrði að koma við hlið
annarra námsgreina. Lýðræðis-
þjóðfélag er samfélag frjálsra
manna, en fréjsíhu fiylgir ábyrð
og skylda til að þjóna hagsmun-
um heildarinnar.
Og annað. .meginatriði góðs
skóla er að kenna mönnum að
vera frjálsir i heimi hinnar
skefjalausu auglýsingatækni,
annars verða xnenn auðveld bráð
einhvers áróðurstækisins.
I þriðja lagi eiga skólarnir að
hamingjusamt. Markmiðið er
ekki að vera tæknilega full-
komið vélmenni, heldur frjálsir
og góðviljaðir einstakl. Þroski
einstaklingsins á að vera aðal
taknxark. Með því að efla hann
sem mest er þjóðarheildinni
unnið mest gagn.
Þá var orðið gefið laust. Guð-
laugur Einarsson, lögfræðingur
bar fram þá fyrirspum, hvað nú-
verandi í-íkisstjóm hygðist gera
til úrbóta á beim vandamálum
sem framundan væru í skóla-
málum.
Ánægjuleg kynning
af skólastarfinu
Ragnheiður Möller, þakkaði
fyrir hönd Foreldrafélagsins
hina athyglisvei'ðu ræðu mennta-
málaráðherra. Ræddi um þrí-
setninguna í skólurn, hver bekk-
urinxx í-æki annan og vandræðin
sem af því leiddi, og kvað kenn-
ara ekki hafa neitt ráðrúm til
að hjálpa þeim börnum sem
dragist aftur úr í námi. Bar
fram þá fyrirspurn til skóla-
stjóra hvað gert væri fyrir böm
sem dragast aftur úr í námi?
Foreldrafélagið hefði tekið þátt
í útgáfu Foreldrablaðsins sem út
kom siðast.liðið vor bæði með
efni og í blaðinu hefði verið
birt samkomulag um bekkjar-
fundi og almenna foreldrafundi
senx kennarafélagið og foreldra-
félagið hefði gert nxeð sér.
Þakkaði bekkjai'fundi sem
verið héfði á vetrinunx og kvað
foi-eldra mjög ánægð yfir meiri
kynnum af skólastarfinu. Félag-
ið hefði reynt að vinna að því
að auka áhuga foreldra fyrir
velferð barna sinna í námi, og
auka þekkingu þeirra á þessu
viðfangsefni.
Guðrún Guðlaugsdóttir, tók
næst til máls og lagði áherzlu
á skyldur foreldranna gagnvart.
námi og uppeldi barna sinna.
Og kenna þyrfti börnum að
vinna og elska starfið og forð-
ast götulífið.
Næstur tók til máls Matthías
Jónasson uppeldisfræðingur, og
taldi að sömu vandamál steðj-
uðu að í dag og á dögum Pestal-
ozzi, viðhorfið gagnvart mann-
inum. Og í rauninni væri
fræðslukerfið miklu viðameira
en tölurnar gæfu til kynna, þeg-
ar athugaðir eru allir þeir ein”
stakllngar sem stunduðu námið,
og fjölbreytileiki nxaixnlegs eðl-
íhaldiö hugsar til þess meö hryllingi ef bæjarfulltrúar
ættu aö veröa fleiri en nú, — því þá minnka möguleikar
þess til þess aö halda meirihlutanum, enda þótt þaö sé í
minnihluta meðal kjósenda í bænum.
is og enguixi vafa undirorpið að
taka þyrfti méira tillit til ein-
staklixxgsins. Þá tók Lilja
Björnsdóttir til máls, og í'æddi
um dvöl barna á sjoppum, reyk-
ingar og áfengisnautn unglinga
og að hér þyrfti það opinbera
að taka alvarlega í taumaixa.
Skólastjóri, Jón Sigui'ðsson,
svaraði fyrirspurnum sem franx
höfðu komið og gat m. a. um
hjálparbekki sem væru starfandi
í vetur á vegum skólans í 11
ára bekkjunx og taldi að af þvi
ætti að geta orðið nxikil bót og
ef hægt væi'i að b.yrja á börnun-
um yngri væri ef til vill hægt
að fyrirbyggja að þau dragist
aftur úr í náminu, flest. böx-n
þurfa einhverrar hjálpar við.
Guðlaugur Einarsson lögfi'æð-
ingur íti'ekaði fyrri spurningu
sina til menntamálai'áðhei'ra.
Endurskoðun fræðslu-
málalöggjafai'innar
Menntamálaráðherra kvað það
hafa verið meiningu sina að
svara öllunx spurningum sem
beint hefði verið til sín í lokin.
Taldi sér ekki skylt að gera
hér grein fyrir fyrirætlunum
sínum eða ríkisstjórnai'innar
í skólamálum á þessum vett-
vangi. En hinsvegar væri við-
eigandi á 10 óra aímæli fræðslu-
málalöggjafarinnai’, sem væri á
þessu ári að taka hana til end-
urskoðunar, og mundi það verk
verða falið hinum færustu nxönn-
um er að því kæmi. En einu ný-
mæli gæti hann í það minnsta
skýx't hér frá, sem miðaði að
því að gera starfið lífrænara.
Um þessar nxundir ætti að fara
að hefjast listkynning í skól-
um landsins.
Var ráðheri-a þakkað með
dynjandi lófataki.
Gaf fundarstjóri þá oi'ðið
frjálst að nýju ef einhver ósk-
aði að taka til máls. Sigríður
Hannesdóttir, ræddi vaindamál
uppeldisins og þakkaði starf
foreldrafélagsins og kvaðst allt-
af hafa haft gagn og ánægju
af að sækja fundi þess. Sagðist
vera mjög ánægð með bekkjar-
fund sem kennari banxsins henn-
ar hefði boðað til og taldi for-
eldra eiga að hafa náið sam-
stai'f við kennara barna sinna,.
að því væri fengur fyrir báða
aðila ef rétt væri á'haldið.
Jón Sigui'ðsson skólastjóri
mælti nokkur lokaorð og þakk-
aði menntamálaráðherra þann
heiður sem hann hefði gert skól-
anum nxeð komu sinxxi og fund-
argestum komuna.
Sendiherra Is-
lands hjá Irans-
keisara
Hinn 6. marz sl. afhenti
Magnús V. Magnússon Irans-
keisara trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra íslands í Iran með
búsetu í Stokkhólmi.
Tillaga Jóns Emils o. fl. um
fjölgun bæjarfulltrúa var til
síðari umræðu á bæjarstjóniai'-
fundi í gær.
Borgarstjóri talaði fyrstur og
kvaðst engin fullgild rök hafa
heyrt fyrir þvi að fjölga tölu
bæjarfulltrúa og því flytti hann
í nafni flokks sins frávísunar-
tillögu.
Jón Emils kvað bæjarfull-
trúa hafa fyrst verið kosna 15
að tölu árið 1908, en þá hefði
ibúatala bæjarins verið 11016.
Enn væru bæjai’fulltrúar 15
talsins, en íbúatalan við siðasta
manntal rúmlega 65 þúsund.
Jón Emils kvað bæjarstjórn-
arkosningar allt annars eðlis en
pólitískar kosningar til Alþing-
is (!), en með núverandi tölu
bæjai’fulltrúa væri ekki unnt
fyrir atvinnustéttir og hags-
munahópa að fá kjörinn manix
í bæjarstjórn, og því þyrfti að
fjölga fulltrúunum.
Fyrir hálfum mánuði ræddi
Jón Emils um að fjölga bæjar-
fulltrúum upp í 35—45.
Þórður Björnsson kvað borg-
arstjóra á móti þessu persónu-
lega, því hann sæi að erfiðara
yrði að ráða yfir t.d. 13 manna
hópi en 8 manna.
Bárður Daníelsson stríddi
Kviknaði af
sjálfu sér!
ic Það var gömul trú að
óvæi’ð kviknaði af sjálfu sér,
það væri til einskis að reyna
að útrýma lúsum og flóm,
þær yrðu til af engu á nýjan
leik og allt sæti við það sama.
Var þessi kenning einkar æski-
leg afsökun fyrir þá sem
skriðu út í þessum óskemmti-
lega kvikfénaði.
★ Maður hefur haldið að
þessi kenning um sjálfskvikn-
un óværðarinnar væri útdauð,
en i gær stingur hún allt í
einu upp kollinum á óvæntum
stað. Alþýðublaðið segir í gær
í stórum ramma um hina
landsfrægu Lúsoddafrétt sína
frá Vestmannaeyjum: „Al-
þýðublaðið fékk ekki fréttina
um úrsögn Sipnundár Andrés-
sonar frá neinum sérstökum
aðila — og aldrei neina stað-
festingu á fréttinni“. Fréttin
kviknaði sem sé af sjálfu
sér, hún var ekki komin „frá
neinum séx’stckum aðila“. Og
hið vandaða blað leitaði auð-
vitað ekki eftir „neinni stað-
festingn á fréttinni".
★ Kenningin um að frétt-
in hafi kviknað af sjálfu sér á
síðu Álþýðublaðsins mun vart
fá miklar uridirtektir. Engu
að síður er uppruni fréttar-
innar kynlegur; hún er nefni-
lega eingetin. Og sá hreini
sveinn fréttaþjónustunnar sem
kom henni í heiminn aðstoð-
arlaust heitir Áki Jakobsson.
Jóni Emils á því að nú talaði
lxanix fyrir auknu lýðræði, sjálf-
ur fulltrúi annars Hræðslu-
bandalagsflokksins er liefði á
sl. vori ætlað að ná meirihluta
á Alþingi út á þriðjung kjós-
enda!
Guðmundur Vigfússon kvaðst
ekki viss um að bæjarstjórnin
yrði þeim mun starfhæfari sem
hún-yrði fjölmennari, eix kvaðst
fylgjandi því að notuð væri
heimildin til að fjölga. bæjar-
fulltrúum upp í 21, með sam-
þykki félagsmálaráðherra, og
því myndi hann greiða því —
en það var varatillaga Jóns
Emilssonar — atkvæði að svo
yrði gert.
Forseti lýsti yfir því að frá-
vísunartillaga Sjálfstæðisflokks-
ins væri bæði við aðaltillögu og
varatillögu Jóns. Var frávísun-
artillaga Sjálfstæðisflokksins
samþykkt, að viðhöfðu nafna-
kalli, með 8 atkvæðum gegix 7.
Kvikmyndasýning í MÍR-
salnnin, Mnghclts-
stræti 27 í kvöld
Tígrisdýrastúlkan heitir mvnd-
in sem Reykjavíkurdeild Mír
sýnir félagsmönnum og gestum
í kvöld kl. 9. Myndin liefst á
bifhjólakappakstri, meðal þátt-
takenda ei’u vinirnir Fjodor og
Petja, hinn fyxrnefndi sigrar í
akstrinum, en hinn verður síð-
astur. Fjodor býðst síðari staða
við sirkus einn mikinn, og er
hann kemur til vinnu í fyrsta
sinn, verður á vegi hans tígris-
dýr sem sloppið hefur úr bixri
sínu. Ung sirkusstúlka Lena,
kemur honum til hjálpar, og
takast með þeim ástir. Viljxxm
við ekki rekja söguna frekar,
en hún er spennandi frá upp-
hafi til enda, og inn i lxana
fléttað fui'ðulegum sii’kussýn-
ingum.
Þrjú íslandsmut
sett á Sundmóti ÍR
Þrjú ný Islandsmet voru sett
á sundmóti ÍR í Sundhöllinni í
gærkvöld og eitt unglinganxet.
Helgi Sigurðsson Æ synti 400
m skriðsund á 4,49,5 mín. og
bætti eigið met um 5,8 sek. Þá
setti Guðmundur Gíslason iR
nýtt landsmet í 100 m bak-
sundi, synti á 1,11,6 mín. sem
er 2/10 sek. betri tími en eldra
met. Guðmundur bætti einnig
drengjametið í 50 m flugsundi
um 1,2 sek., synti vegalengdina
á 33,0 sek. Hann átti líka mik-
inn þátt í glæsilegu meti ÍR-
sveitarinnar í 3x100 m þrísundi
karla. Tími sveitarinnar var
3,36,2 mín., en það er 4/10 sek.
betri tími en landssveitarmetið,
sem sett var í Ábo 1949.
Áimann sigraði í stigakeppni
mótsins, en flest stig einstak-
lings hlaut Guðmundur Gísla-
son IR.