Þjóðviljinn - 10.03.1957, Síða 3
Sunmidagur 10. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN
(3
Verður saltverksmiðja í Krýsuvík?
Gelr Gunnarsson flyfur um þaS þingsálykfunartillögu
:að mestu gróft fisksalt, hefur
að meðaltali verið 37.000 tonn
á ári síðastliðin 7 ár. Þetta
salt er að mestu flutt frá Spáni.
Þpr er það unnið úr sjó með
: sólaruppgufun. Hingað til
• Geir Gurinarssón flytur á Alþingi svohljóðandi pings
ályktunartillögu:
„Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta hraða \
sem mest byggingu tilraunaverksmiðju, er vinni salt
og önnur efni úr sjó, og afli sér heimildar til séxstakrar
fjárveitingar í því skyni. Á grundvelli tilraunanna verði
síðan gerðar endanlegar áœtlanir um stofn- og fekstrar-
1costnað fullkominnar sjóefnaverksmiðju“.
klór-alkali-vinnsla, mundi enn
fremur skapa nýjan markað
fyrir salt, komist slik fram-
leiðsla á fót í landinu. Það
mun mjög hagkvæmt að vinna
salt til efnaiðnaðar yfirleitt %
slíkan hátt sem gert yrði hér.
Útflutningur á hreinu, vel
er þegar það mikil, að á mark-
aðnum má grundvalla myndar-
lega saltverksmiðju.
Saltinnílutningurinn
8 millj. kr. á ári
Salt, hefur lengi verið stór
1 greinargerð tillögunnar seg-
ir svo:
Á öld hinna hröðu tækni-
framfara aukast sífellt líkurn-
ar fýrír því að íslendingar geti
haft aukin not af auðæfum
landsins og með hagnýtingu
tæknirœar megi gera hina ein-
hæfu framleiðslu þjóðarinnar
fjölþættari en verið hefur.
Ódýrari og betri vara
Um langan aldur hafa menn
gert sér vonir um, að vinna
mætti salt með jarðhita hér á
landi. Frumathuganir sérfræð-
inga kafa bent til þes§, að með
hagnýtingu jarðhita megi fram-
leiða á íslandi ódýrara og betra
salt úr sjó en flutt er til lands-
ins, Á allra síðustu árum hefur
verið talið, að grundvöllur sé
fyrir hagkvæmum rekstri full-
kominnar sjóefnaverksmiðju,
sem auk salts vinni ýmiss kon-
ar aukaefni, er gætu haft hið
mesta gildi fyrir efnaiðnað hér
á landi.
Kýsuvík og innan skamms fáist
úr því skorið, hversu mikið
gufumagn er unnt að fá þar.
Fáist með jarðborunum í
Krýsuvík næg gufa fyrir sjó-
efnaverksmiðju auk annarra
þarfa, sem þar eru fyrir hendi,
telur flm. tillögu þessarar þjóð-
arnauðsyn, að slík verksmiðja
verði reist þar sem fyrst. I því
skyni væri mjög nauðsynlegt
að tryggja, að samtímis jarð-
borunum í Krýsuvík geti farið
fram þær tilraunir um sjóefna-
vinnslu, sem gera þarf, áður en
fullkomin sjóefnaverksmiðjá
yrði reist, svo að ekki þurfi að
standa á slikum rannsóknum, ef
jákvæður árangur næst við
jarðboranir í Krýsuvík.
kristölluðu salti er hugsanleg-: liður í innfiutningi okkar, og
ur. Bretar selja t.d. mikið af hugmyndir um vinnslu á því
slíku salti til hinna Norðurland- hérlendis hafa átt djúpar rætur
anna, þar sem það er notað i meðal manna. Saltvinnslutil-
] lands er saltið aðallega flutt
| á 2000—3000 tonna skipum.
Meðal-s.i.f.-verð var árið
1953 kr. 207 pr. tonn salt. Mið-
að við meðalinnflutning er þ\n
innflutningsverðmætið tæpar 8
millj. kr. á ári.
Seltan í rúmsjó við ísland er
víðast 34-—35%c. Við ströndina
gætir þó blöndunar fersks
vatns mjög víða ....
Bezt staðsett í Krýsuvík
Frumáætlanir um stofn- og
rekstrarkostnað þess konar
verksmiðju hafa verið gerðar
og benda til þess, að hún yrði
bezt staðsett í Krýsuvík, en þó
er óvíst, hversu mikið gufu-
magn muni -fást þar, þótt all-
miklar jarðboranir hafi farið
þar fram.
Endanlegar áætlanir um rekst-
ur sjóefnaverksmiðju verða
ekki gerðar, án þess að reist
verði lítil reynsluverksmiðja. í
ráði mun vera, að raforkumála-
stjórnin láti hefja •tilraunir í
þessa átt innan tíðar, en fjár-
magm, sem veitt hefur verið
til þess, er af of skornum
skammti, til þess að árangurs
megi vænta svo fljótt sem þörf
er á.
Guíumagnið rannsakað
Svo sem áður er getið, er
talið, að sjóefnaverksmiðja yrði
bezt staðsett í Krýsuvík. Allar
horfur eru á því, að á næst-
unni verði hafnar boranir með
afar stórvirkum tækjum í
Betra salt
í fylgiskjölum er vitnað í
greinai’gerð Baldurs Líndals:
Frumathuganir á möguleikum
til vinnslu salts í Krýsuvík,
útg. í nóv. 1953 og segir þar
m.a.:
„ .... Innflutt salt inniheld-
ur jafnan nokkuð af aukasölt-
um, og hefur lengi leikið grun-
ur á því, að sum þeirra væru
skaðleg fyrir fiskinn. Páll Öl-
afsson efnafræðingur hefur nú
sannað, að auðleyst kalsíum-
samband, sem oft finnst i inn-
fluttu salti, sé orsök gulu í
fiski. Gula hefur sem kunn-
ugt er valdið hér miklu tjóni
árlega. Væri saltið unnið hér
innanlands, mætti auðveldlega
útiloka slík skaðleg óhreinindi.
Væri það fiskverkun stoð til
vöruvöndunar og rekstrarör-
yggis, innlend saltvinnsla
mundi þannig skapa betri
grundvöll undir saltfiskverkun,
og markaðurinn ætti að aukast
við það að öðru jöfnu“.
Nægur markaður
Þá er einnig vitnað til grein-
argerðar Baldurs Líndals: Um
aðferðir, orkuþörf og staðar-
val saltvinnslu úr sjó, útg. í
desember 1954. Þar segir m.a.:
,, .... Ætla má, að sá mark-
aður, sem nú er fyrir salt hér-
lendis, fari 'sízt minnkandi.
Kemiskur iðnaður, svo sem
Þannig þeytist gufan í Krísuvík ónotuð út í geiminn.
efnaiðnaði o.fl. Borðsalt mætti
eflaust líka selja erlendis, en
einkanlega þó ef það væri pakk-
að í neyzlulandinu sjálfu.
Salt, sem hér væri unnið sér-
staklega til fisksöltunar, kynni
að verða mun verðmætara en
það, sem nú er flutt inn. Mönn-
um kann að takast að fyrir-
byggja þær stórskemmdjr, sem
slæmt innflutt salt hefur vald-
ið á fiskinum undanfarin ár. En
innlend örugg vinnsla, sem
hægt er að haga beint eftir
þörfum og óskum saltenda er
mikils virði.
Það virðist ekki ósennilegt,
að heildarsaltþörf landsmanna
muni nema 100—200 þús. tonn-
um eftir nokkra tugi ára. Hún
raunir voru fyrst gerðar á Is-
landi á átjándu öld, en nú
fyrst lítur út fyrir, að fyrir
hendi séu hagkvæmir möguleik-
ar á þessu sviði.
Sjór og jarðhiti hafa jafnan
verið taldir höfuðaðilar að
þessu máli. Nú má bæta raf-
magni við. Jarðboranir fyrir
gufu og heitu vatni svo og
raforkuframkvæmdir síðari
tíma hafa gefið þessu máli nýj-
an grundvöll. Nú hafa verið
gerðar frumathuganir á salt-
vinnslumöguleikum þriggja álit-
legustu staða landsins. Þessir
staðir eru: Hveragerði, Krýsu-
vík og Reykjanes á Reykja-
nesskaga.
Sal tinnf lut ningu rinn
Aðeins 3 staðir taldir
koma til greina
.... það er ekki talið unnt
að byggja litla saltverksmiðju,
isem hægt er að reka á hag-
kvæman hátt. Vegna hinnar
miklu hitaorku, sem til vinnsl-
unnar þarf, takmarkast mjög
þeir staðir, sem til greina koma
í þessu skvni. Samanburður var
| gerður á aðstöðu í Hveragerði,
| á Reykjanesi á Reykjanesslcága
jog í Krýsuvík. Ekki er talið,
í að aðrir- staðir komi til greina
j nú vegna f jarlægðar frá sjó,
ófullnægjandi hitaorku eða
annarra augljósra vandkvæða.
Af þessum þremur stöðum
er Hveragerði óhagkvæmastur
vegna langrar sjóleiðslu og
langra flutningaleiða á salti til
höfuðdreifistaða.
Samanborið við Reykjanes ér
Krýsuvik að því leyti óhag-
kvæmari sem stendur að lengri
sjóleiðsla þarf að vera, enda
þá miðað við eimingu eingöngu.
Verði hins vegar notuð rafsíun
í framtíðinni, fer hún fram við
sjóinn og þessi munur liverfur.
Krýsuvík er mun betur sett með
flutning á salti frá verksmiðj-
unni, og gufuvinnslumöguleik-
ar eru álitnir þar meiri og
gufan ódýrari í virkjun. Heild-
arlega er því álitið, að Krýsu-
vík hafi betri framtíðarsalt-
vinnslumöguleika, en arðir
staðir á landinu".
sem er
Franskur gaman-
leikur í Þjóð-
leikhusinu
Dr. Knock, gamanleikur eftir
franska rithöfundinn Romaine,
verður næsta viðfangsefni Þjóð-
leikhússins eftir Brosið dular-
fulla, sem frumsýnt verður n.k.
þriðjudag og skýrt var frá i
blaðinu í gær.
Mun leikritið væntanlega verða
frumsýnt í lok þessa mánaðar.
Leikstjóri verður Indriði Waage
en titilhlutverkið leikur Rúrik
Haraldsson.
ÓDÝKAIt DANSKAR
KUR NYKOMNAR
Verð írá kr. 9.50 til 15.70
Pocket Books — mikið úrval. Verð írá kr. 6.60 til 13.20
BðKABÚÐ
Bankastræti 2